Morgunblaðið - 11.11.2019, Qupperneq 32
Pantaðu borð í síma 483 4700 | hverrestaurant.is
HVER
TEKUR VEL
Á MÓTI ÞÉR
Ljúffengur matur, góð þjónusta
og hlýlegt andrúmsloft.
OPIÐ
11:30–22:00
ALLA DAGA
Úti regnið
grætur – bók
um skáldið
Jóhann Sigur-
jónsson nefnist
ný bók Sveins
Einarssonar
um leik- og
ljóðskáldið Jó-
hann Sigur-
jónsson sem kynnt verður í
Gunnarshúsi á morgun, þriðju-
dag, kl. 20. Í ár eru 100 ár liðin
frá andláti skáldsins, en Jóhann
lést 31. ágúst aðeins 39 ára að
aldri. Meðal þekktustu verka
Jóhanns eru kvæðin „Bikarinn“,
„Sorg“ og „Sofðu unga ástin
mín“ sem og leikritin Fjalla-
Eyvindur, Galdra-Loftur og Rung
læknir.
Bók um Jóhann Sigur-
jónsson skáld kynnt
MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 315. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Afturelding er komið upp að hlið
Hauka í toppsæti Olís-deildar
karla í handknattleik eftir sigur á
Fjölni í gær. Liðin eru með 14 stig en
Haukar eiga leik til góða gegn Sel-
fossi í kvöld. ÍR komst upp í þriðja
sætið með sigri gegn ÍBV, KA vann
góðan sigur á móti FH, Valur skellti
HK og Fram og Stjarnan gerðu jafn-
tefli í ótrúlegum leik. »27
Afturelding upp
að hlið Haukanna
ÍÞRÓTTIR MENNING
Liverpool er heldur betur komið í
góða stöðu nú í byrjun nóvember í
ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Liverpool skellti Englandsmeisturum
Manchester City 3:1 í
toppslag ensku úr-
valsdeildarinnar á
Anfield í gær og er
liðið nú komið
með átta stiga
forskot í toppsæti
deildarinnar þegar
tólf umferðum er
lokið. Manchester
United vann góð-
an sigur gegn
Brighton og fór
með sigrinum upp
um sjö sæti og er í
7. sæti deild-
arinnar. »25
Liverpool er gjör-
samlega óstöðvandi
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Sjálfsmynd, umhverfismál, stríð og
ranghugmyndir um unglinga eru
meðal þeirra málefna sem ungmenni
úr grunnskólum Reykjavíkur munu
kryfja á listrænan hátt á úrslita-
kvöldi Skrekks, hæfileikahátíðar
skóla- og frístundasviðs Reykjavík-
ur. Keppnin fer fram í Borgarleik-
húsinu í kvöld klukkan 20.00 og
verður sýnd í beinni útsendingu á
RÚV, en þetta er í 30. sinn sem
Skrekkur er haldinn.
„Skrekkur er ekki bara hæfi-
leikakeppni heldur langt sköp-
unarferli, sem skapar vettvang fyrir
listræna tjáningu ungs fólks,“ segir
Harpa Rut Hilmarsdóttir, verkefna-
stjóri barnamenningar. Hún segir
keppnina fela í sér heilbrigt starf
sem kemur inn á marga þætti í lífi
unglinganna. „Þau eru að tjá sig um
það sem þeim þykir mikilvægast,“
segir hún.
Atriði í keppninni hafa breyst
með árunum og eðli þeirra orðið
pólitískara en áður. „Þau fara ofan í
það að skoða einhver málefni, til
dæmis hvernig góð og slæm öfl eru
að sækja á þau á unglingsárunum
og þau þurfa að velja rétta leið,“
segir hún.
Færst hefur í aukana að frum-
samin tónlist hljómi undir atriðum á
Skrekk og jafnast atriðin stundum á
við fagleiksýningar að sögn Hörpu.
„Krakkarnir eru orðnir svo miklir
fagmenn í dag, þau eru orðin svo
djúpt listræn og klár – þau eru að
semja sína eigin tónlist til dæmis.“
Á þriðja hundrað ungmenna úr
átta grunnskólum Reykjavíkur stíga
á stóra svið Borgarleikhússins og
flytur hver skóli frumsamið list-
atriði.
Þeir skólar sem komust upp úr
undankeppni og keppa til úrslita í
kvöld eru Árbæjarskóli, Breiðholts-
skóli, Hagaskóli, Háteigsskóli,
Hlíðaskóli, Laugalækjarskóli, Selja-
skóli og Réttarholtsskóli.
Listin lítur dagsins ljós
Ungmenni munu tjá málefni sem liggja þeim á hjarta á
úrslitakvöldi Skrekks Keppnin haldin í 30. skiptið
Morgunblaðið/Eggert
Skrekkur Átta grunnskólar keppa til úrslita í kvöld en myndin var tekin á einu undanúrslitakvöldi keppninnar.
Morgunblaðið/Eggert
Innlifun Margir uppgötva ástríðu sína á sviði leiklistar í Borgarleikhúsinu.