Morgunblaðið - 11.11.2019, Síða 9

Morgunblaðið - 11.11.2019, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2019 Lágmúli 8 | S: 530 2800 ðaðu TILBOÐIN okkar á *SENDUM UM LAND ALLT 20% Sko 25% 15-20% HEITIRDAGAR Skipulags- og samgönguráð Reykja- víkur hefur samþykkt að auglýst verði breyting á deiliskipulagi Naustareits vegna lóðarinnar nr. 6- 10A við Vesturgötu. Í breytingunni felst að heimilt er að koma fyrir svölum á austurenda Vesturgötu 6-8 og endurbyggja svalir með tröppum á Vesturgötu 10. Fyrir liggja uppdrættir THG Arkitekta ehf. að þessum breyt- ingum. Jafnframt verður gistist- arfsemi heimiluð á 2. hæð Vest- urgötu 6-8. Málinu var jafnframt vísað áfram til borgarráðs. Vesturgata 6-8 er sögufrægt hús. Þar var lengst af starfrækt veitinga- húsið Naust. Engin starfsemi hefur verið í húsinu nokkur undanfarin ár. Eigandi þess er Kirkjuhvoll sf., félag Karls Steimgrímssonar, jafnan kenndur við Pelsinn, og fjölskyldu. Minjastofnun heimilaði svalagerð- ina og segir í umsögn að elsti hluti Vesturgötu 6-8 hafi verið reistur ár- ið 1882 sem verslunarhús. Húsið nýt- ur friðunar vegna aldurs. Er það tal- ið hafa mikið gildi fyrir verslunar- og atvinnusögu Reykjavíkur auk þess að vera mikilvægur hluti elstu götumyndar Vesturgötu. Húsið var stækkað í nokkrum áföngum á árunum 1883-1902. Árið 1915 var gerður kvistur á framhlið þess. Veitingahúsið Naustið var opn- að þar 1954 „og voru þá gerðar breytingar á útliti hússins sem nú eru að mestu horfnar ásamt merk- um innréttingum Sveins Kjarval“, segir Minjastofnun. sisi@mbl.is Heimilt að gista í Naustinu  Svalir verða settar upp á austurenda Vesturgötu 6-8 Morgunblaðið/Valli Vesturgata Veitingahúsið Naust var í áratugi rekið í þessu sögufræga húsi. „Embætti landlæknis tekur undir þá skoðun að vandamál sem tengjast notkun eða ofnotkun ávana- og fíkni- efna sé heilbrigðisvandamál en ekki síður félagslegt vandamál. Embættið ítrekar þó að málefnið sé á engan hátt einfalt og að frekar eigi að vinna til- lögur sem þessa í endurskoðaðri heild- stæðri stefnumótun til lengri tíma,“ segir í nýrri umsögn Landlæknisemb- ættisins við frumvarp á Alþingi um að afnema refsingu fyrir vörslu og með- ferð fíkniefna til eigin nota. Landlæknir leggst ekki afdrátt- arlaust gegn hugmyndinni Embættið telur að svara þurfi ýmsum spurningum um þessar breytingar áður en ákvarðanir yrðu teknar en ekki er að sjá af umsögn Landlæknis að embættið leggist af- dráttarlaust gegn hugmyndum um afnám banns við vörslu, kaupum og móttöku fíkniefna. Skv. frumvarpi Halldóru Mogen- sen, þingmanns Pírata, og átta ann- arra meðflutningsmanna á Alþingi, yrði innflutningur, útflutningur, sala, skipti, afhending, framleiðsla og til- búningur fíkniefna eftir sem áður refsiverður en refsingum ekki beitt gegn neytendum fíkniefna. Í umsögn Landlæknis er m.a. vísað til þess hvaða áhrif afnám refsinga hefur haft á notkun ungmenna í Portúgal og Hollandi. Bent er á að í Evrópsku vímuefnarannsókninni hafi komið fram að kannabisneysla meðal portúgalskra unglinga hafi aukist í kjölfar þess að refsingar voru felldar niður 2001. Afstaða fagnar frumvarpinu Ólíkar skoðanir koma fram í um- sögnum sem komið hafa fram við frumvarpið á undanförnum dögum. Afstaða félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun fagnar frumvarpinu og í umsögn hennar er bent á aðra reynslu í Portúgala en fram kemur í umsögn Embættis landlæknis. Minnt er á að Portúgalar samþykktu fyrir 18 árum lög þess efnis að varsla neysluskammta yrði refsilaus. „Efa- semdir voru um ágæti laganna en þær að mestu horfið enda fjöldi vímu- efnaneytenda í Portúgal nú til dags hlutfallslega mjög lítill miðað við önn- ur lönd í Evrópu, afbrotum tengdum vímuefnaneyslu hefur fækkað mikið og niðurstöður allra rannsókna sýna að portúgalska leiðin skili stórgóðum árangri,“ segir í umsögn Afstöðu. Opnað fyrir flæði fíkniefna Félagið Fræðsla & forvarnir leggst ákveðið gegn því að frumvarpið verði samþykkt og bendir m.a. á að með samþykkt þess yrði opnað fyrir greiðara flæði fíkniefna um samfélag- ið. Reikna megi með að seljendur og dreifendur fíkniefna muni nýta sér svigrúmið og leiðir sem bjóðist til þess að athafna sig. Rauði krossinn á Íslandi fagnar á hinn bóginn frumvarpinu og telur að verði það að veruleika muni aðgengi jaðarsettra einstaklinga, sérstaklega þeirra sem glíma við erfiðan vímuefna- vanda, að heilbrigðisþjónustu, fé- lagslegri þjónustu og viðbragðsþjón- ustu aukast til muna. „Dæmi eru um að einstaklingar sem glíma við vímu- efnavanda veigri sér við að hringja eft- ir bráðaaðstoð eða leita sér aðstoðar af ótta við að lögregla fjarlægi neyslu- skammta þeirra og/eða vera handtek- in vegna annars ólögmæts athæfis.“ omfr@mbl.is Ekki einfalt að afglæpavæða neyslu fíkniefna  Ólíkar skoðanir á frumvarpi um afnám refsinga fyrir vörslu fíkniefna Morgunblaðið/Hari Vímuefni Skiptar skoðanir eru á frumvarpi um neyslurými. fasteignir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.