Morgunblaðið - 16.11.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.11.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2019 Miðstöð íslenskra bókmennta birtir í dag, á degi íslenskrar tungu, nýja könnun á viðhorfi Íslendinga til bóklestrar og fleiri þátta. Niðurstöðurnar sýna að lestur hefur heldur aukist frá því að sam- bærileg könnun var gerð síðast fyr- ir tveimur árum. Skýringin er m.a. rakin til aukinnar notkunar hljóð- bóka. Meðalfjöldi lesinna bóka var 2,3 bækur í nýju könnuninni en var 2 bækur í könnuninni fyrir tveimur árum. Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar höfðu um 66% svarenda lesið eða hlustað á bók eða bækur á síðastliðnum 30 dögum. Afkasta- mestu lesendurnir eru konur og barnafjölskyldur og ungt fólk les mikið á öðrum tungumálum en ís- lensku. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar, eða um 76%, telur op- inberan stuðning við bókmenntir mikilvægan. „Greinilegt er að sam- tal um bækur lifir góðu lífi og hefur mikil áhrif á hvað fólk les,“ segir í tilkynningu Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Svarendur með tvö eða fleiri börn á heimili lásu fleiri bækur en þeir sem ekki eru með börn á heim- ilinu. Lestur hefðbundinna bóka er marktækt minni í ár en í síðustu könnun. Zenter rannsóknir framkvæmdi könnunina og hún fór fram dagana 10. til 21. október sl. Úrtakið var 2.978 manns, 18 ára og eldri. Svar- hlutfallið var 51%. Lestur landsmanna eykst Morgunblaðið/Eggert Bóklestur Bækur eru lesnar við ýmsar aðstæður, m.a. í heitu pottunum.  Ný lestrarkönnun birt á degi íslenskrar tungu í dag Listaverkið í Reykjavíkurtjörn, sem er eftir Nínu Sæmundsson, nefnist Hafmeyjan en ekki Litla hafmeyjan eins og stóð í myndatexta í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á þessu ranghermi. LEIÐRÉTT Hafmeyjan heitir hún „Sjávarútvegs- fyrirtæki hafa gríðarlega sterka stöðu og hún mun styrkj- ast verulega næstu ár vegna tæknibreytinga. Í fyrirtæki á fé- lagssvæði Dríf- anda í Vest- mannaeyjum voru eitt sinn 45-48 verkamenn á 12 tíma vöktum í upp- sjávarfiskvinnslu. Nú þarf aðeins 12 á hvora vakt. Afköstin hafa hins vegar farið úr því að vera 160 tonn á sólarhring upp í 350 tonn,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, m.a. í pistli á vef ASÍ þar sem hún fjallar um Samherjamálið. Hún segir af- köstin aukast verulega en launa- kostnað minnka að sama skapi. Arðurinn margfaldist, sem og völd og áhrif. „Þetta er að gerast núna. Eftir stendur verkefnið að launa- fólk njóti arðsins og samfélagið allt en úthlutun gæðanna verði ekki á valdi einstakra fyrirtækja eftir hentisemi stjórnenda,“ segir Drífa. Launafólk njóti arðsins Drífa Snædal Verð 32.980 Verð 29.980 Verð 27.980 Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Skipholti 29b • S. 551 4422 VANDAÐAR YFIRHAFNIR Fylgdu okkur á facebook Vind og vatnsvarðar, hetta í kraga kr. 39,900,- Buxur kr. 8.900.- Str. S-XXL • Ökklasídd Opið 11-15 í dag Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook FORELDRAHANDB6KIN Hagnytar upplysingar, radleggingar og reynslusogur foreldra auk fjolda greina eftir serfrredinga. 440 bladsfdur fullar af fr6dleik um flest allt sem nybakada foreldra fysir ad vita og gott er ad hafa a einum stad. Komin attur! Meo viob6tum 09 uppfreroum upplysingum. FORELDRAHANDBOKIN I >1 . u n , 11,., u , rf"o,.,., "·• ,,..,.,11,.na, N•u• • • ! ' " '.m ., ••• . i u ,• •, h • • • • / • " ' " • •h61 / J " •u • • • ; • KOMIN iN.lESTU VERSLUN OG A EDDA.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.