Morgunblaðið - 15.11.2019, Qupperneq 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2019
✝ Elín SvafaBjarnadóttir
fæddist á Stokks-
eyri 18. maí 1921.
Hún andaðist á
LSH Fossvogi 1.
nóvember 2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Jó-
hanna Hróbjarts-
dóttir, f. 20. nóv-
ember 1879, og
Bjarni Grímsson, f.
4. desember 1870. Systkinin
voru sjö talsins en eru nú öll
látin.
Hinn 21. október 1944 giftist
Elín Eyjólfi Thoroddsen, f. 25.
október 1919, d. 13. júlí 2006.
Foreldrar hans voru hjónin Ól-
ína Andrésdóttir, f. 23. sept-
ember 1883, og Ólafur Thor-
oddsen, f. 4. janúar 1873. Elín
og Eyjólfur bjuggu lengst af á
Látraströnd á Seltjarnarnesi
þar sem þau reistu hús sitt en
minnkuðu við sig árið 1990 og
fluttu á Boðagranda 4. Börn El-
ínar og Eyjólfs eru: 1) Bjarni,
maki Ásta H.Þ. Börn þeirra eru
þrjú: a) Eyjólfur Már, b) Bryn-
dís Erna, c) Elín Svafa, tengda-
börn og tíu barnabörn. 2) Ólaf-
ur Örn, maki Sigríður
Jónsdóttir. Hún á einn son með
Hallgrími Ó. Guðmundssyni: a)
Jón Óskar. Þau eiga eina dótt-
ur: b) Halldísi, tengdabörn og
fimm barnabörn. 3)
Jóhann, maki Katla
Kristvinsdóttir.
Börn þeirra eru
þrjú: a) Dröfn, b)
Jökull, c) Silja,
tengdabörn og
fjögur barnabörn.
4) Ólína Elín, hún á
eina dóttur með
fyrrum eiginmanni,
Georg Magnússyni:
a) Hrafnhildi Yrsu,
tengdason og þrjú barnabörn.
Eftir hefðbundna skólagöngu
lagði Elín stund á nám við
Verzlunarskóla Íslands en það
var ekki sjálfgefið að stúlkur
færu í framhaldsnám á þeim
tíma. Eftir námið starfaði hún
við skrifstofustörf allan sinn
starfsaldur utan þess tíma er
hún sinnti heimilisstörfum og
börnum þeirra hjóna eða þar til
þau komust á legg. Fyrst starf-
aði Elín hjá Bæjarskrifstofu
Reykjavíkur en lengst af hjá
Mælingastofu pípulagninga-
manna samhliða hlutastarfi við
skráningar hjá Jens Ó.P. Páls-
syni, prófessor í mannfræði.
Elín naut þess að vera heima
við í hárri elli en það tókst með
dyggri aðstoð barna hennar og
heimaþjónustu.
Elín Svafa verður jarðsungin
frá Fríkirkjunni í Reykjavík í
dag, 15. nóvember 2019, kl. 13.
Ég var orðin nokkuð fullorðin,
að eigin mati, þegar ég hitti Ellu
fyrst. Þá hafði ég nýverið kynnst
Óla syni hennar og lágu leiðir
okkar fyrst saman í þrítugsaf-
mæli hans. Þá var hún fullorðin
kona fannst mér, tæplega sjötug,
eins og ég er núna. Svona er
framgangur lífsins, og svo stutt
um liðið.
Yngst sex systkina var Ella
uppáhald allra og bjó að því allt
lífið. Hún lauk verslunarskóla-
prófi sem ekki allir gátu á þeim
tíma. Þar myndaði hún vina-
tengsl sem voru henni mjög mik-
ilvæg á lífsins leið. Hún kynntist
Eyjólfi, glæsilegu mannsefni sínu
að vestan, og átti með honum
fjögur börn. Hún átti sterka og
samhenta fjölskyldu, sem m.a.
