Morgunblaðið - 09.11.2019, Side 53
kosti og galla að tengingin sé ekki
meiri, þótt safnið heiti vissulega
Tími til að tengja. Kostirnir eru
meðal annars þeir að hægt er að lesa
eina sögu á nokkrum mínútum,
skella bókinni aftur og lesa aðra
stutta sögu næst þegar lestrar-
andinn hellist yfir mann.
Gallarnir hljóta þá að vera að
dýptin er ekki jafn mikil og ef heilt
skáldverk er lesið. Tengingin við
persónur verður jafnframt minni en
í lengri verkum en ekki er hægt að
ætlast til þess að lesandi tengist per-
sónu jafn vel í tíu blaðsíðna sögu og
þrjú hundruð síðna.
Rauði þráðurinn er jólin og kostu-
legir atburðir þeim tengdir. Það er
engin ástæða til að taka hlutina of al-
varlega og fólk getur gert margt vit-
lausara en að lesa þetta smásagna-
hefti á aðventunni.
Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson
Húmor Sögurnar í smásagnasafni Bjarna Hafþórs Helgasonar eru ekki
hefðbundnar jólasögur en allar tengjast þær jólunum á einn eða annan hátt.
MENNING 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019
100% Merino ull
Flott og þægileg
ullarnærföt
við allar aðstæður
Frábært verð
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | run@run.is | www.run.is
OLYMPIA
Sölustaðir:
Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins
Eyjólfssonar • Heimkaup • Verslunin Bjarg, Akranesi • JMJ, Akureyri Lífland,
Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði Efnalaug Vopnafjarðar
Kaupfélag Skagfirðinga • Smart, Vestmannaeyjum • Verslun Grétars Þórarinns-
sonar, Vestmannaeyjum • Kaupfélag V-Húnvetninga • Borgarsport, Borgarnesi
Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Verslun Dóru, Hornafirði
Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði • Vaskur, Egilsstöðum
Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Vigdís sýndi mér mikið traust með því að
leyfa mér að segja sögu sína og henni finnst
bókin „megaflott“, svo ég noti hennar eigin
orð,“ segir Rán Flygenring, teiknari og höf-
undur myndabókarinnar Vigdís, bókin um
fyrsta konuforsetann.
„Það er í raun ótrúlegt að það skuli ekki
hafa verið gerð svona myndabók um Vigdísi
fyrir löngu, en hugmyndin kemur frá Eddu
Hafsteinsdóttur. Hún bjó í Kaliforníu ásamt
fjölskyldu sinni en
þar er mikið gefið út
af bókum um kven-
hetjur. Henni fannst
vanta bók fyrir
krakka um sterka
kvenfyrirmynd úr
íslensku samfélagi,
svo hún kom að máli
við Maríu Rán og
Þorgerði Öglu í
Angústúru bóka-
útgáfu. Mér var síðan
falið þetta verkefni,
sem er gríðarlegur
heiður fyrir mig.
Þetta er búið að vera skemmtilegt en líka erf-
itt. Mér fannst mesta áskorunin falin í því að
ákveða hvernig ég ætti að segja þessa sögu,
því það er engin ein leið rétt og af svo miklu
að taka. Ég gæti eytt afganginum af ævinni í
að skrifa þessa bók aftur og aftur með ólíkum
hætti í hvert sinn,“ segir Rán sem ákvað að
láta sögumanninn í bókinni vera barn sem
bankar upp á hjá Vigdísi á heimili hennar við
Aragötuna og segist langa til að skrifa bók um
hana.
„Mér fannst það ágæt leið til að geta verið í
samtali við Vigdísi og auðvelt fyrir börn að
setja sig í spor þessa hugrakka barns.“
Vigdís og Ástríður mjög jákvæðar
Bókin er unnin í samráði við Vigdísi og Rán
hitti hana áður en hún byrjaði á bókinni og
einnig nokkrum sinnum meðan á vinnunni
stóð.
„Ég studdist mikið við heimildir og notaði
mest bókina hans Páls Valssonar um Vigdísi,
Kona verður forseti. Hún reyndist mér of-
boðslega vel, ég lærði hana eiginlega utan-
bókar,“ segir Rán og hlær.
„Ég heimsótti Vigdísi og Ástríði dóttur
hennar mest í lok vinnunnar við bókina og
voru þær báðar afskaplega hjálpsamar. Þær
mæðgur voru mjög jákvæðar gagnvart þessu
allan tímann. Samstarfið var snurðulaust og
þar sem Vigdís segir frá í fyrstu persónu í
bókinni þá fannst mér gaman þegar hún var
að laga tilsvörin sín og skaut inn athuga-
semdum eins og „svona myndi ég ekki segja
þetta“ eða „ég myndi ekki nota þetta orð held-
ur annað“.
