Morgunblaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019 Smiðjuvegi 66 • 580 5800 • landvelar.is Loftpressur af öllum stærðum og gerðum SKRÚFUPRESSUR Mikð úrval af aukahlutum Dominos-deild karla Valur – Njarðvík................................... 53:77 KR – Tindastóll..................................... 85:92 Staðan: Keflavík 6 6 0 561:503 12 Tindastóll 6 4 2 526:499 8 KR 6 4 2 530:486 8 Stjarnan 6 4 2 540:509 8 Haukar 6 4 2 566:525 8 ÍR 6 3 3 490:531 6 Valur 6 3 3 501:520 6 Þór Þ. 6 3 3 493:501 6 Grindavík 6 2 4 512:535 4 Njarðvík 6 2 4 463:452 4 Fjölnir 6 1 5 510:544 2 Þór Ak. 6 0 6 466:553 0 Geysisbikar karla 32ja liða úrslit: Þór Ak. b – Keflavík ........................... 40:114  Keflavík mætir Njarðvík. 1. deild karla Höttur – Vestri ..................................... 84:73 Álftanes – Breiðablik ........................... 76:97 Hamar – Selfoss ................................... 82:75 Sindri – Snæfell .................................... 88:73 Staðan: Hamar 6 6 0 578:499 12 Breiðablik 6 5 1 582:483 10 Höttur 5 4 1 442:404 8 Vestri 5 3 2 474:396 6 Álftanes 5 2 3 402:433 4 Sindri 5 1 4 417:457 2 Selfoss 5 1 4 370:415 2 Skallagrimur 5 1 4 380:456 2 Snæfell 6 1 5 442:544 2 NBA-deildin Charlotte – Boston ............................. 87:108 San Antonio – Oklahoma City ......... 121:112 Phoenix – Miami ............................... 108:124 LA Clippers – Portland ................... 107:101 KÖRFUBOLTI KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: DHL-höllin: KR – Haukar..................... L17 Smárinn: Breiðablik – Grindavík ..... L17.30 Borgarnes: Skallagrímur – Valur ......... L18 1. deild kvenna: Blue-höllin: Keflavík b – Hamar ........... L16 Dalhús: Fjölnir – Tindastóll .................. L16 Njarðtaksgr.: Njarðvík – Grindavík .... S16 1. deild karla: VHE-höllin: Höttur – Vestri ................. L15 SUND Íslandsmótið í 25 m laug heldur áfram í Ás- vallalaug í dag þar sem keppt er til úrslita kl. 16.30 til 18.15 og lýkur á morgun þegar keppt er til úrslita á sama tíma. BANDÍ Ísland og Bandaríkin mætast í tveimur vin- áttulandsleikjum í Digranesi kl. 19 í kvöld og kl. 15 á morgun. UM HELGINA! Í VESTURBÆNUM Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Tindastóll vann glæsilegan sigur á KR á útivelli í 6. umferð Dominos- deildar karla í körfubolta í gær- kvöldi, 92:85. Tindastóll var yfir stærstan hluta leiks og var sigurinn verðskuldaður. Leikurinn var frekar furðulegur í fyrri hálfleik og það sást best þegar stuðningsmaður Tindastóls felldi Jón Arnór Stefánsson við auglýs- ingaskilti eftir að Jón missti boltann. Leikurinn lifnaði við í seinni hálf- leik og gerðu KR-ingar sig líklega oftar en einu sinni til að knýja fram enn einn sigurinn. Gestirnir sýndu hins vegar töluverðan styrk í að standa af sér hvert áhlaupið á fætur öðru og svara með sínu eigin. Að lokum voru það Tindastólsmenn sem áttu síðasta áhlaupið. KR hefur nú tapað tveimur leikj- um í röð, sem er sjaldgæft þar á bæ. Það á ekki að geta gerst hjá svo vel mönnuðu liði. Leikurinn var beint framhald af leiknum við ÍR í síðustu umferð, þar sem eitthvað var ekki að smella og ekki small það í gær. Kristófer Acox átti afleitan leik og kórónaði hann með sinni fimmtu villu í byrjun fjórða leikhlutans. Jón Arnór Stefánsson var lítið skárri, en honum til varnar fór hann meiddur af velli í seinni hálfleik. Helgi Rafn Viggósson braut þá illa á honum og vildu KR-ingar meina að um vilja- verk hefði verið að ræða. Skal það ósagt látið hér. Matthías Orri Sig- urðarson virðist eiga erfitt með að taka skrefið frá ÍR í KR. Töluvert meiri pressa fylgir því að spila fyrir KR, sem er eitthvað sem hann ræð- ur illa við hingað til. Tindastóll hefur í fyrsta skipti á tímabilinu unnið tvo leiki í röð. Af fimm byrjunarliðsmönnum hjá Tindastóli eru fjórir erlendir og svo Pétur Rúnar Birgisson. Það hefur hins vegar tekist að smita útlend- ingana með skagfirsku stemning- unni