Morgunblaðið - 16.11.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.11.2019, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2019 Þetta afbrigði skákarinnarsem kallast Fischer ran-dom og stundum Chess960, heiti sem vísar til fjölda mögulegra upphafsstaða, hef- ur verið í sviðsljósinu. Mörgum þyk- ir kostur við keppnisgreinina að þurfa ekki að treysta á minnið þegar sest er að tafli. En Boris Spasskí hafði þó ákveðna fyrirvara um Fisc- her random þegar hann kom hingað til lands sumarið 2005. Sagði að upp- hafsstaða hefðbundinnar skákar bæri með sér ákveðið samræmi, skipulag og menningarsögu sem ekki væri ástæða til að hrófla við. En fyrsta opinbera heimsmeist- aramótið í greininni hófst í Bærum í Noregi í lok október og lauk með óvæntum sigri Wesley So sem sigr- aði Magnús Carlsen í lokaeinvígi keppninnar með ótrúlegum yfir- burðum, 13½:2½. Magnús hafði áður unnið Fabiano Caruana 12½:7½ og var talinn nær öruggur um sigur gegn Filippseyingnum. Tímamörk voru þrenns konar, 45 mín. á 40 leiki og 15 mín. til loka og enginn auka- tími, 15 2 og síðan hraðskákir 3 2. Það voru fleiri stig undir í skákum með lengri umhugsunartíma. Magnús hlýtur að hafa verið veru- lega illa fyrirkallaður í einvíginu sem var í beinni útsendingu á NRK. Hann gerði furðulegustu mistök. En það er svolítið kaldhæðnislegt að þessir miklu meistarar, Magnús Carlsen og Garrí Kasparov, hafa báðir fengið eftirminnilega útreið í skákafbrigði því sem nefnt er eftir Bobby Fischer. Fyrir nokkrum vik- um tapaði Kasparov, 7:19, fyrir Caruana á skákhátíðinni í St. Louis. Tvö íslensk lið á EM skákfélaga Íslensku liðin Taflfélag Reykja- víkur og Víkingaklúbburinn unnu sínar viðureignir á fimmtudaginn í fimmtu umferð Evrópukeppni skák- félaga sem fram fer í Budva í Svart- fjallalandi og lýkur um helgina. Tefldar eru sjö umferðir og hefur sveit TR fengið 6 stig en Víkinga- klúbburinn er með 5 stig. TR-sveitin er skipuð Margeiri Péturssyni, Helga Áss Grétarssyni, Guðmundi Kjartanssyni og Ingvari Þ. Jóhannessyni auk Omars Salama og Egyptans Mohameds Ezat og er svipuð þeirri sem tefldi á Íslands- móti skákfélaga í október sl. en sveit Víkingaklúbbsins er ekki eins sterk. Magnaðasta skák ársins 2019 Daniil Dubov heitir ungur rúss- neskur stórmeistari sem margir telja að hafi teflt eina mögnuðustu sóknarskák ársins 2019 í viðureign Rússa og Þjóðverja á EM landsliða í Batumi á dögunum. Dubov lagði í mikinn sóknarleiðangur og rak flótta svarta kóngsins yfir á drottn- ingarvæng með því að skáka látlaust á hvítum reitunum g6, h5, d5, h3, e6, c6, og f3. Það var eins og hann væri alltaf að leita að svörtum reit. Það kom með eftirminnilegum 36. leik hvíts. Þar fannst c1-reiturinn: Daniil Dubov – Rasmus Svane Drottningarbragð 1. c4 e6 2. Rc3 d5 3. d4 Rf6 4. Rf3 Be7 5. Bf4 O-O 6. e3 b6 7. Dc2 Ba6 8. O-O-O dxc4 9. Rg5 Rc6 10. a3 g6 11. h4 Bd6 12. g3 De7 13. h5 e5 14. hxg6 hxg6 15. Bg2!? Gott var einnig 15. dxe5 Rxe5 16. Rd5 Rxd5 17. Hxd5 ásamt – f3 og Dh2. 