Morgunblaðið - 15.11.2019, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 15.11.2019, Qupperneq 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2019 ✝ Ólöf Ragnars-dóttir fæddist í Stykkishólmi 1. des- ember 1926. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Mörk 6. nóvember 2019. Foreldrar henn- ar voru Ragnar Hinrik Einarsson, f. 15.8. 1901 í Stykk- ishólmi, d. 29.9. 1948 og kona hans Sólveig Þorsteina Ingvarsdóttir, f. 10.6. 1901 á Búðum á Snæfells- nesi, d. 7.6. 1972. Systkini Ólafar eru Ingvar, f. 3.9. 1924, d. 25.5. 1996, Hulda, f. 13.11. 1925, Gústaf, f. 28.2. 1929, d. 1.1. 1930, Anna, f. 30.9. 1930, Einar, f. 4.2. 1932, d. 29.7. 2013, Ottó, f. 8.10. 1933, Steinar, f. 21.9. 1935, Bára, f. 8.7. 1940, Baldur, f. 19.9. 1941 og Ragnar, f. 22.9. 1947. Ólöf giftist Hilmari Ólafssyni 1. september 1955. Hann fæddist á Ísafirði 2.11. 1927 og lést 18.10. 2004. Foreldrar hans voru Ólafur Ingvar Þorsteinn Ásgeirsson, f. 14.12. 1894 í Ísafjarðarsýslu, d. 21.12. 1977, og kona hans Freyja Kristín Rósantsdóttir, f. 22.7. 1902 í Strandasýslu, d. 18.1. 1998. Börn Hilmars og Ólafar eru: 1) Ragnar Geir, f. 26.6. 1955, sam- býliskona Þorbjörg Jóhanns- dóttir. Ragnar á þrjú börn, Ólöfu, Hilmar og Guðrúnu Miru. 2) Sigurlaug, f. 4.2. 1958, maki Ómar Torfason. Þau eiga þrjár dæt- ur, Söndru, maki Jörundur Ragnar og eiga þau tvö börn, Sölva Þór og Sögu. Sif, sambýlis- maður Fannar Freyr. Arna, sambýlismaður Sveinn og eiga þau eina dóttur, Emilíu. 3) Freyja, f. 6.4. 1959 og á hún eina dóttur, Hrund. 4) Ólaf- ur, f. 12.5. 1964, maki Sesselja Þórunn Jónsdóttir. Ólafur á þrjá syni, Arnór, sambýliskona Antje Maria, Örvar, sambýliskona Em- ilía og eiga þau einn son, Aron Elí, og Jökul Inga. Sesselja á son- inn Birgi Berg. Ólöf ólst upp í Stykkishólmi en fluttist til Reykjavíkur í kringum 1950. Aðalstarfsvettvangur Ólaf- ar var heimilisstörf og uppeldi barna sinna. Með því vann hún þó ýmis hlutastörf, s.s. í þvottahús- inu Fönn, gangavörður í Fella- skóla, í heimilishjálp og við skúr- ingar. Útför Ólafar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 15. nóv- ember 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku besta Ólöf amma. Ég veit að þú varst orðin lasin og hvíldinni fegin. Ég veit að þú átt- ir mjög góð 90 ár hið minnsta og ég veit að ég fékk að hafa þig hjá mér í 34 ár af mínu lífi, sem alls ekki er sjálfgefið. Það gerir samt missinn ekkert auðveldari. Kannski bara sárari. Þú varst nefnilega ekki bara amma mín sem var alltaf til staðar og nennti endalaust að hafa mig hjá sér þegar ég var lítil. Eftir því sem ég varð eldri urðum við betri og betri vinkonur. Ég man hvað ég var hissa þeg- ar þú ljóstraðir því upp fyrir mér í seinni tíð að þú hefðir bara aldrei haft gaman af því að elda. Amma sem var alltaf að stússa í eldhúsinu til þess að gefa öllum að borða. Ég gat leitað til þín með allt á milli himins og jarðar. Alveg þar til þú fluttir inn á Mörkina 2017 enduðu margar heimsóknir þannig að ég ákvað að gista hjá þér á beddanum, því mér leið svo vel hjá þér. Þú hafð- ir alltaf svo mikið að gefa fólkinu í kringum þig þótt það væri kannski ekki mikið eftir á tank- inum hjá þér sjálfri. Mig langar að vera eins og þú; komist ég í hálfkvisti við þig verð ég glöð. Ég gleymi þér aldrei, sakna þín sárt og elska þig mikið. Ólöf Ragnarsdóttir. Ólöf amma var góðhjörtuð, glöð, fyndin og hreinskilin. Hún var mikil fjölskyldukona og þótti okkur fátt skemmtilegra en að gista hjá ömmu og afa. Þar mátti leika með allt, halda tískusýn- ingar í sparifötunum hennar og breyta heilu herbergi í virki. Amma bakaði alltaf pönnu- kökur fyrir okkur og kepptum við um það hver okkar gat borð- að flestar. Þá var spilað langt fram eftir kvöldi og borðaðir nið- urskornir ávextir sem okkur þótti aðeins góðir heima hjá ömmu. Amma dró okkur með í sína daglegu göngutúra sama hvernig viðraði og fór oft með okkur í sund. Hún var sannkölluð íþrótta- amma sem mætti reglulega í leikfimi og jóga. Það var ekki að ástæðulausu að hún var kölluð ballerínan á hjúkrunarheimilinu enda ekki algengt að fólk á ní- ræðisaldri nái niður í tærnar á sér. Amma kenndi okkur að það þýddi ekkert að kvarta yfir hlut- unum heldur borgaði sig að vera duglegur. Henni þótti skondið hvernig merkingar orða í ís- lenskunni breyttust milli kyn- slóða og grínaðist með það þegar fólk sagði sem dæmi að matur væri „ógeðslega“ góður eða föt „geðveikt“ flott. Reglulega sagði hún okkur skemmtilegar og fyndnar sögur úr æsku sem end- uðu oft með góðu hláturskasti. Amma var alltaf til staðar fyr- ir okkur og við gátum alltaf leit- að til hennar. Hún var mjög þol- inmóð við okkur barnabörnin og sýndi okkur mikla ást og um- hyggju. Hún gleymdi aldrei af- mælisdegi og hringdi alltaf í okk- ur til að óska okkur til hamingju. Hún var mjög þakklát fyrir það sem hún hafði og við erum óendanlega þakklátar fyrir að hafa fengið að hafa hana í lífi okkar. Við munum sakna ömmu og minning hennar mun lifa í hjörtum okkar. Sandra, Sif og Arna Ómarsdætur. Við Ólöf komum úr stórum systkinahóp, hún með þeim elstu og ég með þeim yngstu. Það voru 14 ár á milli okkar, en minningarnar eru margar og góðar. Ólöf var mjög hláturmild og hafði smitandi hlátur. Hún átti æskuvinkonu sem hló mikið með henni og einhvern veginn fóru alltaf allir að hlæja með þeim. Þetta voru ógleymanlegar stundir. Svo kom að því að Ólöf flutti að heiman og eignaðist mann og börn. Sambandið milli okkar hélst alltaf gott og einu sinni skutu þau hjónin skjólshúsi yfir mig og mína um nokkurra mánaða skeið þegar við vorum að byggja. Það er ómetanlegt að eiga svo góða að. Svo leið tíminn og við urðum fullorðnar konur og svo gamlar. Ólöf gat ekki lengur búið ein og átti heima síðustu rúmlega tvö árin á hjúkrunarheimili sem er við hliðina á mér. Þá hittumst við alltaf tvisvar í viku, annaðhvort hjá mér eða henni og voru það góðar stundir. Hún elskaði að koma til mín og sitja á svölunum og fá kaffi og með því. Stundum fengum við okkur sérrí og fannst okkur það vera toppurinn. Blessuð sé minning hennar. Kveðja frá Báru systur. Ólöf Ragnarsdóttir fermdumst saman í Dómkirkj- unni hjá séra Jóni Þorvarðarsyni og ræddum oft trúmál. Og nú mörg síðustu árin voru okkar bestu stundir í Kvennakirkjunni í messum og á námskeiðum hjá vinkonu okkar, séra Auði Eiri. Það hjálpar okkur vinkonunum að takast á við þessi snöggu um- skipti þegar Krúsa er ekki lengur með okkur, en eftir lifir minningin um yndislega konu sem gaf okkur svo mikið. Hún var hið mesta tryggðatröll, mundi alla afmælis- daga, hringdi reglulega til að vita hvernig manni liði. Gjafmildi hennar og rausnarskap var við- brugðið. Við ræddum oft um að nú værum við komnar á síðasta kafla lífs okkar og þökkuðum fyr- ir að hafa fengið að fylgjast svona lengi að. Við trúðum því líka að þegar dagar okkar hérna megin lífs væru taldir tæki við annað og miklu betra. Og nú ert þú komin þangað, kæra vinkona. Ég bið Guð að blessa þig og þakka þér fyrir samfylgdina. Ég sendi mín- ar innilegustu samúðarkveðjur til Berts, Löllu, Rakelar og Re- bekku, sem hafa misst svo mikið og bið um styrk þeim til handa að takast á við þessa miklu sorg. Kristín Ragnarsdóttir. Við erum harmi slegin yfir snöggu og ótímabæru andláti Krúsu vinkonu okkar. Kynni okk- ar og vinátta hafa varað frá árinu 1975. Þá réð ég mig í vinnu hjá heildsölu- og framleiðslufyrirtæki sem bar nafnið Íslensk-ameríska, í eigu Berts og Krúsu. Þau höfðu stofnað fyrirtækið árið 1964 og einbeitt sér að snyrtivörufram- leiðslu og áfengisinnflutningi. Við náðum strax mjög vel sam- an og Íslensk-ameríska stækkaði og efldist með hverju ári og varð eitt stærsta fyrirtæki landsins með fjölbreytta framleiðslu og innflutningsstarfsemi. Samskipti okkur voru mikil, bæði innan og utan vinnu, sem leiddi til góðrar vináttu. Fjöldi viðskiptavina, innlendra sem erlendra, sótti fyrirtækið heim í tímans rás. Enduðu þær margar með því að Krúsa bauð gestunum heim á Bergó. Þau Bert og Krúsa voru höfðingjar heim að sækja og höfðu frá mörgu áhugaverðu að segja. Bert leiftr- andi skemmtilegur og Krúsa ein- staklega aðlaðandi og umhyggju- söm. Krúsa reyndist okkur og strák- unum afar vel. Hún mundi alltaf eftir afmælisdögum drengjanna og okkar líka og hringdi þá gjarn- an og sagði eitthvað fallegt. Hún kom færandi hendi frá Flórída meðan strákarnir voru litlir og gladdi okkur öll með hugulsemi sinni. Líf þeirra Berts og Krúsu hef- ur að mörgu leyti verið ævintýri líkast, hvernig þau kynntust í Kaliforníu þar sem hún var að reyna fyrir sér í kvikmyndaleik í Hollywood. Bert, sem þá vann þar sem fasteignasali, féll kylliflatur fyrir hinni glæsilegu læknisdótt- ur frá Íslandi og fór svo að hann fylgdi henni heim til Íslands þar sem hún undi sér best. Þau Krúsa og Bert vöktu athygli hvar sem þau fóru enda óvenjuglæsileg hjón. Fljótlega eftir heimkomuna eignuðust þau Löllu sem býr ásamt dætrum sínum tveimur, Ragnheiði Rakel og Rebekku Bertu, á Bergó. Krúsa hefur verið vakin og sofin yfir sinni kæru fjöl- skyldu, sem hefur átt hug hennar allan. Bert og Krúsa hafa haft vet- ursetu á Flórída þar sem þau hafa unað hag sínum vel. Þau voru ein- mitt að undirbúa för sína þangað þegar áfallið dundi yfir. Krúsa er fjölskyldu sinni og vinum harmdauði og munum við ávallt minnast hennar með mikilli hlýju. Við vottum Bert, Löllu, Ragn- heiði Rakel, Rebekku Bertu og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Egill og Hildur. ✝ BryngerðurBryngeirsdótt- ir fæddist 3. júní 1929 á Búastöðum í Vestmannaeyjum. Hún lést 2. nóvem- ber 2019 á Hrafn- istu í Hafnarfirði. Foreldrar Bryn- gerðar voru Bryn- geir Torfason frá Söndu á Stokkseyri, f. 26.9. 1895, d. 9.5. 1939, og Lovísa Gísladóttir frá Búastöðum í Vestmannaeyjum, f. 18.6. 1895, d. 30.3. 1979. Systkini Bryngerðar voru Ingibjörg, f. 6.10. 1925, d. 1.6. 2002, Torfi Nikulás, f. 11.11. 1926, d. 16.7. 1995, Gísli, f. 13.5. 1928, d. 10.6. 2014, og Jón, f. 9.6. 1930, d. 7.8. 2000. Drengur f. 11.4. 1934, d. 17.5. 1934. Maki Bryngerðar var Ásbjörn Bergsteinsson vélstjóri, f. 2. jan- úar 1924, d. 19. ágúst 1981. Þau giftust 2. desember 1950. Börn þeirra eru: 1) Sig- þóra Bára, f. 19. janúar 1951, gift Guðmundi Haralds- syni. Börn þeirra eru Bryngerður Ásta, Haraldur Unnar og Atli Þór, barnabörn eru níu og eitt barnabarna- barn. 2) Bryngeir, f. 8. ágúst 1952, giftur Valgerði G. Þórðar- dóttur. Börn þeirra eru Þórður Steindór, Páll og Bryngerður, barnabörn eru átta og eitt barnabarnabarn. 3) Bergsteinn Sigurður, f. 2. desember 1954. Börn hans eru Freyr, Myra, Lo, Tyr og Dísa, barnabörnin eru þrjú. 4) Lovísa Guðrún, f. 30. júní 1960. Börn hennar eru Þórunn og Ásbjörn Þórarinn, barna- börnin eru fjögur. Útför Bryngerðar fer fram í Hafnarfjarðarkirkju í dag, 15. nóvember 2019, klukkan 13. Ég er svo lánsöm að hafa átt góða mömmu. Hún var mamman sem gat allt, hvort sem það sneri að saumaskap, blómarækt, elda- mennsku eða viðhaldi hússins. Hún var smekkleg og bjó fjöl- skyldu sinni fallegt heimili. Fjöl- skyldan var henni dýrmæt og hún hafði sérstakt dálæti á krökkunum sem henni fannst vera skemmtilegasta fólkið. Mamma fæddist á Búastöðum í Vestmannaeyjum og þar ólst hún upp í glaðværum systkina- hópi þar sem margt var brallað. Mamma átti margar góðar minningar frá uppvaxtarárum sínum í Eyjum og minntist þeirra ávallt með gleði og hlý- hug. Mamma var ung þegar hún kynnist sorginni. Guðrún amma hennar lést þegar hún var sjö ára og þremur árum seinna dó pabbi hennar úr berklum. Þau voru henni bæði afar kær. Mamma var einungis 15 ára þegar hún fór að heiman til að vinna uppi á landi og um tvítugt fékk hún vinnu sem skipsþerna á Brúarfossi. Þar kynntist hún pabba sem var vélstjóri hjá Eim- skip, þau giftust og eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu alla tíð í Hafnarfirði, til að byrja með hjá afa og ömmu á Hellubrautinni og síðar byggðu þau sér einbýlishús á Þúfubarði 14. Í Hraununum átti fjölskyldan lítið sumarhús. Eftir að börnin voru uppkomin fór mamma aftur út á vinnu- markaðinn og vann við verslun- arstörf. Pabbi var heilsulítill í mörg ár og lést í ágúst 1981. Ég var yngst systkinanna og við mamma vorum alltaf nánar. Hún hjálpaði mér mikið með börnin mín tvö, Þórunni og Ás- björn, og við bjuggum hjá henni í smá tíma. Mamma var stór hluti af lífi okkar og var með okkur þegar fjölskyldan kom saman. Hún tók þátt í gleði okk- ar og sorgum. Við fórum saman í nokkur eftirminnileg ferðalög innanlands þar sem hún var óþreytandi að dásama íslenska náttúrufegurð og í ferðum er- lendis var hún heilluð af blómum og trjágróðri. Hraunin voru samt alltaf hennar sérstaki stað- ur og þar var hún í nálægð við sjóinn. Mamma greindist með heila- bilun 2016 og ári seinna fór hún á Hrafnistu í Hafnarfirði. Ég vil þakka starfsfólkinu á Öldu- hrauni fyrir góða umönnun og væntumþykju í garð mömmu. Mamma hafði ljúfa lund og það var gott að vera með henni. Hún var góð fyrirmynd í svo mörgu. Ég kveð mömmu mína með innilegu þakklæti fyrir góð- ar minningar og samfylgdina í gegnum lífið. Lovísa Guðrún. Amma Binna var í fjöldamörg ár mikilvægasta manneskjan í lífi mínu. Mamma var ung þegar ég fæddist, svo ég var þó nokkuð mikið á Þúfubarðinu hjá ömmu. Amma var það sem sumir myndu kalla „ómenntuð“, hún flutti að heiman sem táningur til að vinna og eignaðist fljótt fjöl- skyldu sem hún gaf allan tíma sinn og orku. Hins vegar hef ég sjaldan kynnst jafn klárum ein- staklingi. Hún var sífellt að kenna mér eitthvað og mér finnst eiginlega stundum eins og hún hafi beinlínis kennt mér allt. Hún bjó samt alltaf til einhvers konar leik, svo það var aldrei leiðinlegt. Við fórum í skólaleik, búðarleik, bóndabæjarleik, ég fékk að taka við hana viðtal í út- varpskonuleik og yfirheyra hana þegar ég fór í rannsóknarlöggu- leik. Ég man meira að segja eftir einu atviki þar sem ég var í ind- íánaleik og hún var með fína minkapelsinn yfir hausnum að leika buffalóa. Amma fór með mig í bíó og leikhús, í Kringluna og á Laugaveginn, en allt í strætó af því að amma var ekki með bílpróf. Amma fór meira að segja með mig í sund þótt hún sjálf kynni ekki að synda. Amma kenndi mér að tefla og amma kenndi mér að syngja, amma tók þátt í að kaupa fyrstu fiðluna mína og ömmu fannst ég alltaf best í öllu. Amma hafði alltaf tíma og amma átti alltaf pönns- ur, pönnukökustafla sem virtist stækka eftir því sem maður borðaði meira og hún sagði aldr- ei neitt þótt maður setti allt of mikinn púðursykur. Í minning- unni var líka alltaf til rækjusalat á Þúfubarðinu. Amma elskaði blóm og garðyrkju og ég hef aldrei kynnst neinum með jafn græna fingur. Það var eiginlega stundum hálfskuggalegt hversu hratt og mikið jurtir í kringum hana uxu og döfnuðu. Svo er auðvitað ekki hægt að tala um ömmu án þess að minnast á Hraunin, þar var hún svo sann- arlega í essinu sínu og bauk úti við fannst henni best, náttúru- barnið sem hún var. En auðvitað var ekki bara vinna í drullunni, það þurfti líka að fara í sólbað með tusku yfir andlitinu. Og passa hrukkurnar! Amma var auðvitað ekki full- komin frekar en við hin og stundum gerði hún hluti sem ég skildi ekki og var ekki sammála, það var oft erfitt að tala við hana og heyrnartækið hennar virtist oft sérstaklega lélegt ef um- ræðuefnin voru þung. Það var stundum skrítin þögn og það var ýmislegt sem ekki mátti ræða eða spyrja um, en þegar ég varð fullorðin fékk ég betri skilning á þessu öllu og það kenndi mér meira en flest annað. Þótt amma Binna hafi í raun- inni verið farin frá okkur fyrir nokkru þegar heilabilunin fór að verða alvarlegri er samt auðvit- að erfitt að kveðja. Ég er þó ákaflega þakklát fyrir að krakk- arnir mínir fjórir fengu að kynn- ast henni (þótt hún héldi stund- um að Jóhanna væri strákur) og jólin eiga eftir að vera skrítin án hennar. Við erum svo heppin að vita af henni með Jesú hinum megin og það er ég viss um að núna er amma komin með hendurnar á bólakaf ofan í einhvern blóma- reitinn með bjarta brosið sitt og gullröndina í framtönninni, rauðu krullurnar og stóra hlýja hjartað. Takk fyrir allt, elsku amma, það verður aldrei neinn eins og þú. Þórunn Harðardóttir. Bryngerður Bryngeirsdóttir Elsku amma. Al- veg frá því að ég fæddist hefur þú verið mikilvægur hluti af lífi mínu. Þegar ég skrifa þessi orð er mér efst í huga þakklæti fyrir all- ar þær stundir sem við áttum saman, en ég átta mig líka á því hversu heppin ég er að hafa feng- ið að eiga þig að. Þú gast alltaf séð ljósið í öllu og öllum. Þegar ég var barn gafstu þér alltaf tíma til að spila við okkur, segja okkur sögur eða bara spjalla, lést mig aldrei finna fyrir því að þú vildir heldur vera að gera eitthvað annað. Það var alltaf notalegt að fara til þín og afa á Kleppsveginn og Sigríður Jónsdóttir ✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist 21. ágúst 1936. Hún lést á Vífilsstöðum 27. september 2019. Útför Sigríðar fór fram 18. októ- ber 2019. síðar í Bólstaðar- hlíðina, þar sem við fengum undantekn- ingarlaust hlýjar móttökur. Eftir því sem árin liðu og líf okkar beggja tók breyt- ingum var þessi hlýja þó alltaf stöð- ug og í hvert einasta skipti sem ég kom í heimsókn til þín, eða þú til okkar, skildir þú eftir smá- vegis af þessari hlýju sem verk- aði þannig að mér leið alltaf örlít- ið betur eftir að hafa hitt þig, eða bara miklu betur – það fór eftir aðstæðum. Þessi tilfinning mun lifa áfram þótt þú sért nú farin frá okkur. Ég minnist þín með söknuði, en þó mun fremur með þakklæti fyrir þann tíma sem við áttum saman, og ávallt með bros á vör og hlýju í hjarta, þá hlýju sem umkringdi allt í kringum þig og mun lifa áfram um ókomna tíð. Megir þú hvíla í friði. Hugrún Lind Hafsteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.