Morgunblaðið - 15.11.2019, Side 21

Morgunblaðið - 15.11.2019, Side 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2019 Nautakjöt, lambakjöt, svínakjöt, grillkjöt, lúxus hamborgarar, bacon og pylsur í brönsinn Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími 7.30-16.30 Sími 557 8866 pantanir@kjotsmidjan.is Komdu við eða sérpantaðu Í byrjun þessa mán- aðar birti Morg- unblaðið viðtal við Dag B. Eggertsson borg- arstjóra þar sem hann óvænt viðraði þær áhyggjur sínar að „Reykjavíkurflugvöllur dugi ekki sem vara- flugvöllur“ og því þurfi strax að byggja nýjan flugvöll í Hvassa- hrauni. Þessu til stuðnings vitnaði hann til skýrslu Þorgeirs Pálssonar fv. flugmálastjóra, „Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í öryggiskerfi landsins“, sem hann vann fyrir sam- gönguráðherra árið 2017. Þegar skýrslur af þessu tagi eru lesnar þarf að lesa allan textann, ekki síst þá ít- arlegu fyrirvara um flugvöll í Hvassahrauni, sem birtir eru á 19 blaðsíðum vandaðrar skýrslu Þor- geirs. Ég tel mjög brýnt að lesendur blaðsins, flugfarþegar og áhuga- menn um samgöngumál Íslands geti séð og lesið þessa fyrirvara. Þeir helstu eru í eftirfarandi yfirliti eins og höfundur skýrslunnar birti þá á tilvitnuðum blaðsíðum hennar: Bls. 7 - Samkvæmt skýrslu Rögnu- nefndar liggur fyrir ótvíræð nið- urstaða um að besta staðinn fyrir slíkan flugvöll sé líklega að finna í Hvassahrauni vestan Hafnarfjarðar. Þó verður að hafa í huga að langt er frá að sýnt hafi verið fram á með óyggjandi hætti að Hvassahraun sé viðunandi flugvallarstæði. Í skýrslu Rögnunefndar kemur skýrt fram að tillagan er byggð á frummati á fimm lykilþáttum varðandi nýjan flugvöll, þ.e. veðurfari, landrými, flugtækni, umhverfismálum og stofnkostnaði og nauðsynlegt sé að fullkanna þessa þætti. Bls. 21 - Miklu máli skiptir að nýt- ing hins nýja flugvallar (í Hvassa- hrauni) sé áþekk því sem verið hefur um langt árabil á Reykjavíkurflugvelli. Því verður að gera ít- arlegar samanburð- armælingar á veðurfari í Hvassahrauni og á Reykjavíkurflugvelli áður en hægt er að staðreyna hvort flug- völlur á þessum stað væri nægjanlega áreið- anlegur fyrir sjúkra- flug og innanlands- flugið í heild auk þess að nýtast sem vara- flugvöllur. Bls. 22 - Flugvöllur í Hvassahrauni yrði lengra frá miðju höfuðborg- arsvæðisins og myndi því valda því að meiri tími færi í að komast til þessa flugvallar til að sinna útköllum og öðrum aðgerðum í þágu leitar og björgunar. Bls. 28 - Megingallinn við stað- setningu flugvallar í Hvassahrauni út frá almennu samfélagslegu öryggis- sjónarmiði er að hann er hugsanlega útsettur í meira mæli en Reykjavík- urflugvöllur fyrir margvíslegar trufl- anir frá náttúrunnar hendi sem gætu að hluta haft áhrif á rekstur Kefla- víkurflugvallar. Er þá helst um að ræða hvers konar vá vegna eldgosa og jarðskjálfta á Reykjanesi eða flugskilyrði sem enn hafa hvergi nærri verið fullkönnuð. Jafnframt verður að teljast ókostur að aðgang- ur að Hvassahrauni frá höfuðborg- arsvæðinu er eftir sömu akbrautum og liggja til Keflavíkurflugvallar. Einnig eru enn útistandandi spurn- ingar varðandi veðurfar í Hvassa- hrauni í samanburði við Reykjavík- urflugvöll. Bls. 29 - Flugvöllur í Hvassahrauni gæti uppfyllt flestar ef ekki allar kröfur vegna almannavarna á líkan hátt og Reykjavíkurflugvöllur að því gefnu að áreiðanleiki, þ.m.t. nýting- arhlutfall, sé sambærilegt við hinn síðari. Hins vegar er lengri leið til Hvassahrauns úr höfuðborginni, sem getur skipt máli þegar bregðast þarf hratt við óvæntum atburðum við óvenjulegar aðstæður. Jafnframt er hann nær gosstöðvum og sprungu- svæðum Reykjaness sem gætu trufl- að rekstur hans meira en Reykjavík- urflugvallar. Bls. 32 - Þó er langt í frá full- kannað að Hvassahraun bjóði upp á þau skilyrði frá náttúrunnar hendi sem