Morgunblaðið - 09.11.2019, Síða 45

Morgunblaðið - 09.11.2019, Síða 45
ÍÞRÓTTIR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019 Þegar portúgalski knatt- spyrnumaðurinn André Gomes í liði Everton varð fyrir slæmum meiðslum í leik liðsins gegn Tott- enham um síðustu helgi rifjaðist upp atvik sem átti sér stað á gamla Valsvellinum á Hlíðarenda fyrir 35 árum. Áhorfendur á Goodison Park hryllti við því sem þeir sáu því um slæm ökklameiðsli var að ræða og fóturinn sneri víst ekki alveg rétt í kjölfarið. Passað var upp á að sýna þetta ekki frekar í sjónvarpi til að ofbjóða ekki áhorfendum. Þeim sem horfði á leikinn með mér til lítillar skemmtunar! En þeir sem vilja sjá fót snúa einkennilega geta farið inn á timarit.is og flett upp í Morgun- blaðinu frá 6. júlí 1984. Kvöldið áður lék 19 ára gamall nýliði í marki KA gegn Val í bikarleik. Snemma leiks varð hann fyrir slæmum ökklameiðslum. Á myndum í blaðinu má glöggt sjá hvernig fóturinn er langt frá því að snúa eðlilega. Þar sést líka læknirinn, vinstri bakvörðurinn og núverandi for- stjóri Bláa lónsins, Grímur Sæ- mundsen, standa yfir sárþjáðum markverði KA. Ég var á Hlíðarenda þetta kvöld og gleymi aldrei svakaleg- um spretti Gríms yfir allan völl- inn og hann varð fyrstur til að veita markverðinum aðstoð. Mið- að við það sem gerst hefur í seinni tíð hefði hann líklega fengið gult spjald í dag! Markvörðurinn ungi spilaði ekki meira þetta sumarið en hann náði sér að fullu, mætti gal- vaskur til leiks næsta vor og missti ekki úr leik næstu ellefu ár. Hann heitir Birkir Kristinsson og er leikjahæsti maður efstu deildar, og leikjahæsti landsliðs- markvörður Íslands. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is VIÐHORF Kristján Jónsson kris@mbl.is Ég skynja að margir sparkunnendur sem ég þekki eru orðnir tæpir á taug- um eftir að VAR (video assistant referee) hóf innreið sína í sparkheima sem við hér á eyjunni fylgjumst með í gegnum raftækin okkar. Ég er nefni- lega svo næmur. Ég finn að töluvert er farið að ganga á birgðastöðuna þegar kemur að þolinmæðinni hjá mörgum sem eyða mörgum klukku- stundum í mánuði að horfa á knatt- spyrnuleiki. Í mörgum íþróttagreinum er farið að nýta tæknina til að aðstoða dóm- arana við að komast að niðurstöðu og forðast mistök sem mikil áhrif kunna að hafa á úrslitin. Bæði er tæknin notuð í mörgum hópíþróttum en við höfum einnig í langan tíma getað séð nákvæmar sjónvarpsmyndir af því þegar hlauparar hlaupa yfir marklín- una á stórmótum í frjálsum. Í sparkinu finnst mörgum sem menn fari offari þegar kemur að myndbandsnotkuninni. Eftir að VAR kom til sögunnar séu menn eins og beljur að vori og yfirvegunin í notk- uninni megi vera meiri. Framsal valds frá dómurunum og inn í vídeó- herbergi er þá einnig orðið nokkuð mikið. Möguleikinn áfram fyrir hendi Þar sem ég er viljugur til að láta gott af mér leiða er ég tilbúinn til þess að hjálpa knattspyrnuheiminum áður en allt fer í bál og brand. Eða eins og vinnufélagi minn (sem vill ekki láta nafns síns getið og við skul- um bara kalla Björn) segir stundum: „Ég er hérna til að hjálpa.“ Tíminn sem fer í að skoða atvikin er talsverður á heildina litið og svo sem skiljanlegt að fólki finnist leik- urinn missa dampinn við það. Ég sé fyrir mér að millileikur í stöðunni gæti verið sá að nýta tæknina til að auka líkur á sanngjarnri niðurstöðu en að hún sé nýtt sjaldnar. Marklínutæknina ætti að nota áfram til að úrskurða hvort boltinn hafi farið inn fyrir marklínuna eða ekki. Í ljósi þess að enn er milliríkja- deila á milli Englendinga og Þjóð- verja, um hvort mark í úrslitaleik HM 1966 hafi átt að standa eða ekki, er líklega nokkur þörf á að nota tæknina við slíkar aðstæður. Mark- línutæknin