Morgunblaðið - 15.11.2019, Síða 31

Morgunblaðið - 15.11.2019, Síða 31
DÆGRADVÖL 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2019 Maki: Agnes Rún Flosadóttir, rekstr- arverkfræðingur og starfsmaður Advania. Börn: Rakel Sara, f. 5.2. 2012, og Bjarki Már, f. 27.1. 2017. Systkini Þuríðar eru Sigríður Bára, f. 18.1. 1947, skrifstofumaður og starfsmaður Handprjónasambands- ins, búsett í Hafnarfirði; Kristín, f. 31.5. 1952, þjóðfræðingur, búsett í Hveravík á Ströndum; Fanney, f. 17.10. 1953, skrifstofustjóri hjá Borgarplasti, búsett í Kópavogi; Jóhannes Guðmundur, f. 4.3. 1964, rafeindavirki og starfsmaður Orms- son, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Þuríðar voru hjónin Einar Jóhannesson, f. 2.12. 1915, d. 3.11. 2005, og Sigríður Bárðardóttir, f. 3.6. 1921, d. 5.4. 2016, bændur á Jarðlangsstöðum. Úr frændgarði Þuríðar Einarsdóttur Páll Jóhannesson verkamaður í Reykjavík Jóhann Pálsson framkvstj. í Rvík Orri Páll Jó hanns son að stoðar- maður um hverfi s- ráð herra Þuríður Einarsdóttir Ástríður Einarsdóttir vinnukona í Hrífunesi og víðar, Ástríður og Karitas Þorsteinsdóttir, móðir Kjarvals, voru systradætur Árni Sigurðsson vinnumaður víða Sigríður Jónsson húsmóðir í Holti í Álftaveri Sigríður Bárðardóttir húsmóðir á Jarðlangsstöðum Bárður Pálsson bóndi Holti í Álftaveri Kristín Bárðardóttir húsmóðir í Jórvík Þórir Hergeirsson handknattleiksþjálfari í Noregi Fanney Jóns dóttir vann við um önnun á Sel fossi Þórunn Páls dóttir hús móðir í Norður- Hjáleigu í Álfta veri Þórhildur Jóns- dóttir hús móðir í Vík í Mýrdal og Kópa- vogi Kjartan Sveins son tón- skáld og var í Sigur Rós Lára Sveins- dóttir leik kona Sveinn Kjartans- son fv. skóla- stjóri á Blöndu- ósi Páll Símonarson bóndi í Jórvík í Álftaveri Ólöf Jónsdóttir húsfreyja í Seglbúðum í Landbroti Helgi Jónsson bóndi í Seglbúðum Jón Helgason ráðherra og bóndi í Seglbúðum Þórunn Bjarnadóttir húsfreyja í Hrífunesi í Skaftártungu Páll Jónsson bóndi í Hrífunesi í Skaftártungu Þuríður Pálsdóttir húsmóðir á Herjólfsstöðum Einar Jóhannesson bóndi á Jarðlangsstöðum í Borgarbyggð Jóhannes Guðmundsson bóndi og landpóstur á Herjólfsstöðum í Álftaveri, V-Skaft. Guðmundur Loftsson bóndi á Söndum í Meðallandi, V-Skaft. Guðrún Magnúsdóttir Norðdahl húsfreyja á Söndum Afmælisbarnið Þuríður formaður. „ÞÖKK SÉ NÝJA RISASKJÁNUM MÍNUM GET ÉG Á EINFALDAN HÁTT SÉÐ HVERNIG FJÁRMUNUM FYRIRTÆKISINS ER SÓAÐ.” „HANN VAR Í SJÁLFHELDU Á ÞRÍTUGUSTU OG SJÖTTU HÆÐ.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... stundum á óvæntum stöðum. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HAFÐU ÞETTA Í MATINN NÆSTU SJÖ DAGANA! Í ALVÖRU? FINNST ÞÉR ÞETTA SVONA GOTT? NEI! ÞAÐ ER BARA BESTA LEIÐIN TIL ÞESS AÐ VERÐA ÓNÆMUR! SPARK PAVLOV VAR SNIÐUGUR Helgi R. Einarsson sendi mér„Smá meðlæti“ með lausn sinni á laugardagsgátunni. Fyrst er „Gaman“: Mér leiðist gaspur og gort, en gleðst þegar vel er ort um ástir og vín, eða græskulaust grín og glórulaust eðli vort. Og síðan „Stutt gaman“: Er hún karlinn kyssti, kossinn djúpt ei risti. Á lærið sló, varð um og ó og áhugann svo missti. Helgi Ingólfsson er á öðrum nót- um: Að kvöldlagi kemur hann Páll inn, kankvís hann læðist svo þjáll inn, syngur og stríðir, en sofnar um síðir ef sá er á honum gállinn. Guðmundur Arnfinnsson yrkir um „Sjóarann sjóhrædda“: Vermundur sjóinn fast sótti, þó síst hann plagaði ótti í þrælfínu standi á þurru landi, hann sérlega sjóhræddur þótti. Ólafur Stefánsson skrifar um „tannálfinn“ á Leir: „Tannsi heim- sóttur, sem ruslaði út endajaxli og fleiri jöxlum. Nú er „gleði mín djúp og rík“ eins og hjá Stefáni frá Hvítadal“: Kvíðinn lengi kraumað hafði, komið var að endahnút. Tók að verkja, tannbrot lafði, tímabært að hreinsa út. Firnaskjótt varð af með eina, önnur fylgdi, en blóðið rann. Tannsi kvein mín tók til greina, tala því vel um slíkan mann. Mér er létt og lífið betra, lít ég fram á veginn rór. Færð þótt versni’ og fari’ að vetra, finnst mér enginn vandi stór. Hannes Hafstein orti þessa þing- vísu 1911: Elskulegi Múli minn mikið gull er túli þinn; en vendu þig af þeim vonda sið að velta þér yfir kvenfólkið. Karl Friðriksson vegaverkstjóri yrkir og talar um „karlagrobb“: Lífs við stopul lukkukjör lenti eg oft í slarki. Skotið hef þó ástarör aldrei framhjá marki. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Stutt gaman og tannálfurinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.