Morgunblaðið - 11.11.2019, Page 20

Morgunblaðið - 11.11.2019, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2019 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bílar Honda Civic I.8I ES 2010 til sölu Mjög vel farinn. Reglulegt viðhald, allir slitfletir yfirfarðir og uppfærðir. Mjög vel farinn að innan og reyklaus. Skoðaður 2020. Þveginn, ryksugaður og bónaður af fagmönnum reglulega. Ný sumardekk og ný vetrardekk á álálfelgum fylgja. Verð: 1.300.000. Nánari uppl. í síma 892 5490. Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30, allir velkomnir. Hreyfi- salurinn er opinn kl. 9.30-11.30, líkamsræktartæki, teygjur og lóð. Kraftur í KR kl. 10.30, rútan fer frá Vesturgötu kl. 10.10, Grandavegi 47 kl. 10.15 og Aflagranda kl.10.20. Útskurður kl. 13, með leiðbeinanda. Félagsvist kl. 13. Myndlist kl. 13. Kaffi kl. 14.30-15.20. Verið velkomin. Nánari upplýsingar í síma 411 2702. Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opin vinnustofa kl. 9-12. Opin handavinnuhópur kl. 12-16. Boccia með Guðmundi kl. 10. Göngu- bretti, æfingarhjól m/leiðb. kl. 10.30. Félagsvist með vinningum kl. 12.45. Myndlist með Elsu kl. 16-19. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. Allir vel- komnir. S: 535 2700. Boðinn Boccia kl. 10.30. Gönguhópur kl. 10. Bingó kl. 13. Myndlist kl. 13. Vatnsleikfimi kl. 14.30. Spjallhópur Boðans kl. 15. Bólstaðarhlíð 43 Smíðaverkstæðið opið kl. 8.30-14. Morgunleikfimi með Rás 1 kl. 9.45. Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10- 10.30. Samprjón kl. 13.30-14.30. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Dalbraut 18-20 Brids kl.13 Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qigong kl. 7-8. Við hringborðið kl. 8.50. Opin Listasmiðja kl. 9-12. Ganga ef veður leyfir kl. 10. Byrjenda- námskeið í línudansi kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30. Myndlistar- námskeið kl. 12.30-15.30. Handavinnuhornið kl. 13. Félagsvist kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Skráning á jólahlaðborð stendur yfir, lýkur á morgun 12.11. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411 2790. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Leirmótun kl. 8.30. Hjúkrunarfræðingur kl. 10. Núvitund kl. 10.30. Silkimálun kl. 12.30. Göngutúr um hverfið kl. 13. Handaband kl. 13. Bridge kl. 13. Bókabíllinn á svæðinu kl. 13.10- 13.30. Skák kl. 14. Upplestur og bókaspjall með Andra Snæ Magna- syni rithöfundi kl. 15. Handavinnuhópur hittist kl. 15.30. Verið öll hjartanlega velkomin. Nánari upplýsingar í síma 411 9450. Garðabæ Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bridge í Jónshúsi kl. 13. Vatnsleikf. Sjál kl. 7.10/7.50/15.15. Kvennaleikf. Sjál. kl. 9.30. Kvennaleikf. Ásg. kl. 110. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11. Zumba salur Ísafold kl. 16.15 Gerðuberg 3-5 111 RVK Opin handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður m/leiðb. kl. 9-16. Qigong 10-11, leikfimi Helgu Ben kl. 11- 11.30. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 Boccia æfing, kl. 9.30 postulíns- málun, kl. 10.50 Jóga, kl. 13.15 Canasta, kl. 16.30 kóræfing hjá Söngvinum, kl. 19 Skapandi skrif. Gullsmára Postulínshópur kl. 9. Jóga kl. 9.30 og 17. Handavinna og Bridge kl. 13. Félagsvist kl. 20. Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9-14. Jóga kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30. Sögustund kl. 12.30-14.00. Prjónaklúbbur kl. 14-16. Námskeið í olíumálun kl. 14-18, nokkur sæti laus. Námskeiðið kostar 5.500 kr, litir og pennslar á staðnum en striga þarf að koma með. Hraunsel Ganga alla daga í Kaplakrika kl. 8-12. Myndmennt kl 9. Ganga í Haukahúsi kl.10. Gaflarakórinn kl 11. Félagsvist kl 13. Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga með Ingibjörgu kl. 9 í Borgum, ganga kl. 10 frá Grafarvogskirkju, Borgum og inni í Egilshöll. Dans í Borgum kl. 11. Prjónað til góðs í listasmiðju Korpúlfa í Borgum kl. 13 og félagsvist í Borgum kl. 13. Tréútskurður á Korpúlfsstöðum í umsjón Gylfa kl. 13 í dag og kóræfing Korpusystkina kl. 16 í dag í Borgum í umsjón Kristínar kórstjóra. Allir hjartanlega velkomnir. Seltjarnarnes Gler, neðri hæð félagsh. kl. 9. og 13. Leir, Skólabraut kl 9. Billjard, Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga, Skólabraut kl. 11. og handavinna kl. 13. Vatnsleikfimi kl. 18.30. Síðasti skráningardagur vegna leikhúsferðar nk. fimmtudag á Atómstöðina. Skráning og upplýsingar í síma 893 9800. Bingó í golf- skálanum á morgun þriðjudag kl. 14. Akstur frá Skólabraut frá 13.30. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568 2586. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík ZUMBA Gold byrjendur kl. 9.20. ZUMBA Gold framhald kl. 10.30. STERK OG LIÐUG leikfimi fyrir dömur og herra kl. 11.30 umsjón Tanya. Enska, námskeið kl. 12.30 og 14.30, leiðbeinandi Margrét Sölvadóttir. Tölvunámskeið kl. 13 leiðbeinandi Þórunn Óskarsdóttir .      ✝ Guðrún VibekaBjarnadóttir fæddist í Neskaup- stað 4. janúar 1932. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 31. október 2019. Guðrún var dótt- ir hjónanna Guð- rúnar Halldórs- dóttur, f. 1891, d. 1979, frá Eyrar- bakka og Bjarna Vilhelmssonar, f. 1882, d. 1942 frá Norðfirði. Foreldrar hennar eignuðust 15 börn saman og eru þau hér upp talin í aldursröð: Hulda, Stefán, Sigríður, Guð- finna, Fjóla, Bjarni, Þuríður, Lilja, Lilja, Ingvar, Olga Stein- unn, Guðrún Vibeka, Kolbeinn, Halldór og Þórður. Sammæðra systkin voru Ásta Strandberg og Baldvin Ólafsson. Samfeðra systkin voru Indíana Katrín, Hans Einar, Fanney, Gísli og Perchta Kazi Pàta. Signý, f. 1966, maki hennar Sigurður Reynisson. Barnabörnin eru 21 og barnabarnabörnin 20. Guðrún ólst upp í Neskaup- stað í húsi foreldra sinna Mið- húsi og bjó þar til tvítugs en þá flutti hún til Reykjavíkur og gerðist vinnukona hjá Soffíu Haralds og Sveini M. Sveins- syni. Síðar starfaði hún sem saumakona í Kápunni. Meðan hún var bundin heima yfir börnum og búi fjárfesti hún í prjónavél og prjónaði hún húf- ur sem seldust mjög vel í barna- fataverslunum og íþróttaversl- unum. Eftir að börnin stálpuðust vann hún í eldhúsi Landspít- alans og hjá Víði í Austurstræti. Þau hjónin áttu og ráku skartgripaverslunina Gullsmið- inn í Mjódd í nokkur ár, og var Guðrún ávallt liðtæk á gull- smíðaverkstæði bónda síns við hin ýmsu störf sem til féllu, enda var hún með eindæmum handlagin og snögg til allra verka. Útför hennar fer fram frá Fíladelfíukirkju í dag, 11. nóv- ember 2019, kl. 13. Unnur Fjóla. Eft- irlifandi systkin eru Lilja og Kol- beinn. Eiginmaður Guðrúnar var Guð- bjartur Þorleifsson gullsmiður, f. 24. apríl 1931, d. 3. janúar 2017. Þau giftu sig árið 1955 og