Morgunblaðið - 16.11.2019, Page 36
36 MESSUR Á MORGUN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2019
AKUREYRARKIRKJA | Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11. Barnakórar
kirkjunnar syngja. Umsjón hafa sr. Jó-
hanna Gísladóttir og Sigrún Magna
Þórsteinsdóttir. Skúffukaka í boði og
lukkupakkar Kvenfélagsins á 500 kr.
í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu
lokinni.
Hátíðarmessa kl. 14. Prestar eru
Svavar A. Jónsson, Hildur Sigurð-
ardóttir og Jóhanna Gísladóttir. Kór
Akureyrarkirkju syngur. Organisti er
Eyþór Ingi Jónsson. Kaffihlaðborð og
lukkupakkasala Kvenfélags Akur-
eyrarkirkju í safnaðarheimilinu eftir
messu.
ÁRBÆJARKIRKJA | Léttmessa kl.
11. Sr. Þór Hauksson verður með
hugvekju. Jógvan Hansen syngur
ásamt kór Árbæjarkirkju, stjórnandi
Krisztina K. Szklenár. Dagur Máni
Viðarsson og Fríða Kristín Elíasdóttir
sýna dans. Sunnudagaskólinn á
sama tíma í safnaðarheimili kirkj-
unnar í umsjón Jennýjar og Hrannars.
Kaffi, ávaxtasafi og meðlæti á eftir.
ÁSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta
kl. 11. Séra Ása Laufey Sæmunds-
dóttir héraðsprestur þjónar ásamt Jó-
hönnu Maríu Eyjólfsdóttur djákna-
kandídat og Ingu Steinunni
Henningsdóttur.
ÁSSÓKN í Fellum | Kirkjuselið
Fellabæ. Fjölskylduguðsþjónusta kl.
14. Kór Áskirkju leiðir söng, organisti
er Drífa Sigurðardóttir, prestur er Ólöf
Margrét Snorradóttir. Börn úr barna-
starfi og fermingarbörn aðstoða.
Vöfflukaffi á eftir.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudaga-
skóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Um-
sjón með stundinni hafa Sigrún Ósk,
Þórarinn og Guðmundur Jens.
Síðdegismessa í Bessastaðakirkju
kl. 17 en þar verður kristniboðið í
brennidepli og mun Helga Vilborg
Sverrisdóttir kristniboði flytja hugleið-
ingu og segja frá starfi íslenskra
kristniboða á erlendri grundu. Í mess-
unni syngur Álftaneskórinn og Læri-
sveinar hans spila undir stjórn Ást-
valdar organista. Sr. Hans Guðberg
og Margrét djákni þjóna fyrir altari.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl.
11. Sr. Gísli Jónasson setur sr.
Magnús Björn Björnsson í embætti
sóknarprests, félagar úr Kór Breið-
holtskirkju syngja undir stjórn Arnar
Magnússonar. Sunnudagaskóli er á
sama tíma í umsjá Steinunnar Þor-
bergsdóttur djákna og Steinunnar
Leifsdóttur. Alþjóðlegi söfnuðurinn
verður með messu á ensku og á
sama tíma sunnudagaskóla fyrir
börn, kl. 14. Toshiki Toma prestur og
Steina Þorbergsdóttir djákni þjóna.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnastarf kl.
11. Daníel Ágúst, Sóley Adda og Jón-
as Þórir. Hressing eftir stundina.
Guðsþjónusta kl. 14. Kór Bústaða-
kirkju undir stjórn kantors Jónasar
Þóris. Messuþjónar og sr. Eva Björk
Valdimarsdóttir þjóna. Hressing eftir
stundina.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11.
Sr. Helga Kolbeinsdóttir þjónar og
prédikar. Karlakór Kópavogs syngur.
Organisti er Hólmfríður Sigurðardóttir.
DÓMKIRKJA Krists konungs,
Landakoti | Messa á sunnud. kl.
8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku,
kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku.
