Morgunblaðið - 09.11.2019, Síða 47
ÍÞRÓTTIR 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019
Smiðjuvegi 66 • 580 5800 • landvelar.is
Loftpressur af öllum
stærðum og gerðum
SKRÚFUPRESSUR
Mikð úrval af aukahlutum
Dominos-deild karla
Valur – Njarðvík................................... 53:77
KR – Tindastóll..................................... 85:92
Staðan:
Keflavík 6 6 0 561:503 12
Tindastóll 6 4 2 526:499 8
KR 6 4 2 530:486 8
Stjarnan 6 4 2 540:509 8
Haukar 6 4 2 566:525 8
ÍR 6 3 3 490:531 6
Valur 6 3 3 501:520 6
Þór Þ. 6 3 3 493:501 6
Grindavík 6 2 4 512:535 4
Njarðvík 6 2 4 463:452 4
Fjölnir 6 1 5 510:544 2
Þór Ak. 6 0 6 466:553 0
Geysisbikar karla
32ja liða úrslit:
Þór Ak. b – Keflavík ........................... 40:114
Keflavík mætir Njarðvík.
1. deild karla
Höttur – Vestri ..................................... 84:73
Álftanes – Breiðablik ........................... 76:97
Hamar – Selfoss ................................... 82:75
Sindri – Snæfell .................................... 88:73
Staðan:
Hamar 6 6 0 578:499 12
Breiðablik 6 5 1 582:483 10
Höttur 5 4 1 442:404 8
Vestri 5 3 2 474:396 6
Álftanes 5 2 3 402:433 4
Sindri 5 1 4 417:457 2
Selfoss 5 1 4 370:415 2
Skallagrimur 5 1 4 380:456 2
Snæfell 6 1 5 442:544 2
NBA-deildin
Charlotte – Boston ............................. 87:108
San Antonio – Oklahoma City ......... 121:112
Phoenix – Miami ............................... 108:124
LA Clippers – Portland ................... 107:101
KÖRFUBOLTI
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin:
DHL-höllin: KR – Haukar..................... L17
Smárinn: Breiðablik – Grindavík ..... L17.30
Borgarnes: Skallagrímur – Valur ......... L18
1. deild kvenna:
Blue-höllin: Keflavík b – Hamar ........... L16
Dalhús: Fjölnir – Tindastóll .................. L16
Njarðtaksgr.: Njarðvík – Grindavík .... S16
1. deild karla:
VHE-höllin: Höttur – Vestri ................. L15
SUND
Íslandsmótið í 25 m laug heldur áfram í Ás-
vallalaug í dag þar sem keppt er til úrslita
kl. 16.30 til 18.15 og lýkur á morgun þegar
keppt er til úrslita á sama tíma.
BANDÍ
Ísland og Bandaríkin mætast í tveimur vin-
áttulandsleikjum í Digranesi kl. 19 í kvöld
og kl. 15 á morgun.
UM HELGINA!
Í VESTURBÆNUM
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Tindastóll vann glæsilegan sigur á
KR á útivelli í 6. umferð Dominos-
deildar karla í körfubolta í gær-
kvöldi, 92:85. Tindastóll var yfir
stærstan hluta leiks og var sigurinn
verðskuldaður.
Leikurinn var frekar furðulegur í
fyrri hálfleik og það sást best þegar
stuðningsmaður Tindastóls felldi
Jón Arnór Stefánsson við auglýs-
ingaskilti eftir að Jón missti boltann.
Leikurinn lifnaði við í seinni hálf-
leik og gerðu KR-ingar sig líklega
oftar en einu sinni til að knýja fram
enn einn sigurinn. Gestirnir sýndu
hins vegar töluverðan styrk í að
standa af sér hvert áhlaupið á fætur
öðru og svara með sínu eigin. Að
lokum voru það Tindastólsmenn
sem áttu síðasta áhlaupið.
KR hefur nú tapað tveimur leikj-
um í röð, sem er sjaldgæft þar á bæ.
Það á ekki að geta gerst hjá svo vel
mönnuðu liði. Leikurinn var beint
framhald af leiknum við ÍR í síðustu
umferð, þar sem eitthvað var ekki
að smella og ekki small það í gær.
Kristófer Acox átti afleitan leik og
kórónaði hann með sinni fimmtu
villu í byrjun fjórða leikhlutans. Jón
Arnór Stefánsson var lítið skárri, en
honum til varnar fór hann meiddur
af velli í seinni hálfleik. Helgi Rafn
Viggósson braut þá illa á honum og
vildu KR-ingar meina að um vilja-
verk hefði verið að ræða. Skal það
ósagt látið hér. Matthías Orri Sig-
urðarson virðist eiga erfitt með að
taka skrefið frá ÍR í KR. Töluvert
meiri pressa fylgir því að spila fyrir
KR, sem er eitthvað sem hann ræð-
ur illa við hingað til.
Tindastóll hefur í fyrsta skipti á
tímabilinu unnið tvo leiki í röð. Af
fimm byrjunarliðsmönnum hjá
Tindastóli eru fjórir erlendir og svo
Pétur Rúnar Birgisson. Það hefur
hins vegar tekist að smita útlend-
ingana með skagfirsku stemning-
unni og var gaman að sjá þá berjast
og leggja sig alla fram í hvern ein-
asta bolta. Á bekknum eru reynslu-
boltar eins og Axel Kárason og
Helgi Rafn Viggósson sem komu
sterkir inn. Þá var sérstaklega gam-
an að fylgjast með Jasmin Perkovic
sem er rétt tæplega fertugur, en lít-
ur út fyrir að vera þrír metrar á hæð
og 150 kíló af vöðvum.