má sjá á því hve vel sú fjölskylda
heldur tengslum og ræktar garð-
inn sinn á ættarreit fjölskyldunn-
ar í Hreppunum, í sátt og sam-
lyndi. Það er ekki sjálfgefið með
jafn stóran afkomendahóp og
kominn er frá Jóhönnu móður
Ellu frá Grafarbakka og Bjarna
manni hennar. „Sælureitur á
jörð“ sagði Ella, enda dvaldi hún
þar á sumrin með börnunum sín-
um, mömmu sinni, oft Siggu syst-
ur og hennar barni, að ógleymdri
Thelmu bróðurdóttur, sem var
henni afar kær og þau bönd hafa
aldrei rofnað. Ella átti sterka trú
sem hún iðkaði öll sín fullorðins-
ár. Hún virti skoðanir annarra og
setti mjög skýr mörk í eigin lífi.
Þess vegna naut hún virðingar
allra sem umgengust hana. Hún
tók vel á móti öllum og allir fóru
glaðari af hennar fundi. Þegar
yngsta barnið var komið á legg
fór hún út á vinnumarkaðinn.
Hún naut starfs síns hjá Mæl-
ingastofu pípulagningarmanna
og síðar hjá Jens Pálssyni mann-
fræðingi, trúarstarfsins og sam-
skipta við vini og fjölskyldu. Hún
og Eyjólfur voru samhent í því að
rækta vináttu og frændsemi og
alltaf var kátt á hjalla þegar kom-
ið var saman. Allir voru velkomn-
ir og kynslóðirnar saman, enda
var talað um félagsheimilið á
Barónsstíg þegar strákarnir
voru unglingar, allir vinirnir
komu saman í forstofuherberg-
inu.
Ella var á margan hátt á und-
an sinni samtíð. Hún borðaði
grænmeti, drakk soðið af því og
hreyfði sig alla tíð. Þetta var
móðurarfur sem hún viðhélt.
Enda varð Ella nærri 99 ára
gömul og bjó við góða heilsu alla
tíð. Það sést best á því að eitt
sinn, þegar hún var orðin nokkuð
fullorðin, þurfti hún að fara á
spítala, þá fannst ekkert um
hana. Hún hafði aldrei lagst inn á
sjúkrahús og gerði ekki aftur
fyrr en hún lagði í hinstu ferðina.
Ella var dugleg kona. Hún var
ein heima fram á síðasta dag,
með hjálp heimaþjónustu og
barna, en mest mæddi á henni
sjálfri og aldrei hefði hún getað
það nema vegna eigin dugnaðar.
Vissulega fékk hún dyggan
stuðning og tel ég á engan hallað
þótt Ólína dóttir hennar sé nefnd
þar fremst í flokki. Ella gekk á
hverjum degi fjórum sinnum á
svölunum, tíu ferðir í senn, og
merkti við að því loknu. Henni
leiddist aldrei og hafði, eins og
hún sagði sjálf svo oft, svo margt
að þakka fyrir. Við sem kynnt-
umst Ellu og áttum með henni
samleið um lengri eða skemmri
tíma höfum líka margt að þakka
fyrir. Hennar er saknað, en
minningin um konu, sem hafði
svo víða góð áhrif, lifir.
Sigríður Jónsdóttir.
Elín tengdamóðir mín var ein-
stök kona. Hún var sterkur per-
sónuleiki, einstaklega jákvæð og
æðrulaus. Með okkur tókst góður
vinskapur og naut ég samveru
við hana, sem var mjög gefandi
og lærdómsrík. Hún var mjög
trúuð og var einlæg og staðföst í
sinni trú. Þessi staðfesta hennar
hjálpaði mér til að finna betur
mína eigin trú. Hennar trúar-
samfélag var í Hörgshlíð, sem er
sterkt bænasamfélag, og það var
einstaklega gott að vita að hún
væri að biðja fyrir mér og mín-
um, því fylgdi svo mikil hlýja.
Elín var alla tíð mjög sjálfstæð
og dugleg kona. Það kom skýrt
fram á síðustu æviárum hennar.