Virka daga kl. 18, og má., mi. og fö.
kl. 8, lau. kl. 18 er vigilmessa.
DÓMKIRKJAN | Messa og barna-
starf kl. 11. Séra Elínborg Sturludótt-
ir, Kári Þormar dómorganisti og Dóm-
kórinn. Sunnudagaskólinn á kirkju-
loftinu. Æðruleysismessa kl. 20.
Jónas Sigurðsson mætir og tekur
nokkur lög ásamt Kristjáni Hrannari.
Sr. Díana, sr. Fritz og sr. Elínborg.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjón-
usta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr.
Jón Ómar Gunnarsson þjónar og pré-
dikar. Kór kirkjunnar syngur undir
stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organ-
ista. Reynir Þormar leikur á saxófón.
Sunnudagaskólinn á sama tíma í
umsjá Mörtu og Ásgeirs. Meðhjálpari
er Helga Björg Gunnarsdóttir. Kaffi-
sopi eftir stundina.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Hátíðar-
guðsþjónusta í tilefni 120 ára afmæl-
is Fríkirkjunnar 17. nóvember kl. 11.
Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhann-
esson, mun ávarpa samkomuna með
upphafsorðum. Hjörtur Magni Jó-
hannsson fríkirkjuprestur leiðir sam-
veruna og flytur hugleiðingu. Gunnar
Gunnarsson, Sönghópurinn við Tjörn-
ina, Hjómsveitin Mantra, djasstromp-
etleikarinn Arne Hiorth, strengja-
kvartett kirkjunnar.
Barnakórinn við Tjörnina syngur undir
stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur.
GLERÁRKIRKJA | Messa og sunnu-
dagaskóli kl. 11. Sr. Gunnlaugur
Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju
leiðir söng undir stjórn Valmars Välja-
ots organista. Umsjón með sunnu-
dagaskóla: Sr. Hildur Sigurðardóttir.
GRAFARVOGSKIRKJA | Dagur
orðsins. Fjallað verður um verk
Bubba Morthens. Messan hefst kl.
11. Bubbi flytur tónlist í messunni
ásamt Kór Grafarvogskirkju og Vox
Populi. Organisti er Hilmar Örn Agn-
arsson, Matthías Stefánsson leikur á
fiðlu og Þórdís Sævarsdóttir syngur.
Sr. Grétar Halldór Gunnarsson
þjónar.
Guðmundur Andri Thorsson og Silja
Aðalsteinsdóttir flytja erindi um verk
Bubba kl. 12. Bubbi tekur valin lög
og bregst við erindum. Sunnudaga-
skóli á neðri hæð kirkjunnar kl. 11.
GRAFARVOGUR - kirkjuselið í
Spöng | Selmessa kl. 13. Séra Sig-
urður Grétar Helgason prédikar og
þjónar. Organisti er Hilmar Örn Agn-
arsson og Söngfjelagið leiðir söng.
GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur er María G. Ágústsdóttir, org-
anisti er Ásta Haraldsdóttir. Kirkjukór
Grensáskirkju leiðir söng. Messuhóp-
ur og fermingarfjölskyldur þjóna. Heitt
á könnunni á undan og eftir messu.
Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12 þriðju-
dag og á fimmtudag kl. 18.15-18.45
er núvitundarstund í kapellunni.
GRINDAVÍKURKIRKJA | Hin árlega
kvenfélagsmessa kl. 14. Svandís
Svavarsdóttir ráðherra mun flytja
ræðu og einsöngvari er Guðrún Lilja
Dagbjartsdóttir. Kvenfélagskonur lesa
ritningartexta og selja vöfflukaffi efir
messu. Ágóðinn rennur til líknarmála.
Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar ásamt
messuþjónum. Kór Grindavíkurkirkju
leiðir sönginn undir stjórn Erlu Rutar
Káradóttur organista.