bjuggu í Reykja- vík, lengst af á Lambastekk 10 og síðast á Barðastöðum 79. Guðrún dvaldi síðustu misseri á hjúkrunar- heimilinu Eir. Þau hjónin eignuðust sex börn saman og eru þau: Viðar Norðfjörð, f. 1954, maki hans, Kulrapas Kaewin. Þorleifur, f. 1956. Bjarni Geir, f. 1958, maki hans Kristín Ósk Gestsdóttir. Elín, f. 1959, maki hennar, Marten Ingi Løvdahl. Guðbjartur, f. 1964, maki hans Ég var á leiðinni til mömmu þegar símtalið kom: „Hún móðir þín varð bráðkvödd,“ sagði læknirinn í símanum. Mamma var búin að vera á hjúkrunar- heimilinu Eir í tæp tvö ár í góðri umsjón starfsfólksins þar. Hún var búin að vera með alzheimer í nokkur ár. Þegar kallið kom var hún tilbúin og södd lífdaga. Mik- ið á ég eftir að sakna mömmu sem var mér svo góð. Það dýrmætasta veganesti sem hún gaf mér var trúin á Jesú. Ég þreyttist aldrei á að heyra hana segja mér frá bæna- svörum sem hún fékk að sjá og heyra. Því mamma var mikil bænakona. Hún bað mikið fyrir sínu fólki, bað fyrir mönnum og málefnum knúin af kærleika Krist til að óska eftir vernd og varðveislu þeim til handa. Marg- ir leituðu til hennar vegna trúar- styrks hennar og var hún mörg- um stoð og stytta. Þó að ég muni alltaf finna fyr- ir söknuði, þá samgleðst ég mömmu að vera komin í Paradís, umvafin ástvinum sínum sem á undan eru gengnir. Þegar ég leystur verð þrautunum frá, þegar ég sólfagra landinu á lifi og verð mínum lausnara hjá – það verður dásamleg dýrð handa mér. Dásöm það er, dýrð handa mér, dýrð handa mér, dýrð handa mér, er ég skal fá Jesú auglit að sjá, það verður dýrð, verður dýrð handa mér. Og þegar hann, er mig elskar svo heitt, indælan stað mér á himni’ hefur veitt, svo að hans ásjónu’ ég augum fæ leitt – það verður dásamleg dýrð handa mér. Ástvini sé ég, sem unni ég hér, árstraumar fagnaðar berast að mér, blessaði frelsari, brosið frá þér, það verður dásamleg dýrð handa mér. (Þýð. Lárus Halldórsson) Blessuð sé minning mömmu. Signý Guðbjartsdóttir. Elsku tengdamamma mín, hún Gunna, var einstaklega ljúf- lynd og góð kona, hún kvaddi þetta líf óvænt og skjótt á fal- legum degi 31. október. Heilsa hennar var farin að gefa sig og dvaldist hún á hjúkr- unarheimilinu Eir, en þótt veik- indi hrjáðu hana var kímnigáfan enn á sínum stað, alltaf var stutt í hláturinn og brosið bjarta. Gunna var mér afar kær, ég kynntist henni árið 1981, Baddi sonur hennar og ég ákváðum að flytja aftur heim til Íslands eftir langdvöl í Svíþjóð, við fengum að búa hjá Gunnu og Bjarti tímabundið þar til við hófum sambúð. Hún tók mér strax opn- um örmum og ég fékk að finna að ég væri orðin ein af fjölskyld- unni. Hún kenndi mér margt varð- andi ungbörn, enda búin að ala upp sex börn sjálf. Það er kaldur vetrardagur, við erum á leið í heimsókn til Gunnu og Bjarts. Við förum út úr bílnum og höldum á litla drengnum okkar. Þá heyrist í tengdamömmu: „Ó, ó, elskurnar! Þið megið ekki láta barnið anda að sér köldu, setjið eitthvað fyr- ir munninn og nefið á barninu! Honum má ekki verða kalt!