Morgunblaðið - 11.11.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.11.2019, Blaðsíða 28
VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sögur af Réttlætisbandalagi Ameríku, skammstafað RBA, hafa verið gefnar út í fyrsta sinn á íslensku, í 320 bls. myndasagnabók, á vegum verslunar- innar Nexus. Pétur Yngvi Leósson er ritstjóri útgáfunnar líkt og sagnanna um Leðurblökumanninn sem Nexus hóf að gefa út á íslensku í nóvember í fyrra. Réttlætisbandalagið skipa ofur- hetjur úr sagnaheimi DC Comics en þaðan er Leðurblökumaðurinn einnig ættaður. Pétur hefur allt frá barnæsku verið ástríðufullur aðdáandi myndasagna um ofurhetjur og segir Leðurblöku- manninn í sérstöku uppáhaldi. „Ég hef lifað og hrærst í myndasög- um frá því ég man eftir mér og starfaði sem innkaupa- og deildarstjóri myndasögudeildar Nexus í tíu ár, frá 1997 til 2006. Auk þess flutti ég inn myndasöguhöfunda, ráðlagði bóka- söfnum um allt land um innkaup og skipulagði fyrirlestra og uppákomur í samstarfi við Borgarbókasafnið og Háskóla Íslands,“ segir Pétur. Hann hafi því verið „atvinnumyndasagna- nörd“ á tímabili og sé nú orðinn það aftur. Merkilegustu myndasögur 20. og 21. aldarinnar Gísli Einarsson, eigandi og for- stjóri Nexus, leitaði til Péturs um að ritstýra útgáfu á ofurhetjublöðum á íslensku og Pétur þáði boðið. „Nú er ég ritstjóri, einn af þýðendunum og líka hönnuðurinn á bak við megnið af lógó-breytingum og svoleiðis,“ segir Pétur. Útgáfan hófst í fyrra með fríblaði um Leðurblökumanninn og var því fagnað með upplestri og teiti í versl- un Nexus í Glæsibæ. Ástæða útgáf- unnar var fyrst og fremst sú, að sögn Péturs, að Gísli vildi gefa út mynda- sögu sem væri líkleg til að kveikja áhuga ungra drengja á lestri. „Hann réð mig í starfið og að mínu mati eru Bat- man-sögur 20. og 21. aldarinnar merki- legustu myndasögur sem hafa komið út á Vesturlöndunum. Þær eru líka með áberandi frábærum handritum og blæ- brigðaríkum texta,“ segir Pétur. Hann segir Leðurblökumanninn þá myndasagna- persónu sem laðað hafi til sín flesta góða höfunda og teiknara, m.a. Frank Miller, Dennis O’Neill og Grant Morrison. „Allar kanónurnar hafa á einhverjum tímapunkti hamast á krúnudjásni myndasagnaheimsins,“ segir Pétur. Saga engum öðrum lík –Það lá því beinast við að hefja út- gáfuna með Leðurblökumanninum? „Já, með tveimur af allra bestu sögunum úr 80 ára útgáfusögu hans, Uglurétti og upprunalegu sögunni um Ra’s al Ghul og framhaldssögum þeirra,“ svarar Pétur, en fyrstu sex bækurnar hafa nú verið gefnar út og verða fáanlegar saman í öskju fyrir jól. Í hverri bók má finna sögur frá ólíkum tímum eftir ólíka höfunda, sem er áhugavert bæði fyrir Batman- nörda og þá sem eru að kynnast hetj- unni í fyrsta sinn. Hvað upprunalegu söguna um Ra’s al Ghul varðar (Ghul er illmenni og hryðjuverkamaður) segir Pétur að þeir tíu hlutar sem myndi uppruna- legu söguna hafi ekki áður verið gefn- ir út númeraðir og merktir í réttri röð. Það hafi fyrst verið gert núna með íslensku útgáfunni. Þess má geta að sagan var kvikmynduð á Íslandi árið 2004 með Liam Neeson í hlut- verki Ra’s al Ghul. „Það er svo skemmtilegt við þessa sögu að hún byrjaði árið 1970, hélt áfram 1980 og árið 1990 kom aftur lykilkafli. Árið 2006 gerði Grant Morrison svo framhald af þessu öllu saman. Þessi saga sem ég er að lýsa hér er merkilegasta ofurhetjusaga sem ég hef lesið á 21. öldinni, þetta er svo rosalega metnaðarfullt að ég hef aldrei séð neitt í lík- ingu við þetta,“ seg- ir Pétur. Hann segir bestu sögurnar um Leðurblöku- manninn höfða til breiðs aldurshóps, ekki bara táninga heldur líka fullorð- inna, í stuttu máli allra sem hafi gam- an af góðum skáld- skap og flottum teikningum. Þakkir frá kennurum –Þið viljið með útgáfunni auka ynd- islestur drengja, leggja ykkar af mörkum í að vekja áhuga þeirra á lestri. Hafið þið fengið einhver viðbrögð við útgáfunni? „Já, frá kennurum sem komið hafa í búðina og þakkað fyrir framtakið. Þeir hafa notað bækurnar í tímum. Ég hef heyrt það frá starfsmönnum verslunarinnar,“ svarar Pétur. Sögunar um Leðurblökumanninn höfða þó ekki bara til drengja og karla, þrátt fyrir að fjalla nær ein- göngu um karlmenn, karlkyns hetjur og skúrka. Pétur bendir á að um 15% áskrifenda Leðurblökunnar, eins og bækurnar heita á íslensku, séu konur og stúlkur. Í RBA er kynjahallinn ögn minni, þótt mikill sé, því þar má finna Undrakonuna, Wonder Woman. Og fyrsta bókin sem Nexus gefur út um RBA er vegleg, 320 blaðsíður að lengd og nefnist Veraldavíg. Í henni þarf bandalagið að verja jörðina fyrir linnulausum árásum innrásarherja utan úr geimnum og svikulla engla, hvorki meira né minna, og gengur þá auðvitað mikið á, bitið í skjaldar- rendur og menn klofnir í herðar nið- ur. Pétur er spurður að því hvort fleiri kvenhetjur séu væntanlegar og segir hann svo vera. „Upprunalega sagan um Leðurblökukonuna frá 1956 og Ras al Ghul-saga með Leðurblöku- konunni frá 1979 birtast báðar í blöku-bók 7 ásamt meginsögunni þar sem deila Leðurblökumannsins og al Ghul endar í blóðugu lokauppgjöri.“ Spurður út í framhaldið segist Pét- ur stefna að því að gefa út blöku-bók á tveggja mánaða fresti og eina til tvær RBA á ári. Krúnudjásn myndasagnaheimsins Hetjur Pétur Yngvi Leósson, ritstjóri hjá Nexus og atvinnumyndasagnanörd, hér með Undrakonunni í verslun Nexus. Blaka Síða úr níundu bókinni um Leðurblökumanninn. Morgunblaðið/Árni Sæberg  Leðurblökumaðurinn gefinn út á íslensku til að auka yndislestur drengja  Réttlætisbandalag Ameríku hefur bæst við útgáfu Nexus  Frábærir höfundar hafa tekist á við Leðurblökumanninn Sú fyrsta Fyrsta bókin sem Nexus gaf út um Leðurblöku- manninn, Leðurblakan nr. 1. 28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2019 Metabolic Reykjavík | Stórhöfða 17 | metabolicreykjavik.is Metabolic Reykjavík Ný þjálfunarstöð við Gullinbrú Faglegt Fjölbreytt Skemmtilegt Æfðu á þínum hraða, á þínu erfiðleikastigi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.