Morgunblaðið - 15.11.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.11.2019, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2019 benni.is Reykjavík Krókhálsi 9 590 2000 Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 420 3330 Opið virka daga frá 9 til 18 Verið velkomin í reynsluakstur 400.000 kr. Opið virka daga frá 9 til 18 Laugardaga frá 12 til 16 Verið velkomin í reynsluakstur OPEL KARL – VETRARTILBOÐ Á SÝNINGARBÍLUM Verðdæmi: Opel Karl - sjálfskiptur Verð áður: 2.290.000 kr. | Verð nú: 1.890.000 kr. Afsláttur: BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samkvæmt íslenskum hegningar- lögum geta mútur varðað allt að fimm ára fangelsi. Ísland hefur undirritað ýmsa alþjóðasamninga um mútur og spillingu sem vikið er að í lögunum. Refsiheimildir varðandi mútur hafa verið til umræðu í tilefni Sam- herjamálsins. Í fréttaskýringar- þættinum Kveik á RÚV var því haldið fram að fyrirtækið hefði borið fé á einstak- linga í Namibíu til að tryggja aðgang að fiskimiðum. Umræddir þiggj- endur voru sagðir tengdir valds- mönnum í ríkinu. Héraðssaksóknari hefur hafið rannsókn málsins sem er á frumstigi. Fjallað er um mútur í 109. grein al- mennra hegningarlaga. Segir þar að hver sá sem gefur, lof- ar eða býður opinberum starfsmanni, alþingismanni eða gerðarmanni „gjöf eða annan ávinning, sem hann á ekki tilkall til, í þágu hans eða annarra, til að fá hann til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert sem tengist opin- berum skyldum hans“ skuli sæta fangelsi allt að fimm árum eða sekt- um ef málsbætur eru fyrir hendi. Óeðlileg áhrif Hámarksrefsing fyrir slík brot var nýlega þyngd í fimm ár. Í annarri málsgrein 109. greinarinnar segir að sömu refsingu skuli sá sæta sem beinir slíku að erlendum opinberum starfsmanni. Þá segir í þriðju málsgrein að „sömu refsingu skal enn fremur sá sæta sem beinir slíku að manni, sem heldur því fram eða veitir vissu fyrir að hann geti haft óeðlileg áhrif á ákvarðanatöku manns … í því skyni að fá hann til að beita þessum áhrifum“. Sá sem kemur því til leiðar að þiggjandi fjárins hafi áhrif á þriðja aðila telst því brotlegur við 109. greinina. Samkvæmt því gætu greiðslur til aðila sem hefur í staðinn áhrif á ákvarðanir embættismanns varðað allt að fimm ára fangelsi. Lögin eru ekki bundin við embættis- menn á Íslandi. Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir aðspurður að skoða þurfi fleiri lagaákvæði í þessu samhengi, eink- um 4-11. gr. almennra hegningarlaga sem innihaldi ákvæði um lögsögu. Þannig hafi 6. grein laganna áhrif í þessu efni. Þar sé fjallað um að refsa skuli eftir íslenskum hegningarlög- um fyrir brot þótt þau séu framin utan íslenska ríkisins í ákveðnum til- vikum, einkum er snertir tiltekna al- þjóðasamninga. Þrír alþjóðasamningar Þrír samningar komi sérstaklega til álita hvað varðar mútugreiðslur. Þannig sé í 10. tölulið 6. gr. lag- anna vikið að háttsemi sem fjallað sé um í samningi um baráttu gegn mútugreiðslum til opinberra starfs- manna í alþjóðlegum viðskiptum frá nóvember 1997. Þá sé í 18. tölulið fjallað um háttsemi sem greint sé frá í samningi á sviði refsiréttar um spill- ingu frá janúar 1999. Jafnframt sé í 21. tölulið fjallað um háttsemi sem greint sé frá í samningi Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu frá árinu 2003. Þessa samninga þurfi að skoða í hverju máli fyrir sig. Það liggi bein- ast við að rannsakendur horfi til þessara töluliða við mótun rann- sóknar. Spurður hvort stjórnvöld í erlendu ríki geti gert framsalskröfu á hendur íslenskum ríkisborgara sem þau hafa til rannsóknar bendir Bjarni Már á lög um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum frá 1984. Framsal er undantekning Þar segir í 2. grein að ekki megi framselja íslenska ríkisborgara. Bjarni Már segir aðspurður að hingað til hafi íslenska ríkið almennt ekki framselt íslenska ríkisborgara nema í undantekningartilvikum og þá til Norðurlandanna fyrst og fremst og í framtíðinni til aðildar- ríkja ESB. Verið sé að opna á fram- sal til ESB-ríkjanna þessa dagana. Málið tengist evrópsku handtöku- tilskipuninni. Hann segir aðspurður að íslenskir ríkisborgarar geti sjálf- viljugir gefið sig fram við erlend yfir- völd, t.a.m. í Namibíu, og eftir atvik- um setið þar í gæsluvarðhaldi. Ef aftur á móti ákæruvaldið hérlendis gefur út ákæru á hendur íslenskum ríkisborgara í mútumáli verði málið höfðað á Íslandi á grundvelli al- mennra hegningarlaga, þrátt fyrir að brot hafi átt sér stað erlendis. Heimildir til