Morgunblaðið - 16.11.2019, Síða 26

Morgunblaðið - 16.11.2019, Síða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2019 Undirritaður bjó lengi og starfaði erlend- is og tók þátt í alþjóð- legum viðskiptum um áraraðir. Eins og margir aðrir fylgdist ég með Kveik á þriðjudagskvöldið, þar sem fjallað var um meinta spillingu og brot Samherja í Namibíu. Óskemmtileg mynd sem þarna var dregin upp, svo ekki sé meira sagt, en ýmislegt kom mér þar þó kunnuglega fyrir sjónir. Uppljóstrarinn mikli virkaði ekki sérlega vel á mig né heldur sagan sem hann sagði. Í raun var ekki annað að sjá en að hann hefði sjálfur verið höf- uðpaurinn í „spillingunni“. Var hann virkilega að ljóstra upp af hugsjón eða vegna viljans til þess að réttlæti næði fram að ganga? Spilaði vilji til hefndar kannski rullu líka? Þá stærstu? Ef dæma á menn eða fyrirtæki er hollt að líta til allra þátta; góðs og ills og þess sem þar er á milli. Ég þekki ekki Samherja eða þá menn sem rifið hafa upp þetta fyrirtæki, ekki bara hér, heldur líka gert það að leiðandi fyrir- tæki á sínu sviði á alþjóðavettvangi. Þegar ég bjó í Þýskalandi frétti ég að eitthvert framsækið íslenskt fyrir- tæki hefði keypt og yfirtekið eitt helsta sjávarútvegsfyrirtækið í Brem- erhaven. Mér líkaði það vel. Eftir að ég var kominn heim sá ég að þarna var merkilegt fyrirtæki á ferðinni, með um 850 starfsmenn hér og öfluga starfsemi erlendis; hafði spjarað sig vel í grjótharðri alþjóð- legri samkeppni. Gilda þar auðvitað engin vettlingatök, ef árangur á að nást, og ekki getur einn aðili breytt leikreglum upp á eigin spýtur. Heil- indi og heiðarleiki þurfa þó alltaf að vera með í för ef vel á að fara. Hefur einhver reiknað það út hvað Samherji hefur gert gott fyrir ís- lenskt samfélag í formi launa- greiðslna, skattgreiðslna, gjaldeyr- isöflunar og annars? Mættu þeir góðu menn sem ekkert létu ógert í því að velta upp vafasömu og neikvæðu hátt- erni Samherjamanna gjarnan glugga aðeins á þá hlið. Um nokkurt árabil sá ég um fram- leiðslumál fyrir stórt japanskt fyrir- tæki á sviði hljóm- og sjónvarpstækja- framleiðslu. Fór fram- leiðsla mest fram í kín- verskum verktaka- verksmiðjum. Í eitt skipti var ég að semja um framleiðslu á til- teknu tæki. Breskur forstjóri tjáði mér að allra lægsta fram- leiðsluverð væri 70 bandaríkjadalir. Þótti mér það hátt. Sagði hann mér þá að tiltek- inn aðili, sem hefði sérsamning við verksmiðju, gæti hlutast til um lægra verð þar sem hann hefði milligöngu fyrir marga kaupendur, líka í Banda- ríkjunum og Japan, og hefði því alveg sérstök kjör. Mætti þannig færa framleiðslukostnað úr 70 bandaríkja- dölum í 65, en þá yrði að greiða þess- um millilið einn bandaríkjadal í um- boðslaun. Svona gerast kaupin semsagt stundum á eyrinni. Því miður er svo að slík kerfi – vafasöm og óheiðarleg en ekki ólög- leg – eru ráðandi í margs konar al- þjóðlegum viðskiptum og ég sé ekki fyrir mér að hægt verði að útrýma þeim þótt æskilegt væri. Lykilmenn notfæra sér aðstöðu sína. Ættar-, vin- áttu- og hagsmunatengsl manna verða seint rofin. Oft er talað um um- boðslaun, ráðgjafargreiðslur eða „kick-backs“. Það kemst enginn sem árangri vill ná á erlendum vettvangi, einkum ekki í þróunarlöndunum, fram hjá þessum kerfum. Jafn ógæfulegt og það er. Augljóslega hafa Samherjamenn lent í því líka. Nauð- ugir viljugir. „Skattsvik“ er vinsælt orð og mikið notað. Auðvitað ljómandi þegar talað er um aðra. En eru hér margir sem ekki reyna að komast af með lág- marksskatta? Auðvitað gera það allir góðir menn innan ramma reglna, laga og góðs siðferðis. Ekki reikna ég með að það eigi eft- ir að koma í ljós að skattsvik hafi átt sér stað hjá Samherja. Mér sýnist þeir aðeins vera að nota sér lögleg kerfi og leiðir sem eru fyrir hendi, þó að ég vilji ekki mæla þeim bót. Það versta er auðvitað að bláfátækir Namibíubúar fá ekki sinn