Morgunblaðið - 15.11.2019, Síða 34
34 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2019
þá fer íslenska liðið til Grikklands.
Lið Búlgaríu stjórnaði leiknum vel
í gær. Þær eru augljóslega betur á
sig komnar líkamlega. Sterkari á fót-
unum og sneggri. Þeim tókst ágæt-
lega að nýta sér það bæði í vörn og
sókn. Leikstjórnandinn lágvaxni,
Viktoriya Stoycheva, er þó ekki mikil
á velli en stjórnaði sínum konum eins
og herforingi. Var sífellt að koma
skilaboðum til samherja sinna og gaf
skipanir út um allt hús. Ég er hér um
bil viss um að hún hafi einnig gefið
sjúkraþjálfara búlgarska liðsins
skipanir þegar mest gekk á. Enda
var sóknarleikur Búlgara agaður og
árangursríkur. Þegar íslenska liðið
gerði áhlaup og minnkaði muninn þá
tókst þeim búlgörsku að slíta sig frá
á ný.
Slæm skotnýting íslenska
liðsins gegn Búlgaríu
Tap í fyrsta leiknum í undankeppni EM kvenna í Laugardalshöllinni
Morgunblaðið/Hari
Stopp Brotið á Lovísu Henningsdóttur í hennar fyrsta A-landsleik í Laugardalshöllinni í gær.
Í HÖLLINNI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Íslenska kvennalandsliðið í körfu-
knattleik átti erfitt uppdráttar gegn
Búlgaríu í fyrsta leik sínum í undan-
keppni EM í Laugardalshöllinni í
gærkvöldi. Búlgaría vann sann-
gjarnan sigur 84:69 og var með for-
ystuna allan leikinn eftir að hafa
byrjað af krafti og náð tíu stiga for-
skoti eftir tæpar fjórar mínútur.
Á meðan ég horfði á Búlgaríu
koma sér upp góðu forskoti velti ég
því fyrir mér hvernig þær gátu tapað
öllum leikjum sínum í síðustu und-
ankeppni eins og raunin varð. Þjálf-
ari Búlgaríu sagði hins vegar á vef
FIBA að leiknum loknum að frammi-
staðan væri sú besta sem búlgarska
liðið hefði sýnt í mörg ár.
Hjá íslenska liðinu gekk hins veg-
ar fátt upp í sókninni og það sést ef
litið er til skotnýtingarinnar. Aðeins
fjögur af tuttugu og fjórum þriggja
stiga skotum rötuðu rétta leið og við
slíkar aðstæður er erfitt að vinna.
Helena Sverrisdóttir er með þá byrði
á bakinu að hún þarf að eiga góðan
leik til að Ísland eigi möguleika á
sigri. Ekki var þetta hennar dagur
en Helena hitti úr þremur af átján
skotum og ekki gerði það Íslandi
auðveldara fyrir. Hún skilaði hins
vegar átta stoðsendingum og ellefu
fráköstum.
Einn af fáum ljósum punktum sem
sjá mátti hjá íslensku liðinu í þetta
skiptið var að leikmenn hættu aldrei
að berjast og héldu áfram að reyna
að saxa á forskotið þar til leiktíminn
rann út. Sá þáttur er alla vega í góðu
lagi. Undir lok leiksins komu til
dæmis Sigrún Björg Ólafsdóttir og
Dagbjört Karlsdóttir inn á af bekkn-
um og börðust um hvern bolta þótt
staðan væri vonlítil. Unnu sér vafalít-
ið inn fleiri mínútur í næsta leik fyrir
vikið. Sá leikur verður enn erfiðari en
Laugardalshöll, Undankeppni EM
kvenna, fimmtudaginn 14. nóvember
2019.
Gangur leiksins: 3:6, 5:13, 9:15,
15:19, 17:25, 20:30, 28:33, 28:40,
35:44, 42:49, 46:54, 52:64, 55:70,
55:73, 60:78, 69:84.
Ísland: Hildur Björg Kjartansdóttir
15/13 fráköst, Helena Sverrisdóttir
14/11 fráköst/8 stoðsendingar,
Gunnhildur Gunnarsdóttir 8, Þóra
Kristín Jónsdóttir 7/6 stoðsend-
ingar, Hallveig Jónsdóttir 7, Sylvía
Rún Hálfdanardóttir 7/10 fráköst,
ÍSLAND – BÚLGARÍA 69:84
Lovísa Björt Henningsdóttir 4, Dag-
björt Dögg Karlsdóttir 2, Sigrún
Björg Ólafsdóttir 2, Guðbjörg Sverr-
isdóttir 2, Sara Rún Hinriksdóttir 1.
