Morgunblaðið - 16.11.2019, Side 16

Morgunblaðið - 16.11.2019, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2019 Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 15. nóvember 2019, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. nóvember 2019 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. nóvember 2019, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagns- tekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetra- gjaldi, gistináttaskatti, fjársýsluskatti, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, árgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins, árgjaldi handhafa markaðsleyfis, veiðigjaldi og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt álagi á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, útvarpsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, auðlegðarskattur og viðbótar auðlegðarskattur, fjármagnstekjuskattur ásamt álagi á ógreiddan fjármagnstekjuskatt, ógreiddur tekjuskattur af reiknuðu endurgjaldi ásamt álagi, búnaðargjald, sérstakur fjársýsluskattur, sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, jöfnunargjald alþjónustu, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 25.000 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 2.500 kr. auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald, fjársýsluskatt, gistináttaskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og kílómetragjald mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. nóvember 2019 Ríkisskattstjóri Sýslumaðurinn á Vesturlandi Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Sýslumaðurinn á Austurlandi Sýslumaðurinn á Suðurlandi Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Suðurnesjum Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Skáksamband Íslands stendur í vet- ur fyrir fræðsluverkefni í grunn- skólum landsins sem miðar að því að gefa kennurum tækifæri til að standa að og efla kennslu í skák í sínum skólum. Grunnskólinn á Þórs- höfn tekur þátt í verkefninu og fékk nýlega í heimsókn stjórnarmann frá Skáksambandi Íslands, Stefán Steingrím Bergsson, sem var einn skóladag með nemendum og kenn- urum og fór með þeim yfir helstu at- riði skáklistarinnar. Verkefninu verður svo fylgt eftir í skólanum með stuðningi og ráðgjöf Skáksambandsins og mun Hilma Steinarsdóttir skólastjóri sinna kennslunni og verður meðal annars boðið upp á skák sem valgrein í skól- anum. „Þetta var góður dagur, hér eru áhugasamir og fínir nemendur,“ sagði Stefán Steingrímur að loknum skóladegi á Þórshöfn, en þangað kom hann eftir fræðslu í grunnskól- anum í Öxarfirði. Þar er mikill skákáhugi, að sögn Stefáns og öfl- ugur kennari sem heldur skákinni að nemendum. Spurt hefur verið hvort skák sé íþrótt, leikur eða list og lík- lega er hún blanda af þessu öllu og sérlega góð hugarleikfimi sem krefst rökhugsunar og framsýni. Þá hafa erlendar athuganir sýnt að skák- iðkun geti eflt félagsfærni nemenda. Stefán skipuleggur þetta fræðslu- verkefni á vegum Skáksambandsins og mun ásamt fleirum frá samband- inu fara í skólana sem óska eftir heimsóknum. Margir skólar á Norðurlandi taka þátt í verkefninu og stefnt er að sveitakeppni skóla á Norðurlandi eftir áramót. Með þessu fræðsluverkefni er vonast til þess að fjölga skólum sem sinna skákkennslu nemenda og ekki síst ná til allra landshluta, sagði Stefán. Hann er áhugamaður um skák frá barnsaldri og hefur unnið að skákvæðingu grunnskóla Reykja- víkur og landsbyggðarinnar síðustu árin. Hann hefur ferðast víða um heim til að keppa í skák og hefur náð ágætis árangri á alþjóðlegum skák- mótum svo sem í Slóveníu síðastliðið sumar. „Að tefla á skákmótum er það skemmtilegasta sem ég geri,“ sagði Stefán að lokum. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Skákkennsla Nemendur og kennarar á Þórshöfn sitja að tafli. Skák og mát í grunnskólanum ÚR BÆJARLÍFINU Birna Konráðsdóttir Borgarfirði Í Borgarfirði var einmuna veður- blíða allt síðasta sumar. Elstu menn muna vart slíkt staðviðri, enda Vesturland betur þekkt fyrir breyti- legt veðurfar. Kættust íbúar mjög yf- ir þessari blíðu, framan af. Er líða tók á sumar fóru ýmsir að ókyrrast. Gróður spratt illa svo bændur horfðu á tún sín gulna í þurrkunum og lax- veiðiárnar urðu ásýndum eins og litl- ar lækjarsprænur. Er sumarið er gert upp má segja að sóldýrkendur hafi fengið það sem þeir óskuðu helst eftir en bændur og laxveiðimenn síður. Allar helstu lax- veiðiár Borgarfjarðar eru hálfdrætt- ingar miðað við meðaltal síðustu tíu ára og heyfengur bænda hefur verið oft verið meiri, alla vega að gæðum.    Er ekið er eftir Norðurárdal í Borgarfirði má sjá að ljósum á bæj- um hefur snarlega fækkað. Eins og staðan er í dag er hefðbundinn bú- skapur á 3-4 jörðum og eru jafnvel blikur á lofti um að fækka muni enn frekar. Ekki er í þessu tilviki hægt að kenna því um að sveitin sé afskekkt þar sem þjóðvegur nr. eitt liggur um dalinn. Menn velta fyrir sér hverju sé um að kenna. Hvort það sé stefna stjórnvalda um minni stuðning við ís- lenskan landbúnað og þar með erf- iðari afkomumöguleikar fyrir bændur eða hvort vandinn liggi í því að eldri kynslóðir stígi of seint upp og afhendi þeim sem yngri eru bús- forráð. Hver sem ástæðan er liggur ljóst fyrir að víða í Borgarfirði eru blikur á lofti um breytingar á búskaparháttum og fækkun í sveitum.    Margir landsmenn þekkja listamanninn Pál Guðmundsson sem býr og starfar í Húsafelli. Hann er m.a. þekktur fyrir andlit sem hann hefur klappað í steina í umhverfi sínu í Húsafelli ásamt steinhörpu sem hann hefur hannað og spilað á af list- fengi. Í haust voru haldnir hátíðar- tónleikar í Reykholtskirkju til heið- urs listamanninum. Tilefnið var 60 ára afmæli listamannsins fyrr á árinu. Kammerkór Suðurlands undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar og Reykholtskórinn undir stjórn Við- ars Guðmundssonar fluttu þar hljóð- myndir Páls, „Hjartað í fjallinu“, auk nokkurra annarra verka en heiti verksins er sótt í kvæði Sigurðar Pálssonar sem hann orti um Pál. Listamaðurinn lék ásamt fleirum undir á hljóðfæri sem hann hefur smíðað, þar með talið flautu úr rab- arbaraleggjum.    Glanni og Paradísarlaut í Norðurárdal eru náttúruperlur sem margir hafa skoðað og dáðst að en jafnframt kvartað undan aðstöðuleysi á svæðinu. Umhverfis- og auðlinda- ráðuneytið hefur nú gert samning við Borgarbyggð um að útbúa þar bíla- stæði og salerni. Mun ríkið leggja til 13 miljónir króna á tveimur árum. Til stendur að byggja salernishús úr timbri á þessu ári og undirbúa bíla- stæði sem verða á 1.500 fermetra svæði. Á næsta ári er fyrirhugað að ganga frá þeim, en lokafrágangur er áætlaður vorið 2021. Gríðarlegur fjöldi ferðafólks heimsækir þetta fal- lega svæði ár hvert og ekki óalgengt að öll bílastæði séu þar upptekin á góðviðrisdögum. Landið er í einka- eigu og verður landeigendum falin framkvæmd verksins, sem bera jafn- framt ábyrgð á því gagnvart ríkinu, en eignast mannvirkin að fram- kvæmdum loknum.    Á Hvanneyri í Borgarbyggð eru nú uppi þær aðstæður að það íbúðar- húsnæði sem kemur í sölu selst á ör- skömmum tíma, svo framarlega sem verðlagning er ekki upp úr öllu valdi. Fólk á öllum aldri sækist í að setjast þar að. Skortur er þó á minni íbúðum fyrir fólk á miðjum aldri sem býr á staðnum en vill selja stærri eignir sínar og fá sér minna og jafnvel hent- ugra húsnæði. Það sem hefur vakið athygli er að margir nýbúar á staðn- um hafa ekkert frekar tengsl við Landbúnaðarháskólann sem er á Hvanneyri, heldur óska sér bara að setja niður heimili á staðnum. Fyrir barnafólk hefur staðurinn upp á að bjóða bæði leik- og grunnskóla sem er heillandi og frelsi til leikja úti við, án hættu frá aðsteðjandi umferð. Eldri kynslóðin sér kannski að á Hvanneyri sameinast bæði sveit og bær. Náttúrufegurð og kyrrð en stutt í alla þjónustu og menningu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Glanni Til stendur að byggja salernishús úr timbri við fossinn Glanna og Paradísarlaut á þessu ári. Tún gulnuðu í þurrkunum og ár þornuðu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.