Morgunblaðið - 09.11.2019, Page 42

Morgunblaðið - 09.11.2019, Page 42
42 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019 60 ára Elínborg er Reykvíkingur, hún er ís- lenskukennari að mennt og kennir við Kvenna- skólann í Reykjavík. Hún er meðhöfundur náms- bókanna Skáld skrifa þér og Tungutak. Börn: Snorri Örn Clausen, f. 1980, Birna Helena Clausen, f. 1985, og Ívar Örn Clau- sen, f. 1992. Barnabörnin eru orðin 6. Foreldrar: Ragnar Þorsteinsson, f. 1923, d. 2000, fulltrúi hjá RÚV, og Guðrún Snjó- laug Reynisdóttir, f. 1929, d. 1999, skrif- stofum. hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Elínborg Ragnarsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér tekst einhvern veginn ekki að ná til þeirra sem þú vilt ná til. Fjöl- skyldan er þér allt. Hugsaðu vel um hana. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er kominn tími til að eiga samskipti við nýju nágrannana. Vanda- mál og tafir gera þér lífið leitt og fréttir sem þú færð draga þig niður. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Varastu að gera vandamál ann- arra að þínum. Allt er gott sem endar vel. Farðu varlega í umferðinni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur í svo mörgu að snúast að þú þarft að fá fólk í lið með þér til þess að hlutirnir gangi upp. Gefðu þér tíma til þess að fara í naflaskoðun. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er auðvelt að láta hugfallast í dag, og jafnvel að finnast þú minni mátt- ar. Mundu bara að það kemur dagur eftir þennan dag. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert með of mörg járn í eld- inum í einu. Haltu þínu striki þó að sum- um finnist þú helst til frek/ur því þú get- ur ekki gert öllum til hæfis. 23. sept. - 22. okt.  Vog Einhver sýnir þér trúnað. Kappsemi þín hvetur aðra til samstarfs við þig. Þú nýtur vinsælda á meðal samstarfsfélaga þinna. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Varastu öll gylliboð sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Láttu í þér heyra ef þér misbýður eitthvað. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er erfitt að velja, þegar vegir liggja til allra átta. Leyfðu þér að berast með straumnum og gerðu ráð fyrir því að þú lendir á réttum stað. 22. des. - 19. janúar Steingeit Leiftrandi bjartsýni þín smitar aðra í kringum þig og jákvæð orka þín kemur bæði þér og öðrum til góða. Þú treystir á innsæið eins og oft áður. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Viðkvæmni gerir vart við sig í nánu sambandi. Eitthvað hrjáir þig og því ættir þú að leita til læknis og láta athuga það sem fyrst. 19. feb. - 20. mars Fiskar Áhyggjur hverfa ef þú hunsar þær nógu lengi. Láttu aðra ekki hafa áhrif á þig. Þú ert í fasteignahugleiðingum. J ón Ármann Gíslason er fæddur 10. nóvember 1969 í Linköping í Svíþjóð. Fjöl- skylda hans fluttist heim til Íslands árið 1971 og ólst upp í Laugarneshverfinu. Hann dvaldist oft á Sauðárkróki á sumrin á æskuárum. „Það var gaman að vera þar í fallegu umhverfi hjá ættingjum. Það er mikill uppáhaldsstaður.“ Jón Ármann gekk í Laugarnes- og Laugalækjarskóla og varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1988 og varð guðfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1996. „Þegar ég fór að velta fyrir mér lífinu og tilver- unni þá fannst mér kristin trú veita bestu svörin við þessum spurningum og ákvað að skella mér í guðfræðina.“ Jón Ármann hefur verið sóknar- prestur í Skinnastaðarprestakalli (nú Langanes- og Skinnastaðar- prestakalli) frá 1. desember 1997. Hann vígðist til prests 30. nóvember sama ár. „Ég þekkti nánast ekkert til hér á Skinnastað, þetta var alveg nýr heimur fyrir manni að vera svona lengst úti í sveit, en við erum búin að vera hér í 22 ár eiginlega upp á dag. Ég hef átt kindur og hef því fengið smá nasaþef af sveitastörfunum, en hér snýst nær allt um sauðfjárrækt, en einnig töluvert um fiskeldi og ferðaþjónustan er svo að koma sterk inn. Hún á eftir að aukast enn meira þegar Dettifossvegur verður tilbú- inn. Það eru mjög margir sem skoða Ásbyrgi en okkur finnst að fleiri mættu koma yfir brúna í Öxarfjörð og út á Melrakkasléttu til að skoða alla þá fögru staði sem er hér að finna.“ Skinnastaður er víðfeðmt presta- kall og nær frá Kelduhverfi og austur yfir Raufarhöfn en á svæðinu búa 500 manns. „Skinnastaður er þekktur fyrir galdraprestana sína og hér ólst Sigurður Pálsson skáld upp. Hér er eitt fallegasta svæði á landinu og frá Skinnastað er hægt að sjá öll tilbrigði landsins í gróðurfari og náttúru, skóga og grösug svæði og líka svart- an sand og eyðingarmátt Jökulsár á Fjöllum.“ Jón Ármann hefur verið prófastur í Þingeyjarprófastsdæmi frá 2006 og í sameinuðu Eyjafjarðar- og Þingeyj- arprófastsdæmi frá 2010, en í pró- fastsdæminu eru 12 prestaköll og er skrifstofa prófastsdæmisins á Akur- eyri. „Ég vinn samt aðallega heima, en starfir útheimtir ferðalög inni á milli eins og gengur. Prófasturinn er fulltrúi biskups á svæðinu og hefur umsjón með kirkjulegu starfi og skipulagningu þess.“ Jón Ármann var stundakennari í Öxarfjarðarskóla tíu fyrstu árin á Skinnastað, hann var í stjórn Öxar- fjarðardeildar Rauða kross Íslands og situr nú í stjórn Jarðskjálftaseturs á Kópaskeri. „Ég hef gaman af ljósmyndun og stundaði hana mikið á árum áður og núna er ég að læra frönsku í frí- stundum. Les bækur á frönsku, en þetta er fallegt tungumál og menn- ing. Svo er fullt starf að fylgjast með öllum íþróttunum,“ en Jón Ármann heldur með Víkingi í Reykjavík og West Ham í enska boltanum. „Það stendur ekki til að gera neitt núna í tilefni afmælisins, konan mín er að leysa af sem prestur á Akureyri svo það verður ekki haldið upp á af- mælið fyrr en á nýju ári.“ Jón Ármann Gíslason, sóknarprestur og prófastur – 50 ára Mæðgin Sigurður Kári, Hildur og Þorsteinn Gísli stödd í London í fyrra. Sér öll tilbrigði landsins Hjónin Jón Ármann og Hildur að skemmta eldri borgurum í Stóru-Mörk á Kópaskeri. 30 ára Erla er Reyk- víkingur, hún er organisti og mann- fræðingur að mennt og er organisti í Grindavíkurkirkju. Maki: Hilmar Kristins- son, f. 1980, stjórn- málafræðingur. Börn: Ástrós Eva Hilmarsdóttir, f. 2008, og Kári Hilmarsson, f. 2014. Foreldrar: Kári Ragnarsson, f. 1964, húsgagnasmiður, og Guðný Jónsdóttir, f. 1964, húsgagnasmiður. Þau eru búsett í Reykjavík. Erla Rut Káradóttir Til hamingju með daginn STOFNAÐ 1953Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • Sími: 553 1380 Hreinsum gluggatjöld, sófaáklæði, ullarteppi og púðaver Hafðu hreint fyrir gluggunum Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.