Morgunblaðið - 11.11.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.11.2019, Blaðsíða 1
Suðaustan rok og rigning gekk yfir landið í gær. Verst var veðrið á Suðurlandi og við Faxaflóa í gærkvöldi og sendi Veð- urstofan út aðvörun þar sem fólk var varað við að vera á ferð- inni á milli landshluta. Almenningssamgöngur röskuðust á landsbyggðinni. Mörgum flugferðum innanlands var frestað eða aflýst eftir hádegið og veðrið hafði einnig áhrif á flug til og frá Keflavíkurflugvelli. Ekki bárust fregnir af miklu fok- tjóni en björgunarsveitir Landsbjargar voru í viðbragðsstöðu. Herjólfur III. sem nú leysir nýja Herjólf af í siglingum á milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar og skipstjórnarmenn hans leystu sín verkefni óaðfinnanlega þegar skipið nálgaðist Eyj- ar síðdegis í gær. Þá var versta veðrið í nánd. Lítið um tjón þegar suðaustan hvassviðri gekk yfir landið Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson M Á N U D A G U R 1 1. N Ó V E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  265. tölublað  107. árgangur  LEGGUR AF STAÐ Í ERFIÐASTA VERK- EFNI LÍFS SÍNS DRAUMURINN AÐ KOMAST TIL TÓKÝÓ 2020 KRÚNUDJÁSN LOKSINS ÞÝDD Á́ ÍSLENSKU INGIBJÖRG KRISTÍN FÓR Á KOSTUM, 24 RITSTÝRIR ÚTGÁFU 28HYGGST KLÍFA K2 10  Kaupmáttur launa fer enn vaxandi. Í sept- ember var hann 1,2% meiri en í sama mánuði í fyrra. Frá árs- byrjun 2015 hef- ur kaupmáttur hækkað um rúm 26%. Kemur þetta fram í Hagsjá Landsbanka Íslands. Ekki eru sjáanleg merki um launaskrið nú þegar sjö mánuðir eru liðnir frá gerð lífskjarasamn- inganna sl. vor, þótt lægstu laun hafi hækkað mest. „Síðustu tölur um þróun launavísitölunnar eru mjög ánægjulegar því launa- stefna lífskjarasamningsins birt- ist í þeirri mælingu,“ segir Hall- dór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins. Bendir hann á að launavísitala sýni að launaskrið sé nánast ekkert yfir miðgildi launa. »4 Kaupmáttur launa fer enn vaxandi Halldór Benjamín Þorbergsson Viðar Guðjónsson vidargudjons@gmail.com Meðlimir úr Stjórnarskrárfélaginu voru viðstaddir umræðufund um breytingar á stjórnarskrá sem fór fram um helgina í Laugardalshöll. Auk þess dreifðu þeir frumvarpi sem byggt var á tillögum stjórnlagaráðs fyrir fundinn. Vakti nærvera fólks úr félaginu furðu hjá sumum þátttak- endum sem valdir voru úr handa- hófskenndu úrtaki til þess að sitja á fundinum. Heimildarmaður Morgunblaðsins sem sat fundinn kallar veru félagsins á fundinum áróður og það hafi komið honum á óvart að hagsmunaaðili hafi fengið eins greiðan aðgang að fund- inum og raun ber vitni. Einnig var einn meðlimur úr félaginu í úrtak- inu og fór hann gegn reglum fundarins og ræddi við fólk við önnur borð en það sem hann sat við. Var athæfið stöðvað en ekki fyrr en búið var að dreifa upplýs- ingum til þátttakenda. Meðlimir úr Stjórnarskrárfélag- inu fengu ekki að sitja við fundar- borðin en þeir höfðu greiðan aðgang að fundargestum í hléum. Þetta stað- festir Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindasviðs, en hún telur að viðvera fólks úr Stjórnarskrárfélaginu hafi ekki haft áhrif á niðurstöðu fundarins. Fram kemur í niðurstöðum skoð- anakönnunarinnar að einungis 29% þátttakenda í henni sögðust vera tilbúin að taka þátt í slíkum umræðu- fundi um stjórnarskrána á meðan aðrir afþökkuðu það. Úr varð að 230 manns mættu á fundinn og var þeim ætlað að endurspegla samfélagið. Eitt af því sem mest hefur verið rætt um í umræðu um breytingar á stjórnarskrá er ákvæði um auðlindir. Það var þó ekki rætt á fundinum. „Fólk spurði af hverju við værum ekki að ræða auðlindaákvæðið og það er það sem fólk gerði helst at- hugasemdir við,“ segir Guðbjörg. Fengu greiðan aðgang að fólki á fundinum  Stjórnarskrárfélagið hafði áhrif á fund um stjórnarskrána Guðbjörg Andrea Jónsdóttir M„Ekkert bjagandi við þetta“ »2  Forsvarsmenn flugfélagsins Play, sem stefnir á jómfrúarflug fyrir lok árs, telja að heildar- virði félagsins verði um 79 millj- arðar á árinu 2022, gangi áætl- anir þeirra eftir. Það ár er ætlunin að félagið verði með 10 Airbus- þotur í förum milli Íslands, Evrópu og Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í gögnum sem kynnt hafa ver- ið fjárfestum á undanförnum dög- um. Sömu áætlanir gera ráð fyrir að þeir fjárfestar sem leggja muni félaginu til 1,7 milljarða króna gegn 50% hlut í félaginu geti mögu- lega losað hlut sinn eftir þrjú ár með tólf- til þrettánfaldri arðsemi. er þá gert ráð fyrir að eigið fé fé- lagsins verði 350 milljónir dollara, jafnvirði 44 milljarða króna og skuldir þess 280 milljónir dollara, jafnvirði 35 milljarða króna. »12 Telja Play verða tug- milljarða virði 2022 Play Stórar áætl- anir fylgja félaginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.