Morgunblaðið - 16.11.2019, Page 21

Morgunblaðið - 16.11.2019, Page 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2019 Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottum fatnaði. Fatnaður fyrir fagfólk Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að Donald Trump forseti hafi reynt að múta úkraínskum stjórnvöldum með því að setja það skilyrði fyrir aðstoð við Úkraínu að forseti landsins fyrirskip- aði rannsóknir á pólitískum andstæð- ingi Trumps og meintum afskiptum Úkraínumanna af forsetakosningun- um í Bandaríkjunum 2016. Pelosi skírskotar til þess að sam- kvæmt annarri grein stjórnarskrár Bandaríkjanna varðar mútugjöf embættissvipingu: „Forseta, varafor- seta og öllum borgaralegum embættismönnum Bandaríkjanna skal vikið úr embætti þegar þeir eru ákærðir til embættismissis og dæmd- ir fyrir landráð, mútugjafir eða mútu- þágu, eða aðra meiriháttar glæpi og afbrot.“ Þetta er í fyrsta skipti sem forseti fulltrúadeildarinnar sakar Trump um tilraun til að múta Úkraínumönnum með því að halda eftir aðstoð að and- virði nær 400 milljóna dala sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt að veita þeim vegna hernaðar Rússa í austurhéruðum Úkraínu og innlim- unar Krímskaga í Rússland. Trump lét fresta aðstoðinni viku áður en hann ræddi í síma við Volodimír Ze- lenskí, forseta Úkraínu, 25. júlí þegar hann óskaði eftir rannsóknum á póli- tískum andstæðingi sínum og meint- um afskiptum Úkraínumanna af kosningunum í Bandaríkjunum. Að- stoðin var að lokum veitt í september eftir að þingmenn úr röðum demó- krata og repúblikana gagnrýndu þá ákvörðun að halda henni eftir. Aðstoðin skilyrt rannsóknum Bill Taylor, staðgengill sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði, hefur sagt nefnd fulltrúadeildarinnar sem rannsakar meint embættisbrot for- setans að Trump hafi sett það skilyrði fyrir aðstoðinni að stjórnvöld í Úkra- ínu fyrirskipuðu rannsókn á Joe Bi- den, fyrrverandi varaforseta, sem sækist nú eftir því að verða forseta- efni demókrata í kosningunum á næsta ári. The Wall Street Journal segir að Trump og aðstoðarmenn hans hafi ekki rökstutt þá ásökun að Biden hafi beitt sér fyrir því að þá- verandi ríkissaksóknara Úkraínu yrði vikið frá árið 2016 í því skyni að koma í veg fyrir rannsókn á jarðgas- fyrirtækinu Burisma vegna ásakana um spillingu. Trump segir að mark- miðið hafi verið að vernda son vara- forsetans fyrrverandi, Hunter, sem var þá í stjórn fyrirtækisins. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að fullyrðingar Trumps um Biden séu réttar og ástæða þess að varafor- setinn fyrrverandi og fleiri embættismenn vestrænna ríkja beittu sér fyrir brottvikningunni var sú að ríkissaksóknarinn hafði hindr- að saksóknir í spillingarmálum. Trump hefur einnig krafist þess að stjórnvöld í Kænugarði fyrirskipi rannsókn á netþjóni landsnefndar Demókrataflokksins og haldið því fram að hann sé núna í Úkraínu. Sú krafa byggist á þeirri kenningu stuðningsmanna Trumps að það hafi verið Úkraínumenn en ekki Rússar sem hafi brotist inn í tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins til að leka tölvupóstum í fjölmiðla í því skyni að skaða forsetaefni flokks- ins, Hillary Clinton, í kosningunum árið 2016. The Wall Street Journal segir að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að netþjónninn sé eða hafi verið í Úkraínu og kenningin stangist á við niðurstöðu leyniþjón- ustustofnana Bandaríkjanna sem segja að stjórnvöld í Rússlandi hafi staðið fyrir innbrotunum með það að markmiði að hafa áhrif á forseta- kosningarnar árið 2016. Ræddu aldrei við Trump Pelosi sagði eftir að Taylor svaraði spurningum leyniþjónustunefndar fulltrúadeildarinnar á miðvikudag- inn var að vitnisburður hans væri mikilvægur vegna þess að hann renndi frekari stoðum undir vís- bendingar um að forsetinn hefði reynt að múta Úkraínumönnum. „Og forsetinn misnotaði völd sín og braut gegn embættiseiði sínum með því að hóta að halda eftir hernaðaraðstoð og hætta við fund í Hvíta húsinu til að knýja fram rannsókn gegn pólitísk- um andstæðingi sínum – og það er augljóslega tilraun af hálfu forsetans til að styrkja stöðu sína í kosningun- um 2020.“ Trump og stuðningsmenn hans hafa lýst rannsókninni sem „norna- veiðum“ og þingmenn repúblikana hafa neitað því að Trump hafi gerst sekur um brot sem varði embættis- sviptingu. Þeir segja að vitnin sem hafa verið yfirheyrð fyrir opnum tjöldum hafi aldrei rætt við Trump og vitnisburður þeirra byggist á upplýs- ingum sem þau hafi fengið frá öðrum. Sagt að aðstoða ekki Kevin McCarthy, leiðtogi repúblik- ana í fulltrúadeildinni, sagði að demó- kratar í rannsóknarnefndinni hefðu ekki yfirheyrt neina embættismenn sem hefðu sjálfir heyrt Trump tala um aðstoðina við Úkraínu. Demó- kratar hafa þó óskað eftir vitnisburði embættismanna sem búa yfir upplýs- ingum um málið frá fyrstu hendi, m.a. Micks Mulvaney, starfandi skrif- stofustjóra Hvíta hússins, og Johns Boltons, fyrrverandi þjóðaröryggis- ráðgjafa. Þeir hafa hins vegar ekki komið fyrir rannsóknarnefndina og lögfræðilegur ráðgjafi forsetans hef- ur fyrirskipað embættismönnum stjórnarinnar að aðstoða ekki við rannsóknina. Fulltrúadeild þingsins hóf rannsókn sem gæti leitt til ákæru á hendur Trump forseta til embættismissis Frá rannsókn til ákæru til embættismissis Nefndir deildarinnar rannsaka meint embættisbrot, yfirheyra vitni og dómsmálanefnd hennar greiðir atkvæði um hvort ástæða sé til ákæru Já Nei Leggur fram ákæruatriðin Fulltrúadeildin greiðir atkvæði um hvort ákæra eigi forsetann Meirihluti (51%) styður ákæruna Rannsókninni lýkur Já Trump heldur embættinu Trump heldur embættinu Trump heldur embættinu Nei Ekki meirihluti Öldungadeildin réttar í málinu og greiðir atkvæði um ákæru Trump ákærður til embættismissis JáNei Trump sviptur embættinu og varaforsetinn tekur við því Ekki meirihluti 2/3 (67%) deildarinnar Þinghúsið í Washington Ljósmynd: AFP/Saul Loeb 1 2 3 4 Demókratar eru með meirihluta í deildinni Repúblikanar eru með meirihluta í deildinni Trump sak- aður um mútutilraun  Sagður hafa reynt að múta Úkraínu- mönnum til að hefja rannsóknir AFP Nornaveiðar? Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Fjölmiðlar einræðisstjórnarinnar í Norður-Kóreu fóru í gær mjög hörð- um orðum um Joe Biden, frambjóð- anda í forkosningum demókrata, og lýstu honum sem „rakka með hundaæði“. Ríkisfréttastofan KCNA sagði að Biden hefði haft „þá fífldirfsku að voga sér að ráðast með rógi á reisn æðstu forystumanna Lýðræðislega alþýðulýðveldisins Kóreu“. „Rakkar með hundaæði eins og Biden geta meitt marga ef þeim er leyft að hlaupa um. Það þarf að berja þá til bana með priki. Það væri líka gagn- legt fyrir Bandaríkin,“ sagði KCNA. Ástæða þess- ara heiftarlegu ummæla er sú að Biden vogaði sér fyrr í vikunni að gagnrýna utan- ríkisstefnu Don- alds Trumps, sem hann sagði lof- syngja einræðis- herra og sparka í bandamenn Bandaríkjanna. Trump hefur m.a. lofsamað Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, sagt að samband þeirra hafi verið „dásamlegt“ og þeir hafi orðið „ástfangnir“. Lýsir Joe Biden sem rakka með hundaæði EINRÆÐISSTJÓRN NORÐUR-KÓREU SVARAR GAGNRÝNI Á UTANRÍKISSTEFNU TRUMPS AFP „Ástfangnir“ Kim Jong-un og Donald Trump á fundi í Singapúr í júní 2018. Joe Biden

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.