Morgunblaðið - 09.11.2019, Page 56
Vetrarylur kallast tónleikar sem
verða í Breiðholtskirkju í dag, laug-
ardag, kl. 15.15 í Breiðholtskirkju.
Strengjasveitin Spiccato leikur
verk frá barokktímanum en sveitin
sú var stofnuð af hópi strengjaleik-
ara árið 2012 sem vettvangur til að
flytja strengjatónverk þar sem
jafnræði ríkir milli hljóðfæra-
leikaranna og enginn einn
stjórnar.
Vetrarylur hljómar
í Breiðholtskirkju
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 313. DAGUR ÁRSINS 2019
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.150 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
„Ég skynja að margir sparkunn-
endur sem ég þekki eru orðnir
tæpir á taugum eftir að VAR (video
assistant referee) hóf innreið sína
í sparkheima sem við hér á eyjunni
fylgjumst með í gegnum raftækin
okkar,“ segir meðal annars í við-
horfsgrein í blaðinu í dag þar sem
lögð er til önnur leið við notkun á
VAR í knattspyrnunni. »45
Reynir á þolinmæði
sparkunnenda
Tónlistarhópurinn Nordic Affect
verður með tónleika í kvöld,
laugardag, kl. 21 í Mengi. Rússi-
bani fyrir trúleysingja, amma í há-
loftunum og ástin koma við sögu
þar sem hópurinn flytur tónsmíðar
eftir Báru Gísladóttur, Bergrúnu
Snæbjörnsdóttur, Jobina Tinnem-
ans, Maja Ratkje og Veronique
Vöku. Á mánu-
dag heldur hóp-
urinn tónleika í
Brunel Museum
í London en á
þeim tónleikum
verður frum-
flutt nýtt verk
eftir Lilju
Maríu Ás-
munds-
dóttur.
Rússíbani fyrir trúleys-
ingja, ástin og fleira
ÍÞRÓTTIR MENNING
Þór Steinarsson
thor@mbl.is
Hundrað ára afmæli verslunarinnar
Brynju var fagnað með pomp og
prakt í húsakynnum verslunarinnar
á Laugavegi 29 í gær. Gestum var
boðið upp á afmælistertu og kaffi
auk þess sem þeir fengu að snúa
lukkuhjóli.
Verslunina Brynju stofnaði Guð-
mundur Jónsson, trésmiður frá
Akranesi, árið 1919 á Laugavegi 24.
Þar var hún rekin í 10 ár þangað til
Guðmundur festi kaup á húsinu
númer 29 við Laugaveg.
Eignarhald Brynju tók nokkrum
breytingum á stríðsárunum eða frá
því að Guðmundur seldi árið 1937.
Það má þó segja að verslunin hafi
verið fjölskyldurekin frá upphafi.
Guðmundur var ömmubróðir
Brynjólfs Björnssonar, núverandi
eiganda Brynju. Brynjólfur tók við
rekstrinum árið 1993 þegar Björn
faðir hans féll frá en Björn varð eini
eigandi Brynju árið 1954 eftir að
hafa starfað hjá Guðmundi frænda
sínum í mörg ár, fyrst sem sendi-
sveinn og síðar bókari.
Selja fágætar vörur
„Reksturinn hefur nú alltaf geng-
ið ágætlega þannig séð og það hefur
alltaf verið mikil traffík hérna. Við
höfum alltaf verið með mikið úrval af
alls konar vörum sem fólk finnur
ekki annars staðar og svo höfum við
alltaf selt mikið út á land sem varð
miklu léttara eftir að netið kom,“
segir Brynjólfur í samtali við Morg-
unblaðið og heldur áfram að útskýra
kosti vefverslunarinnar:
„Það er auðveldara fyrir fólk úti á
landi, sem oft var að hringja hingað
og panta, að útskýra hvað það vant-
ar. Núna sér það mynd af hlutunum
á vefsíðunni og við getum afgreitt
um hæl,“ bætir Brynjólfur við og
tekur fram að Brynja sendi vörur út
um allt land. „Það er heilmikið um
það.“
Fjölbreyttur kúnnahópur
Spurður hverjir það séu sem komi
helst að versla við Brynju segir
Brynjólfur að kúnnahópurinn sé gíf-
urlega fjölbreyttur og hafi alltaf ver-
ið. „Þetta er mjög breiður kúnna-
hópur. Iðnaðarmenn, fyrirtæki og
einstaklingar, alveg upp í æðstu
menn eins og forseta sem hafa kom-
ið hingað reglulega enda seljum við
allt fyrir alla eiginlega.“
Brynjólfur átti erfitt með að nefna
einhver tiltekin atvik þegar hann var
spurður hvort eitthvað stæði upp úr
í minningunni frá því hann byrjaði
að vinna hjá Brynju en segir sam-
skiptin við viðskiptavini það
skemmtilegasta við starfið, það er að
leiðbeina þeim og hjálpa.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fjölskyldufyrirtæki Brynjólfur Björnsson tók við rekstri verslunarinnar Brynju þegar faðir hans féll frá árið 1993.
Fögnuðu 100 ára afmæli
verslunarinnar Brynju
Fjölskyldurekið frá upphafi Fjölbreyttur kúnnahópur