geri fýsilegt að byggja þar flug- völl sem kæmi í stað Reykjavík- urflugvallar. Gera þarf mun ítarlegri rannsóknir á veðurskilyrðum og landfræðilegum aðstæðum í Hvassa- hrauni áður en hægt er að fullyrða um slíkt eins og sérstaklega er tekið fram í skýrslu Rögnunefndar. Bls. 33-34 - Jafnframt þarf að kanna betur hugsanlegar flug- brautastefnur sem voru valdar á grunni tillagna sem gerðar voru af fyrirtækinu Airport Research Cent- er um aldamótin, en byggðust ekki á langtímaupplýsingum um vindafar á svæðinu. Þá þarf að gera umfangs- miklar jarðvegsrannsóknir til að kanna undirstöður flugbrauta og mannvirkja sem skipta miklu m.a. til að áætla kostnað við framkvæmdina af fyllstu nákvæmni. Mörg atriði varðandi umhverfisvernd eru óvissu orpin og ljóst að umhverfismat á væntanlegri framkvæmd gæti orðið flókið og tímafrekt verkefni. Í því sambandi má nefna vatnsverndarmál og náttúruvá, sérstaklega með tilliti til gosvirkni og hættu á sprungu- myndun. Þá hljóta viðræður um skipulagsmál við sveitarfélögin Voga og Hafnarfjörð um byggingu flug- vallar á þessu svæði að vera forsenda þess að hefja umfangsmiklar og kostnaðarsamar undirbúningsrann- sóknir og þróunarvinnu. Bls. 36 - Það sem er trúlega erf- iðast í þessu dæmi er að fyr- irsjáanlegt er að tekjur ríkisins af sölu ríkislandsins í Vatnsmýri mundu að líkindum aðeins nægja til að greiða fjórðung af fram- kvæmdakostnaði við að koma upp nýjum flugvelli í Hvassahrauni. Bls. 37 - Þær athuganir á flugskil- yrðum á svæðinu (Hvassahrauni) og áætlanir sem gerðar hafa verið um gerð slíks mannvirkis byggjast á frumgreiningu á mörgum lyk- ilþáttum og krefjast mun ítarlegri skoðunar. Bls. 38 - Þetta er þó með því for- orði að skilyrði til flugs séu nægilega góð, þ.e. séu í aðalatriðum sambæri- leg við Vatnsmýrina hvað varðar vindafar og ókyrrð, skyggni og skýjahæð og hindranir vegna fjall- lendis. Ljóst er að fram þarf að fara ítarlegt mat á Hvassahrauni sem flugvallarstæði til framtíðar áður en raunhæft er að taka ákvörðun um að byggja flugvöll á svæðinu. Eins og áður er getið þarf að gera vandaða úttekt á veðurfari, sem felst í mæl- ingum bæði á jörðu niðri og í lofti, á að minnsta kosti fimm ára tímabili. Samanburður við veðurfar á Reykja- víkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli er grundvallaratriði í þessu sam- bandi. Gera þarf mælingar í flugi í mismunandi flughæð yfir svæðinu til að staðfesta niðurstöðu tölvulíkana, sem hafa verið notuð til að herma eft- ir vindafari á svæðinu og segja til um ókyrrð og aðra mælikvarða, sem skipta máli fyrir flugvélar í aðflugi og fráflugi. Þá þarf að ráðast í næsta fasa í hönnun flugvallarins þ.m.t. stefnu og undirstöður flugbrauta, akstursbrauta og athafnasvæða flug- véla. Gera þarf úttekt á umhverfi svæðisins einkum vegna vatns- verndar og náttúruvár og taka upp formlegar viðræður við nærliggjandi sveitarfélög og landeigendur til að leiða í ljós hvort flugvöllur á þessu svæði sé þeim að skapi. Bls. 42-43 - Neikvæðir þættir sam- anborið við Reykjavíkurflugvöll eru að Hvassahraun er nálægt gos- og sprungusvæðum Reykjanesskagans og því að talsverðu leyti útsett fyrir náttúruvá. Gera þarf jarðvegsathug- anir og rannsóknir á vatnsbúskap svæðisins vegna vatnsverndar og meta áhættu vegna eldgosa og sprungumyndana. Þá þyrfti að gera tillögu að deiliskipulagi svæðisins og setja fram hugmyndir um eðli og út- lit helstu mannvirkja þ.m.t. flug- stöðvar og aðstöðu rekstraraðila ásamt framkvæmda- og kostnaðar- áætlun. Einnig þarf að skoða vand- lega samræmingu aðflugs til flugvall- anna í Keflavík og Hvassahrauni. Allar þessar athuganir og hönn- unarvinna gætu kostað verulega fjármuni og tækju að öllum líkindum allt að fimm árum. Fyrst af öllu þarf þó að eiga viðræður við sveit- arfélögin á svæðinu, Voga og Hafn- arfjörð, um