“ Eftirleiðis passaði maður sig á því að þegar farið var í heim- sókn til ömmu Gunnu dúðuðum við barnið í tvær húfur, vett- linga, þykka úlpu með hettu, með trefil fyrir vitum, innvafið í ullarteppi! Nú er ég farin að segja þessi sömu orð við son minn þegar hann kemur með barnabörnin í heimsókn! Takk Gunna, þú hafðir rétt fyrir þér. Tengdamamma var afar glæsileg og bar sig vel, mér fannst svo mikil tign og reisn yf- ir henni, hún kunni vel að meta vandaðar flíkur og skó og bar fallega skartgripi eftir manninn sinn, gullsmiðinn Guðbjart Þor- leifsson, hún fylgdist ágætlega með tískunni og var hreinskilin ef eitthvað varðandi þá strauma var henni ekki að skapi. Við fengum að fara með þeim Gunnu og Bjarti í ógleymanleg ferðalög bæði innanlands og ut- an, þær voru dýrmætar stund- irnar sem við áttum saman. Hún var líka fljót að sá fræ- kornum trúarinnar í hjarta mitt. Gunna var kraftmikil bænakona og átti öflugt og innihaldsríkt bænalíf. Það leituðu margir til hennar um fyrirbænir, hún fékk oft neyðarósk um að biðja fyrir þeim sem hún kunni nánast eng- in deili á og fékk að upplifa mörg bænasvör. Uppáhalds- stundirnar mínar með henni voru þær þegar hún sagði mér frá öllum kraftaverkunum og bænasvörunum yfir góðum kaffibolla. Ég er svo innilega þakklát fyrir allar bænirnar, hún kenndi mér að tala við Guð og að treysta honum. Nú er hún komin heim í dýrð Föðurins og er hjá Bjarti og ást- vinum sem á undan eru farnir. Elsku Gunna, takk fyrir að vera frábær fyrirmynd fyrir mig og börnin okkar Badda, ynd- islegri ömmu er ekki hægt að hugsa sér. Hafðu þakkir fyrir ást og hlýju og nú kveð þig með söknuði og ylja mér við allar góðu minningarnar. Ég er ríkari að hafa haft þig í lífi mínu. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Kristín Ósk Gestsdóttir. Elsku langamma. Þó svo að ég geti ekki hitt þig lengur þá munt þú alltaf vera í hjarta mínu því ég á svo margar góðar minningar um þig, elsku langamma mín. Nú ertu komin til langafa sem hefur saknað þín og er örugglega yfir sig glaður að vera með þér á ný uppi á himnum. Mér fannst alltaf svo gaman að koma í heimsókn til þín og langafa. Þegar ég var lítil var ég alltaf að horfa á fallega útsýnið úr stofuglugganum ykk- ar með kíkinum hans langafa. Það fannst mér alveg svakalega skemmtilegt. Það var líka svo gaman að fá að spila á hljóm- borðið ykkar og leika á ruggu- hestinum. Mér þótti svo vænt um að koma til þín á Eir með ömmu Ellu. Þú varst alltaf til í að koma með okkur í ísbíltúr. Þú varst svo skemmtileg og með svo góðan húmor. Elsku langamma, mikið á ég eftir að sakna þín. Mér líður vel að hugsa til þess að núna ertu komin til langafa og englarnir gæta ykkar. Elska þig og sakna þín, elsku langamma mín. Irena April Løvdahl. Elsku amma mín. Á stundu sem þessari eru minningarnar sennilega það dýrmætasta sem maður á. Þær eru margar góðar minningarnar sem ég á í hjarta mér, elsku amma. Minningar frá því að ég var barn hjá ykkur afa uppi á Lambó. Ég man svo vel enn í dag hvernig allt leit út. Það var svo gaman að vera hjá ykkur. Heimili ykkar var fullt af áhuga- verðum og framandi hlutum sem gaman var að skoða aftur og aft- ur. Þegar ég hugsa til baka, elsku amma, þá eru litlu augna- blikin líka eitthvað svo minn- isstæð, t.d. þegar þú leyfðir mér að gramsa í gömlu dóti uppi á háalofti, þegar ég fékk að snigl- ast inni á verkstæði hjá afa og skoða allt skartið í litlu sætu búðinni ykkar á Lambó og í Mjóddinni. Þegar þú gafst mér rjóma út á Cheerios þegar mjólkin var búin – gott var að eiga ráðagóða ömmu. Mér þykir einnig afar vænt um allar minn- ingarnar sem ég á um þig og afa úr bústaðnum í Kjósinni og allar góðu stundirnar með ykkur á Barðastöðum, þar sem börnin okkar hafa einnig fengið að skapa dýrmætar minningar með langömmu og langafa. Ég er þakklát fyrir allar góðu minningarnar, hver minning er dýrmæt á sinn hátt. Þú varst alltaf svo góð við okkur, elsku amma. Við vorum öll svo hænd að þér, vorum þér öll svo náin. Mikið er erfitt að kveðja, elsku amma, en mér líður vel í hjarta mínu að vita til þess að þið afi eruð saman á ný. Minning þín er ljós í lífi okk- ar, elsku amma. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Íris Martensdóttir. Amma Gunna skilur eftir sig stórt tómarúm og ég mun sakna hennar ákaflega mikið. Allt frá barnsaldri og upp til fullorðins- ára á ég gull af minningum sem ég mun varðveita hjarta mínu næst. Þegar ég var yngri man ég eftir henni sem hlýrri ömmu sem passaði vel upp á mig. Fyr- ir svefninn bjó hún um mig eins og blóm í eggi og fór með Gutta- vísur. Það gerði hún með svo mikilli innlifun að ég bað hana að fara með vísuna aftur og aft- ur, og hún gerði það. Amma Gunna var með skemmtilegan húmor og það var dásamleg upplifun að horfa á sjónvarp með henni en hún gat lífgað svo upp á venjulegar bíómyndir með smitandi hlátri sínum, að lokum hlógu allir með sem hjá henni sátu. Við eyddum mörgum stundum við eldhúsborðið henn- ar þar sem hún sagði sögur frá því þegar hún var ung og hvern- ig tímarnir voru þegar hún ól upp börnin sín. Mér fannst alltaf jafn gaman að hlusta á hana, meira að segja þegar hún end- urtók sögurnar. En með tím- anum fór minninu hennar ömmu að hraka. Einn sunnudagsmorg- un þegar við sátum við eldhús- borðið dró hún mig með sér á samkomu í Fíladelfíu og þar fann ég mig heima, ég verð henni ætíð þakklát fyrir það. Amma var mikil bænakona og sterkustu minningar mínar um hana eru þegar hún sat í sólstof- unni sinni með biblíuna sína. Hún byrjaði alltaf daginn sinn þannig, stundum kom ég að henni þar sem hún hafði sofnað en um leið og hún heyrði mig koma skaust hún á fætur og spurði hvort ég vildi ekki morg- unmat. Þó að ég væri orðin full- orðin stjanaði hún enn þá í kringum mig, en þannig var hún, mikill gestgjafi og vildi allt- af bjóða upp á eitthvað. Þegar ég kynntist eiginmanni mínum tók hún á móti honum með opnum faðmi. Hún var ekki lengi að slá upp veislu í tilefni af trúlofun okkar, seinna bauð hún tengdaforeldrum mínum sem heimsóttu landið í mat. Mér þótti alltaf svo vænt um hvað hún tók mikinn þátt í lífi mínu. Mér fannst ég sannarlega elsk- uð. Við hjónin gistum hjá ömmu og afa þegar við komum í heim- sókn til landsins og urðum öll miklir vinir. Þegar ég gekk með fyrsta barnið mitt var amma handviss um að það yrði stelpa, hún var svo viss að hún var búin að hekla fjólublátt teppi áður en við vissum kynið. Hún hafði auð- vitað rétt fyrir sér. Samband okkar var innilegt og ég leitaði oft til hennar. Ég var aldrei of gömul til að koma og gista hjá ömmu og fannst mér alltaf nota- legt að eyða tíma með henni. Þegar ég flutti til útlanda hringdi ég reglulega og fékk alltaf sömu spurningu: „Ert þú ekki að fara að koma til mín?“ Mér var svo hlýtt í hjartanu að mig langaði stundum að hoppa upp í næstu vél. Einn daginn kem ég til þín, amma mín, ég mun halda minningu þinni lif- andi með sögum um þig við eld- húsborðið og auðvitað býð ég upp á eitthvað gott. Guðrún Marta Andersson. Guðrún Vibeka Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.