Morgunblaðið - 15.11.2019, Síða 32

Morgunblaðið - 15.11.2019, Síða 32
32 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2019 Undankeppni EM karla 2020 H-RIÐILL: Tyrkland – Ísland..................................... 0:0 Albanía – Andorra.................................... 2:2 Frakkland – Moldóva............................... 2:1 Staðan: Frakkland 9 7 1 1 23:6 22 Tyrkland 9 6 2 1 16:3 20 Ísland 9 5 1 3 12:10 16 Albanía 9 4 1 4 16:12 13 Andorra 9 1 1 7 3:18 4 Moldóva 9 1 0 8 3:24 3  Frakkland og Tyrkland eru örugg um sæti á EM. A-RIÐILL: Tékkland – Kósóvó................................... 2:1 England – Svartfjallaland ....................... 7:0 Staðan: England 7 6 0 1 33:6 18 Tékkland 7 5 0 2 13:10 15 Kósóvó 7 3 2 2 13:12 11 Búlgaría 7 0 3 4 5:17 3 Svartfjallaland 8 0 3 5 3:22 3  England og Tékkland eru örugg um sæti á EM. B-RIÐILL: Portúgal – Litháen ................................... 6:0 Serbía – Lúxemborg ................................ 3:2 Staðan: Úkraína 7 6 1 0 15:2 19 Portúgal 7 4 2 1 20:6 14 Serbía 7 4 1 2 15:15 13 Lúxemborg 7 1 1 5 7:14 4 Litháen 8 0 1 7 5:25 1  Úkraína er örugg um sæti á EM. Undankeppni EM U21 Armenía – Írland...................................... 0:1 Staðan: Írland 6 4 1 1 8:2 13 Ísland 4 3 0 1 10:6 9 Ítalía 3 2 0 1 6:0 6 Svíþjóð 3 2 0 1 9:3 6 Armenía 5 1 0 4 3:9 3 Lúxemborg 5 0 0 5 0:16 0 KNATTSPYRNA Þýskaland Lemgo – Flensburg ............................. 18:27  Bjarki Már Elísson skoraði 4 mörk fyrir Lemgo. Leipzig – RN Löwen ........................... 28:29  Viggó Kristjánsson var ekki á meðal markaskorara Leipzig.  Alexander Pet- ersson skoraði 5 mörk fyrir Löwen. Krist- ján Andrésson þjálfar liðið. Frakkland París SG – Montpellier........................ 35:30  Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7 mörk fyrir PSG. Svíþjóð Alingsås – Önnered............................. 27:21  Aron Dagur Pálsson var ekki á meðal markaskorara Alingsås. HANDBOLTI Undankeppni EM kvenna Ísland – Búlgaría..................................69:84  Fyrsti leikur í nýrri undankeppni. Evrópudeildin Panathinaikos – Alba Berlín ..........105:106  Eftir tvær framlengingar.  Martin Hermannsson skoraði 20 stig, átti 10 stoðsendingar og tók 3 fráköst fyrir Alba Berlín. Danmörk Randers – Horsens ...............................96:61  Finnur Freyr Stefánsson þjálfar Hor- sens. NBA-deildin Houston – LA Clippers...................... 102:93 Charlotte – Memphis ....................... 117:119 Boston – Washington ....................... 140:133 Minnesota – SA Spurs ..................... 129:114 LA Lakers – Golden State................. 120:94 Portland – Toronto........................... 106:114 Orlando – Philadelphia ...................... 