Morgunblaðið - 16.11.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 16.11.2019, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2019 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, kallar eftir því að lána- stofnanir endurmeti greiðslumat vegna íbúðalána m.t.t. rekstrar- kostnaðar bifreiða. Með því að kaupa nýjar og vel stað- settar íbúðir geti lántakar sparað mikil eldsneytis- kaup og því keypt dýrari eignir. Dagur tekur dæmi af einstak- lingi sem á íbúð langt frá vinnu- stað sem kostar 40 milljónir. Bet- ur staðsett íbúð geti til dæmis kostað 50-55 milljónir. Með því að draga úr eldsneytiskaup- um og öðrum útgjöldum vegna bif- reiðar geti lántakinn brúað bilið. Ætti að vera utan Reykjavíkur „Ég tel mjög mikilvægt að þetta sé tekið með í reikninginn og minni á að í aðdraganda síðustu kjarasamn- inga heyrðust ýmsar raddir um að næsta átak í uppbyggingu húsnæðis á viðráðanlegu verði ætti ekki að vera í Reykjavík, eða á höfuðborgar- svæðinu, heldur í klukkutíma- akstursfjarlægð frá höfuðborgar- svæðinu. Þegar reiknað var út hvað þeir sem myndu flytja inn í íbúðirnar þyrftu að borga í samanlagðan hús- næðis- og samgöngukostnað þögn- uðu þessar raddir að miklu leyti. Því að kostnaðurinn við að reka bíl er mjög mikill, þ.m.t. kostnaðurinn, eða tímavirðið, við að vera jafnvel klukkustund aukalega í bíl á dag – og ég tala nú ekki um ef viðkomandi þarf að vera með tvo bíla í rekstri á heimili. Það hlýtur því að vera eitt lykilmarkmið okkar að minnka sam- anlagðan húsnæðis- og samgöngu- kostnað fólks og þá þurfum við að skipuleggja og þróa borg þar sem við styttum bilið milli vinnustaða og heimilis og tryggjum eins góðar almenningssamgöngur og hægt er þar á milli,“ segir Dagur. Þúsundir íbúða í smíðum Fram kom í máli Dags á fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur um uppbygg- ingu í borginni, að um 2.000 nýjar íbúðir komi á markað í borginni á næsta ári. Alls séu um 4.200 íbúðir á framkvæmdastigi í borginni. Spurður um hæga sölu íbúða á sumum reitum í miðborginni segist Dagur líta svo á að íbúðir seljist nú á eðlilegri hraða en áður. Ástandið á markaðnum fyrir nokkrum misser- um, þegar slegist var um íbúðir, hafi verið óeðlilegt. Nú sé meira jafnvægi framundan á markaðnum. „Ég tel að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af sölu íbúða á miðborgarsvæðinu vegna þess að miðborgin er og mun verða mjög eft- irsótt. Það er nær að líta svo á að nú sé einstakt tækifæri til að tryggja sér miðborgareignir vegna þessara mörgu reita og þessa mikla fram- boðs. Því ef við horfum nokkur ár fram í tímann má kannski segja að miðborgin verði fullbyggð og þá verður ekki sama framboð á þessu eftirsótta svæði,“ segir Dagur. Borgarstjóri kynnti áform um uppbyggingu á mörgum reitum nærri miðborginni. Spurður hvort áformin séu raun- hæf, með hliðsjón af niðursveiflunni, segir Dagur borgina fá þær upplýs- ingar frá framkvæmdaaðilum að sumir hafi tryggt fjármögnun en aðrir ekki. Ef einhverjir geti ekki hafist handa geti það skapað tæki- færi fyrir þá sem hafa fjármagn. „Allar greiningar benda til að áfram verði sterk eftirspurn eftir nýjum íbúðum ef þær væru vel stað- settar og á sanngjörnu verði. Slíkar íbúðir ættu að vera megineinkenni uppbyggingarinnar í Reykjavík á næstu árum,“ segir Dagur og bendir á góða sölu íbúða á Hlíðarenda. Fleiri hagkvæmar íbúðir Hann telur aðspurður að í lok kjörtímabilsins, sem verður að óbreyttu árið 2022, verði komið meira framboð á markaðnum. „Ég var búinn að spá því að við fengjum snemma á þessu kjörtíma- bili miklu heilbrigðari húsnæðis- markað; staðan í lok þessa kjörtíma- bils verður sú að það verða mun fleiri íbúðir fyrir þá sem hafa lægri laun, við verðum búin að fjölga félagsleg- um íbúðum hjá Félagsbúðstöðum og stúdentaíbúðum líka. Verktakar verða búnir að byggja fleiri vel stað- settar