skattpen- ing, m.a. í skólakerfið. Ekki veit ég um neitt alþjóðlegt fyrirtæki sem ekki leitar allra lög- legra leiða til að auka ávinning og tekjur og spara skatta. Reyndar er þessi viðleitni fyrsta skylda stjórn- enda gagnvart hluthöfum. Auðvitað þarf líka að vera siðsemi í öllu og er lögð vaxandi áhersla á það, einkum innan ESB. Innlend og alþjóðleg stjórnvöld reyna eftir megni að vinna gegn skattsvikum og skattatilfæringum. Eru kommissarar ESB þar fremstir í flokki. ESB hefur sektað þúsundir al- þjóðlegra fyrirtækja – stórra og smárra – síðustu árin fyrir tilfær- ingar í skattamálum, verðsamráð, ólöglegar greiðslur og önnur brot. Þeir sem ESB hefur tekið alvar- lega í karphúsið eru m.a. Google, Microsoft, Facebook, Apple og Ama- zon af amerískum fyrirtækjum, en í Evrópu má nefna Daimler-Benz, BMW, Scania, Volvo-Renault, Deutsche Bank, Philips, Barclays, Lufthansa, ThyssenKrupp, Otis, Air France, British Airways, Siemens, Shell og svo mætti lengi telja. Ef Samherjamenn lenda í slíkum hremmingum geta þeir því ekki kvartað undan félagsskapnum. Auðvitað þarf að reyna eftir mætti að laga þetta ófremdarástand, en það verður ekki gert með því að níða nið- ur eitt helsta og merkasta fyrirtæki landsins, þó að nokkur efni standi til. Saksóknarar og dómstólar munu rannsaka og fjalla um alla málavexti og úrskurða hvað er hér rétt eða rangt, löglegt eða ólöglegt. Munu svo sektar- eða sýknudómar falla, eftir því sem efni standa til. Ef ég væri í sporum Þorsteins Más myndi ég taka upp veskið og greiða inn í skóla- og menntakerfi Namibíu- manna, þótt ekki væri nema jafnvirði þess sem í vafasama milliliði fór. Væri misferlið og óréttlætið þá að nokkru bætt. Eftir Ole Anton Bieltvedt » Saksóknarar og dómstólar úrskurða hvað er rétt eða rangt, löglegt eða ólöglegt … sektar- eða sýknudómar falla eftir því sem efni standa til. Ole Anton Bieltvedt Höfundur er alþjóðlegur kaup- sýslumaður og stjórnmálarýnir. Hin hliðin á Samherjamálinu Glæsilegt 6 herbergja einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr, á eftirsóttum stað í Keflavík Stærð 257,2 m2 Verð 69.900.000.- Júlíus M. Steinþórsson s. 899 0555 Löggiltur fasteignasali Jóhannes Ellertsson s. 864 9677 Löggiltur fasteignasali Bragavellir 15, 230 Reykjanesbær Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Að hanna raf- orkumarkað er líkt og að hanna hús sem verður að standa hvað sem á bjátar en oft eru gerðar smá lagfær- ingar á líftíma þess. Þó að eitthvað komi upp á t.d. að ofn bili þá hryn- ur ekki húsið. Eins er með raf- orkumarkaðinn. Hönn- un hans þarf að byggj- ast á viðurkenndum gildum. Sem betur fer hefur frjáls raf- orkumarkaður með samkeppni fengið sína eldskírn um allan heim á síðustu 40 árum en nútímaútgáfan var fyrst skilgreind 1982. Norðmenn hófu starfsemi raforkumarkaðar árið 1992, með samkeppni í fyrirrúmi. Það tók 10 ár eða til 2002 að þróa og full- skapa hann í kringum eigin þarfir. Með íslensku raforkulögunum 2003 var lagt upp í sama leiðangur hér á landi en það hefur verið á verksviði Landsnets að hanna markaðinn. Því miður er fyrsta áfanga ekki lokið, en búið að taka nokkrar atrennur. Síð- ast þegar Landsnet lagði niður verk- ið var skýringin sögð efnahagslega hrunið 2008. Fyrir einu ári tilkynnti fyrirtækið að markaðurinn yrði kom- inn á árið 2020, sem hefst eftir rúman mánuð. Mikill tími hefur farið for- görðum. Í haust tók Ísland loks upp þriðja orkupakkann með ramma að hönnun raforkumarkaðar. Íslenski raforkumarkaðurinn Hér á eftir eru nokkrar hugleið- ingar um hvernig raforkumarkaður á Íslandi gæti litið út. Verð er gefið upp í bandaríkjadoll- urum USD, en bæði er að sá gjald- miðill er notaður í bókhaldi stærstu orkufyrirtækja á Íslandi og svo er hann algengasta viðmiðunin í orku- viðskiptum í heiminum í dag. Mikil reynsla er fyrir hendi hér á landi á hönnun reiknilíkana sem lúta að