fésekta Bjarni Már vísar einnig á lög um refsiábyrgð fyrirtækja vegna mútu- greiðslna og hryðjuverka frá 1998. Þar segir í 1. grein að ef starfsemi lögaðila hafi farið gegn 109. grein al- mennra hegningarlaga sé heimilt að gera lögaðilanum fésekt. Loks bendir Bjarni Már á að mútur geti varðað 264. grein al- mennra hegningarlaga. Hún sé sam- bærileg og 109. greinin nema hvað fjallað sé um mútugreiðslur til full- trúa fyrirtækja. Slík brot varði fang- elsi allt að fimm árum. „Ég reikna með að í slíkum málum yrði slegist um hverja einustu kommusetningu í lögunum og hverja einustu greiðslu sem fer milli aðila,“ sagði Bjarni Már. Munu meta tilefni reikninga Spurður hvort sakborningar geti vísað til reikninga sem málsbóta segir Bjarni Már að dómari muni væntanlega horfa til þess hvort vinnuframlag teljist eðlilegt. Þá verði væntanlega horft til útlagðs kostn- aðar þess sem veitir þjónustuna, þ.e. meints mútuþega, og fjárhæðar reikninga. Bjarni Már segir aðspurður að samkvæmt hegningarlögunum séu mútur álitnar alvarlegt brot. Það skipti ekki máli þótt slíkt athæfi sé ekki refsivert í erlendu ríki. Varðar allt að fimm ára fangelsi  Lagaprófessor telur ákæruvaldið munu horfa til alþjóðasamninga um spillingu við rannsókn á mútum  Fari slík mál í réttarsal verði tekist á um hverja einustu kommusetningu og greiðslu milli aðila Morgunblaðið/Ernir Brot erlendis Mál vegna mútugreiðslna yrði höfðað á Íslandi. Bjarni Már Magnússon Dr. Friðrik Larsen, framkvæmda- stjóri Brandr og sérfræðingur í vörumerkjafræði, segir aðspurður að ásakanir um mútur geti haft langtímaáhrif á vörumerki viðkomandi fyrirtækis. „Það má nefna Volvo sem dæmi. Fulltrúar félagsins urðu uppvísir að mútugreiðslum utan Svíþjóðar. Það tók fyrirtækið langan tíma að núlla þetta út. Málið er enn rifjað upp í tengslum við mútumál í Svíþjóð þótt þau tengist ekki Volvo,“ seg- ir Friðrik. Hann segist aðspurður ekki telja að eigendur Samherja muni þurfa að skipta um vörumerki eða breyta nafni félagsins. „Það hefur hins vegar mjög neikvæð áhrif á ímynd okkar sem þjóðar að máttarstólpi í sam- félaginu sé talinn ástunda svona vinnubrögð,“ segir Friðrik. Röng viðbrögð Fulltrúar Samherja hafi að hans mati brugðist rangt við um- fjöllun Kveiks.„Fyrsta reglan í krísustjórnun er að svara strax og vera einlægur. Segjast hafa gert mistök, ef það á við, og segjast ætla að fara yfir málið. Viðkomandi geti ekki tjáð sig frekar eins og staðan sé en muni reyna sitt besta. Fulltrúar Sam- herja byrjuðu hins vegar að kenna uppljóstraranum um málið. Hann hefði líklega gert eitthvað. Það var taktískt mjög rangt,“ segir Friðrik. Félagið hafi haft nægan tíma til að undirbúa við- brögð. „Við erum öll manneskjur sem gera mistök. Það er fólk á bak við vörumerkið Samherji og við erum tilbúin að fyrirgefa mistök.“ Fer eftir framtíðarstefnunni Andrés Jónsson, fram- kvæmdastjóri Góðra samskipta, segir framtíð vörumerkis Sam- herja undir því komna hver fram- tíðarstefna eigenda verður. Þá varðandi Namibíumálið og hvaða hagsmunir vegi þyngst. „Verða sömu eigendur og stjórnendur áfram eða selja þeir fyrirtækið?“ spyr Andrés. „For- dæmi eru fyrir því í slíkum til- vikum. Samherja með óbreyttu eignarhaldi standa að mínu mati tvær leiðir til boða. Að verjast af hörku eða óska eftir fyrirgefn- ingu almennings og fá annað tækifæri. Velji þeir að fara fram með fullri hörku verður vöru- merkið líklega mjög laskað eftir rannsóknir og mögulegar ákærur. Hins vegar mun orðspor Sam- herja í augum margra íbúa í nær- umhverfinu, til dæmis í Eyjafirði, líklega standa óhaggað sama hvað á dynur. Samherji hefur ver- ið mikill máttarstólpi og stór vinnuveitandi.“ Fari leið auðmýktar Vilji félagið byggja upp al- mennt traust á íslenskri starf- semi þess, sem hafi ótal snerti- fleti við almenning og hið opinbera, verði að fara leið auð- mýktar. „Óháð sekt eða sakleysi, og því sem ég hef sagt, má velta fyrir sér hvort það verði ekki alltaf niðurstaðan að Samherji þurfi að skipta um nafn eða vörumerki. Einfaldlega í ljósi þess að þetta er útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tæki í viðskiptum um allan heim. Þegar nýir viðskiptavinir fletta félaginu upp á netinu kann ekki góðri lukku að stýra að það komi upp stríðsfyrirsagnir erlendra fjölmiðla. Leitarvélar geta verið grimmar.“ Samherji leiti fyrirgefningar KRÍSUSTJÓRNUN Morgunblaðið/Sigurður Bogi Risi Samherji er vel þekkt vörumerki. Friðrik Larsen Andrés Jónsson Samherjamálið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.