GRUND dvalar- og hjúkr-
unarheimili | Guðsþjónusta í umsjón
Félags fyrrum þjónandi presta sunnu-
dag kl. 14 í hátíðarsal Grundar.
Prestur er Valgeir Ástráðsson. Grund-
arkórinn leiðir söng undir stjórn Krist-
ínar Waage organista.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti |
Barnastarf og guðsþjónusta kl. 11.
Prestur er Leifur Ragnar Jónsson,
organisti er Hrönn Helgadóttir og kór
Guðríðarkirkju syngur. Barnastarf er í
umsjá Péturs Ragnhildarsonar. Kirkju-
vörður er Lovísa Guðmundsdóttir og
meðhjálpari er Guðný Aradóttir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA |
Messa og sunnudagaskóli kl. 11.
Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Bar-
börukórnum syngja. Organisti er Þor-
valdur Örn Davíðsson. Prestur er Þór-
hildur Ólafs. Leiðtogar
sunnudagaskólans eru Bylgja Dís og
Jasper. Hressing í Ljósbroti Strand-
bergs safnaðarheimilis Hafnarfjarð-
arkirkju eftir stundirnar.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og
barnastarf kl. 11. Sr. Sigurður Árni
Þórðarson prédikar og þjónar fyrir alt-
ari. Hópur messuþjóna aðstoðar.
Organisti er Matthías Harðarson. Fé-
lagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju
syngja. Umsjón barnastarfs: Kristný
Rós Gústafsdóttir, Ragnheiður
Bjarnadóttir og Rósa Árnadóttir.
Markaður að messu lokinni til styrkt-
ar Hjálparstarfi kirkjunnar.
Árdegismessa miðvikud. kl. 8. Sam-
tal um sorg miðvikud. kl. 17. Kyrrð-
arstund fimmtud. kl. 12.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11.
Kordía kór Háteigskirkju syngur. Org-
anisti er Guðný Einarsdóttir. Prestur
er Eiríkur Jóhannsson.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa
kl. 11. Sr. Sunna Dóra Möller þjónar
fyrir altari. Lára Bryndís organisti hef-
ur umsjón með tónlistinni ásamt Hall-
dóru Ósk Helgudóttur, nemanda í
Söngskólanum í Reykjavík. Halldóra
mun syngja aríur eftir Haydn og Moz-
art. Kaffi og kleinur eru í boði eftir
messu. Sunnudagaskólinn er á sama
tíma í safnaðarheimilinu.
HRUNAKIRKJA | Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11. Umsjón: Jóna Heið-
dís, Óskar og Stefán. Kirkjukórinn
syngur.
HVERAGERÐISKIRKJA | Messa kl.
11. Kirkjukór Hveragerðis- og Kot-
strandarsóknar syngur undir stjórn
Miklos Dalmay organista. Sr. Gunnar
Jóhannesson þjónar fyrir altari.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn
samkoma með lofgjörð, fyrirbænum
og barnastarfi kl. 13. Prédikun og
heilög kvöldmáltíð í umsjón safnaðar-
prests. Samfélag og heitt á könnunni
eftir stundina.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Sunnudag-
inn kl. 11 er messa og sunnudaga-
skóli. Arnór Vilbergsson og kór Kefla-
víkurkirkju leiða okkur í söng og
tónlist. Séra Fritz Már þjónar fyrir alt-
ari. Messuþjónar lesa ritningarlestra.
Eftir messu er súpusamfélag í Kirkju-
lundi.
Miðvikudaginn 20. nóvember kl. 12
er kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar
þar sem við komum saman og njót-
um góðra orða og tónlistar. Gæða-
konur bjóða upp á súpu eftir stund-
ina.
KIRKJA heyrnarlausra | Messa í
Grensáskirkju 17. nóvember kl. 14.
Táknmálskórinn syngur undir stjórn
Eyrúnar Ólafsdóttur. Kristín Pálsdóttir
prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffi og
kaka eftir messuna.