Hennar heitasta ósk var að geta
búið heima til síðasta dags, sem
varð raunin. Til að svo gæti orðið
þurfti hún ákveðna aðstoð frá
okkur, sem stóðum henni næst.
Það var okkur bæði ljúft og skylt
enda var nærvera Ellu einstak-
lega góð. Það er mér minnisstætt
hve innilega þakklát hún var fyr-
ir þessa aðstoð og hve oft hún tók
það fram.
Föstudagskvöldin eru okkur
Jóa minnisstæð, því þá heimsótt-
um við gjarnan þau hjón og héld-
um því áfram eftir að Eyjólfur
dó. Á þessum kvöldum var mikið
spjallað og fylgst með spurninga-
og söngvakeppnum.
Ella var alltaf sjálfri sér nóg,
leiddist aldrei og henni leið best
heima. Hún fylgdist vel með fjöl-
skyldunni og því sem var að ger-
ast í samtímanum. Elsku Ella,
hafðu þökk fyrir allt og megi Guð
vera með þér og þínum afkom-
endum.
Katla Kristvinsdóttir.
Elsku besta amma.
Þakklæti er okkur efst í huga
þegar við hugsum til þín. Við er-
um þakklát fyrir allar þær dýr-
mætu minningar sem við eigum
saman og munum halda fast í
þær og geyma um alla framtíð.
Þær hlýja hjörtu okkar og
styrkja í sorginni.
Við erum einnig þakklát fyrir
það hvað þú kenndir okkur um
jákvæðni, gjafmildi og heiðar-
leika. Þessi gildi sýndir þú í
verki. Fyrirmynd eins og þú er
vandfundin. Lífsviðhorf þín hafa
haft áhrif á að móta þá einstak-
linga sem við erum í dag.
Síðast en ekki síst erum við
þakklát fyrir hvað þú kenndir
okkur um þakklæti. Þú sást alltaf
ljós í myrkrinu, einhvern ljósan
punkt. Eins og þú sagðir oft:
„Það er svo margt sem maður
getur verið þakklátur fyrir.“
Við vorum alltaf með í bænum
þínum eins og þú munt vera í
okkar bænum um ókomna tíð.
Við biðjum að heilsa afa.
Vertu sæl, elsku amma.
Dröfn, Jökull og Silja.
Allt er breytilegt, tíminn líður
og heimurinn verður ekki samur
frá degi til dags. Við kveðjum
Ellu frænku en hún hefur verið
lykilpersóna í lífi fjölskyldunnar.
Minningar streyma fram. Ella,
amma og við frænkur uppi í sum-
arbústað. Ella hlæjandi að færa
okkur góðgæti, nýbakaðar flat-
kökur með smjöri. Ella að þvo í
stórum þvottabala, gallabuxur,
rúmföt og lök sem blöktu í vind-
inum og sól, hlátur og glaðværð
allt í kring.
Ég var svo lánsöm að dvelja á
heimili Ellu og Eyjólfs á Látra-
strönd á mínum uppvaxtarárum.
Þar var einstaklega gott að vera,
jákvætt andrúmsloft og mikið
hlegið. Súkkulaðikaka bökuð á
fimmtudögum, allt í föstum
skorðum. Velferð fjölskyldunnar
var í fyrirrúmi. Ég sé líka fyrir
mér Ellu og Eyjólf sitja á bekk
við Grandann að horfa út á hafið
nýkomin úr gönguferð.
Á síðari árum sá ég Ellu ekki
oft en þegar ég hitti hana var hún
einstaklega viðræðugóð og hafði
brennandi áhuga á málefnum líð-
andi stundar. Hún hafði líka mik-
inn áhuga á því sem ég var að
fást við og spurði mig oft út í það.
Haft var samband við Ellu ef
veikindi eða erfiðleikar komu upp
í fjölskyldunni og hún bað fyrir
þeim sem áttu erfitt. Móðir mín
Thelma og Ella voru í daglegu
sambandi í yfir 80 ár. Þær voru
frænkur og vinkonur og studdu
hvor aðra í gegnum lífið. Þeim
kom einstaklega vel saman.