Vigdís breytti heimsmynd margra
Rán fæddist árið 1987 svo hún var ekki
fædd þegar Vigdís var kosin forseti 1980.
„Þegar ég komst til vits og ára þekkti ég
ekki annað en að kona væri forseti Íslands.
Mér fannst Vigdís vera Forsetinn með stóru
effi. Margar af vinkonum mínum sem eru að-
eins eldri en ég og muna eftir forsetakjörinu
segja að þetta hafi gjörsamlega breytt þeirra
heimsmynd. Svona fyrirmynd skiptir svo
miklu máli og ég vildi koma því til skila í bók-
inni hvað þetta var rosalegt skref fyrir konu
að bjóða sig fram. Mig langaði líka að vera trú
hennar persónu, en Vigdís er svo samkvæm
sjálfri sér. Nú á tímum þegar allir eru á út-
opnu með sína netprófíla dáist ég að þeirri
miklu reisn og virðingu sem einkennir hana.
Hún er persónuleg en aldrei dramatísk. Mér
finnst það mjög aðdáunarvert,“ segir Rán og
bætir við að bókin vísi auk þess langt út fyrir
persónu Vigdísar.
„Mér fannst ég læra svo mikið á því að
sökkva mér ofan í líf og störf Vigdísar, en í
bókinni segir líka frá sögu Reykjavíkur og
Íslands á þessum tíma, kvenréttindabaráttu,
náttúruvernd, tungumálinu, leikhúsinu og
fleiru sem Vigdís kom að. Það var ótrúlega
gaman að vinna að þessari bók, draga fram
ótal margt og púsla saman í litla sögu, svolítið
eins og að leysa þraut.“
Hún er í ramma yfir brauðristum
Rán segir magnað að eftir því sem hún
vann meira við bókina hafi sér fundist eins og
Vigdís væri alls staðar.
„Hvert sem ég fór fannst mér hún vera þar.
Til dæmis þegar ég var á Norðfirði að mála og
í húsinu þar sem ég bjó kíkti ég fyrir tilviljun
á bak við stóran spegil í herberginu mínu og
þar kom í ljós handskrifað bréf frá Vigdísi í
ramma. Í Frakklandi hitti ég konu og í ljós
kom að hún vann fyrir Vigdísi í ferða-
málabransanum fyrir hennar forsetatíð.
Svona hélt þetta áfram og mér fannst ég soga
þetta að mér, en svo áttaði ég mig á að ég
væri aukaatriði í þessu, heldur er nærvera
Vigdísar yfir og allt um kring af því að hún
hefur haft svo gríðarleg áhrif. Fólki er hún
svo kær, hún er í ramma yfir brauðristum
landsins.“
Rán segist afar ánægð með að gróðursett
verður birkihrísla fyrir hverja selda bók.
„Þessi hugmynd kom upp snemma í ferlinu,
því við viljum gefa eitthvað til baka á þessum
síðustu og verstu umhverfistímum, bækur eru
jú gerðar úr pappír sem unninn er úr trjám.
Þetta gerum við í samstarfi við Yrkjusjóð Vig-
dísar og Skógræktarfélag Íslands.“
Úgáfuboð verður á morgun, sunnudag, í
Veröld, húsi Vigdísar, kl. 14 og þangað ætla
þær að mæta báðar Rán og Vigdís.
Morgunblaðið/Eggert
Teiknari á vinnustofu Rán segir enga eina leið rétta til að segja sögu Vigdísar. „Ég gæti eytt
afganginum af ævinni í að skrifa þessa bók aftur og aftur með ólíkum hætti í hvert sinn.“
Símskeyti „Dag einn kom sendill með sím-
skeyti. Skeytið var frá sjómönnum á togara
fyrir vestan. Fyrst bláókunnugir sjómenn
voru farnir að skora á mig, landkrabbann
sjálfan, fannst mér ég þurfa að íhuga málið
af alvöru.“ Sögupersónan lágvaxna kíkir á
glugga þar sem Vigdís les símskeytið.
Vigdís sýndi mér mikið traust
Meðan Rán Flygenring vann að bók um Vigdísi fannst henni eins og hún væri alls staðar Hún
kíkti á bak við stóran spegil í húsi á Norðfirði og þar kom í ljós handskrifað bréf frá Vigdísi í ramma