KR mætir toppliði Keflavíkur í
næstu umferð og þarf að spila rosa-
lega mikið betur til að tapa ekki
þriðja leiknum í röð. Tindastóll
heimsækir gamla þjálfarann Israel
Martin í Haukum og fær tækifæri til
að vinna þriðja leikinn í röð.
Sautján stig í seinni hálfleik
Annar sigurleikur Njarðvíkinga á
tímabilinu kom gegn Val í Origo-
höllinni á Hlíðarenda en leiknum
lauk með 77:53-sigri Njarðvíkur.
Njarðvík leiddi með einu stigi eft-
ir fyrsta leikhluta, 16:15, en Vals-
menn svöruðu um hæl í öðrum leik-
hluta og var munurinn á liðunum
eitt stig í hálfleik, 36:35, Val í vil.
Valsmenn áttu afleitan seinni
hálfleik en liðið skoraði einungis 10
stig í þriðja leikhluta gegn 27 stig-
um Njarðvíkur. Spilamennska Vals-
ara batnaði ekki í fjórða leikhluta
þar sem Hlíðarendaliðið skoraði 7
stig gegn 15 stigum Njarðvíkur og
Suðurnesjaliðið fagnaði öruggum
sigri.
Mario Matasovic var atkvæðamik-
ill í liði Njarðvíkur með 16 stig og
níu fráköst og þá skoraði Wayne
Martin Jr. 13 stig og tók fimm frá-
köst. Frank Aron Booker var eini
leikmaður Vals sem mætti til leiks í
leiknum en hann skoraði 21 stig og
tók tvö fráköst. Valsmenn léku án
Bandaríkjamanns en liðið rifti
samningi sínum við Chris Jones í
síðustu viku.
Þetta var fyrsti sigurleikur
Njarðvíkinga síðan í byrjun októ-
berþegar Njarðvík vann 85:72-sigur
gegn ÍR í fyrstu umferð deild-
arinnar. Njarðvík er áfram í tíunda
sæti deildarinnar með 4 stig líkt og
Grindavík en Valsmenn eru með 6
stig í sjöunda sætinu.
Skagfirskur fögnuður á
heimavelli meistaranna
Valsmenn stimpluðu sig út í hálfleik Loksins vann Njarðvík körfuboltaleik
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Illviðráðanlegur Jaka Brodnik reyndist KR-ingum óþægur ljár í þúfu en hann var með tvöfalda tvennu í leiknum.
DHL-höllin, Dominos-deild karla,
föstudag 8. nóvember 2019.
Gangur leiksins: 2:0, 8:9, 13:14,
18:23, 20:25, 26:27, 32:29, 36:36,
39:43, 45:56, 53:62, 63:66, 67:66,
69:72, 76:77, 85:92.
KR: Michael Craion 21/16 fráköst,
Jakob Örn Sigurðarson 19/5 stoð-
sendingar, Brynjar Þór Björnsson 13,
Matthías Orri Sigurðarson 12, Helgi
Már Magnússon 9, Þorvaldur Orri
Árnason 6, Kristófer Acox 3, Jón
Arnór Stefánsson 2.
KR – TINDASTÓLL 85:92
Fráköst: 20 í vörn, 10 í sókn.
Tindastóll: Sinisa Bilic 24/5 fráköst,
Jaka Brodnik 20/11 fráköst, Gerel
Simmons 17, Helgi Rafn Viggósson
10/6 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson
9/11 fráköst/5 stoðsendingar, Jasm-
in Perkovic 8, Viðar Ágústsson 2, Ax-
el Kárason 2.
Fráköst: 31 í vörn, 10 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herberts-
son, Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur
Hreiðarsson.
Áhorfendur: 700.
Origo-höllin Hlíðarenda, Dominos-
deild karla, föstudag 8. nóvember
2019.
Gangur leiksins: 4:3, 4:7, 8:10,
15:16, 20:22, 27:27, 30:32, 36:35,
39:43, 39:48, 42:56, 46:62, 48:65,
49:67, 51:72, 53:77.
Valur: Frank Aron Booker 21, Ragn-
ar Agust Nathanaelsson 6/5 frá-
köst, Illugi Steingrímsson 6/4 frá-
köst, Pavel Ermolinskij 6/13
fráköst/5 stoðsendingar/3 varin
skot, Damir Mijic 6, Benedikt Blön-
dal 4, Austin Magnus Bracey 2,
Ástþór Atli Svalason 2.
VALUR – NJARÐVÍK 53:77
Fráköst: 24 í vörn, 9 í sókn.
Njarðvík: Mario Matasovic 16/9
fráköst, Wayne Ernest Martin Jr.
13/5 fráköst, Maciek Stanislav Bag-
inski 12, Logi Gunnarsson 10, Ólaf-
ur Helgi Jónsson 8/5 fráköst, Chaz
Calvaron Williams 8/7 stoðsend-
ingar, Kristinn Pálsson 6/5 fráköst,
Jon Arnor Sverrisson 2/9 fráköst,
Kyle Steven Williams 2.
Fráköst: 28 í vörn, 15 í sókn.
Dómarar: Leifur S. Garðarsson,
Davíð Kristján Hreiðarsson, Helgi
Jónsson.
Áhorfendur: 69.