er ágætt dæmi um að tæknin sé til góðs fyrir íþróttina. Ég myndi hins vegar leggja til að sleppa því að nota tæknina að öðru leyti nema þegar liðin óska eftir því. Þá myndu knattspyrnustjórarnir eiga þann kost að atvik sé skoðað með myndbandstækninni og dóm- arinn taki ákvörðun í framhaldi af því. Liðin myndu fá kvóta í hverjum leik og knattspyrnuhreyfingin gæti komið sér saman um hversu oft þjálf- ararnir mættu beita slíku úrræði. Til dæmis einu sinni í leik eða einu sinni í hvorum hálfleik. Þá væri í það minnsta búið að koma einhverri reglu á þetta. Þekkt útspil í NFL og NHL Þarna er einfaldlega verið að horfa til annarra íþrótta sem styðjast við myndbandstækni. Í ameríska fótbolt- anum NFL og amerísku NHL- deildinni í íshokkíi er stuðst við myndbandstæknina. Útfærslan í knattspyrnu yrði ekki nákvæmlega eins og vestanhafs. Þar geta þjálfarar liðanna gripið til þess að óska eftir því að atvik sé skoðað sérstaklega. Þá eru þeir sem sagt ósammála niðurstöðu dóm- aranna og mega efast um hana. Í ís- hokkíi er tæknin eingöngu notuð til að skoða hvort mark hafi átt að standa eða ekki að ég held. Í NFL er tæknin notuð býsna mikið. Í báðum tilfellum reynir á klókindi þjálfaranna því liðum þeirra er refsað ef efasemdir þeirra skila ekki annarri niðurstöðu. Ef dómararnir halda sig við fyrri ákvörðun, eftir að hafa skoð- að atvikin í þaula, fá liðin refsingu. Í NHL missir liðið mann af ísnum í tvær mínútur sem yfirleitt þýðir að liðið liggur í vörn á meðan og gæti hæglega fengið á sig mark. Í NFL tapar liðið leikhléi ef þjálfarinn hafði rangt fyrir sér. Í knattspyrnunni væri hægt að beita einhvers konar refsingu ef upp- haflegri ákvörðun dómarans er ekki breytt. Knattspyrnustjórarnir myndu þá ekki nota þetta úrræði nema rík ástæða þætti til. Minnka mætti videógláp í miðjum kappleikjum  Knattspyrnan gæti horft til Bandaríkjanna  Stjórarnir myndu fá útspil AFP Skjáskoðun Dómarinn Cuneyt Cakir skoðar myndskeið af atviki í leik sem hann dæmdi í Meistaradeildinni. Arnar Freyr Arnarsson, línumaður íslenska landsliðsins í handknattleik, verður leikmaður þýska félagsins Mel- sungen frá og með næsta keppnistímabili. Hann hefur samið við Melsungen til þriggja ára frá og með 1. júlí. Bæði félögin tilkynntu þetta í gær. GOG staðfesti þar að Arnar hefði verið seldur úr landi, en ekki hvert. Hann var samningsbundinn Dönunum til vorsins 2021. Melsun- gen staðfesti síðan að félagið væri búið að ganga frá kaupum á Arnari og semja við hann. Melsungen er í 6. sæti þýsku 1. deildarinnar, aðeins einu stigi á eftir Kiel sem er í 2. sæti og hefur verið að þoka sér nær bestu lið- um Þýskalands á undanförnum árum. Arnar er 23 ára gamall og lék með Fram til 2016 en síðan með sænska liðinu Kristianstad í þrjú tímabil þar sem hann varð tvisvar sænskur meist- ari. Hann kom síðan til liðs við GOG í sumar og er þar á sínu fjórða tímabili í röð í Meistaradeild Evrópu. Arnar hefur leikið með íslenska landsliðinu á undanförnum þremur stórmótum og spilað 44 landsleiki. vs@mbl.is Staðfestu kaupin á Arnari Arnar Freyr Arnarsson John Henry Andrews hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Víkings í knattspyrnu, en það leikur í 1. deild á komandi keppnistímabili. HK og Víkingur hafa verið með sameigin- legt lið í tvo áratugi en slitu sam- starfinu í haust og sömdu um að Víkingur færi í 1. deild en HK í 2. deild. Andrews hefur starfað á Ís- landi um árabil, þjálfaði kvennalið Aftureldingar í nokkur ár og hefur verið með lið Völsungs á Húsavík síðustu tvö ár, en það vann 2. deild kvenna með yfirburðum í ár. Andrews tek- ur við Víkingi Ráðinn John Henry Andrews þjálfar kvennalið Víkings

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.