Fráköst: 24 í vörn – 21 í sókn.
Búlgaría: Hristina Ivanova 25, Dim-
ana Georgieva 12, Violina Kocheva
11, Gergana Ivanova 9, Viktoriya Sto-
ycheva 8, Radostina Dimitrova 7, Iva
Kostova 6, Teodora Dineva 4, Ev-
genia Natskina 1, Gabriela Kostova 1.
Fráköst: 31 í vörn – 12 í sókn.
Villur: Ísland 22 – Búlgaría 22.
Áhorfendur: 1.518.
Ég er á því að það sé ekki
hægt að vera betra liðið í hand-
boltaleik og tapa honum. Liðum
finnst þau oft vera betri ef þau
eru með fimm marka forskot í
40 mínútur af 60 en að mínu
mati gengur það ekki upp.
Ef lið skorar fyrstu fimm
mörkin í handboltaleik og er
með 5-6 marka forystu þar til
tíu mínútur eru eftir, en tapar
svo leiknum, myndu flestir þjálf-
arar tala um að sitt lið hefði ver-
ið betra í 50 mínútur.
Staðreyndin er hins vegar
sú að liðið sem er undir skorar
alveg jafn mikið af mörkum og
liðið sem er yfir á meðan mun-
urinn helst í 5-6 mörkum.
Hægt er að setja upp svipað
dæmi í körfubolta. Annað liðið
vinnur fyrsta leikhlutann með 15
stigum, annar og þriðji leikhluti
eru hnífjafnir en svo vinnur hitt
liðið fjórða leikhlutann með 16
stigum og leikinn með einu stigi.
Liðinu sem var 15 stigum
yfir stærstan hluta leiks fannst
það sennilega betra í þrjá leik-
hluta af fjórum, þótt stað-
reyndin sé sú að liðið var aðeins
betra í einum leikhluta af fjór-
um.
Ég veit að það eru alls ekki
allir sammála þessu og þeir
handbolta- og körfuboltaþjálf-
arar sem gætu lesið þetta eru
sennilega þeir sem eru mest
ósammála, en það er allt í lagi.
Þá vil ég nýta tækifærið til
að hrósa forráðamönnum Vals
fyrir vinnubrögðin er þeir sögðu
upp samningi Sveins Arons
Sveinssonar handboltamanns.
Sveinn var dæmdur í fangelsi
fyrir stórhættulega líkamsárás
og Valsmenn voru fljótir að reka
hann. Atvik sem þetta verður að
hafa afleiðingar á stöðu íþrótta-
manna.
BAKVÖRÐUR
Jóhann Ingi
Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Martin Her-
mannsson og
samherjar hans
hjá Alba Berlín
unnu ótrúlegan
106:105-sigur á
Panathinaikos í
Grikklandi í gær
í Euroleague,
sterkustu keppni
Evrópu. Tví-
framlengja
þurfti leikinn til að fá fram úrslit.
Martin átti risastóran þátt í sigr-
inum og endaði með „tvöfalda
tvennu“. Hann skoraði 20 stig og
var stigahæstur í sínu liði, og gaf
auk þess tíu stoðsendingar, flestar í
sínu liði. Þá tók hann einnig þrjú
fráköst. Skoraði Martin gríðarlega
mikilvægar körfur, til að mynda
síðustu stig Alba í venjulegum leik-
tíma en að honum loknum var stað-
an 88:88. Hann jafnaði sömuleiðis
metin í 98:98 þegar 19 sekúndur
voru eftir af fyrri framlengingunni.
Luke Sikma, liðsfélagi Martins,
skoraði sigurstigið af vítalínunni 8
sekúndum fyrir leikslok, ofan á
tveggja stiga körfu sína.
Sigurinn var sá fyrsti hjá Alba
síðan í fyrstu umferðinni gegn Ze-
nit, eftir sex tapleiki í röð. Næsti
leikur liðsins í keppninni er á
heimavelli gegn Rauðu stjörnunni
frá Serbíu.