Ella föðursystir kenndi okkur
að meta lífið og ekki síst að
kunna að þakka fyrir það, vera
glaður, auðmjúkur og æðrulaus.
Ég þakka Ellu fyrir að hafa miðl-
að til okkar þessum mikilvægu
gildum í lífinu.
Jóhanna Thelma.
Maður finnur alltaf til smæðar
sinnar frammi fyrir þeirri um-
breytingu sálarinnar sem dauð-
inn er og enn vandast málið þeg-
ar maður vill kveðja þann sem
manni þykir vænt um.
Ég er búinn að þekkja Elínu í
rúm sextíu ár og allt í einu upp-
götva ég, mér til hrellingar, að í
raun þekkti ég hana ekki mikið.
Hvað hugsaði hún? Hvaða skoð-
anir hafði hún? Hvaða drauma?
Samt umgengumst við hvort ann-
að daglega meðan ég og börnin
hennar uxum úr grasi. Hún var
kletturinn sem hægt var að leita
til. Umburðarlyndið holdi klætt
þegar tápmiklir krakkar voru að
gera alls konar vafasamar til-
raunir í herberginu á Barónsstíg
59.
Þegar hugurinn leitar til baka
er eitt atvik sem mér er sérstak-
lega minnisstætt. Óli hafði kom-
ist yfir blys eða flugeld og auðvit-
að þurfti að komast að því hvað
væri inni í fyrirbærinu. Svo ráð-
ist var í þá aðgerð að komast að
því. Svartur salli og gráar flögur.
Auðvitað þurfti að prófa hvernig
þetta brynni, svo smávegis var
sett í ílát og strax fékkst niður-
staða þegar eldur var borinn að.
Það þarf ekki að orðlengja það að
um það bil þegar við vorum búnir
að endurtaka tilraunirnar svo
verulega var farið að ganga á
svarta sallann, var herbergið
orðið svo fullt af reyk að erfitt
var orðið að rata. Þá opnaðist
hurðin og frú Elín stóð í gættinni.
Viðbrögðin voru nokkuð önnur
en ég hefði getað búist við í for-
eldrahúsum.
„Æ, strákar mínir, ég skil ekki
hvernig þið þrífist í þessum
mekki. Reynið nú að lofta svolítið
út og farið varlega.“
Já, takk fyrir og sæll. Engar
skammir, enginn æsingur, engar
refsingar, engar hótanir. Svona
viðbrögð sýna ekki aðrir en þeir
sem eru pínulítið stærri í sálinni
en aðrar manneskjur. Held að
heimurinn væri betri ef fleiri til-
einkuðu sér þau hófstilltu við-
brögð sem einkenndu Elínu.
Svo voru hún og Eyjólfur svo
flott saman og samhent. Ég held
satt að segja að Elín og fjölskyld-
an á 59 sé ein fallegasta fjöl-
skylda sem ég hef kynnst og
böndin hafa aldrei slitnað. Maður
er ríkari að eiga slíka vini.
Far þú vel og í friði og takk
fyrir allt í gegnum árin.
Samúðarkveðjur til þeirra er
syrgja.
Þorsteinn Úlfar.
Sérstakur þokki fylgdi systk-
inunum Dagbjarti, Elínu, Grími,
Haraldi, Hróbjarti og Sigríði,
börnum Bjarna Grímssonar út-
vegsbónda frá Stokkseyri og frú
Jóhönnu Hróbjartsdóttur. Grím-
ur, kenndur við Vatnsvirkjann,
og Haraldur hjá Goða voru stórir
bógar á veraldarvísu og þeir
gerðu móður sinni gott heimili á
Reynimel 28, þar sem var hið
mesta setur og salir stórir og
glæsilegir. Þessi fjölskylda var
samheldin. Elín og Eyjólfur
Thoroddsen bjuggu fyrst á jarð-
hæð í sama húsi, en síðan fluttu
þau á Barónsstíg 59 og þar bjó
svo fjölskylda Dagbjarts. Elín og
Eyjólfur reistu svo raðhús á Sel-
tjarnarnesi, en fluttu síðan á
Boðagranda í Reykjavík.