112:97 KÖRFUBOLTI HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: KA-heimilið: KA/Þór – Stjarnan ..............18 1. deild karla, Grill 66-deildin: Kaplakriki: FH U – Haukar U.............19:30 Laugardalshöll: Þróttur – Grótta ........19:30 Víkin: Víkingur – Valur U .........................20 TM-höllin: Stjarnan U – Þór Ak. ..............20 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Víkin: Víkingur – Fylkir ............................18 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Hertz-hellirinn: ÍR – Fjölnir................18:30 Njarðtaksgryfjan: Njarðvík – Þór A...18:30 Blue-höllin: Keflavík – KR ...................20:15 1. deild karla: Selfoss: Selfoss – Höttur ......................19:15 Stykkishólmur: Snæfell – Álftanes......19:15 Í KVÖLD! FÓTBOLTI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Magnaður árangur Íslands í síðustu þremur undankeppnum, sem og í lokakeppni EM 2016, er ástæða þess að íslenska karlalandsliðið í fótbolta á enn von um að komast á EM næsta sumar. Sá árangur skilaði liðinu í 10. sæti á styrkleikalista UEFA á mikil- vægum tímapunkti í desember 2017, ofar en lið á borð við Svíþjóð, Dan- mörku, Írland, Tékkland, Tyrkland og þannig mætti áfram telja. Nú ættu landsmenn að bíða spenntir eftir föstudeginum 22. nóvember. Draumurinn um að komast beint á EM 2020 í gegnum undankeppnina er úr sögunni eftir markalaust jafn- tefli við Tyrki í Istanbúl í gærkvöld. Flott frammistaða íslenska liðsins dugði ekki til sigurs en Hörður Björgvin Magnússon var þumlungi frá því að tryggja Íslandi sigur seint í leiknum þegar skalli hans var var- inn á marklínu. Tyrkir og Frakkar eru hins vegar nú öruggir um efstu tvö sæti H-riðils og þar með sæti á EM, þó að enn sé ein umferð eftir. En löngu áður en þessi undan- keppni hófst í mars síðastliðnum var ljóst að frækinn árangur síðustu ára kæmi til með að skapa „varaleið“ á EM fyrir Íslendinga. Þessi varaleið felst í umspili tengdu Þjóðadeildinni, sem fram fer 26. og 31. mars, og nú skal hún farin. Það ræðst endanlega næsta föstu- dag hvaða þjóðum Ísland mætir í umspilinu, en sem stendur er líkleg- ast að Ísland spili heimaleik við Búlgaríu, Ísrael, Rúmeníu eða jafn- vel Ungverjaland á Laugardalsvelli 26. mars, með framlengingu og víta- spyrnukeppni ef til þarf. Dregið verður á milli þessara þjóða næsta föstudag eins og til þarf. Vinni Ís- land leikur liðið svo úrslitaleik (sem gæti einnig verið við einhverja þess- ara fjögurra þjóða, en mögulega einnig Slóvakíu, Írland eða Norður- Írland) 31. mars og verður einnig dregið um það á föstudaginn hvort sá leikur yrði á Laugardalsvelli eða útivelli. Tveir bættust á meiðslalistann Já, vonin lifir, vegna þess að Ís- land var svo hátt skrifað að það var sett í A-deild Þjóðadeildarinnar þeg- ar henni var komið á laggirnar. Það mátti hins vegar ekki miklu muna að liðið þyrfti enga varaleið og færi á EM í gegnum undankeppnina. Það að Tyrkir skyldu landa fjórum stig- um í rimmum sínum við heimsmeist- ara Frakka núllaði hins vegar út þann árangur Íslands að ná fjórum stigum gegn Tyrkjum, og gerði tap Íslands gegn Albönum of dýrkeypt. Vonin hefði enn lifað með sigri í gærkvöld og satt best að segja mátti litlu muna. Íslenska liðið skapaði sér reyndar varla færi stærstan hluta leiksins, en vörnin gaf nánast engin færi á sér og máttlítil skot Tyrkja utan teigs enduðu alltaf í höndum Hannesar Þórs Halldórssonar. Erik Hamrén reyndi að blása til sóknar með þá Alfreð Finnbogason, Kolbein Sigþórsson og Jón Daða Böðvarsson alla í