Morgunblaðið - 11.11.2019, Síða 22

Morgunblaðið - 11.11.2019, Síða 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2019 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt 50 ára Ásgeir er Hafnfirðingur en býr í Garðabæ. Hann er tölvunarfræðingur frá HR og flugstjóri og gegnir stöðu aðstoð- aryfirflugstjóra Ice- landair. Maki: Sigrún Björg Ingvadóttir, f. 1971, flugstjóri. Börn: Arnar Freyr, f. 2002, og Andri Steinn f. 2007. Foreldrar: Stefán Gunnlaugsson, f. 1925, d. 2016, alþingismaður, og Mar- grét Guðmundsdóttir, f. 1927, d. 2013, skrifstofumaður. Þau voru bús. í Hafn- arfirði. Ásgeir Gunnar Stefánsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú getur lært margt um sjálfa/n þig með því að skoða hvernig þú talar við aðra og bregst við því sem þeir segja. Mundu að hóf er best á hverjum hlut. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú mátt eiga von á óvæntum gest- um sem munu þyrla upp gömlum tilfinn- ingum. Einhver stendur uppi í hárinu á þér, ekki kippa þér upp við það, reyndu að skilja af hverju. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú skalt vera varkár í umferðinni í dag. Stundum er maður að bæta sig og stundum stendur maður í stað. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Nú er að grípa tækifærið og gera tilboð í það sem þú hefur lengi haft auga- stað á. Forðastu deilur við makann. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Samræður við vin kasta sprengju inn í líf þitt. Fólk laðast að þér vegna persónu- töfra þinna. Láttu vera að kaupa hluti, sem þú hefur ekki þörf fyrir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú kemur til þinna kasta að leiða starfshóp sem á að leggja drög að nýju skipulagi. Einhver gerir hosur sínar græn- ar fyrir þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Stutt ferðalög, fundir og námskeið gera það að verkum að það er óvenjumikið að gera hjá þér þessa dagana. Gleymdu ekki að sýna þakklæti þitt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ef þú heldur rétt á spöðunum ætti þér að takast að koma í framkvæmd öllum þeim hlutum, sem þig dreymir um. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Haltu þig við skammtímaáætl- anirnar. Sýndu mildi og mýkt og gakktu úr skugga um hvað aðrir vilja, þú ert svolítið fyrir einstefnuna, gerir oft það sem þú vilt án tillits til annarra. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er ekki allt gull sem glóir og margt reynist eftirsókn eftir vindi. Margt af því sem þú heyrir má fara inn um annað eyrað og út um hitt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú reynir verulega á forystu- hæfileika þína. Launaðu illt með góðu. Þú kemur alltaf niður á fæturna. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur gert það sem í þínu valdi stendur til þess að halda friðinn í fjölskyld- unni. Dragðu það fram eftir degi að taka ákvarðanir. Ekki var mikill tími fyrir áhugamál hjá Sigríði. „Þetta var vinna og aftur vinna, kennslan tók mikið af mínum tíma og maður vann þá mikið heima. En svo þegar ég hætti að vinna þá fór ég að ferðast töluvert. Ég bjó um tíma í Flórída, en þá bjuggu öll börnin mín anum, en ég vann ennþá á kvöldvökt- um. Það var svo mikill skortur á hjúkrunarfræðingum. Það var yndis- legast að vera kennari,“ segir Sigríður um starfsferilinn. „Maður lifnar við að fá að miðla þekkingu sinni, það er svo gefandi.“ S igríður Jóhanna Jóhanns- dóttir er fædd 11. nóvem- ber 1929 á Akureyri og ólst þar upp, fyrst í Grund- argötu á Eyrinni og svo í Þórunnarstræti á Brekkunni. Hún var í sveit í Gilhaga í Öxarfirði eitt sumar. Sigríður útskrifaðist úr Gagnfræða- skóla Akureyrar 1946, hóf nám við Hjúkrunarskóla Íslands um áramótin 1951 og kláraði í mars 1954. „Námið var þá þrjú ár og tveir mánuðir, ég fer þá til Akureyrar og vinn við Fjórð- ungssjúkrahúsið þar til í lok árs, fer þá til Bandaríkjanna í nám.