KOTSTRANDARKIRKJA | Messa
kl. 14. Kirkjukór Hveragerðis- og Kot-
strandarsóknar syngur undir stjórn
Miklos Dalmay organista. Sr. Gunnar
Jóhannesson þjónar fyrir altari.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Sighvatur Karlsson prédik-
ar og þjónar fyrir altari. Kór Kópa-
vogskirkju syngur undir stjórn Lenku
Mátéová, kantors kirkjunnar. Sunnu-
dagaskólinn verður á sama tíma í
safnaðarheimilinu Borgum.
KVENNAKIRKJAN | Guðsþjónusta í
Seltjarnarneskirkju klukkan 20. Séra
Hulda Hrönn M. Helgadóttir prédikar.
Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar
sálmasöng. Á eftir verður kaffi í safn-
aðarheimilinu.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl.
11. Sr. Aldís Rut Gísladóttir þjónar.
Graduale Futuri syngur undir stjórn
Sunnu Karenar Einarsdóttur. Magnús
Ragnarsson er organisti. Þórdís Una
Nielsen trompetleikari leikur í messu.
Sunnudagaskóli á sínum stað undir
stjórn Söru Grímsdóttur. Léttur há-
degisverður eftir messu.
LAUGARNESKIRKJA | Messa kl.
11. Kór Laugarneskirkju og Elísabet
Þórðardóttir er organisti. Séra Hjalti
Jón Sverrison þjónar fyrir altari og
prédikar. Sunnudagaskóli á meðan.
Kaffi og samvera á eftir.
19.11. Kyrrðarbæn kl. 20. Kristin
íhugun. Húsið opnað kl. 19.40.
20.11. Foreldrasamvera kl. 10-12.
Félagsmiðstöðin Dalbraut 18-20.
Helgistund með sr. Davíð Þór Jóns-
syni.
21.11. Kyrrðarstund í Áskirkju kl. 12.
Hádegisverður og opið hús á eftir.
Hásalurinn Hátúni 10. Helgistund kl.
4 með sr. Davíð Þór Jónssyni.
LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta
17. nóv. kl. 11. Prestur er Ragnheið-
ur Jónsdóttir. Vorboðarnir, kór eldri
borgara í Mosfellsbæ, syngja og leiða
safnaðarsöng. Þórður Sigurðarson
spilar á orgel. Kirkjuvörður er Bryndís
Böðvarsdóttir. Sunnudagaskóli í kirkj-
unni kl. 13. Berglind og Þórður hafa
umsjón með honum.
www.lagafellskirkja.is
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl.
20 og eru fermingarbörn og fjöl-
skyldur þeirra sérstaklega boðin vel-
komin. Kór Lindakirkju leiðir tónlist-
ina undir stjórn Óskars Einarssonar
en auk þess fáum við tónlistaratriði
frá fermingarbörnum. Sr. Guðni Már
Harðarson þjónar.
NESKIRKJA | Messa og barnastarf
kl. 11. Sameiginlegt upphaf.
Háskólakórinn syngur undir stjórn
Gunnsteins Ólafssonar. Prestur er
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.
Söngur og gleði í barnastarfinu. Um-
sjón Katrín H. Ágústsdóttir, Ágúst Þór
Þórsson og Ari Agnarsson. Kaffisopi
og samfélag á Torginu eftir messu.
SALT kristið samfélag | Sameig-
inlegar samkomur Salts og SÍK kl. 17
alla sunnudaga í Kristniboðssalnum
Háaleitisbraut 58-60. Ræðumaður:
Guðlaugur Gunnarsson. Barnastarf.
Túlkað á ensku.
SELTJARNARNESKIRKJA |
Fræðslumorgunn kl. 10. ,,Tíminn
skundar burt.“ Saga Guðrúnar Lár-
usdóttur, rithöfundar og alþingis-
manns. Málfríður Finnbogadóttir höf-
undur bókar um Guðrúnu talar.
Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl.
