Morgunblaðið - 09.11.2019, Qupperneq 51
MENNING 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019
Kvikmyndaserían um Tor-tímandann hefur lifaðágætu lífi í gegnum tíð-ina, þó að flestir séu
sammála um að fyrstu tvær mynd-
irnar af þeim fimm sem gerðar hafa
verið til þessa standi hinum miklum
mun framar. Sú fyrsta, sem kom út
árið 1984, bjó til Tortímandann, lík-
lega frægasta hlutverk Arnolds
Schwarzeneggers, sem og setn-
inguna fleygu: „I’ll be back“, sem
síðan hefur náð að troða sér með
góðu eða illu inn í flestallar myndir
Arnolds.
Þar var kappinn í hlutverki
ófyrirleitins vélmennis, sem sent
var aftur í tímann til þess að drepa
Söruh Connor, leikin af Lindu Ham-
ilton, áður en hún gæti fætt John
Connor, sem í framtíðinni myndi
leiða mannkynið til sigurs yfir illu
gervigreindinni Skynet.
Framhaldsmyndin árið 1991 þótti
ekki síðri, sér í lagi þar sem þar var
farin sú leið að gera tortímanda
Schwarzeneggers að „góða gæj-
anum“, en Robert Patrick fékk að
vera T-1000, seigfljótandi illmenni,
sem eltist við Söruh og John Con-
nor, en tókst ekki betur til en svo að
það tókst að koma í veg fyrir að
dómsdagur rynni upp hinn 29. ágúst
1997.
Síðan þá hafa þrjár aðrar tortím-
andamyndir verið gerðar við mis-
mikla hylli, en ljóst er að eitt helsta
takmark núverandi myndar er að
láta sem þær hafi einfaldlega gerst í
einhverri annarri tímalínu, en þráð-
urinn er þess í stað tekinn upp þar
sem frá var horfið í lok Tortímand-
ans 2. Að þessu sinni er sögusviðið
Mexíkóborg, þar sem nýtt dráps-
vélmenni er sent til baka til þess að
reyna að myrða Dani Ramos (Na-
talia Reyes) áður en hún tryggir
með einum eða öðrum hætti mann-
kyninu sigur á Legion, annarri
gervigreind sem rís upp úr öskum
Skynet.
Leikaravalið er að mestu gott, og
á Arnold Scwarzenegger flotta
spretti sem hinn upphaflegi tortím-
andi, sem hefur orðið eldri og vitr-
ari með árunum. Linda Hamilton
sýnir einnig hvers vegna hennar
hefur verið sárt saknað úr mynda-
bálknum, en Sarah Connor í þessari
mynd er hörkutól sem nýtir sér
bitra reynslu sína til þess að veiða
tortímandavélmenni hvar sem til
þeirra næst.
Af fulltrúum nýja tímans sýnir
Mackenzie Davis (Blade Runner
2049) flotta takta sem Grace, ofur-
hermaður úr framtíðinni, sem send
er til baka sérstaklega til þess að
verja Daniellu Ramos (Natalia
Reyes), en líkt og í fyrri myndum er
ljóst að vondu vélmennin vilja deyða
Dani og koma í veg fyrir að hún
uppfylli örlög sín og bjargi mann-
kyninu á sinn hátt.
Þar sem helst skortir upp á er í
sjálfum vonda kallinum, hinum nýja
og skelfilega tortímanda af gerðinni
Rev-9, en sá er búinn þeim eigin-
leika að vera bæði í föstu og fljót-
andi formi. Þrátt fyrir að vélmennið
ægilega gefi fyrirrennurum sínum
lítið eftir í drápsgetu og bardaga-
færni skortir eitthvað aðeins upp á
að Gabriel Luna nái að ljá því þann
sjarma sem bæði Schwarzenegger
og Robert Patrick náðu á sínum
tíma. Rev-9-tortímandinn verður
því frekar óspennandi og óeftir-
minnilegur, sem er frekar mikil
synd í hasarmynd af þessu tagi.
Þá verður einnig að segja að þó
að mjög margt sé gert vel í mynd-
inni veldur hún um sumt ákveðnum
vonbrigðum. Hasaratriðin eru vel
gerð og allar tæknibrellur fyrsta
flokks. Myndina skortir einhvern
veginn sömu sál og einkenndi fyrstu
tvær myndirnar. Það er til dæmis
mun minna af húmor í þessari og
fyrir vikið verður hún þyngri í vöf-
um, og jafnvel langdregin um mið-
bikið.
Terminator: Dark Fate fellur því
í hinn stóra flokk mynda sem talist
geta ágætis afþreying, en líklega
mun hún höfða langmest til harðra
aðdáenda Tortímandans eða
Schwarzeneggers. Þeir fá enda
nokkuð fyrir sinn snúð. Stóra
spurningin er hins vegar hvort sá
efniviður sem hér hefur verið búinn
til muni nýtast framleiðendum til
þess að láta tortímandann snúa aft-
ur og aftur. Einhvern veginn virðist
það ekki vera í spilunum.
Tortímandinn snýr aftur
Sambíóin, Laugarásbíó, Smára-
bíó og Borgarbíó Akureyri
Terminator: Dark Fate bbbnn
Leikstjóri: Tim Miller. Handrit: David
Goyer, Justin Rhodes og Billy Ray, byggt
á sögu James Camerons, Charles H.
