Morgunblaðið - 15.11.2019, Page 19

Morgunblaðið - 15.11.2019, Page 19
UMRÆÐAN 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2019 Sími 534 1500 | kiddi@kambstal.is | Íshellu 1, 221 Hafnarfirði Klippt & beygt kambstál fyrir minni og stærri verk Reynsla | gæði | þjónusta Um næstu áramót hækka greiðslur Trygg- ingastofnunar ríkisins um 3,5% til þeirra eldri borgara sem fá greiðslur þaðan. Nú liggur það fyrir að með- altal nýgerðra kjara- samninga nemur 6,5%. Sem sagt eldri borgarar fá 3% minna heldur en launþegar almennt. Ennfremur liggur fyrir að eftir er að semja við opinbera starfsmenn og þeir fá varla minna en á almenna markaðnum. Sama átti sér stað um síðustu ára- mót og áramótin þar á undan. Þessi munur er að sigla í 10%, þ.e. hvað eldri borgarar fá minna í sinn vasa heldur en launaþróun hefur verið á síðustu árum. Það er því mjög furðu- legt svo ekki sé meira sagt hvernig ráðamönnum getur dottið í hug að fullyrða að eldri borgarar hafi notið mestra kjarabóta allra í landinu. Um 9.000 eldri borgarar eru á mjög slæm- um kjörum og þeirra staða versnar um hver áramót eftir að stjórnvöld ákveða að greiðslur frá TR eigi að vera lægri heldur en launaþróun er í landinu. Þessi hópur eldri borgara hefur fyrst og fremst sínar tekjur frá Tryggingastofnun ríkisins. Það geng- ur ekki að þeir verst settu haldi ekki einu sinni í við hækkun lægstu launa á vinnumarkaði. Þessu verður að breyta. Flokkur fólksins barðist fyrir hátekjuhópinn Flokkur fólksins segist vera eina stjórnmálaaflið í landinu sem berst fyrir því að útrýma fátækt. Flokkur fólksins stóð fyrir málaferlum gegn ríkinu þar sem í ljós kom að við setn- ingu laga urðu mistök hvað varðar greiðslu frá TR í tvo mánuði ársins 2017. Það láðist að hafa skerðingar- ákvæði inni í lögunum. Þetta notaði forysta Flokks fólksins til að fara í málaferli og sagði þetta baráttu fyrir fátæka fólkið. Flokkur fólksins vann málið og Tryggingastofnun hefur nú greitt leiðréttingu til eldri borgara. Hver var niðurstaðan? Þeir sem höfðu sáralitlar tekjur úr lífeyrissjóði fengu frá 20 til 50 þúsund króna leiðrétt- ingu. Þeir sem voru á háum launum og fá því háar lífeyrissjóðs- greiðslur mörg hundruð þúsund í sinn vasa. Greiðsla til hálauna- fólksins var allt upp í 800 þúsund krónur. TR greiddi út 6 milljarða og meira en helmingur fór til þeirra sem hæstu hafa greiðslurnar. Fá- tækasta fólkið fékk ekki neitt. Nú má skilja það á málflutningi Fólks flokksins að þann- ig vilji þau hafa þetta. Allar skerðing- ar í burtu hvað varðar greiðslur frá TR. Þetta þýðir að þeir hæst launuðu úr lífeyrissjóðum fá þá 150 til 400 þús- und á mánuði á meðan þeir sem lægstu greiðslurnar fá úr lífeyrissjóð- um fá nánast ekkert. Er þetta virki- lega það réttlæti sem Flokkur fólksins vill? Er þetta virkilega leiðin til að út- rýma fátækt. Þessi aðferð kostar ríkið 36 milljarða á ári. Nei, það er til sann- gjarnari leið. Það er til leið sem bætir kjör þeirra verst settu Nú er það þannig að eldri borgari má vinna sér inn 100 þúsund krónur á mánuði