Morgunblaðið - 15.11.2019, Page 1

Morgunblaðið - 15.11.2019, Page 1
F Ö S T U D A G U R 1 5. N Ó V E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  269. tölublað  107. árgangur  KVENNABOLTINN EKKI FJÖL- SKYLDUVÆNN MEISTARI HINS ÓRÆÐA TVÍ- STÍGANDI HIKS HVER EINASTI FERMETRI NÝTTUR BÓKARDÓMUR 37 FASTEIGNIR 24 SÍÐURDAGNÝ BRYNJARSDÓTTIR 34 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir stefnt að því að ljúka rannsókn á starfsemi fé- lagsins í Namibíu sem fyrst. Um- fjöllun Kveiks hafi verið einhliða. Hann reikni ekki með að vera starfandi forstjóri í langan tíma. Samherji hafi fyrir nokkrum miss- erum tekið ákvörðun um að draga sig út úr starfseminni við Namibíu. Skattrannsóknarstjóri hefur mál Samherja til skoðunar. Embættið rannsakaði Samherja fyrr á þessum áratug eftir húsleit hjá félaginu. Rannsókninni var síðar hætt. Ekki hefur náðst í Bryndísi Krist- jánsdóttur skattrannsóknarstjóra. Björgólfur telur aðspurður ekki ólíklegt að til bær yfirvöld, þ.m.t. skattrannsóknarstjóri, hafi þegar farið yfir stóran hluta gagnanna vegna húsleitarinnar. Persónuleg beiðni Þorsteinn Már Baldvinsson steig til hliðar sem forstjóri Samherja eftir umfjöllun Kveiks um meint brot félagsins í Namibíu. Björgólfur segir Þorstein Má hafa beðið sig að taka við félaginu. „Stjórnin er auðvitað að leita leiða til að mýkja þessa umræðu, eins og gefur augaleið. Þetta er stórt fyrir- tæki með milli 800 og 900 manns í vinnu á Íslandi og öll umræða af þessum toga getur veikt félagið. Það var niðurstaða stjórnar að það þyrfti að styrkja félagið,“ segir Björgólfur. Áhrifin á Samherja erlendis séu lítil. Rannsókn ljúki sem fyrst  Starfandi forstjóri Samherja segir gögn um félagið mögulega þegar rannsökuð  Umfjöllun um félagið sé einhliða  Áhrifin á starfsemina erlendis séu óveruleg MAllt kapp lagt á að … »6 og 10 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta endar fyrir neðan Tyrkland og Frakkland í H-riðli undan- keppni EM 2020, eftir markalaust jafntefli Ís- lands við Tyrki í Istanbúl í gær. Ísland er því á leið í umspil og mun fá heimaleik í undan- úrslitum þess, sem fram fer á Laugardalsvelli 26. mars ef veður og vallaraðstæður leyfa. Það skýr- ist næsta föstudag hver andstæðingur liðsins verður þar og í úrslitaleik umspils. »32 og 33 Bíða nú EM-umspils á Laugardalsvelli í lok mars AFP Draumurinn um að komast beint á EM úr sögunni þrátt fyrir góða frammistöðu í Istanbúl Alþjóðlegi sykursýkisdagurinn var haldinn í gær, 14. nóvember, líkt og árlega frá árinu 1991. Samtök sykur- sjúkra stóðu af því tilefni fyrir mál- þingi og Lionsmenn standa fyrir blóðsykursmælingum við apótek og heilsugæslustöðvar víða um land. Talið er að 430 milljónir einstak- linga í heiminum séu með sykursýki og að fjöldinn verði kominn í 600 milljónir árið 2045. Fjöldi Íslendinga með sykursýki er nokkuð á reiki enda engin skráning til staðar en talið er að um 15 þúsund Íslendingar glími við sjúkdóminn. Til eru þrjár teg- undir af sykursýki, þ.e. tegundir eitt og tvö og meðgöngusykursýki. »16 Snjallsímaforrit aðstoðar sykursjúka að meta áhættu Insúlínskortur Sykursýki leiðir til of mikils sykurs eða glúkósa í blóði.  „Þetta er ekki hringtorg, heldur akbraut. Þetta er vissulega torg, en ekki endilega hringtorg þó að það liggi í hring,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, við Morgun- blaðið. Vísar hann í máli sínu til Haga- torgs í Vesturbæ Reykjavíkur en þar hefur borgin staðið í fram- kvæmdum sl. mánuði og m.a. kom- ið strætóstoppistöð fyrir við hring- torgið. Strætó tók í gær biðskýlið úr notkun svo vagnstjórar gerist ekki brotlegir við lög en óheimilt er samkvæmt umferðarlögum að stöðva ökutæki í hringtorgi. Bið- skýlið verður þó að líkindum ekki fært, þess í stað mun borgin breyta merkingum við hring- torgið. »2 Morgunblaðið/RAX Hringur Á Hagatorgi er ekið í hring en þetta mun þó ekki vera hringtorg. Segja Hagatorg ak- braut, ekki hringtorg Arnarlax, stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins, verður í dag skráð á NOTC, lista kauphallarinnar í Osló fyrir minni fyrirtæki. Kjartan Ólafs- son stjórnarformaður segir að það hafi þá kosti að skrá fyrirtækið á markað í Noregi að þar sé mikill áhugi og þekking á fiskeldi. Fyrir- tækið fái nú athygli greiningarfyr- irtækja sem fylgist grannt með. Nefnir hann að færeyska fiskeld- isfyrirtækið Bakkafrost hafi ákveðið, af þessum sökum, að skrá hlutabréf sín í kauphöllinni í Osló í lok síðasta árs þótt beinna hefði legið við að skrá þau í Kaupmannahöfn vegna mikilla viðskiptatengsla þangað. Stjórnendur Arnarlax stefna að því að félagið fái skráningu á aðal- lista kauphallarinnar í Osló þegar það hefur náð réttri stærð. Kjartan vonar að það geti gerst á næsta ári. Rekstur Arnarlax hefur gengið vel það sem af er ári og hafa orðið mikil umskipti frá árinu 2018 sem var fé- laginu erfitt, m.a. vegna áfalla í eld- inu. Athygli vekur að hagnaður varð á rekstrinum á þriðja ársfjórðungi þótt heimsmarkaðsverð á laxi hafi þá verið það lægsta í áratug. »4 Arnarlax í kauphöll í Osló  Fyrirtækið fær þar athygli greiningarfyrirtækja Tálknafjörður Arnarlax er með eldi í fjörðum Vestfjarða.  Sigmar Vil- hjálmsson at- hafnamaður ráðgerir á næsta ári að opna nýjan afþreyingarstað í 1.850 fermetra húsnæði við Skútuvog 2, eigi síðar en 12. júní nk. þegar Evr- ópumótið í knattspyrnu karla hefst. Vodafone var áður til húsa á þessum stað og hefur Sigmar gengið frá leigusamningi við fast- eignafélagið Regin. Á staðnum hyggst Sigmar reka tvo níu holu mínígolfvelli, sportbar og veit- ingastað. Vinnuheiti fyrir þennan stað er MiniGolf veröldin. »12 Nýr afþreyingar- staður áformaður Sigmar Vilhjálmsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.