íbúðir til sölu víða í borginni,“ sagði Dagur sem kvaðst að öðru leyti ekki vilja spá um hvernig markaður- inn yrði. Það sé hlutverk annarra. Víða uppbygging Eins og sjá má á grafinu hér fyrir ofan er fjöldi íbúða í byggingu í öll- um sveitarfélögum á höfuðborgar- svæðinu að Seltjarnarnesi undan- skildu. Þar er takmarkað landrými. Meðal verkefna sem eru á loka- stigi í borginni er bygging 244 leigu- íbúða Félagsstofnunar stúdenta í Vatnsmýri en þær fyrstu verða af- hentar í janúar næstkomandi. Þá kynnti Sigurborg Ósk Haralds- dóttir, formaður samgöngu- og skipulagsráðs, nýtt hverfaskipulag fyrir Árbæ, Ártúnsholt og Selás. Íbúar geti flett því upp í Hverfasjá hvort þeir hafi heimildir til að stækka eða breyta húsnæði. Með nýja skipulaginu verði mun einfald- ara og fljótvirkara að fá breytingar samþykktar. Það geti aftur skilað sér í heimildum fyrir aukaíbúðum í grónum hverfum. Með því nýtist inn- viðir betur. Bankarnir endurmeti greiðslumat  Borgarstjóri telur lægri rekstrar- kostnað bifreiða eiga að vega þyngra Uppbygging íbúða í Reykjavík Framkvæmdum við hátt í 2.000 íbúðir sem nú eru í byggingu verður lokið sumarið 2020. 8.632 íbúðir eru í formlegu skipulagsferli. Uppbyggingaráform á 4.160 íbúðum á þróunar- svæðum eru nú til skoðunar. Heimild: Reykja- víkurborg Íbúðir sem nú eru á fram- kvæmdastigi í Reykjavík 2.515 íbúðir eru í byggingu fyrir almennan markað 1.649 á vegum húsnæðisfélaga Alls 4.164 íbúðir 2,735 1,052 566 459 160 Íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu 2010-2019 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 Hafnarfjörður Mosfellsbær Garðabær Kópavogur Reykjavík Maí 2010 Sept. 2019 H ei m ild :R ey kj av ík ur bo rg Samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins Stúdentaíbúðir og hjúkrunarheimili í Reykjavík; alls um 500 íbúðir eða rými eru ekki meðtalin Dagur B. Eggertsson Blaðamannafélagi Íslands (BÍ) hefur borist stuðnings- yfirlýsing frá Alþjóða- sambandi blaðamanna (IFJ) vegna yfirstandandi kjarabaráttu og verkfalls- aðgerða. Á vef Blaða- mannafélagsins er vitnað í bréf frá Younes Mjahed, forseta IFJ, þar sem félögum í BÍ eru send- ar baráttukveðjur og boðinn fram stuðningur IFJ í yfirstand- andi verkfallsaðgerðum. Önnur lota vinnustöðv- unar BÍ var í gær þar sem myndatökumenn, ljósmynd- arar og blaðamenn á vef- miðlum, sem eru fé- lagsmenn í BÍ og starfa hjá fyrirtækjum innan Samtaka at- vinnulífsins, lögðu niður störf í átta stundir. Alþjóðasamband styður kjarabaráttu  Önnur verkfallslota blaðamanna í gær Alþjóðlega matsfyrirtækið S&P Global Ratings hefur staðfest A/ A-1 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands með stöðugum horfum. Í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu segir, að S&P reikni með lítils háttar sam- drætti á yfirstandandi ári vegna samdráttar í komum ferðamanna til landsins, en að hagvöxtur taki við sér á ný frá og með 2020. Við- námsþróttur hagkerfisins bæði á sviði ríkisfjármála sem og í ytri stöðu þjóðarbúsins sé traustur. Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs endurspegli háa landsframleiðslu á mann, stöðuga stofnanaum- gjörð og skilvirka stefnumótun. Einkunnin taki einnig mið af sterkri stöðu ríkisfjármála eftir verulega niðurgreiðslu skulda á undanförnum árum og takmörk- uðum sveigjanleika peningastefn- unnar, sem þó er tekið fram að hafi aukist eftir losun fjármagns- hafta. Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs gæti hækkað ef staða ríkisfjár- mála og ytri staða þjóðarbúsins styrkist markvert umfram vænt- ingar matsfyrirtækisins. Aftur á móti gæti einkunnin lækkað ef merki kæmu fram um aukinn greiðslujafnaðarþrýsting eða að fjármálastöðugleika væri ógnað á næstu tveimur árum. Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs staðfest

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.