og var gaman að sjá þá berjast og leggja sig alla fram í hvern ein- asta bolta. Á bekknum eru reynslu- boltar eins og Axel Kárason og Helgi Rafn Viggósson sem komu sterkir inn. Þá var sérstaklega gam- an að fylgjast með Jasmin Perkovic sem er rétt tæplega fertugur, en lít- ur út fyrir að vera þrír metrar á hæð og 150 kíló af vöðvum. KR mætir toppliði Keflavíkur í næstu umferð og þarf að spila rosa- lega mikið betur til að tapa ekki þriðja leiknum í röð. Tindastóll heimsækir gamla þjálfarann Israel Martin í Haukum og fær tækifæri til að vinna þriðja leikinn í röð. Sautján stig í seinni hálfleik Annar sigurleikur Njarðvíkinga á tímabilinu kom gegn Val í Origo- höllinni á Hlíðarenda en leiknum lauk með 77:53-sigri Njarðvíkur. Njarðvík leiddi með einu stigi eft- ir fyrsta leikhluta, 16:15, en Vals- menn svöruðu um hæl í öðrum leik- hluta og var munurinn á liðunum eitt stig í hálfleik, 36:35, Val í vil. Valsmenn áttu afleitan seinni hálfleik en liðið skoraði einungis 10 stig í þriðja leikhluta gegn 27 stig- um Njarðvíkur. Spilamennska Vals- ara batnaði ekki í fjórða leikhluta þar sem Hlíðarendaliðið skoraði 7 stig gegn 15 stigum Njarðvíkur og Suðurnesjaliðið fagnaði öruggum sigri. Mario Matasovic var atkvæðamik- ill í liði Njarðvíkur með 16 stig og níu fráköst og þá skoraði Wayne Martin Jr. 13 stig og tók fimm frá- köst. Frank Aron Booker var eini leikmaður Vals sem mætti til leiks í leiknum en hann skoraði 21 stig og tók tvö fráköst. Valsmenn léku án Bandaríkjamanns en liðið rifti samningi sínum við Chris Jones í síðustu viku. Þetta var fyrsti sigurleikur Njarðvíkinga síðan í byrjun októ- berþegar Njarðvík vann 85:72-sigur gegn ÍR í fyrstu umferð deild- arinnar. Njarðvík er áfram í tíunda sæti deildarinnar með 4 stig líkt og Grindavík en Valsmenn eru með 6 stig í sjöunda sætinu. Skagfirskur fögnuður á heimavelli meistaranna  Valsmenn stimpluðu sig út í hálfleik  Loksins vann Njarðvík körfuboltaleik Morgunblaðið/Árni Sæberg Illviðráðanlegur Jaka Brodnik reyndist KR-ingum óþægur ljár í þúfu en hann var með tvöfalda tvennu í leiknum. DHL-höllin, Dominos-deild karla, föstudag 8. nóvember 2019. Gangur leiksins: 2:0, 8:9, 13:14, 18:23, 20:25, 26:27, 32:29, 36:36, 39:43, 45:56, 53:62, 63:66, 67:66, 69:72, 76:77, 85:92. KR: Michael Craion 21/16 fráköst, Jakob Örn Sigurðarson 19/5 stoð- sendingar, Brynjar Þór Björnsson 13, Matthías Orri Sigurðarson 12, Helgi Már Magnússon 9, Þorvaldur Orri Árnason 6, Kristófer Acox 3, Jón Arnór Stefánsson 2. KR – TINDASTÓLL 85:92 Fráköst: 20 í vörn, 10 í sókn. Tindastóll: Sinisa Bilic 24/5 fráköst, Jaka Brodnik 20/11 fráköst, Gerel Simmons 17, Helgi Rafn Viggósson 10/6 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 9/11 fráköst/5 stoðsendingar, Jasm- in Perkovic 8, Viðar Ágústsson 2, Ax- el Kárason 2. Fráköst: 31 í vörn, 10 í sókn. Dómarar: Sigmundur Már Herberts- son, Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson. Áhorfendur: 700. Origo-höllin Hlíðarenda, Dominos- deild karla, föstudag 8. nóvember 2019. Gangur leiksins: 4:3, 4:7, 8:10, 15:16, 20:22, 27:27, 30:32, 36:35, 39:43, 39:48, 42:56, 46:62, 48:65, 49:67, 51:72, 53:77. Valur: Frank Aron Booker 21, Ragn- ar Agust Nathanaelsson 6/5 frá- köst, Illugi Steingrímsson 6/4 frá- köst, Pavel Ermolinskij 6/13 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Damir Mijic 6, Benedikt Blön- dal 4, Austin Magnus Bracey 2, Ástþór Atli Svalason 2. VALUR – NJARÐVÍK 53:77 Fráköst: 24 í vörn, 9 í sókn. Njarðvík: Mario Matasovic 16/9 fráköst, Wayne Ernest Martin Jr. 13/5 fráköst, Maciek Stanislav Bag- inski 12, Logi Gunnarsson 10, Ólaf- ur Helgi Jónsson 8/5 fráköst, Chaz Calvaron Williams 8/7 stoðsend- ingar, Kristinn Pálsson 6/5 fráköst, Jon Arnor Sverrisson 2/9 fráköst, Kyle Steven Williams 2. Fráköst: 28 í vörn, 15 í sókn. Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Helgi Jónsson. Áhorfendur: 69.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.