án þess að skerða greiðslur frá TR. Aðrar tekjur, s.s. úr lífeyr- issjóði, mega ekki vera hærri en 25 þúsund krónur á mánuði. Ef þær eru hærri skerðast greiðslur frá TR. Þessu þarf að breyta. Það þarf að stefna að því að almenna frítekju- markið verði 100 þúsund krónur á mánuði eins og atvinnutekjur. Væri þetta gert myndi hagur þeirra sem minnst hafa úr lífeyrissjóði batna verulega. Þá héldu menn allt að 100 þúsund króna greiðslu úr lífeyrissjóði án þess að greiðslur frá TR myndu skerðast. Þetta er leiðin til að bæta kjör þeirra verst settu. Verði almenna frítekjumarkið hækkað í 100 þúsund krónur kostar það ríkissjóð rúma 12 milljarða á ári. Tillaga Kjaranefndar Lands- sambands eldri borgara er að þetta verði tekið í þremur skrefum. Um næstu áramót hækki almenna frí- tekjumarkið í 50 þúsund krónur, síðan í 75 þúsund krónur á mánuði og loks í 100 þúsund krónur. Kostar ríkið um 4 milljarða í hækkun árlega. Með þessu væri ákeðið að bæta hag þeirra sem verstu kjörin hafa, en þeir sem hafa um 600 þúsund á mánuði og hærra frá lífeyrissjóðum fá ekki neinar greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins. Þetta er réttlæti meini menn eitthvað með að bæta eigi kjör þeirra verst settu. Það hlýtur að vera hægt að ná sátt á Alþingi um svona tillögu. Þeir sem minnst hafa sitja eftir Eftir Sigurð Jónsson » Almenna frítekju- markið verði 100 þúsund krónur á mánuði. Sigurður Jónsson Höfundur er formaður Kjaranefndar Landssambands eldri borgara. Hinn 30.11. 2019 eru 1.126 dagar til stefnu þar til flug- starfsemi skal hætt í Vatnsmýri. Því er nú spurt: Hverjir stjórna borgarskipulaginu í Reykjavík og ráða ör- lögum borgarbúa? Einfalda svarið er að það séu embættis- menn og kjörnir borg- arfulltrúar á framfæri Reykvíkinga. Annað blasir þó við öllum sem opna augu sín fyrir því augljósa. Það eru að sjálfsögðu forkólfar Akureyringa og samherjar þeirra á landsbyggð- inni. Þeir ráða öllu, sem máli skipt- ir um þróun höfuðborgarinnar. Þeir misbeita illa fengnu valdi atkvæða- misvægis til að viðhalda flugvelli í Vatnsmýri. Öll þingframboð á landsvísu lúta sjálfkrafa þessu ógeðfellda ægi- valdi. Á lýðveldistímanum og leng- ur hafa sömu landsbyggðarfram- boðin einnig stjórnað Reykjavíkurborg. Þar reka þau skipulagsstefnu samkvæmt tilskip- unum frá landsbyggðarstýrðum flokksstjórnum sínum. Eina heiðarlega undantekningin frá þessari reglu var fjögurra ára gjörningur Jóns Gnarr, grínista og borgarstjóra. Besti flokkurinn hans afgreiddi þolanlega gallalítið Að- alskipulag Reykjavíkur og sam- komulag við ríkið um lokun flug- vallar í Vatnsmýri fyrir árslok 2022. Annar grínisti og ritstjóri sat í stóli borgarstjóra á níunda áratug 20. aldar. Flokkur hans festi flug- völlinn í sessi og hefur í 73 ár beitt sér af alefli til að halda honum í Vatnsmýri. Borgarskipulagsstefna þess flokks kemur þráðbeint frá landsfundi, sem er alfarið á valdi ólýðræðislegra landsbyggðarafla. Í Mosfellsbæ, Kópavogi og Garðabæ var ekkert þéttbýli árið 1946. Þessir bæir eiga tilurð sína, vöxt og viðgang