15. ... exf4 16. Bxc6 fxg3 17. Kb1 Had8 18. f4 Bc8 19. Hde1 Kg7 20. Rd5 Rxd5 21. Hh7+ Kg8 22. Hxf7! Hxf7 23. Dxg6+ Kf8 24. Dh6+ Hg7 25. Bxd5+ Ke8 26. Dh5+ Kd7 27. Dh3+ Ke8 28. Dh5+ Kd7 29. Be6+ Kc6 30. Df3+ Kb5 31. Bxc4+! Ka5 32. Dd5+ Bc5 33. b4+ Ka4 34. Dg2 Bxb4 Og nú kemur mátfléttan magnaða. 35. Dc6+! Kxa3 36. Bb3! Bd7 37. Dc1+ Kxb3 38. Dc2+ Ka3 39. Da2 mát. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Ljósmynd/Chessbase Óvænt úrslit Wesley So (t.h.) og Magnús Carlsen að tafli í Bærum. Wesley So fyrsti heimsmeistarinn í Fischer random Fyrir fáeinum miss- erum hafði ég einu sinni sem oftar á undanförnum sjö árum verið beðinn að annast messu eða guðsþjón- ustu í Fríkirkjunni við Tjörnina í Reykjavík. Þar sem stundin var í tengslum við allraheil- agramessu var tekið sérstaklega fram að minnast ætti látinna, þeirra sem látist hefðu á árinu en jafnframt var guðsþjónustan einnig ætluð þeim sem bara einhvern tíma hefðu misst ástvin og vissu því hvað það væri að syrgja og sakna. Mæting þótti bara góð og á svæð- inu var bæði fólk sem ég þekkti vel, kannaðist við og fólk sem ég hafði aldrei séð og vissi því ekkert um. Þarna var fólk sem svo nýlega hafði misst ástvin að útför hafði ekki enn farið fram. Þarna var líka kona sem hafði misst ungan eiginmann og fjöl- skylduföður af slysförum nákvæm- lega tveimur árum fyrr upp á dag. Og fjölskylda sem hafði misst unga eig- inkonu, móður, dóttur og systur úr krabbameini fimm árum áður upp á dag. Samankomið var fólk á öllum aldri sem hafði misst sína nánustu; foreldra, maka, systkini og börn úr erfiðum sjúkdómum, af slysförum og svo framvegis. Það var hreint ekki auðvelt að ganga inn gólfið undir fyrstu tón- unum, snúa sér síðan við og taka til við að ávarpa blessað fólkið sem þarna var samankomið. Augnablikið var eðlilega mjög viðkvæmt. Allt gekk þó vel. Tónlistin var ynd- isleg og að lokinni minni tölu, ræðu eða predikun, sagði ég viðstöddum að gott væri að tendra lítið ljós til minn- ingar um látinn ástvin og þannig biðja Guð að taka við bænum okkar. Ég sagði að hann vildi okkur vel og heyrði bænir. Það væri bara þannig. Að þeim orðum sögðum byrjuðu Gunnar Gunnarsson vinur minn, Frí- kirkjubandið og sönghópurinn Við Tjörnina að spila og syngja „Heyr mína bæn, mildasti blær, berðu kveðju mína yfir höf“, lag sem flestir Íslendingar þekkja, fyrst flutt á ís- lensku af Ellý Vilhjálms. Fólk tók þá að streyma upp að kerta- altarinu í tugatali til þess að tendra ljós til minn- ingar um látinn ástvin undir þessum fallegu tónum. Að lokinni mess- unni var mér þakkað innilega fyrir stundina og falleg orð látin falla með hlýjum faðmlögum sem var gott að fá og gefa. Sannarlega aldrei þakklátara og meira gef- andi en að fá að standa í veikum mætti og gefa af sér til fólks í svona stöðu. Ég hafði óskað eftir því við yngsta son minn, þá 22 ára nemanda í sjúkraþjálfun við HÍ, að hann kæmi með mér og yrði mér til halds og trausts svona ef ske kynni að það liði yfir mig við altarið. Þegar við feðgar vorum svo sestir upp í bíl að lokinni þessari heilögu stund, þar sem svo mikið góður andi og þakklæti sveif yf- ir og réð ríkjum, heyrum við sungið og spilað í útvarpinu: „Ég er umvafin englum, aldrei ein, aldrei ein.