Morgunblaðið - 16.11.2019, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 16.11.2019, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 1 6. N Ó V E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  270. tölublað  107. árgangur  SKUGGASKIP GYRÐIS ELÍASSONAR ETJA KAPPI VIÐ LYFJA- RISANA NÝTT APÓTEK 4B́ÓKARDÓMUR 48 Sextán Íslendingar hafa greinst með mergæxli fyrir tilstilli rann- sóknarinnar Blóðskimun til bjarg- ar. Þetta var upplýst á ráðstefnu International Myeloma Found- ation, Perluvina – Félags um merg- æxli, Háskóla Íslands og Landspít- ala í gær. Skráðir þátttakendur í rannsókn- inni voru 80.744 talsins. Meira en 62.000 sýni hafa verið send utan til skimunar. 2.101 einstaklingur hef- ur greinst með forstig mergæxlis og 117 með mallandi mergæxli. „Það var ótrúlegur árangur að fá yfir 80 þúsund manns til að vera með í klínískri rannsókn. Við þekkjum ekki neina aðra vísinda- rannsókn þar sem þarf upplýst samþykki og þátttaka hefur verið jafn góð,“ sagði Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor og frum- kvöðull rannsóknarinnar. Hann sagði að gengið hefði vel að safna blóðsýnunum. Örlítið fleiri fundust með forstig merg- æxlis og fleiri greindust með mallandi merg- æxli án ein- kenna, en búist hafði verið við. Greinist for- stig mergæxlis eftir rannsóknir er viðkomandi látinn vita af því og er fylgst með honum t.d. einu sinni á ári. Þeir sem greinast með mallandi merg- æxli fara í eftirlit á 3-4 mánaða fresti. Þeim sem greinast með krabbamein, mergæxli, er vísað til Landspítalans í meðferð. Hún hef- ur gefið mjög góða raun. „Það hef- ur orðið algjör bylting í lífslíkum mergæxlissjúklinga síðustu tíu árin með tilkomu nýrra lyfja,“ sagði Sigurður Yngvi. gudni@mbl.is Sextán greindir með mergæxli  Bylting í meðferð mergæxlissjúklinga Sigurður Yngvi Kristinsson Baldur Arnarson baldura@mbl.is Breytingar gætu orðið á vaxtakjör- um hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS) til upp- byggingar félagslegra íbúða um ára- mótin. Verðtryggð íbúðalán hjá sjóðnum bera 4,2% vexti en til sam- anburðar eru lægstu vextir hjá líf- eyrissjóðunum nú 1,64% . Þetta kemur fram í svari Her- manns Jónassonar, forstjóra ÍLS, við fyrirspurn Björns Arnars Magn- ússonar, forstjóra Brynju hússjóðs. Fylgi skuldabréfaútboðum Morgunblaðið fékk afrit af svar- inu. Sjóðnum er ekki heimilt að fylgja stýrivöxtum SÍ heldur verður að fylgja vöxtum í skuldabréfaútboð- um. Það síðasta fór fram 2012 en síð- an hafa vextir lækkað mikið. „Verði frumvarp það, sem nú er til meðferðar á Alþingi og kveður á um að Íbúðalánasjóður sameinist Mann- virkjastofnun í nýrri Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, að lögum þá opnast möguleiki til að bjóða upp á sanngjarnari vexti, jafnvel þegar á næsta ári. Sameinuð Húsnæðis- og mannvirkjastofnun verður mun bet- ur í stakk búin til að sinna þörfum óhagnaðardrifinna leigufélaga svo sem Brynju, Félagsbústaða og leigu- félags Félagsstofnunar stúdenta og annarra þeirra sem hljóta stofnfram- lög úr almenna íbúðakerfinu en Íbúðalánasjóður getur að óbreyttu,“ skrifaði Hermann. Taki mið af aksturskostnaði Dagur B. Eggertsson, borgar- stjóri Reykjavíkur, kallar eftir breyttu viðhorfi lánastofnana til íbúðalána. Nánar tiltekið telur hann að bankar eigi að gera lántökum kleift að kaupa dýrari íbúðir ef lægri rekstrarkostnaður bifreiða skapar til þess svigrúm. Þá telur Dagur að hagkvæmni húsnæðis utan höfuðborgarsvæðis- ins hafi verið ofmetin með hliðsjón af háum aksturskostnaði. Íbúðalánasjóður boðar lægri vexti á nýju ári  Breytingar boðaðar  Borgarstjóri vill nýtt lánshæfismat Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Á Hlíðarenda ÍLS vill þjóna betur félagslega íbúðakerfinu á Íslandi. MBankarnir endurmeti... »6 Hjúkrunarfræðingar fögnuðu því í Hörpu í gær- kvöldi að 100 ár eru liðin frá stofnun þeirra fyrsta fagfélags, þegar Félag íslenskra hjúkr- unarkvenna var stofnað 18. nóvember 1919. Yfir 800 hjúkrunarfræðingar voru komnir saman í Silfurbergi og Norðurljósasal til að gera sér glaðan dag og var afmælishátíðin í gærkvöldi síðasti viðburðurinn af sjö sem félagið hefur staðið fyrir á aldarafmælinu. Félagið hefur meðal annars staðið fyrir málþingum, hjúkr- unarmessu, sögusýningu og fjölskyldudegi. Sök- um fjöldans varð að skipta veislugestum í tvo sali en veislustjórar voru þau Felix Bergsson og Hera Björk Þórhallsdóttir. Boðið var upp á tónlist og skemmtiatriði. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Yfir 800 hjúkrunarfræðingar fögnuðu 100 ára afmæli Aðalmeðferð fór nýlega fram í skaðabótamáli í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem farið var fram á samtals 2,3 milljarða króna skaðabætur vegna háttsemi stjórnenda fjár- festingarfélags- ins Gnúps. Gnúpur var stofnaður árið 2006. Magnús Kristinsson átti ásamt fjölskyldu sinni 46,5% í fé- laginu. Þá áttu félög í eigu Kristins Björnssonar og þriggja systra hans 46,4% og Þórður Már Jóhannesson átti 7,1%. Bótakröfurnar eru annars vegar vegna millifærslna frá Gnúpi í tengslum við þátttöku Þórðar í fé- laginu árið 2006 og hins vegar vegna skorts á upplýsingum í tengslum við hlutafjáraukningu í Gnúpi í lok árs 2007. Gnúpur átti um tíma stóran hlut í Kaupþingi og FL Group og einnig í Glitni og Bakkavör. Í lok árs 2006 námu eignir félagsins 57 millj- örðum króna en lækkun hlutabréfa- verðs á íslenska markaðinum og mikil skuldsetning leiddi til þess að Gnúpur komst í þrot í byrjun árs 2008. »14 Krefjast 2,3 millj- arða bóta  Tekist á um viðskipti Gnúps Gnúpur Átti m.a. í Glitni og FLGroup.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.