afstöðu þeirra til slíks mannvirkis eins og bent var á í skýrslu Rögnunefndar. Þótt flugvöll- urinn væri í Vogum mundi verulegur hluti aðflugs og brottflugs fara yfir umráðasvæði Hafnarfjarðar. Bls. 46 - Mikill undirbúningur, mælingar og greiningar- og hönn- unarvinna eru nauðsynleg áður en hægt er að lýsa því yfir að flugvöllur í Hvassahrauni sé raunhæfur kostur sem innanlandsflugvöllur svo ekki sé talað um mannvirki með stærra hlut- verk. Þá hafa fyrri athuganir á flug- skilyrðum í nágrenni við Hvassa- hraun bent til þess að skilyrði til flugs á þessu svæði væru til muna lakari en á Reykjavíkurflugvelli. Því er nauðsynlegt að gera ítarlega út- tekt á veðurfarslegum aðstæðum, skipulagi og hönnun flugbrauta og loftrýmis og skipulagi bygginga áður en ákveðið væri að hefjast handa. Eftir Leif Magnússon »Ég tel mjög brýnt að lesendur blaðsins, flugfarþegar og áhuga- menn um samgöngumál Íslands geti séð og lesið þessa fyrirvara. Leifur Magnússon Höfundur er verkfræðingur og fv. framkvæmdastjóri. Fyrirvarar um flugvöll í Hvassahrauni Nú fagna ber við sandinn svarta. Er sjáum skip við landið skarta, en áður árabáta. Sem fyrrum hér við brimið börðust gegn boðunum þó oftast vörðust þeir menn í fyllsta máta. Þetta var lesið við vígslu nýrrar hafnar á Bakkafjöru og sá sem að skrifar þessar línur er fæddur á Tjörnum undir Eyjafjöllum fyrir æði löngu. Ég man þegar ég kom lítill krakki fyrst á þann stað sem Landeyjahöfn er á nú. Þá var það sem eftir var af danska skipinu Dragur, sem strandaði í kringum árið 1920 rétt vestan við Markarfljót, fram við sjóinn. Og enn má sjá leif- arnar af því mörg hundruð metra frá sjónum uppi í landi, svo mikill er framburður Mark- arfljóts og mest af honum fer til vesturs. Það er af framburði Markarfljóts sem sandburðurinn er í Landeyjahöfn, því er það sem þarf að gera að lengja austurgarð hafnarinnar fram í djúpan ál sem er lengra frá landi, ef það væri gert þá trúi ég að þessi mikli sandburður væri úr sögunni. Þarna strandaði líka timburskip um sama leyti fullt af timbri, það skip er horfið. Karlarnir í kring voru fengnir til að taka timbrið úr skipinu sem þeir settu í hrúgur hér og þar um fjöruna, síðan komu menn víða úr héraðinu til að kaupa þetta timb- ur. Það var hafður sá háttur á að sýslumaður mætti á staðinn og stjórnaði uppboði. En sandurinn var gljúpur þarna og þungt að ganga um hann svo sýslumaður sat á hesti sínum enda feitur og þungur á sér. Margir karlar mættir til að ná sér í góðar spýtur og sýslumanninum fannst þeir vera fyrir hestinum og hann sagði við þá: „Farið frá þarna, kálfarnir ykkar.“ Þá sagði Auðunn í Dalseli: „Já, troðið ekki stóra nautið undir.“ „Ha, hver segir þetta, hver segir þetta?“ En enginn upplýsti hann um það. Oft hef ég flogið milli lands og Eyja og í hverri einustu ferð hef ég horft nið- ur á sjóinn, þá hef ég alltaf séð gráan flekk uppi við land sem teygir sig alls staðar jafn langt frá landi, það er sandburðurinn úr Markarfljóti, sá sand- burður kemur allur austan frá að höfninni, vestar með landinu er engin breyt- ing á fjörunni eða sáralítil, þetta þekkja allir sem hafa komið fram að sjó. Því er eina leiðin sem dugar til að losna við sandburðinn að lengja austurgarðinn út að þessum djúpa ál. Nú vita eflaust margir hvað er langt út að þessum ál og það getur verið að einmitt þar hafi verið hin glöggu skil sem sáust svo vel úr lofti. Þetta hefur rit- ari þessarar greinar rætt við ráðamann, en hann tók ekkert mark á orðum mínum, en hvað finnst þér, sem lest þessar línur, er þetta ekki alveg augljóst? Eftir Grétar Haraldsson »Því er eina leiðin sem dugar til að losna við sandburðinn að lengja austur- garðinn út að þessum djúpa ál. Grétar Haraldsson Höfundur var bóndi í Miðey. Landeyjahöfn atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.