uppbyggingu og rekstri á raf- orkukerfinu. Kerfið er sérstakt að því leyti að nánast öll raforkufram- leiðsla er með endurnýjanlegri orku, þ.e. vatnsföllum og jarðvarma. Hinir hefðbundnu raforkumark- aðir í dag eru hannaðir með hliðsjón af raforkukerfum þar sem varma- orkuver (kol, gas, olía) eru í meiri- hluta. Þau skilgreina markaðsverð hjá virkjunum sem nota endurnýj- anlegar náttúruauðlindir og eru í minnihluta. Þar sem endurnýjanlegar virkj- anir eru í meirihluta þarf að beita annarri aðferð en það verkefni liggur nú fyrir hjá Landsneti. Sumir segja að verkefnið sé óleysanlegt en ekki er ég sammála því. Hér á eftir reifa ég lauslega hug- mynd sem ég hef kynnt áður. Í dæmaskyni nota ég tölugildi sem vissulega þarf að ákveða nánar. Til að einfalda málið tók ég út allar olíustöðvar en innleiddi í staðinn einn skerðingarflokk með verði sem væri að jafnaði í hærra lagi á markaði. Ol- íustöðvar hér á landi eru hvort eð er svo litlar að þær eru tæpast notaðar, jafnvel í neyðarástandi. Hafa mætti huga hið gamalkveðna um vatnsorkukerfi, að þar gerist sjaldan nokkuð en ef bregður út af vananum verða menn skíthræddir og búast við katastrófu eða stóráfalli. Drög að raforku- markaði á Íslandi Skilgreind eru tvenns konar mörk á raf- orkuverði: Lægsta verð 20 USD/MWh sem er eitthvað fyrir ofan verð á afgangsorku til stór- iðju, sem er um 15 USD/ MWh. Lægsta verðið yrði föst viðmiðun og aldrei farið niður fyrir það á markaðnum. Hátt verð á skerðingarflokki gæti verið 60 USD/ MWh. Þetta mark mætti kalla veika við- miðun en raforkuverð á markaði gæti orðið hærra og náð einhverju hámarki sem gæti verið allt að 500 USD/MWh. Til samanburðar er meðalverð raf- orku til stóriðju 28,30 USD/MWh samkvæmt ársskýrslu Landsvirkj- unar 2018. Ég prófaði þetta á núverandi raf- orkukerfi og skoðaði sérstaklega vatnsgildi Þórisvatns og skuggaverð frá spennistöð í Reykjavík. Raf- orkuverð hækkar frá Þórisvatni til Reykjavíkur vegna ýmissa aðstæðna í kerfinu, þ.á m. vinnslutakmarkana við raforkuframleiðsluna og flutn- ingstapa og þrenginga í flutnings- kerfinu. Yfirgnæfandi líkindi eru á því að skuggaverð í Rvk lendi undir lágmarksverði, en þá mundi lág- marksverð verða látið gilda á raf- orkumarkaði. Í dæminu reyndust 24% líkindi á því að það færi yfir lág- marksverð og 6% líkindi á að það færi yfir háa verðið og þá allt að 135 USD/MWh. Þessar niðurstöður mið- ast við tímaeininguna viku, en með tímaeiningunni degi fór hæsta gildið í 327 USD/MWh. Þetta er sem sagt vel hægt, maður fær allavega niðurstöður. Almennt má segja að dæmið sé viðráðanlegt og samfella atburða í lagi, annars vegar með stöðu vatns- miðlana og ákvarðanatöku um fram- leiðslu í vatnsaflsvirkjunum og hins vegar með skuggagildi raforku í að- veitustöðum og tilboðsverð á raf- orkumarkaði. Niðurstaða Upptaka raforkumarkaðar á Ís- landi er vel gerleg en gá þarf vand- lega að forsendum slíks markaðar. Varasamt gæti verið að láta verk- efnið í hendur útlendra forritara. Ég þekkti vel til þegar Íbúðalánasjóður reyndi þessa aðferð með indverskt tölvukerfi fyrir sjóðinn um síðustu aldamót, en hún mislukkaðist. Það mætti alls ekki gerast í þessu máli. Góð innlend verkstjórn er lykilatriði íð vel heppnaðri framkvæmd Reiknilíkönin leiða í ljós að sam- fara upptöku á raforkumarkaði mætti auka nokkuð álag á raf- orkukerfið og hægja á byggingu nýrra virkjana. Samhliða því væri þarflegt að auka meðvitund neytenda fyrir verði á raforkumarkaði. Þá væri með snjalllausnum hægt að bjóða upp á lægra verð á raforku ef staða vatnsmiðlana er viðunandi og lægra verð á rafafli utan álagstíma. Hönnun raforkumarkaða Eftir Skúla Jóhannsson Skúli Jóhannsson »Upptaka raf- orkumark- aðar á Íslandi er vel gerleg en gá þarf vandlega að forsendum slíks markaðar. Höfundur er verkfræðingur. skuli@veldi.is Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.