því einu að þakka að þá var flugvöllur festur í sessi í Vatnsmýri. Þeir eru því varla hollir leikfélagar fyrir Reykvíkinga, a.m.k. ekki í skipulagsmálum. Þeir hafa lokkað til sín æ fleiri lands- byggðarbúa og stuðlað þannig að óábyrgri og stjórn- lausri útþenslu byggð- ar. Borgarstjórar og aðrir kjörnir fulltrúar Reykvíkinga hafa á undanförnum árum og áratugum stundað „Realpolitik“, 15. aldar list hins mögulega, í anda Machiavellis og komist hjá því að styggja forkólfa Akur- eyringa með F-orðinu og V-heitinu, flugvelli og Vatns- mýri, sem bæði eru hálfgerð bann- orð í umræðum eða öllu heldur þögn um helstu skipulagshagsmuni borgarbúa. Á 15. öld gátu fulltrúar borgar- anna misst höfuðið; í dag geta kjörnir fulltrúar misst vinnuna. Þöggun og þrælsótti einkenna meðferð borgaryfirvalda á fjöreggi borgarbúa í Vatnsmýri. Ótti við tvöföldu atkvæðin á landsbyggðinni. Ótti við undirskriftasöfnun flugvall- arvina. Ótti við reiði landsbyggð- arbúa á landsfundum flokkanna. Meirihlutasáttmáli borgarstjórnar frá 2018 er skýrt dæmi um þennan ótta. Samningamakk við ríkisvaldið um örlög Vatnsmýrar í myrkum bakherbergjum er annað dæmi. Samfélagstjónið af því að festa í sessi og viðhalda áratugum saman flugvelli þar sem ella hefði risið þétt og blómleg miðborgarbyggð er sannarlega óskaplegt og ólýsanlegt. En tækifærin sem skapast þegar flugvöllurinn víkur úr Vatnsmýri eigi síðar en fyrir árslok 2022 eru að sama skapi gríðarleg. Virði byggingarlands þar er a.m.k. 300 milljarðar kr. og tapið af því að fresta brottför flugsins er a.m.k. aðrir 300 milljarðar á hverju 20 ára tímabili. 1.126 dagar – Hverjir stjórna borgarskipulaginu? Eftir Örn Sigurðsson Örn Sigurðsson » Öll þingframboð á landsvísu lúta sjálfkrafa ógeðfeldu ægivaldi atkvæða- misvægisins. Höfundur er arkitekt og áhugamaður um borgarskipulagið. arkorn@simnet.is Um daginn pantaði ég varahlut í vinnutæki í póstkröfu frá Reykjavík til þorps úti á landi með Íslandspósti. Þetta var lítill pakki, þyngd innan við eitt kíló. Á póstkröfumiðanum á pakkanum er kröfuupphæðin, 225.907 kr. Til- kynningin frá Íslandspósti hljóðaði upp á 233.091. Við landsbyggðarfólk köllum nú ekki allt ömmu okkar hvað varðar far- og flutningsgjöld, en mér fannst þetta samt nokkuð hátt flutnings- gjald fyrir lítinn og léttan pakka. Ég leitaði því skýringa hjá póstinum og fékk ég þetta svar: „Þegar póstkröfu- fjárhæð fer yfir 30.000 kr. þá bætist við 2,5% aukagjald.“ Endanlegt flutningsgjald þessa litla pakka með Íslandspósti frá Reykjavík út á land er þá kr. 7.194, póstkrafa/flutningur. Mér hefur verið sagt að fólk geti fengið flugsæti til Evrópu fyrir svip- aða upphæð. Ég á erfitt með að skilja að fyrirtæki með þessa verðlagningu á þjónustu geti verið á hausnum. Þorpari fyrir norðan. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Okur? Litlar 7.194 kr. kostaði að flytja léttan pakka frá Reykjavík út á land. Er landsbyggðarfólk að borga tap póstsins? Ljósmynd/ Kira auf der Heide, Unsplash Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.