Magnaður
Martin og
mikið drama
Martin
Hermannsson
FÓTBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona
í knattspyrnu, er búin að semja við
Selfoss til tveggja ára eins og fram
kom í blaðinu í gær. Um miklar gleði-
fréttir er að ræða fyrir Selfyssinga
enda Dagný ein sigursælasta knatt-
spyrnukona Íslands frá upphafi á er-
lendum vettvangi eftir að hafa orðið
meistari bæði í Þýskalandi og Banda-
ríkjunum. Tíðindin eru hins vegar
ekki uppörvandi fyrir knatt-
spyrnukonur því Dagný segir fjöl-
skyldulífið ekki hafa gengið upp í at-
vinnumennskunni.
„Eins og kvennaboltinn er núna þá
er hann ekki fjölskylduvænn. Ég
þurfti bara að velja á milli þess að
vera með fjölskyldunni eða vera í at-
vinnumennsku. Við hefðum getað
verið áfram úti en það hefði verið al-
gert hark. Það eru ekki miklir pen-
ingar í þessu og þar sem maðurinn
minn var ekki í vinnu þá er vinnutap-
ið mikið. Þegar maður er kona í fót-
bolta þá getur maður ekki einbeitt
sér að því á háum launum eins og hjá
körlunum,“ sagði Dagný og hún skoð-
aði hvernig næsta keppnistímabil í
Bandaríkjunum liti út gagnvart sam-
verustundum með syninum.
„Þegar ég taldi dagana sem ég yrði
í burtu frá syninum á næsta ári þá
hefðu það orðið fjórir mánuðir á átta
mánaða tímabili. Ég var ekki tilbúinn
til þess. Þá reiknaði ég ekki einu sinni
landsliðsferðir með í dæmið,“ benti
Dagný á.
Þurfti að hugsa sig vel um
Dagný hefur leikið í Þýskalandi og
varð meistari með Bayern München.
Spurð um hvort hún hafi skoðað
hvort aðstæður hennar yrðu aðrar
hjá stórliði í Evrópu sagðist hún ekki
hafa skoðað þann möguleika. „Nei, ég
gerði það ekki og finnst ólíklegt að
það hefði komið betur út ef ég á að
vera alveg hreinskilin. Því miður. Ég
þurfti að hugsa mig lengi um því ég
hefði viljað vera lengur í Bandaríkj-
unum út af fótboltanum. Ég var því
svolítið bitur út af þessu en þegar
maður er kominn með fjölskyldu þá
er hún mikilvægari,“ sagði Dagný en
hefur ekki endilega sagt skilið við at-
vinnumennskuna fyrir fullt og allt
enda einungis 28 ára gömul. „Ég ætla
alla vega að halda öllu opnu. Ef ég
fengi almennilegt tilboð sem myndi
henta fjölskyldunni þá myndi ég allt-
af skoða það. Ég gerði tveggja ára
samning við Selfoss og fyrst ég er
kominn til Íslands þá er ég ánægð
með að vera á Selfossi.“
Ræddi ekki við önnur lið
Dagný segir önnur íslensk lið ekki
hafa verið inni í myndinni. „Nei, ekki
var haft samband við mig frá öðrum
félögum. Ég er ekki viss um að fólk
hafi vitað að ég væri að koma heim.
Selfyssingar höfðu rætt við mig áður
en ég hafði ákveðið að koma heim. Ég
veit að hverju ég geng á Selfossi og
veit að umgjörðin er góð hvað fjöl-
skyldulífið varðar. Selfyssingar gera
mér kleift að vera 100% í fótboltanum
og þeir gerðu mjög vel varðandi
Fríðu (Hólmfríði Magnúsdóttur)
þegar hún kom til liðsins eftir barn-
eignarfríi,“ sagði Dagný og hún kem-
ur inn í lið sem er núverandi bik-
armeistari 2019.
„Já, og það eru fimm ár síðan ég
spilaði með Selfossi síðast. Einhverjir
leikmenn eru enn í liðinu en margar
hafa komið inn í liðið eftir það. Við
Fríða höfum aldrei verið saman í fé-
lagsliði. Leikmenn úr yngri lands-
liðum eru að skila sér upp í meist-
araflokk og þetta er mjög spennandi
lið,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir við
Morgunblaðið.
„Fjölskyldan er mikilvægari“
Áframhaldandi dvöl erlendis hefði orðið hark að sögn Dagnýjar Brynjarsdóttur
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Á Selfossi Dagný Brynjarsdóttir handsalar samkomulagið við Selfyssinga.