11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar
fyrir altari. Sigurður Már Hannesson,
guðfræðinemi, prédikar. Sveinn Bjarki
og leiðtogar sjá um sunnudagaskól-
ann. Friðrik Vignir Stefánsson leikur á
harmóníum í athöfninni. Félagar úr
Kammerkórnum syngja. Kaffiveitingar
eftir athöfn í safnaðarheimilinu.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Laug-
ardagur 16. nóv. kl. 11. Barnastarf í
umsjá Bergþóru Ragnarsdóttur og
Jóns Bjarnasonar.
Sunnudagur 17. nóv. kl. 11. Messa.
Séra Skírnir Garðarsson þjónar fyrir
altari og prédikar. Organisti er Jón
Bjarnason.
SÓLHEIMAKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 14 sunnudag. Organisti er Ester
Ólafsdóttir. Sr. Kristján Valur Ingólfs-
son prédikar og þjónar fyrir altari.
STÓRA-NÚPSKIRKJA | Kvöldmessa
kl. 20. 110 ára afmælis kirkjunnar
minnst. Fólk hvatt til að mæta í þjóð-
búningi til messu. Kaffi á eftir.
VÍDALÍNSKIRKJA | Messa kl. 11.
Sr. Henning Emil Magnússon prédik-
ar og þjónar fyrir altari ásamt messu-
þjónum. Sunnudagaskóli á sama
tíma sem Matthildur Bjarnadóttir
æskulýðsfulltrúi stýrir. Félagar í kór
Vídalínskirkju syngja og organisti er
Jóhann Baldvinsson. Sjá Garðasókn-
.is.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði |
Messa kl. 11. Kór Víðistaðasóknar
syngur undir stjórn Helgu Þórdísar
Guðmundsdóttur. Prestur er Stefán
Már Gunnlaugsson. Hressing í safn-
aðarsalnum á eftir.
YTRI-Njarðvíkurkirkja | Minningar-
stund á minningardegi fórnarlamba
umferðaslysa sunnudag kl. 20.
Kaffi í boði slysavarnadeilda. Sr.
Brynja Vigdís þjónar fyrir altari og
kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn
Stefáns H. Kristinssonar. Meðhjálpari
er Pétur Rúðrik Guðmundsson.
Björgunarsveitir og Slysavarnadeildir
á Suðurnesjum og Njarðvíkur-
prestakall.
Orð dagsins:
Tíu meyjar
(Matt. 25)
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Súðavíkurkirkja
✝ Margrét Guð-mundsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 21. janúar
1934. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 6. nóvember
2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Þuríður Þor-
steinsdóttir, hús-
móðir í Reykjavík, f. 28. októ-
ber 1909 í Knútsborg á
Seltjarnarnesi, d. 9. apríl
2006, og Guðmundur Helga-
son, bakari í Reykjavík, f. 19.
janúar 1909, d. 25. mars 1972.
Bróðir Margrétar er Jón, f.
1932.
Hinn 23. október 1954 gift-
ist Margrét Þráni Guðmunds-
syni frá Siglufirði, f. 24. apríl
1933, d. 20. mars 2007. For-
eldrar hans voru hjónin Ingi-
björg Jónsdóttir frá Sauðanes-
koti á Upsaströnd við Dalvík,
f. 6. ágúst 1902, d. 13. maí
1974, og Guðmundur Þorleifs-
son, f. 31. október 1886, fyrr-
verandi bóndi á Syðstahóli í
Sléttuhlíð í Skagafirði, d. 4.
september 1968.
Margrét og Þráinn eign-
uðust fimm börn, þau eru: 1)
Ingibjörg, skrif-
stofumaður, búsett
í Englandi, f. 29.
september 1955,
maki Duncan
Wills. Börnin eru
Paul Þráinn,
Magnús John og
Margret Theresa.