“ Sonurinn leit þá á mig og sagði: „Pabbi, hvað er þetta eiginlega? Pantaðir þú þetta lag eða hvað?“ Og ég svaraði: „Það mætti að vísu halda það, en nei, þetta er nærvera heilags anda, skal ég segja þér. Hér er heilagur andi Guðs að minna okkur á sig eftir þessa viðkvæmu stund sem ég gaf alla mína krafta og orku í. Hann sem ber okkur í örmum sér jafnt í lífi sem dauða.“ Og við sátum hljóðir og hugsandi á leiðinni úr miðborginni á meðan þetta fallega lag, sungið af Guðrúnu Gunn- arsdóttur við aldeilis laglegan texta Valgeirs Skagfjörð, spilaðist. Sannarlega ekki í fyrsta skipti sem ég upplifi eitthvað álíka á ögur- stundu. Dýrð sé Guði. Með kærleiks- og friðarkveðju. – Lifi lífið! Eftir Sigurbjörn Þorkelsson » „Pabbi, pantaðir þú þetta lag eða hvað?“ „Það mætti að vísu halda það, en nei, hér er heilagur andi Guðs að minna okkur á sig.“ Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Umvafinn englum Ásthildur Jóhanna Thor- steinsson fæddist 16. nóvem- ber 1857 á Kvennabrekku í Dölum. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Ein- arsson, prófastur og alþingis- maður, og Katrín Ölafsdóttir frá Flatey. Ásthildur var með- al tíu fyrstu nemendanna í Kvennaskólanum í Reykjavík og varð efst í bekknum. Eiginmaður Ásthildar var Pétur J. Thorsteinsson stór- kaupmaður. Þau bjuggu á Bíldudal, í Hellerup í Dan- mörku, Reykjavík og Hafnar- firði, og byggðu húsið Galta- fell á Laufásvegi. Þau eignuð- ust ellefu börn og komust tíu þeirra á legg. Höfðingsskapur og gjaf- mildi Ásthildar urðu landfleyg og á Bíldudal var hún sögð „sólskinið sjálft fyrir allan þann mannfjölda“ og heimili þeirra í Hellerup var sam- komuhús íslenskra mennta- manna. Þegar hallaði undan fæti hjá Pétri sagði Ásthildur að sér hefði þótt verst við það hvað hún hafði þá lítið til að gefa. Ásthildur stofnsetti leir- og glervöruverslun í Kolasundi og sá sjálf um rekstur búðar- innar og þótti góður yfir- maður. Hún þótti hagmælt og samdi sögur og ljóð. Ásthildur lést 1.4. 1938. Merkir Íslendingar Ásthildur Thorsteinsson skoðið úrvalið á facebook Þú getur pantað í gegnum Facebook síðu okkar og fengið sent hvert á land sem er. Opið: laugardag frá 10-18 – sunnudag frá 11-17 Vetrarfatnaður á a lla fjölskylduna Breytt og bætt búð Allir velkomnir SKÓR, FATNAÐUR, ,LEIKFÖNG, HANDKLÆÐI, YOGA DÝNUR, BAKPOKAR, GÖNGUSTAFIR, ÍSBRODDAR, GLERAUGU, LOPI, PRJÓNAR, NÁLAR, NEON VETTLNINGAR, GUMMITÚTTUR, SUNDGLERAUGU, SPIL, HÁRBURSTI, BENDLABÖND, VETTLINGAR, HÚFUR, GJAFAPOKAR, KORT, NAGLAKLIPPUR, DÚKKUR, TÖSKUR, TÓBAKSKLÚTAR, NÆLONSOKKAR, SKÓHORN, INNLEGG, BOLTAR, SÁPUKÚLUR, HLAUPASOKKAR, GJAFAVARA O.M.FL. á frábæru verði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.