Eglees, Josh Friedmans, Davids Goyers
og Justins Rhodes. Aðalhlutverk: Linda
Hamilton, Arnold Schwarzenegger,
Mackenzie Davis, Natalia Reyes, Gabriel
Luna og Diego Boneta. Bandaríkin
2019, 128 mínútur.
STEFÁN GUNNAR
SVEINSSON
KVIKMYNDIR
Tortímandinn Arnold Schwarzenegger snýr aftur einu sinni enn.
Ragnhildur Jóhanns opnar sýningu í
Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglu-
firði, í dag, laugardag, kl. 15 sem ber
yfirskriftina Hvílist mjúklega.
Málverkaserían Hvílist mjúklega er
byggð á samnefndum pistlum sem
birtust í tímaritinu Frúin sumarið
1962. Í tilkynningu kemur fram að
pistlarnir eru „útdrættir úr bók frú-
arinnar Ingrid Prahm sem var kunn-
ur leikfimis- og afslöppunarsérfræð-
ingur á þeim tíma. Hún skrifaði bók
um æfingakerfið sem byggist á viðbrögðum dýra sem hún segir kunna þá
list að slaka fullkomlega á vöðvum sínum þegar þau hvílast. Við æfing-
arnar er notaður húllahringur og reynt er að apa eftir dýrunum í hinum
ýmsu stellingum til þess að ná hinni fullkomnu slökun. Ingrid Prahm tekst
svo snilldar vel að búa til mjög ljóðrænt og fallegt æfingakerfi. Hún er að
kenna konum að æfa sig, líta betur út en á sama tíma að vera afslappaðar.“
Ragnhildur Jóhanns er fædd 1977 og býr og starfar í Reykjavík. Hún hefur
tekið þátt í fjölda einka- og samsýninga bæði hér heima og erlendis síðan
hún útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands 2010. Sýningin
Hvílist mjúklega stendur til 24. nóvember.
Byggt á pistlum afslöppunarfræðings
Æfing Eitt af verkum Ragnhildar.
„Þetta er áframhald,“ segir Leifur
Ýmir Eyjólfsson myndlistarmaður
um nýja sýningu sína, Handrit III,
sem verður opnuð kl. 17 í dag í
Listamönnum galleríi.
Á hann þar við að sýningin sé
framhald af fyrri sýningu hans,
Handrit, sem opnuð var í fyrra.
„Þetta verk hafði hvorki upphaf né
endi. Ég gerði heiðarlega tilraun til
að einbeita mér að öðru en fann að
þetta verkefni væri ekki alveg búið,“
segir Leifur Ýmir.
„Þetta verður í raun þríleikur,“
segir hann en sýningin Handrit II er
væntanleg þegar fram líða stundir
og kveðst Leifur Ýmir vera byrjaður
að vinna að þeirri sýningu.
Á fyrri sýningunni notaðist Leifur
Ýmir við leirplötur sem hann
brenndi og skrifaði á tilfallandi orð
og setningar sem svo mynduðu
heild. Nú er efniviðurinn pappír sem
útskýrir hvers vegna þessi sýning
kallast Handrit III en ekki II. „Nú
er þetta á pappír sem er nær okkur í
tíma,“ segir hann en efniviðurinn og
hvenær hann var notaður í sögunni
ræður þannig röðinni; leirplöturnar
komi fyrstar, bókfell komi næst og
svo pappírinn á þessari sýningu.
Leifur Ýmir segist hafa byrjað að
vinna að Handriti III um leið og
fyrri sýningu hans var lokið. „Hún
er búin að vera að mjatlast,“ segir
hann og vill meina að aðferðafræðin
á bak við þessa sýningu sé sú sama
og áður. „Að mynda yfirþyrmandi
hugrenningatengsl,“ segir hann um
aðferðafræðina. Þó er hægt að skoða
hvert verk fyrir sig á sýningunni að
sögn Leifs Ýmis og hafa þau ákveð-
inn persónuleika. „Verkin eru svolít-
ið eins og portrettmyndir í raun-
inni.“ Eins og áður segir verður
sýningin opnuð kl. 17 og er opin til
19 í dag. Þá er hún opin frá kl. 9 til
18 alla virka daga og 12 til 16 alla
laugardaga í nóvember.
bodvarpall@mbl.is
Morgunblaðið/Einar Falur
Tengsl Leifur Ýmir Eyjólfsson vill í sýningunni mynda yfirþyrmandi hug-
renningatengsl. Segir hann um framhald af sýningunni Handrit að ræða.
Þríleikurinn
heldur áfram
Leifur Ýmir opnar Handrit III í
Listamönnum galleríi í dag kl. 17
Viðburður á vegum Reykjavíkur bók-
menntaborgar UNESCO í tengslum
við Drop the mic, samstarfsverkefni
Lillehammer, Reykjavíkurborgar og
Tartu sem allar eru bókmenntaborg-
ir UNESCO og tónlistarborgarinnar
Reykjavíkur, fer fram í Mengi annað
kvöld kl. 20. Íslensku þátttakend-
urnir eru Gunnar Ragnarsson og Kol-
finna Nikulásdóttir sem bæði eru tón-
listarmenn og með þeim eru Hilde
Susan Jaegtnes og Erik Eikehaug frá
Noregi og frá Eistlandi Kaisa Kus-
lapuu og Toomas Leppik.
Drop the mic í Mengi annað kvöld
Listafólk Hópurinn sem fram kemur
og vinnur með hið ritaða orð.