2) Guðmundur
Ómar, aðstoðar-
yfirlögregluþjónn
hjá ríkislögreglu-
stjóra, f. 8. september 1957,
maki Bergþóra Haraldsdóttir,
börnin eru Þuríður, Halldóra
og Daníel Ómar og sonur Guð-
mundar er Þráinn. 3) Hulda,
leikskólakennari, f. 25.
september 1961, maki Helgi
Kristinn Hannesson, börnin
eru Eva Ösp, Margrét Anna,
Þráinn Halldór og Halldóra
Ósk. 4) Margrét, kennari, bú-
sett í Árósum, f. 26. nóvember
1964, maki Héðinn Kjartans-
son, börnin eru Þórkatla, Þrá-
inn, Þorgerður, Björk og
Baldvina. 5) Lúðvík, viðskipta-
fræðingur og endurskoðandi,
f. 31. október 1973, maki
Berglind Hafþórsdóttir Byrd.
Langömmubörnin eru 11.
Útför Margrétar fór fram í
kyrrþey frá Fossvogskapellu
14. nóvember 2019.
Ég vil minnast í nokkrum
orðum minnar kæru vinkonu,
Margrétar Guðmundsdóttur.
Við áttum samleið og vinskap
um margra áratuga skeið.
Vinskapur okkar hófst þegar
við fórum að vinna saman í
Hagkaup í Skeifunni og þar
unnum við saman í tuttugu og
fimm ár. Við áttum þar góðar
samverustundir með fleiri sam-
starfskonum og tókst að gera
hversdaginn ánægjulegan,
þrátt fyrir langan vinnudag.
Þegar við hættum að vinna
saman fórum við að rækta vin-
skapinn á annan hátt. Við sam-
starfskonurnar hittumst þá á
kaffihúsum og hver heima hjá
annarri og áttum margar
ánægjustundir saman.
Margrét var trygg og góð
vinkona og áttum við dagleg
símtöl eftir að starfsævi okkar
lauk.
Við höfðum þann sið að horfa
á sjónvarpsþátt í morgunsárið
hvor á sínu heimili, með morg-
unkaffinu, og að þættinum
loknum hringdumst við á.
Þetta gerðum við alla virka
daga í þrettán ár.
Þá spjölluðum við saman um
þáttinn og ræddum hvað þar
fór fram. Það veitti okkur
mikla gleði að skiptast á skoð-
unum um þáttinn en einnig
ræddum við um lífið og til-
veruna. Það einkenndi Mar-
gréti að hún sá alltaf það já-
kvæða í lífinu og ég er henni
þakklát fyrir þessar ánægju-
stundir sem gáfu okkur báðum
svo mikið.
Við hjónin áttum margar
góðar samverustundir með
Margréti og Þráni, bæði hér
heima og í ferðum okkar er-
lendis.
Margrét var sannur vinur
vina sinna og á erfiðum stund-
um í lífi minnar fjölskyldu
reyndist Margrét okkur mjög
vel. Fyrir það erum við æv-
inlega þakklát.
Ég sakna Margrétar vinkonu
minnar og allra okkar samveru-
stunda.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ókunnur)
Við fjölskyldan vottum börn-
um Margrétar og fjölskyldum
þeirra innilega samúð. Blessuð
sé minning hennar.
Guðrún.
Margrét
Guðmundsdóttir
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Takk fyrir allt, Sigrún mín,
það var alltaf gott að eiga þig
að, þú varst alltaf til staðar fyr-
ir fjölskylduna þína og varst
yndisleg tengdamóðir í alla
staði.
Megi Guð ævinlega vera með
þér, Sigrún mín, og gefa okkur
sem syrgjum þig styrk til þess
að takast á við þennan erfiða
tíma.
Þín er og verður alltaf
saknað.
Þinn tengdasonur
Rögnvaldur.
Sigrún Jóhanna
Jónsdóttir
✝ Sigrún Jóhanna Jónsdóttirfæddist 21. janúar 1940.
Hún lést 4. október 2019. Sigrún
var jarðsungin 25. október 2019.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann