Morgunblaðið - 15.11.2019, Side 24

Morgunblaðið - 15.11.2019, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2019 ✝ RagnheiðurJónasdóttir, Krúsa, fæddist 22. apríl 1940 í Reykja- vík. Hún lést 9. nóvember 2019. Foreldar hennar voru Jónas Sveins- son læknir og Ragnheiður Haf- stein. Samfeðra voru Ingibjörg, Haukur og Reynir, öll látin, og Helga sem lifir hálf- systur sína. Albróðir hennar er Þórarinn Jónasson. Ragnheiður ólst upp í Reykjavík og gekk í Verzlun- arskóla Íslands. Hún ferðaðist mikið eftir það og hitti eftirlif- andi eiginmann sinn, Bert Han- son, í Los Angeles í mars árið 1961. Þau gengu í hjónaband hér á landi í ágúst 1961. Þau hjónin stofnuðu fyrirtækið Íslensk-ameríska árið 1964 eftir að þau settust að hér til frambúðar og starfræktu það til ársins 2014 þegar þau seldu og skipt- ust á að búa í Flór- ída og á Íslandi eins og þau höfðu gert til fjölda ára. Þau eiga eina dóttur, Ragnheiði Láru, f. 1962, sem eignaðist tvær dætur, Ragnheiði Rakel, f. 1992, dýra- fræðing, og Rebekku Bertu, f. 2001, nemanda í Verslunarskóla Íslands. Útför Ragnheiðar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 15. nóv- ember 2019, klukkan 15. Elsku systir mín er fallin frá og verður hennar sárt saknað. Við áttum ótrúlega góða tíma saman með foreldrum okkar í bernsku. Faðir okkar var læknir, Jónas Sveinsson, sem stoppaði aldrei í að kynna sér nýjungar í læknis- fræði og ferðaðist í þeim tilgangi um Evrópu, milli sjúkrahúsa og meðal framleiðenda eða bara þangað sem von var á nýjungum. Af þessum ástæðum vorum við mikið saman og samband okkar sterkt. Því rifjast nú á þessari stundu svo margt upp að hægt væri að skrifa heila bók. Pabbi var mikill sögumaður og ákveðið var að fara til Egyptalands á slóðir fa- róa og píramída. Koman til Kaíró var og er mér sérstaklega minn- isstæð. Við passaskoðun kom fram að faðir minn hét Jónas Sveinsson, móðir okkar Ragn- heiður Hafstein, ég Þórarinn Jón- asson og systir Ragnheiður Jón- asdóttir. Við vorum því kyrrsett þar sem tollgæslumenn héldu að um hvíta þrælasölu væri að ræða og þurfti bandaríska sendiráðið að bjarga málinu. Þetta er bara ein af mörgum skemmtilegum uppákomum sem við upplifðum saman í æsku og verð ég ávallt þakklátur fyrir þann tíma sem við áttum saman. Elsku systir, takk fyrir allt. Ég mun sakna þín. Þinn bróðir, Þórarinn Jónasson (Póri). Mikið á ég eftir að sakna þín, fallega og góða frænka mín. Þegar ég hugsa til baka þá átti ég svo margar góðar stundir með þér. Þegar ég var lítil elskaði ég að koma til þín, hlýrri manneskju var ekki hægt að finna. Þú nennt- ir alveg að dúllast með mér, við puntuðum okkur saman og stund- um setti ég krullupinna í þig, þú varst alltaf svo elegant. Það var mér erfitt að kveðja þig á hverju ári þegar þið fjölskyldan fóruð til Ameríku. Ég labbaði niður tröpp- urnar á Bergstaðastrætinu með köggul í hálsinum eftir hlýtt faðmlag þitt og koss og hélt aftur af tárunum því ég vildi alls ekki að þú yrðir leið. Þú hringdir alltaf í mig á afmælinu mínu, hvar sem ég var í heiminum og fallegar gjafir gafstu mér. Þú munt alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu. Ég veit að það verður tekið vel á móti þér á nýjum stað því hlý, umhyggjusöm og einlæg varstu. Blessuð sé minning þín, elsku besta Krúsa mín, fráfall þitt er mikill harmur og missir. Innilegar samúðarkveðjur til Berts, elsku bestu Löllu minnar, Rakelar og Rebekku. Þín Tóta, Þórunn Lára Þórarinsdóttir. Okkar fallega og yndislega frænka, hún Krúsa, Ragnheiður Kristín, sem nú er farin, var ógleymanleg. Hún átti engan sinn líka. Við syrgjum hana og söknum meira en orð fá lýst. Elskulega Krúsa, við vitum að okkar stór- kostlegi frelsari umvefur þig nú örmum og þú ert stjarnan hans á himni. Þú kunnir orð lífsins og allt himnaríki ljómar, því þú ert kom- in til hans. Við sendum ástarkveðjur til fjölskyldu hennar sem við sökn- um og elskum. Þórunn, Bergljót, Soffía og Gunnar Stefán. Elskuleg frænka mín, hún Krúsa, er ekki með okkur lengur. Andlát hennar er öllum ástvinum hennar og vinum mikið reiðars- lag. Bjartsýni og biðlund ein- kenndu Krúsu mína ávallt og hún leit fram á veginn með bros á vör og bjóst alltaf við hinu besta. Hún var á leiðinni til Flórída á næstu dögum með honum Bert sínum, eins og venjulega. Hún hefur verið stóra frænka mín allt frá því ég man eftir mér og á ég margar góðar og hugljúf- ar minningar um hana í gegnum árin, og þá sérstaklega á uppvaxt- arárunum þar sem samgangur fjölskyldna okkar var bæði mikill og náinn og þá einstakar minn- ingar frá æskuheimili hennar, á „Bergó“ og inni í „Leikó“. Krúsa var einstaklega frændrækin og ræktaði fjölskyldutengslin af mikilli alúð og væntumþykju og mundi eftir flestum afmælisdög- um náinna fjölskyldumeðlima, hringdi í þá og óskaði þeim til hamingju með daginn. Vinir hennar nutu slíks hins sama. Árið 1961 varð hún þeirrar gæfu aðnjótandi að giftast ástinni í lífi sínu, honum Bert, sem hún hitti þegar fegurð hennar og glæsileiki leiddu hana alla leið til Kaliforníu til þess að athuga hvort þar gætu hugsanlega leynst einhver tækifæri. En ástin tók völdin. Saman eignuðust þau Löllu sína sem gaf þeim tvær „prinsessur“ og voru þær þrjár líf þeirra og yndi alla tíð. Þau eiga nú öll um sárt að binda þar sem bjarta ljósið í lífi þeirra er nú slokknað. Ég kveð Krúsu mína með sökn- uði, þakka henni samfylgdina og bið, ásamt fjölskyldu minni, góð- an Guð að blessa minningu henn- ar og nánustu ástvini, Bert, Löllu, Rakel og Rebekku Bertu, og styrkja þau á þessum erfiðu tím- um. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem) Þórunn Hafstein (Djonsý). Á kveðjustund vísa góðar minningar veginn. Við minnumst af miklum hlý- hug og væntumþykju frænku okkar Ragnheiðar Kristínar Jón- asdóttur eða Krúsu eins og hún var alltaf kölluð. Krúsa var góð frænka. Hún var dóttir Jónasar og Ragnheiðar systur pabba og var mikil væntumþykja og vinátta milli þeirra og foreldra okkar og fjölskyldunnar allrar. Krúsa eignaðist góðan eigin- mann, Bert Hanson. Þegar Krúsa og Bert giftu sig var pabbi svara- maður Berts. Góð og traust vin- átta foreldra okkar við Krúsu og mann hennar, Bert, fylgdi okkur alla tíð og hefur lifað áfram hjá okkur. Krúsa var alltaf elskuleg og góð og einstaklega ræktarsöm. Það var ekki síst hennar verk að halda tengslum í stórfjölskyld- unni. Að hitta Krúsu á förnum vegi gerði hvern dag betri, fallegt bros hennar og skemmtilegt spjall. Alltaf bárust góðar kveðjur frá Krúsu og Bert á merkisdögum í fjölskyldunni og hún hafði sam- band af og til hvar sem hún var stödd til að spjalla og vitja um fólkið sitt. Og alltaf kvaddi hún með orðunum „Bless, elsku eng- illinn minn. Þú ert frábær. Ég bið að heilsa öllum.“ Það brást ekki að fyrir hver jól fékk mamma sendingu frá Krúsu, fallega jóla- skreytingu eða blóm. Og þegar langömmubarn mömmu og pabba kom í heiminn, og þau voru fallin frá, sýndi Krúsa einstaka rækt- arsemi og mætti í heimsókn með fulla poka af fötum sem hún hafði keypt í Flórída. – Svona var Krúsa. Á þessari stundu hugsum við til Berts og Löllu og ömmustelpn- anna Rebekku og Rakelar. Missir þeirra er mikill. Við systkinin sendum þeim innilegar samúðar- kveðjur. Megi minningin um elskulega og góða konu veita þeim styrk á sorgarstundu. Stefán Jón, Þórunn Júníana, Sigrún Soffía, Hildur Björg og Hannes Júlíus. Vinkona mín, Ragnheiður Kristín Jónasdóttir, alltaf kölluð Krúsa, lést 26. október sl. á gjör- gæsludeild Landspítalans. Vin- átta okkar hafði þá varað í tæp 70 ár, eða allt frá því að við kynnt- umst í 10 ára bekk veturinn 1950 í Æfingadeild Kennaraskólans. Þar var lagður grunnurinn að ævilangri vináttu okkar. Ég átti heima í Holtunum og var svolítið lengra að labba heim til mín en að rölta inn Bergstaðastrætið heim með Krúsu. Og er ekki að orð- lengja það að þar átti ég mitt ann- að heimili næstu árin. Foreldrar Krúsu, þau Jónas Sveinsson, læknir og Ragnheiður Hafstein, kona hans, tóku því af miklu um- burðarlyndi hversu mikið við sótt- um í að vera saman. Krúsa átti yngri bróður, hann Póra, sem var mikill ljúflingur og hvers manns hugljúfi. Eftir Æfingadeildina skildi leiðir hvað skóla snerti, en áfram hélst okkar góði vinskapur. Hún tók þátt í fegurðarsam- keppninni Ungfrú Ísland og í framhaldi af því lá leiðin til Bret- lands og Bandaríkjanna þar sem hún kynntist honum Bert sínum, sem yfirgaf heimaland sitt og flutti með Krúsu sinni til Íslands þar sem brúðkaup þeirra var haldið með miklum glæsibrag. Eftir að Ragnheiður og Jónas voru bæði fallin frá bjuggu þau á bernsku- og æskuheimili Krúsu, Bergstaðastræti 67. Síðar eignuð- ust þau allt húsið og hafa búið þar ásamt Ragnheiði Láru, dóttur sinni, og dætrum hennar þeim Ragnheiði Rakel Don og Re- bekku Bertu, sem voru augastein- ar ömmu sinnar. Bert var fljótur að koma undir sig fótunum hér á landi, stofnaði eigin heildverslun, sem varð smám saman að stóru og farsælu fyrirtæki, Íslensk-Am- eríska. Fyrir nokkrum áratugum eignuðust þau hús á Flórída þar sem þau hafa dvalið nokkra mán- uði á ári hverju. Krúsa var mjög heimakær og leið henni best heima með sínu fólki. Við vorum báðar aldar upp í kristinni trú, Ragnheiður Jónasdóttir HINSTA KVEÐJA Með söknuði kveð ég mína kæru, tryggu og hlýju vinkonu og skólasystur með þökk fyrir allt og allt. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Guðbjörg R. Jónsdóttir. Mig langar til að kveðja frænku mína og mjög nána vinkonu með þeim sömu orðum sem við kvöddumst venjulega flestöll kvöld. „Góða nótt og sofðu rótt í alla nótt elsku Krúsa mín“. Hjartans bestu þakkir fyrir allt og allt, elskuleg. Þín Áslaug Birna. Þótt sólin nú skíni á grænni grundu, er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kölluð á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo gestrisin, einlæg og hlý. En örlög þín ráðin – mig setur hljóða, við hittumst ei framar á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Helga K. Bjarnason. ✝ Margeir Kon-ráð Sigurðs- son, Konni, fæddist 11. ágúst 1931 í Reykjavík. Hann lést í Kanada í 11. október 2019. Margeir Konráð gekk í Verzl- unarskólann og vann síðar sem end- urskoðandi fyrir Eimskipafélag Reykjavíkur. Hann vann mikla sjálfboðavinnu fyrir Sjálfstæð- isflokkinn á sínum tíma. Eftirlifandi eiginkona Mar- geirs Konráðs er Ágústa Álfsdóttir, f. 9. ágúst 1932. Börn þeirra eru: Aðalheiður, Margr- et, Gunnar og Álf- rún. Árið 1960 flutti fjölskyldan til Kan- ada. Þar fæddust tvö börn til við- bótar, Rósa og Guð- rún. Þau voru bú- sett í Vancouver, British Columbia (BC) til ársins 1970 er þau fluttu til Toronto, Ontario. Útförin fór fram í Kanada. Ég man fyrst eftir Konna þeg- ar ég var fimm ára 1958. Hann var albróðir pabba. Konni og Ágústa Álfsdóttir (Gústa) konan hans fluttu til Kanada árið 1960. Það var svo ár- ið 1972 að Konni bað mig að flytja til Kanada. Vorum við síðast í sambandi um 2006. Ég minnist hans sem góðs föðurbróður. Karl Gunnarsson. Konráð Sigurðsson ✝ Anna MargrétJóhannsdóttir frá Garðsá í Öng- ulsstaðahreppi fæddist 23. mars 1939. Hún lést 1. nóvember 2019. Anna Margrét var yngst af sex börnum hjónanna Katrínar Jóhanns- dóttur, f. 3.7. 1898, d. 28.7. 1982, frá Garðsá í Öngulsstaðahreppi, og Jóhanns Frímannssonar, f. 31.10. 1894, d. 12.1. 1978, frá Gullbrekku í Saurbæjarhreppi. Þau Katrín og Jóhann bjuggu sér og börnum sínum gott heim- ili á Garðsá. Systkini Önnu Mar- grétar eru: Hörður, f. 13.4. 1929, d. 22.1. 2010, Þóra, f. 24.7. 1930, d. 18.3. 2015, Hrafnhildur, f. 18.12. 1931, búsett á Vöglum í Eyjafjarðarsveit, Kolbrún, f. 3.8. 1933, d. 16.4. 2007, og Guðný, f. 15.1. 1937, d. 7.1. 2014. Maður Önnu Margrétar var Sveinbjörn Gunn- laugsson, f. 26.12. 1930, d. 4.1. 2019, frá Skógum í Reykjahverfi, og eignuðust þau tvo syni. Gunnlaug, f. 1964, giftan Hjör- dísi Gústavsdóttur. Eiga þau fjögur börn: Sveinbjörn, giftan Herdísi Sig- urðardóttur, og eiga þau þrjú börn, Gústav, giftan Berglindi Hallgeirsdóttur, og eiga þau þrjú börn, Önnu Margréti, gifta Andra Péturssyni, og eiga þau tvær dætur og Gunnlaug Hjörv- ar, sambýliskona hans er Alex- andra Hannesdóttir og eiga þau eina dóttur. Ingvar, f. 1969, giftan Ing- unni Líneyju Indriðadóttur. Eiga þau tvær dætur: Helgu Margréti og Ingibjörgu Ósk. Útförin fór fram frá Húsavík- urkirkju 9. nóvember 2019. Hún Anna Margrét Jóhanns- dóttir eða Magga frænka eins og við systur kölluðum hana var systir pabba. Þegar hugurinn reikar til hennar er það dillandi hláturinn sem kemur fyrst upp í hugann. Hún Magga frænka var líklega alltaf glöð og það var ákaflega skemmtilegt að koma í heimsókn til hennar og Svenna þegar fjölskyldan fór til Húsa- víkur. Hún var harðdugleg, vinnusöm og vinur vina sinna. Alltaf tók hún vel á móti okkur með bros á vör og ilminn af ný- bökuðu rúgbrauði lagði á móti okkur en fátt var betra en Mögg- urúgbrauð með vænni smjörk- lípu. Hún var hagleikskona og allt lék í höndunum á henni. Hún skipti um hjólbarða á trukkum, bólstraði bílsæti, prjónaði, saum- aði m.a. þjóðbúninga, málaði og teiknaði svo eitthvað sé nefnt. Ætli það séu ekki komnar 3 kyn- slóðir barna, sem á köldum vetr- ardögum klæddust hlýjum fötum sem Magga prjónaði á prjónavél- ina sína. Garðurinn hennar var líka sérstaklega fallegur, afar vel hirtur og nostrað við hvert smá- atriði því hún var einstaklega vandvirk í öllum sínum verkum. Magga frænka hafði mjög gaman af ferðalögum. Hún var náttúrubarn og leið hvergi betur en úti í óbyggðum á jeppanum. Hún fór líka í skipulagðar göngu- ferðir í félagsskap fjölskyldunn- ar og annars göngufólks. Einu sinni fórum við systur með foreldrum okkar og Möggu og Svenna í stutta ferð að skoða Kröflugosið í Mývatnssveit. Að sjálfsögðu þurfti að fara nánast alla leið upp að heitu hrauninu og því var farið óslétta vegslóða á rússajeppanum og við bílveiku systurnar gleymum aldrei þess- ari svaðilför. Bláar og grænar í framan vor- um við sendar út að hlaupa með bílnum því bíllinn hossaðist svo svakalega og ferðahraðinn var lítill. En gosið var tilkomumikið og þetta var eftirminnileg ferð. Magga frænka var eins og pabbi, sparaði bílinn innanbæjar og notaði fæturna. Engin ástæða til að ræsa bílinn fyrir smáspotta og bara hollt að ganga. Alltaf gekk hún til og frá vinnu. Við systur eigum margar góðar minningar frá því þegar við kom- um til Húsavíkur í heimsókn. Þar klöppuðum við selnum, spiluðum Útvegsspilið, fórum í fjöruferðir, tíndum skeljar og fallega steina til þess að nota í ýmiskonar handverk og ekki má gleyma þegar við fórum í berja- mó upp að vatni. Það voru skemmtilegar stundir. En nú er komið að leiðarlok- um, Magga frænka komin í sum- arlandið fagra og við systur þökkum henni samfylgdina og yljum okkur við góðar minning- ar. Ragnheiður, Katrín og Kolbrún Harðardætur. Anna Margrét Jóhannsdóttir Aðeins nokkur orð í kveðjuskyni. Sigmar bróðir minn er allur, hann barðist við þann sjúkdóm sem svo marga fellir ef hann greinist of seint. Hann bar sig alltaf vel og lét sem hann væri bara nokkuð góður þannig að það kom mér á óvart hvað endirinn kom snöggt. Sigmar var sá þriðji í röðinni af okkur Bakkabörnum sem ól- umst upp saman. Hann var sá eini okkar sem fæddist í torfbænum á Bökkum og einnig var hann langþyngstur af börnum mömmu og pabba eða 22 merkur. Honum þótti því snemma nokkuð sjálfsagt að hann væri með réttu óðalserfingi. Sigmar Jörgensson ✝ Sigmar Jörg-ensson fæddist 12. maí 1945. Hann lést 27. október 2019. Útför Sigmars fór fram 5. nóv- ember 2019. Okkur Sverri þótti þetta ekki góður kostur, þar sem það kom snemma í ljós að Sigmar hafði fátt til að bera sem gerir góðan bónda. Hann hrekkti hænsnin, atti hundunum saman og taldi hross aðeins góð upp úr tunnu. Svo breyttust tím- arnir og vélaöld gekk í garð. Þar fann hann sitt áhuga- svið og vann lengst af við véla- vinnu einhvers konar. Hann var afskaplega handlaginn og ekki í neinum vandræðum með að smíða næstum hvað sem var. Hann eignaðist afbragðsgóða konu og þrjú myndarleg börn og fjögur barnabörn og eitt langafa- barn. Hann var góður afi og langafi enda barngóður alla tíð. Ég votta Heiðu og börnunum þremur svo og öðrum afkomend- um samúð mína og minna. Farðu vel bróðir. Laufey.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.