Morgunblaðið - 16.11.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.11.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2019 Tíu skákmeistarar sem hafa unnið samtals fjórtán heimsmeistaratitla í ýmsum aldursflokkum, eru væntan- legir á Isey-skyr skákhátíðina sem hefst á Selfossi í næstu viku. Þetta er heimsmeistaramót og koma kepp- endur víða að. Þar á meðal eru þrír Ís- lendingar sem hafa unnið heims- meistaratitil í skák, þeir Hannes Hlífar Stefánsson og Héðinn Steingrímsson urðu heimsmeistarar í flokki 16 og 12 ára og yngri árið 1987 og Helgi Áss Grétarsson varð heimsmeistari ung- menna 20 ára og yngri árið 1994. Frá fjórum álfum Erlendir keppendur heimsmeist- aramótsins koma frá fjórum heims- álfum, frá Kasakstan í austri til Bras- ilíu í vestri. Á meðal keppenda eru tvær ungar skákkonur frá Kasakstan og Íran sem eru meðal bestu skák- kvenna í heimi. Dinara Saduakassova frá Kasakstan hefur þrívegis orðið heimsmeistari í mismunandi flokkum og Sarasadat Khademalsharie frá Íran hefur bæði orðið heimsmeistari í flokki 12 ára og yngri og heimsmeist- ari 16 ára og yngri í hraðskák. Egyptinn Ahmed Adly sem varð heimsmeistari í flokki 20 ára og yngri 2007 tekur þátt í mótinu sem og Rafael Leitão frá Brasilíu, heims- meistari 12 ára og yngri 1991 og heimsmeistari 18 ára og yngri árið 1996. Hinn 17 ára Semyon Lomasov, heimsmeistari 14 ára og yngri 2016, er yngsti þátttakandinn í mótinu. Mikhail Antipov, heimsmeistari 20 ára og yngri 2015, teflir einnig á mótinu sem og Sergei Zhilgalko frá Hvíta- Rússlandi Auk heimsmeistaramótsins verða margir aðrir viðburðir á alþjóðlegu skákhátíðinni. Haldið verður opna Suðurlandsmótið í skák, Íslandsmót í Fischer-slembiskák, skákkennara- og dómaranámskeið, barnaskákmót, hraðskákmót og málþing um stöðu skákíþróttarinnar á Íslandi. Keppt um riddarann Opnunarhátíð skákhátíðarinnar verður næstkomandi mánudagskvöld og hefst klukkan 19:30. Þar munu Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráð- herra, og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, flytja tölur. Auk þess verður dregið þar í töfluröð og boðið upp á tónlistaratriði. Opna Suðurlandsmótið í skák er sjö umferða skákmót með 600 þúsund kr. í verðlaunafé. Auk þess að keppa um verðlaunafé er att kappi um Suð- urlandsriddarann sem skorinn er út af Sigríði Jónu Kristjánsdóttur, útskurð- armeistara á Grund í Flóa. Íslands- mótið í Fischer-slembiskák er at- skákmót og fer það fram laugardaginn 23. nóvember. Tíu skákmeistarar væntanlegir á Isey-skyr skákhátíðina Teflt af öllu afli á heimsmeist- aramóti í skák á Selfossi Morgunblaðið/Ómar Stórmeistari Hannes Hlífar Stef- ánsson tekur þátt í Selfossmótinu. Kerhóll, eldsumbrot, spor-baugur og hnattstaðaeru íslensk orð sem ölleru hugargjörð Jónasar Hallgrímssonar, náttúrufræðingsins og listaskáldsins sem dagur ís- lenskrar tungu, 16. nóvember, er tileinkaður. Jón- as er einnig höf- undur orðsins jarðfræði og því þótti við hæfi að vefurinn www.is- lenskeldfjoll.is sem er opinbert uppflettirit og heildaryfirlit um virkar eldstöðvar á Íslandi, alls 32 talsins, væri opnaður í dag. Eld- stöðvar þessar eru til dæmis Askja, Bárðarbunga, Öræfajökull, Hekla, Katla, Eyjafjallajökull og Reykja- nesskagi. Samstarf margra Eldfjallavefsjáin er samstarfs- verkefni Veðurstofu Íslands, Jarð- vísindastofnunar Háskóla Íslands og almannavarnadeildar Ríkislög- reglustjóra auk þess sem fjöldi sér- fræðinga á Íslandi og í útlöndum hefur lagt verkefninu lið. Þykir nauðsynlegt að þessar upplýsingar séu allar tiltækar og almenningi að- gengilegar, bæði í öryggisskyni og vegna þess hve áhugi almennings á jarðfræði og undrum náttúrunnar er mikill. „Þessi vefsmíði hefur staðið lengi yfir,“ segir Bergrún Óladóttir jarð- fræðingur í samtali við Morgun- blaðið. „Við hófumst handa fljótlega eftir Eyjafjallagosið 2010 við hönn- un og upplýsingaöflun en þá reynd- ist vera þörf erlendis á upplýs- ingum um íslensk eldfjöll. Ensk útgáfa fór í loftið 2016 og fyrir nokkrum misserum fengum við svo styrk til að koma efninu yfir á ís- lensku. Þetta hefur verið mjög áhugavert verkefni og gaman að kynnast þeim mikla fjölda orða á ís- lensku máli sem eru höfundarverk Jónasar.“ Skáldið Jónas Hallgrímsson (1807-1845) er talinn einn braut- ryðjenda íslenskra náttúruvísinda. Hann tók lokapróf í náttúruvís- indum árið 1838 með jarðfræði og steinafræði sem sérgrein. Samhliða rannsóknum og skrásetningu á náttúru Íslands orti Jónas eins og enginn væri morgundagurinn, sem skóp honum nafn. Sitthvað af því sést á vefnum góða, sem fólk getur kynnt sér á dagskrá Árnastofnunar í Gamla bíói í dag, laugardaginn 16. nóvember, milli klukkan 15-17. Margt í orðabanka Af öðru góðu í orðabanka Jón- asar má nefna orð eins og aðdrátt- arafl, félagsandi, heiðardalur, himingeimur, heimahöfn og hring- braut. Einnig huldumey, hundsvit, miðbaugur, páfagaukur, sjónauki, skötuselur og þrumrödd. sbs@mbl.is Eldstöðvar á einum vef Náttúran! Enginn hefur gefið íslenskri náttúru jafn sterka rödd og Jónas Hallgrímsson. Orðið jarðfræðingur er hans hugsmíð og fólk í þeirri fræðigrein hefur kortlagt eldfjöll landsins og sett út í netheimana. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Holuhraun Rétta lýsingin á svona hamförum er eldsumbrot en það orð er uppfinning skáldsins Jónasar sem dagur íslenskrar tungu er tileinkaður. Bergrún Óladóttir GÁMASÖLUNNARLOKADAGAR í Hallarmúla 2 4 stólar 19.990 kr. 1 stóll 5.990 kr. Svefnsófi 69.900 kr. Spencer borð 120x80 Áður 24.990 Nú 14.900 kr. Spencer borð 80x80 Áður 19.990 Nú 12.900 kr. Allt að afsláttur60% Bara laugardag og sunnudag Hermaður 179.990 kr. milli kl. 11 og 19 Gunnarbachmann1@gmail.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.