Morgunblaðið - 16.11.2019, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 16.11.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2019 verslunineva LAUGAVEGI 26 verslunin.eva ...NÝ GLÆSILEG SENDING MÆTT Í VERSLUN Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Ekkert samráð var haft við lögregl- una á höfuðborgarsvæðinu þegar Reykjavíkurborg ákvað að ráðast í breytingar á Hagatorgi í Vesturbæ Reykjavíkur. Til margra ára hefur sú venja verið uppi að leita ráða hjá lögreglu þegar ráðast skal í stærri breytingar sem snúa að umferðar- málum og -mannvirkjum. Þetta staðfestir Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hringtorgið Hagatorg hefur mjög verið til umræðu að undan- förnu og hefur Strætó m.a. lokað biðskýli þar svo vagnstjórar gerðust ekki brotlegir við lög, en að stöðva ökutæki á hringtorgi er, samkvæmt umferðarlögum, ekki heimilt. Reykjavíkurborg hefur þrengt mjög að umferð ökutækja um torgið í þeim tilgangi að hægja á umferð ökutækja. Hefur því verið haldið fram að hraðakstur sé stundaður á torginu. Spurður hvort Hagatorg sé þekkt sem slysa- eða hraðaksturssvæði kveður Guðbrandur nei við. „Nei, þetta er ekki hraðaksturs- svæði. Þarna er í gildi 30 km hámarkshraði,“ segir hann. Ný lög breyta engu Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, for- maður skipulags- og samgönguráðs, sagði á mbl.is í gær að með nýjum umferðarlögum sem tækju gildi 1. janúar nk. yrði heimilt að stöðva ökutæki á hringtorgum. Samkvæmt g-lið 1. mgr. 29. gr. nýrra laga má eigi stöðva ökutæki eða leggja því á hringtorgi. Ekki verður séð að lögin geri ráð fyrir að heimilt sé að víkja frá umræddu ákvæði í því tilviki sem um ræðir. Borgin hafði ekki samráð við lögreglu  Hagatorg er ekki þekkt sem slysa- og hraðaksturssvæði Morgunblaðið/Eggert Hagatorg Hringtorgið hefur um árabil verið merkt sem hringtorg. Baldur Þórhallsson, prófessor ístjórnmálafræði, ræddi utan- ríkismál Íslands í viðtali við Morgunblaðið í vikunni. Þar var til umræðu sú staða sem uppi er í alþjóðamálum og áhrifin á Ísland, en einnig þróunin síðustu ár.    Baldur ræddimeðal annars viðbrögðin við bankahruninu fyrir rúmum áratug og sagði að við hefð- um leitað til Bandaríkjanna sem hefðu hafnað að- stoð en bætti svo við: „Það var sótt um aðild að Evrópusambandinu níu mánuðum eftir hrun sem voru dæmigerð viðbrögð lítils ríkis sem lendir í áfalli. Evrópusambandið átti að bjarga okkur á öllum sviðum, hvort sem það væri efnahagslega, pólitískt eða samfélagslega.“    Hann sagði ennfremur aðþarna hefði utanríkisstefnan vitnað um „að menn hafa verið dálítið örvæntingarfullir, á köfl- um. Það má kannski líta á það sem dæmi hvernig aðildarum- sóknin að ESB var höndluð í flýti“.    Vafasamt er að það sé réttgreining að um örvæntingu hafi verið að ræða. Miklu frekar tækifærismennsku stuðnings- manna ESB. En ef þetta var ör- vænting þá sást hún meðal ann- ars í skrifum Baldurs Þórhalls- sonar, frambjóðanda Samfylk- ingarinnar fyrir kosningarnar 2009 og svo varaþingmanns, sem skrifaði á vef flokksins: „[Forystumenn Evrópusambands- ins] eru hins vegar tilbúnir að semja við okkur um inngöngu á 9 til 12 mánuðum.“ Sá spádómur gekk ekki eftir frekar en ýmsir álíka. Baldur Þórhallsson Örvænting eða tæki- færismennska? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Vinna hefur staðið yfir í vikunni við lokun borholu í Seltúni við Krýsuvík og var reiknað með að framkvæmd- irnar gætu haft lokanir í för með sér, samkvæmt því sem fram kemur á vef Hafnarfjarðarbæjar. Loka þurfti holunni sem var farin að gjósa og valda slysahættu, en svæðið við hol- una hefur verið lokað síðan í febrúar. Seltún er eitt helsta hverasvæðið í Krýsuvík og þar er hægt að ganga á milli leir- og gufuhvera. Fjöldi ferða- manna leggur leið sína á svæðið á hverju ári. Hafnarfjarðarbær fékk leyfi Um- hverfisstofnunar til að gera við bor- holun þar sem hverasvæðið er í Reykjanesfólkvangi, sem er frið- lýstur. Það var mat Umhverfisstofn- unar að þó svo að framkvæmdin gæti haft tímabundin neikvæð áhrif á gesti á bílaplani og göngupalli væri ekki líklegt að hún hefði áhrif á nátt- úrufar og verndargildi svæðisins. Borholu lokað í Seltúni í Krýsuvík  Slysahætta eftir að holan fór að gjósa Morgunblaðið/Eggert Útivist Fjöldi fólks leggur leið sína á hverasvæðið við Krýsuvík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.