Morgunblaðið - 11.11.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.11.2019, Blaðsíða 8
Morgunblaðið/Árni Sæberg Mosfellsbær Knattspyrnuvöllur og göngu- og hlaupabrautir undir þaki. Nýtt fjölnota íþróttahús á Varmár- svæðinu í Mosfellsbæ var tekið í notk- un um helgina. Í byggingunni er að- staða fyrir til að mynda knattspyrnu auk þess sem þar er 1,5 kílómetra göngu- og hlaupabraut sem nýtist vel fyrir skokkara. Húsið er um 4.000 fer- metrar að grunnflatarmáli. Sökklarnir eru steyptir og veggir ná upp í 1,5 metra. Ofan á þá er svo reist stálgrind með plastdúk. Gervigras er á knattspyrnuvellinum sem er 65 x 42 metrar að stærð. „Hér er byggt til næstu ára og þetta hús mun valda straumhvörfum fyrir íþróttaiðkendur í Mosfellsbæ og er enn einn liður þess að efla umgjörðina og leggja þannig grunn að sigrum framtíðarinnar,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Það var haustið 2017 sem bæjaryf- irvöld í Mosfellsbæ samþykktu að byggja íþróttahúsið góða. Vinna við hönnun hófst í janúar á síðasta ári, síð- ar var samið við fyrirtækið Al-Verk um framkvæmdir sem tók verkið að sér fyrir 625 millj. kr. Verkið gekk greiðlega og allt hefur verið á tíma. Það var í lok október sem íþróttafólk úr Aftureldingu byrjaði að nota húsið, en formleg opnun var nú um helgina sem fyrr segir. sbs@mbl.is Húsið byggt fyrir sigra framtíðar  Bætt íþróttaaðstaða í Mosfellsbænum 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2019 SMÁRALIND – KRINGLAN DUKA.IS matarstell NÝR LITUR Midnight Blue Ofnfast Frostþolið Tvíbrenndur leir Slitsterkt yfirborð Í umsögn Samtaka atvinnulífsins,SA, um frumvarp um breytingu á samkeppnislögum er bent á að heilbrigð samkeppni hvetji fyrirtæki til dáða og stuðli að lægra verði og betri þjónustu við neytendur. Bent er á að samkeppnislögin byggist í grunninn á regluverki Evrópusam- bandsins, en svo segir: „Þegar sam- keppnislögin voru sett árið 2005 var ákveðið að ganga skrefinu lengra í setningu íþyngjandi reglna en gert hefur verið í Evrópu. Það er sérstakt í ljósi smæðar landsins.“    Óhætt er að taka undir að þetta ersérstakt og raunar mjög óheppilegt enda bendir SA á að óþarflega íþyngjandi samkeppnislög standi í vegi fyrir „eðlilegri hagræð- ingu og aukinni framleiðni sem leið- ir til óhagræðis sem endar á almenn- ingi með hærra verði á vöru og þjónustu. Þetta getur jafnframt leitt til þess að íslensk fyrirtæki í al- þjóðlegri samkeppni eigi erfitt að með að halda í við keppinauta sína þar sem þau sitja ekki við sama borð.“    Bent er á að með breytingunumsem lagðar séu til í frumvarp- inu séu samkeppnislögin færð nær því sem gildi annars staðar á Evr- ópska efnahagssvæðinu.    Auðvitað getur ekki verið eðlilegtað hér á landi séu strangari og meira íþyngjandi samkeppnislög en í þeim löndum sem við eigum mikil viðskipti við. Þess vegna meðal ann- ars væri samþykkt frumvarpsins framfaraskref, þó að vissulega væri betra að skrefið væri stærra. Of langt gengið í lagasetningu STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Fjöldi rafíþróttaáhugamanna lagði leið sína í sal 1 í Háskólabíói í gær og fylgdist með liðinu Dusty sigra lið FH í tölvuleiknum League of leg- ends í úrslitum Lenovo-deildarinnar. Kom sigur Dusty mönnum ekki á óvart en fyrir keppni hafði liðið verið talið sigurstranglegra en lið FH. „Dusty vann en FH kom á óvart og gaf góða mótspyrnu,“ sagði Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Raf- íþróttasamtaka Íslands. Um var að ræða úrslitakvöldið í Lenovo-deildinni, en bæði var keppt í tölvuleiknum League of legends (LOL) og Counterstrike: Global of- fensive (CS:GO). Dusty tefldi einnig fram liði í úr- slitarimmunni gegn liðinu Seven í CS:GO en úrslit í þeirri viðureign lágu ekki fyrir þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöld. „Sunnudagurinn 10. nóvember er risastór dagur í rafíþróttum hér á Ís- landi og úti í heimi,“ sagði í tilkynn- ingu frá Rafíþróttasamtökum Ís- lands en á sama tíma og keppt var um deildarmeistaratitilinn í LOL hér var keppt um heimsmeistaratit- ilinn í París, þar sem kínverska liðið Sunplus Phoenix bar sigur af hólmi. Dusty nýir deildarmeistarar í LOL  Úrslitakvöldið í Lenovo-deildinni í gær  Heimsmeistaramótið í París Morgunblaðið/Árni Sæberg Tölvuleikir Keppendur og lýsendur einbeittir í sal 1 í Háskólabíói í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.