byrjunarliðinu en því miður var lítið búið af leiknum þegar Alfreð meiddist illa á öxl og varð að fara af velli. Arnór Ingvi Traustason fór einnig meiddur af velli í leiknum í seinni hálfleik, og þessi skakkaföll bættust við talsverð skakkaföll fyrir leikinn. Einhvern tímann hefði ís- lenska liðið kannski átt erfiðara með að eiga við þessa stöðu en það vant- aði lítið upp á til að það fagnaði sigri í Istanbúl, með hættulegum sóknar- lotum á lokakaflanum, og hugsan- lega hefði Jón Daði átt að fá víta- spyrnu í blálokin. Tækifæri til að hleypa þeim óreyndari að á sunnudag Nú er aðeins eftir leikur við Mol- dóvu á sunnudaginn en þar er að engu að keppa. Þar gætu því óreyndari leikmenn fengið tækifæri til að spreyta sig, eins og hinn 21 árs gamli Mikael Anderson sem kom sprækur inn á síðustu mínúturnar í sínum fyrsta mótsleik fyrir Ísland, í stöðu þar sem Ísland þurfti mark en hafði sárafáa kosti á varamanna- bekknum til að auka sóknarþung- ann. Arnór Sigurðsson er sömuleiðis smám saman að spila sig inn í liðið og leysti Alfreð af hólmi í gær, Jón Guðni Fjóluson gæti fengið annað tækifæri í vörninni, sem og Sverrir Ingi Ingason, og kannski er hér kominn tími til að gefa öðrum mark- verði mótsleik á ferilskrána. Tyrkjum ber að hrósa fyrir það að hafa þegar tryggt sér sæti á EM, ekki búnir að fá á sig nema þrjú mörk í níu leikjum í undankeppninni (þar af tvö frá Ragnari Sigurðssyni á Laugardalsvelli). Þeir fengu „sturl- aðan“ stuðning í Istanbúl í gær og fögnuðu EM-sætinu vel, og vonandi fær Ísland nú tækifæri til að tryggja sér sömuleiðis EM-sæti á heimavelli, með sturlaðan stuðning við bak sitt á köldum marskvöldum í Reykjavík. Bíða nú kalds mars  Ísland fer í umspil 26. mars  Ræðst næsta föstudag hver verður andstæðingur upp úr undankeppni EM endanlega úr sögunni eftir markalaust jafntefli í Istanbúl  Gleði og sorg Arnór Sigurðsson gengur dapur af velli en Tyrkir fagna EM- sætinu sem jafnteflið tryggði þeim. Heimsmeistarar Frakka eru komn- ir í efsta sæti H-riðils, riðils Íslands í undankeppni EM, og halda því sæti með sigri á Albaníu í loka- umferðinni á sunnudag. Efsta sætið er dýrmætt upp á röðun í styrk- leikaflokka fyrir lokakeppni EM, sem nú er endanlega ljóst að Frakk- ar verða með í. Frakkar léku hins vegar illa í gær og lentu undir á heimavelli gegn botnliði Moldóvu sem er með 3 stig í riðlinum. Raphael Varane jafnaði metin í fyrri hálfleik og Oli- vier Giroud skoraði sigurmark úr vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leiks- lok, líkt og hann gerði sigurmarkið í 1:0-sigrinum gegn Íslandi úr víta- spyrnu í síðasta mánuði. Giroud er markahæstur Frakka í undan- keppninni með fimm mörk. Í hinum leik riðilsins sýndu An- dorramenn að þeir eru á réttri leið, en þeir eru komnir með fjögur stig í undankepppninni eftir 2:2-jafntefli við Albaníu á útivelli. Andorra komst yfir snemma í seinni hálfleik þegar Cristian Martínez skoraði sitt annað mark en Albanía náði að jafna. sindris@mbl.is Moldóva komst yfir gegn heimsmeisturunum AFP Sigurmark Olivier Giroud skorar hér sigurmarkið gegn Moldóvu úr víti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.