“ Sigríður lauk námi í gjörgæsluhjúkrun við Presbyterian Hospital í Chicago 1956 og kom heim 1957. Síðar fór Sigríður í nám í uppeldis- og kennslufræði við Kennaraháskóla Íslands 1976-1977. Hún var við nám við Nordiska Hälso- vårdshögskolan í Gautaborg í sjúkra- hússtjórnun 1979-1980 og nám í Miljö- medicine, umhverfisvernd, 1980-1981. Meðan á námsdvölinni í Bandaríkj- unum stóð vann Sigríður á Presby- terian Hospital og Northwestern Ho- spital, Minneapolis. Þegar heim var komið eignaðist hún með eiginmanni sínum þrjá drengi á fjórum árum og sex árum síðar dóttur, en tók samt alltaf vaktir. „Ég vann á gjörgæslunni og Landakoti, ég vann alltaf mikið og þegar maðurinn veiktist alvarlega 1973 fór ég að vinna fulla vinnu á Borgarspítalanum. Ég fór síðan í kennaranám til að geta verið meira hjá manninum mínum.“ Sigríður var kennari í Nýja hjúkr- unarskólanum 1975-1977. „Þá sá ég um ljósmæður sem vildu læra meira, en Nýi hjúkrunarskólinn var fyrir hjúkrunarfræðinga í framhaldsnámi.“ Hún var hjúkrunarforstjóri á St. Jós- epsspítalanum í Hafnarfirði 1977- 1979, kennari við Hjúkrunarskóla Ís- lands 1980-1982, yfirkennari 1982- 1983 og skólastjóri 1983-1987. „Þá er skólanum lokað og allt hjúkrunar- fræðinám fer á háskólastig, en ég hafði verið í broddi fylkingar um að sameina hjúkrunarnámið.“ Sigríður var að lokum hjúkrunarforstjóri Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja 1988- 1993 og hætti þá að vinna. „Ég hafði aldrei alveg sagt skilið við sjúkrahúsin þótt ég hefði verið í Hjúkrunarskól- víðsvegar um heiminn. Svo þegar flest þeirra voru flutt aftur heim til Íslands, þá vildi ég líka koma aftur heim. Ég hef búið í Mörkinni í tæp fimm ár og hef það gott. Ég er hress, glöð og þakklát fyrir lífið sem ég hef fengið að lifa og trúi því varla að ég hafi lifað í 90 ár.“ Sigríður hélt upp á afmælið núna um helgina. Fjölskylda Eiginmaður Sigríðar var Valtýr Bjarnason, f, 6.3. 1920, d. 10.3. 1983, yfirlæknir svæfingadeildar Landspít- alans. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Jónsson, f. 19.2. 1865, d. 17.11. 1958, kennari, vegavinnuverkstjóri og bóndi, og Þórdís Þórðardóttir, f. 20.10. 1885, d. 26.4. 1972, húsfreyja og org- anisti. Börn Sigríðar og Valtýs eru 1) Bjarni Valtýsson, f. 23.7. 1957, læknir og býr í Meiri-Tungu í Holtum. Eigin- kona hans er Dóra Gerður Stefáns- dóttir hjúkrunarfræðingur. Börn: Sig- ríður Ósk byggingaverkfræðingur, 4.10. 1983, börn hennar eru Bóas og Bent; Kristín Jóna læknir, f. 27.5. 1985, sonur hennar er Bjarni Henrik; Stefán laganemi, f. 18.7. 1991, og Val- týr vélaverkfræðingur, f. 21.8. 1993; 2) Jóhann Valtýsson, f. 30.7. 1959, læknir og býr í Uppsala, Svíþjóð. Eiginkona hans er Ewa Hjelm kennari. Börn: Sigríður Margareta nemi, f. 25.1. 1993 Sigríður Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur – 90 ára Stórfjölskyldan Haldið upp á 90 ára afmæli Sigríðar síðastliðinn laugardag. Það var yndislegast að kenna Fjölskyldan Sigríður, Valtýr og börn á jólum 1972. Nýútskrifuð Sigríður árið 1954. 30 ára Alexandra er Reykvíkingur og býr í Grafarholti. Hún lærði grafíska miðlun í Tækniskólanum og er vefhönnuður hjá Vef- stofunni Kodo. Maki: Ingólfur Jökull Róbertsson, f. 1982, atvikastjóri hjá Ís- landsbanka. Dóttir: Marín Röfn Ingólfsdóttir, f. 2018, og stjúpdóttir er Birta Ósk Ingólfsdóttir, f. 2013. Foreldrar: Jón Eiríksson, f. 1963, íþrótta- kennari og ökukennari, bús. í Mosfellsbæ, og Kristín Kristjánsdóttir, f. 1969, tónlist- arkennari, bús. á Hvammstanga. Alexandra Sif Jónsdóttir Til hamingju með daginn Reykjavík Marín Röfn Ingólfsdóttir fæddist 22. september 2018. Hún vó 2.850 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Alexandra Sif Jónsdóttir og Ingólfur Jökull Róbertsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.