Morgunblaðið - 15.11.2019, Síða 17

Morgunblaðið - 15.11.2019, Síða 17
Dritað Litla hafmeyjan í Reykjavíkurtjörn hefur aldeilis fengið að finna fyrir því að undanförnu. 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2019 Eggert Einar Kárason, rit- höfundur og varaþing- maður Samfylkingar- innar, flutti ræðu á alþingi fyrir einum mánuði, 15. október, í umræðum um skýrslur utanríkisráðherra um EES. Einar rifjaði upp ferð á menningarþing í Kákasuslýðveldinu Kirgistan fyrir fimm eða sex árum. Til þingsins var stofnað svo að ráða- menn landsins gætu minnt á tilvist þess, „þrátt fyrir allt það sem fylgt hefði því að tilheyra Sovétríkjunum hefðu þeir þó verið í tengslum við einhverja meðan á því stóð“. Í Moskvu og Leníngrad og jafnvel í Varsjá og Búkarest hefðu einhverjir haft áhuga á því sem gerðist í Kirg- istan. Nú þyrftu þeir nýtt tengsla- net og nú væri meira að segja svo komið „að þeir söknuðu jafnframt þess tíma þegar þeir tilheyrðu Tyrkjaveldi nokkrum öldum fyrr því að þá hefðu þeir líka haft þessi lifandi tengsl við einhverja aðra í heiminum sem hefðu áhuga á þeim og tengdust þeim“. Einangrun Kremlverja Ótti við einangrun eftir hrun Sov- étríkjanna einskorðast ekki við hug- arheim ráðamanna í Kirgistan. Hann birtist einnig í sölum Kremlar 5. nóvember 2019 þegar Vladimír Pútín Rússlandsforseti boðaði til fundar í forsetaráðinu til verndar rússneskri tungu. Þá sagði forsetinn meðal annars: „Við sjáum að það eru ekki aðeins neandersdalsmenn haldnir rússa- óvild sem segja rúss- neskri tungu stríð á hendur. Þetta er op- inbert leyndarmál. Stríðið er háð af alls kyns jaðarhópum og einnig af virkum og árásargjörnum þjóð- ernissinnum.“ Með of- forsi og dónaskap væri reynt að þrengja að rússnesku og setja hana til hliðar. Fundarmenn töldu mikla hættu steðja að þjóðtungu sinni. Eftir hrun Sovét- ríkjanna hefði rússneska horfið sem ríkismál þjóða undir Moskvuvaldi, sovésku lýðveldanna við Eystrasalt, í Úkraínu, Moldóvu, Kákasus og Mið-Asíu. Eftir 1991 héldu aðeins fimm fyrrverandi sovésk lýðveldi, Hvíta-Rússland, Kasakstan, Kirg- istan, Tadsjikistan og Úsbekistan, rússnesku sem ríkismáli samhliða þjóðtungum sínum. Áhyggjur Kremlverja lúta jafn- framt að því að þeim fækki sem hafa rússnesku sem þjóðtungu, þeir eru nú taldir um 250 milljónir, auk þess sé þrengt að Russkíj Mir (Rúss- nesku veröldinni). Hugtakið vísar til rússnesks menningarsvæðis sem rekja má aftur til keisaratímans og nær til næstum alls Hvíta- Rússlands, hluta Úkraínu og Kasak- stans og íbúa í Eystrasaltríkjunum þremur, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Stjórnvöld í Moskvu finna mjög að nýjum lögum um stöðu rússnesku í Eystrasaltsríkjunum. Sergei Markov, fyrrverandi þing- maður, sagði við vestrænan blaða- mann: „Rússaóvild er erfiður póli- tískur sjúkdómur á Vesturlöndum en Rússland, með tilvist sinni einni, minnir okkur á að vestrið er ekki al- máttugt og því hnignar efnahags- lega og siðferðilega.