Eyjólfur átti stóra fjölskyldu
frá Vatnsdal við Patreksfjörð, sjö
bræður og sjö systur. Birgir
skipstjóri þótti skemmtilegastur
allra, en Eyjólfur var léttastur í
skapi og þeir kölluðu hann Jolla
bróður. Hróbjartur var fé-
lagströll, lengi formaður Árnes-
ingafélagsins og töfrandi maður
meðan hann var og hét og þeir
nefndu hann Batta bróður. Elín
Jollaði aldrei Eyjólf né heldur
Battaði hún Hróbjart. Elín eða
Ella kaus að kalla sig Bjarna-
dóttur frekar en Thoroddsen. El-
ínu og Eyjólfi samdi vel og Eyj-
ólfur var kátur í geði flesta daga
og fór það vel saman við þokka
Elínar.
Þau hjónin voru nægjusöm og
vissu bæði að hamingjan er ekki
föl fyrir fé. Þau voru sátt við að
eiga nóg og ásældust ekkert um-
fram það.
Fjölskyldan frá Vatnsdal voru
sagnamenn miklir, sérstaklega
dæturnar, sem þóttu hin mestu
orðgífur, en frá þeim runnu oft-
ast góð orð, en af því mátti þó
bregða. Elín var hins vegar fróm
í orðum og prúð og lét nægja að
segja „ja hérna“ ef eitthvað vakti
Elín Svafa
Bjarnadóttir
Ástkær bróðir okkar og frændi,
BJÖRGÓLFUR STEFÁNSSON
BJÖRGÓLFSSON,
Háholti 13, Keflavík,
er látinn.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju
þriðjudaginn 19. nóvember klukkan 13.
Oddný Björgólfsdóttir
Jóhann Björgólfsson
Þórólfur Beck Vilborg Einarsdóttir
Ólöf Oddný Beck
Eiríkur Beck
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar
móður okkar og tengdamóður,
SIGRÚNAR STURLUDÓTTUR
frá Súgandafirði.
Dætur og tengdasynir
GUÐMUNDUR FRÍMANNSSON
stýrimaður,
Skarðshlíð 6, Akureyri,
andaðist á heimili sínu föstudaginn 1.
nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna. Sérstakar þakkir fær
starfsfólk heimahlynningar á Akureyri.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ingibjörg Eiríksdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÓLÖF SVEINSDÓTTIR,
lést á Öldrunarheimilinu Hlíð 10. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 29. nóvember klukkan 13.30.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Aspar- og Beykihlíð fyrir
hlýtt viðmót og einstaka umönnun.
Helga Guðný Jónsdóttir Óskar Karl Guðmundsson
Óskar Sveinn Jónsson
Sveinbjörn Jónsson Fjóla Traustadóttir
ömmu- og langömmubörn
Innilegar þakkir fyrir stuðninginn í
veikindum okkar ástkæru
LYDÍU JÓNSDÓTTUR
og sýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför hennar.
Einar Skaftason
Jón Arinbjörn Einarsson Bryndís Jenný Kjærbo
Edda Anika Einarsdóttir Elmar Ingvi Haraldsson
Jón Arinbjörn Ásgeirsson
Hjalti Hávarðsson
og barnabörn
Ástkær sonur okkar, unnusti, bróðir, mágur
og frændi,
BIRGIR ÖRN BJÖRNSSON,
Kleppsvegi, Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi
þriðjudaginn 12. nóvember.
Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju Grafarholti föstudaginn
22. nóvember klukkan 13.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er
bent á Ás styrktarfélag.
Lilja Guðmundsdóttir Björn Jóhannesson
Ingibjörg Sæmundsdóttir
Jóhannes Björnsson
Gyða Björnsdóttir Sigurður Gunnarsson
Bragi Björnsson
Björn Þór Björnsson
og frændsystkin