Morgunblaðið - 15.11.2019, Síða 12

Morgunblaðið - 15.11.2019, Síða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2019 Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ——— 15. nóvember 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 124.73 125.33 125.03 Sterlingspund 160.31 161.09 160.7 Kanadadalur 93.98 94.54 94.26 Dönsk króna 18.374 18.482 18.428 Norsk króna 13.526 13.606 13.566 Sænsk króna 12.798 12.872 12.835 Svissn. franki 125.92 126.62 126.27 Japanskt jen 1.1445 1.1511 1.1478 SDR 171.16 172.18 171.67 Evra 137.32 138.08 137.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.9708 Hrávöruverð Gull 1463.45 ($/únsa) Ál 1765.0 ($/tonn) LME Hráolía 61.85 ($/fatið) Brent BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hefur í nógu að snúast þessa dagana. Næsta vor, eða í síð- asta lagi fyrir Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 12. júní 2020, hyggst Sigmar opna nýjan af- þreyingarstað; tvo 9 holu mínígolfvelli, sportbar og veitingarými, í 1.850 fermetra húsnæði við Skútu- vog 2, þar sem Vodafone var áður til húsa. Gengið hefur verið frá leigusamningi við fasteignafélagið Regin. „Þetta er í raun og veru „all-in“ fjárfesting. Og ég væri ekki að taka þetta stóra skref nema ég tryði því að þetta væri frábær hugmynd,“ segir Sigmar í samtali við Morgunblaðið en fyrir er Sig- mar helmingshluthafi í Hlöllabátum, sem verður móðurfélag nýja staðarins, en hann stendur einnig í ströngu við að opna nýjan sportbar í Mosfellsbæ; Barion, þar sem Arion banki var áður til húsa. Brautir tengdar íslenskum kennileitum Vinnuheitið fyrir hinn nýja stað er MiniGolf ver- öldin og er undirbúningur löngu hafinn. „Hver og ein braut verður sviðsmynd og það eru margar áhugaverðar pælingar í gangi, en margar þeirra verða tengdar íslenskum kennileitum. Til dæmis Hallgrímskirkju,“ segir Sigmar sem er fullviss um að þörf sé á slíkum stað. „Við búum á þessu veðralandi þar sem þú veist aldrei hvað er hægt að stóla á. Það er alveg sama hvort um er að ræða helgarafþreyingu, barnaaf- mæli, hópefli vinnustaða eða bara djamm í upphafi kvölds þá mun MiniGolf veröldin okkar verða frá- bær staður til að njóta samveru. Verðið mun líka koma skemmtilega á óvart í mat, drykk og afþrey- ingu,“ segir Sigmar. Að hans mati er góður tími til að opna staðinn nú þrátt fyrir að margir veitingastaðir berjist í bökk- um, en hann opnaði t.d. Hamborgarafabrikkuna árið 2010, skömmu eftir bankahrun. „Þegar það fer aðeins að þrengja að hjá fólki verður þörfin fyr- ir að lyfta sér upp meiri. Sérstaklega þegar það er í þessum kostnaðarramma en ekki í helgarferðum eða einhverju slíku.“ Fyrirmyndina er að finna hjá Swingers: The Crazy Golfclub, sem er nokkurs konar mínígolf- veröld í Lundúnum. „Ég hef verið með þessa hug- mynd í maganum ansi lengi. Þegar ég sá að þetta var í boði í London þá fór ég út og skoðaði, kom heim og var ákveðinn í því að þetta væri málið,“ segir Sigmar sem býr einnig að þeirri reynslu að hafa rekið Keiluhölluna í Egilshöll. „Sú reynsla kemur að góðum notum. Við verðum með fullbú- inn sportbar og spennandi lausnir í mat. Við mun- um ekki vera með einn veitingastað þarna inni heldur verðum við með spennandi „mathöll“ sem hluta af heildinni. Þannig munu viðskiptavinir geta pantað mismunandi rétti úr mismunandi átt- um eða til að deila saman. Lifandi DJ-tónlist verð- ur allar helgar sem er frábær viðauki við þá stemningu sem myndast í svona dýnamísku um- hverfi.“ Sigmar opnar mínígolfver- öld í 1.850 fermetra rými  Hyggst opna staðinn næsta vor  Brautir með tengingar við íslensk kennileiti Ljósmynd/Swingers: The Crazy Golf Club Fyrirmynd Sigmar fékk innblástur fyrir verkefnið frá Swingers: The Crazy Golfclub í Lundúnum. Mínígolf Hér getur að líta teikningu á smjör- pappír af MiniGolf veröld Sigmars og félaga. Hagnaður Brims á þriðja ársfjórð- ungi nam 17,8 milljónum evra, jafn- virði 2,4 milljarða króna, en nam 8,2 milljónum evra yfir sama tímabil ári fyrr. EBITDA nam 28,1 milljón evra á þriðja fjórðungi, jafnvirði 3,8 millj- arða króna, samanborið við 13,5 milljónir evra yfir sama tímabil 2018. Rekstrartekjur yfir tímabilið námu 67,7 milljónum evra, jafnvirði 9,2 milljarða króna, samanborið við 49,2 milljónir evra 2018. Hagnaður Brims það sem af er ári nemur 28,5 milljónum evra, jafnvirði 3,9 milljarða króna en nam 11,2 millj- ónum evra á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. EBITDA það sem af er ári nemur 51,3 milljónum evra, jafn- virði tæplega 7 milljarða króna, sam- anborið við 24,1 milljón evra fyrstu níu mánuði ársins 2018. Rekstrar- tekjur jukust einnig og námu 177,7 milljónum evra, jafnvirði 24,2 millj- arða króna króna, samanborið við 149,2 milljónir evra 2018. Eignir Brims í lok þriðja ársfjórð- ungs námu 664 milljónum evra, jafn- virði 90,5 milljarða króna. Skuldir fé- lagsins námu 368,3 milljónum evra, jafnvirði 50,2 milljarða króna en höfðu staðið í 387,6 milljónum evra um áramótin síðustu. Guðmundur Kristjánsson, for- stjóri félagsins, segir að félaginu hafi gengið vel á þriðja ársfjórðungi og það sem af er ári hafa skip félagsins dregið 110 þúsund tonn úr sjó. „Þorskveiði, makrílveiðar og vinnsla gengu vel og meira var fram- leitt á þessu tímabili af verðmætari afurðum. Verð afurða á erlendum mörkuðum var hagstætt og ekkert skip var í slipp á tímabilinu. Þá eru auknar fjárfestingar félagsins á und- anförnum misserum í nýjum skipum og aflaheimildum að skila sér með skýrum hætti í aukinni arðsemi.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Brim Guðmundur Kristjánsson. Hagnaður Brims meira en tvöfaldast  110 þúsund tonna afli á fyrstu níu mánuðunum Kvika banki hf. hagnaðist um rúma 1,9 milljarða króna eftir skatta á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er rúm- lega 500 milljóna króna aukning borið saman við sama tímabil í fyrra, þegar félagið hagnaðist um ríflega 1,4 millj- arða króna, sem er 36% aukning. Eignir Kviku í lok tímabilsins námu tæpum 113 milljörðum króna en voru rúmir 88 milljarðar í lok síðasta árs. Eigið fé Kviku nemur nú tæpum 15 milljörðum króna, en það var um 13 milljarðar í lok árs 2018. Eiginfjárhlutfall Kviku í lok sept- ember var 22,9% en 23,6% að teknu tilliti til hagnaðar á fjórðungnum. ,,Rekstur Kviku gekk vel á fyrstu níu mánuðum ársins. Það er sér- staklega ánægjulegt að sjá hvernig reksturinn gekk á þriðja ársfjórðungi þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður. Tekjumyndun bankans hefur verið góð það sem af er ári og vel hefur gengið að halda rekstrarkostnaði á áætlun. Arðsemin er góð og vel um- fram langtímamarkmið bankans,“ segir Marinó Örn Tryggvason, for- stjóri Kviku, í fréttatilkynningu til Kauphallar Íslands. Hagnaður Kviku 1,9 milljarðar  Eignir jukust

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.