“ Í sömu andrá og Pútín varði móð- urmálið réðst hann á net-alfræði- orðabókina Wikipediu og hvatti til þess að menn nýttu sér aðeins rúss- nesk alfræðirit á netinu. Varðstaða um gildi Rússneskuþingið í Kreml var af sama meiði og menningarþingið sem Einar Kárason sótti í Kirg- istan. Það snerist um viðurkenningu á þjóðlegum gildum. Í ræðu sinni á alþingi vék Einar einmitt að gildum sem hann vildi verja og sagði: „Þegar ég hugsa um þetta mál [EES] koma upp í hugann frasar sem fóru mikið í taugarnar á mér þegar ég var um tvítugt, þá erum við að tala um vestrænar lýðræð- isþjóðir. Ég hef ekki alltaf verið hrifinn af miklu samstarfi vest- rænna lýðræðisþjóða. Ég gekk um hér á árum áður undir fánum og skiltum og hrópaði: Ísland úr NATO og herinn burt. Mér var svarað af mönnum sem voru í samtökum eins og Varðbergi sem eru samtök um vestræna samvinnu sem sögðu: Þetta eru vestrænar lýðræðisþjóðir, þetta eru þær frændþjóðir sem til- heyra okkur og við tengjumst mest og að sjálfsögðu eigum við að vera í samstarfi við þær. Ég er fyrir löngu búinn að sjá að það er alveg rétt sem þessir menn sögðu. Við eigum að vera í sem nán- ustum tengslum og samstarfi við þær lýðræðisþjóðir í okkar heims- hluta sem standa okkur næst og eru okkur skyldastar. Mér finnst það því dálítið merkilegt að nú þegar ég er kominn á þá skoðun, og læt hvarfla að mér að ganga í þetta fé- lag, Varðberg, samtök um vestræna samvinnu, þá eru menn þar mjög þversum þegar kemur að því sam- starfi vestrænna lýðræðisþjóða sem kannski hefur lukkast best á síðustu áratugum, þ.e. Evrópusambandinu. Mér finnst það dálítið merkilegt vegna þess að NATO og Evrópu- sambandið hafa höfuðstöðvar í sömu borginni, Brussel, að þegar menn sem aðhyllast samstarf vestrænna lýðræðisþjóða koma í höfuðstöðvar NATO hitta þeir fyrir vini og þá sem okkur eru hlynntir og bræðra- þjóðir, mæta mikilli elskusemi. Ef þeir fara síðan yfir götuna í höfuð- stöðvar Evrópusambandsins og hitta fulltrúa nákvæmlega sömu þjóða þar, það geta verið Danir, Hollendingar og Þjóðverjar eða Bretar, þá eru það orðin nýlendu- veldi sem ásælast frelsi okkar og auðlindir. Svona fer nú fyrir manni að maður verður á endanum kaþ- ólskari en páfinn og er ekki vært í félögum um vestræna samvinnu vegna þess að maður er allt of hlynntur henni.“ NATO og ESB Innan Varðbergs eru menn ekki spurðir um afstöðu þeirra til ESB. Félagsmenn vinna saman í þeim anda að gildin sem þeir verja séu hvorki bundin við einstakar þjóðir né samtök. Varðstaðan í öryggis- málum nær til allra sem búa í lýð- ræðisríkjunum beggja vegna Atl- antshafs. Við brottför Breta úr ESB verður 80% varnarmáttar Evrópu hjá ríkjum utan ESB eins og Sir Stuart Peach, formaður hermála- nefndar NATO, sagði á Varðbergs- fundi í Norræna húsinu 11. nóv- ember 2019. Af þessum sökum brást Angela Merkel Þýskalandskanslari hart við og mótmælti þegar Emmanuel Mac- ron Frakklandsforseti sagði NATO glíma við „heiladauða“ vegna sveiflukenndrar afstöðu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta til bandalagsins. Samheldni og samlögun þjóða snýst um gildi. Í inngangi Atlants- hafssáttmálans, stofnskrá NATO frá 4. júlí 1949, segir: „Þeir [aðilar sáttmálans] eru staðráðnir í því að varðveita frelsi þjóða sinna, sameig- inlega arfleifð þeirra og menningu, er hvíla á meginreglum lýðræðis, einstaklingsfrelsi og lögum og rétti. Þeir leitast við að efla jafnvægi og velmegun á Norður-Atlantshafs- svæðinu.“ Íslendingar voru í hópi tólf þjóða sem stofnuðu NATO og hafa alla tíð síðan lagt sinn skerf af mörkum, eina herlausa þjóð bandalagsins. Fyrir Íslendinga getur varnarsam- starf innan vébanda ESB aldrei komið í stað NATO. Öflugu lýðræð- isríkin við Norður-Atlantshaf, Bandaríkin, Kanada, Noregur og Bretland standa utan ESB ásamt Íslandi. Með EES-samningnum tengdust Íslendingar Evrópusambandinu með aðild að sameiginlega mark- aðnum í krafti fjórfrelsisins. Tvíþætt samstarfsnet aðildar að NATO og EES myndar kjarnann í utanríkisstefnunni. Að þjóðinni er hvorki þrengt né tilvist hennar sýnt skeytingarleysi. Eftir Björn Bjarnason » Tvíþætt samstarfs- net aðildar að NATO og EES myndar kjarnann í utanríkis- stefnunni. Björn Bjarnason Höfundur er fv. ráðherra. Einar Kárason, Varðberg og ESB Dagur íslenskrar tungu er þáttur í varðveislu og já- kvæðri þróun tungumáls okkar sem er grundvöllur menningar, sögu og sér- kenna þjóðarinnar. Fá verkefni eru mikilvægari og tryggja þarf að íslenskan verði áfram fullgilt tungu- mál í umhverfi allt um lykj- andi enskunnar. Almannarómur er sjálfs- eignarstofnun sem hefur þann megintilgang að styrkja stoðir ís- lenskunnar á tækniöld með því að tryggja að við getum talað íslensku við tækin okkar. Það er mikilvægt til að und- irbúa samfélagið fyrir tækniþróun sem ekki má verða á kostnað menningar okk- ar eða tungu. Verkefnið er bæði metn- aðarfullt og afar mikilvægt. Samtök at- vinnulífsins hafa með stolti tekið þátt í stofnun og starfsemi Almannaróms. Það er þó lítið gagn í að tækin, þörf- ustu þjónar nútímans, tali íslensku ef okkur, viðmælendum þeirra, verður fóta- skortur á tungunni. Getu barnanna okk- ar í lestri og lesskilningi er mjög ábóta- vant. Ástæður þess eru eflaust æði margar og margbrotnar og úrræðin þurfa að endurspegla það. Markviss vinna í leikskólum með máltöku og skiln- ing nær einungis til barnanna sem þar eru. Sömuleiðis þroska börn málskilning og þurfa að þjálfa lestur allt árið en skól- inn styður þann þroska aðeins í 40 vikur. Því miður hafa ekki allir foreldrar tök á að veita börnum sínum nauðsynlegan stuðning hinar vikurnar. Talið er að 20% Íslendinga glími við lesblindu af ein- hverju tagi. Stuðningskerfið nær ekki að grípa nema lítinn hluta þessara ein- staklinga til greiningar og stuðnings nægilega snemma. Þar við bætist að um 11% grunnskólanemenda eru með erlent móðurmál. SA kynntu nýverið áherslur sínar í mennta- málum. Þar er meðal ann- ars lagt til að öllum börnum verði tryggt leikskólapláss frá því að fæðingarorlofi lýkur. Hugmyndir um styttra sumarfrí eru kynnt- ar, áhersla er lögð á öfluga lestrarkennslu og um leið lesskilning og málþroska í grunn- og leikskóla. Löng sumarfrí frá skóla, eins og tíðkast á Íslandi, koma sér- staklega illa niður á börnum sem standa höllum fæti. Auk þessa kynntu samtökin samstarfs- verkefni um gerð heimildarmyndar um lesblindu sem bregðast verður við. Fyrsta skrefið var að auka skilning sam- félagsins á viðfangsefninu ásamt tæki- færum og áskorunum sem því fylgir. Til- lögunum er ætlað að mæta alvarlegri stöðu sem við blasir um árangur og frammistöðu barna í lestri og lesskiln- ingi. Nái tillögurnar fram að ganga geta þær haft sérstaklega mikil áhrif á fjöl- skyldur sem standa höllum fæti í sam- félaginu og stuðlað að betri árangri ís- lensks menntakerfis. Auk þess fela þær í sér mikilvægt framlag til jafnréttismála á vinnumarkaði. Tungumálið okkar er alvörumál. Við verðum að standa saman til að Íslend- ingar verði færir um að tala íslensku við tæki sem munu skilja og tala íslensku innan fárra ára. Hver á annars að tala við þau? Hver á að tala við tækin? Eftir Halldór Benjamín Þorbergsson Halldór Benjamín Þorbergsson » Það er mikilvægt til að undirbúa samfélagið fyrir tækniþróun sem ekki má verða á kostnað menn- ingar okkar eða tungu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.