Morgunblaðið - 16.11.2019, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2019
✝ Ólafur Bjarn-freðsson fædd-
ist 28. desember
1936. Hann lést 23.
október 2019 eftir
langvinn veikindi
á Landspítalanum
í Fossvogi. Ólafur
var þriðji yngsti af
tuttugu alsystkin-
um frá Efri-Steins-
mýri í Meðallandi í
Vestur-Skaftafells-
sýslu. Eru þau nú
öll látin. Foreldrar
hans voru hjónin
Bjarnfreður Jó-
hann Ingimundar-
son og Ingibjörg
Sigurbergsdóttir.
Ólafur fluttist
ásamt föður sínum
og nokkrum systk-
inum til Vest-
mannaeyja árið
1946, en móðir
hans hafði látist árið áður.
Fimmtán ára gamall fór hann í
Fljótshlíð í vinnumennsku.
Tæplega sautján ára gamall
flutti Ólafur svo til Reykja-
víkur, þar sem hann bjó síðan
alla tíð. Hann vann við fisk-
vinnslu í hraðfrystihúsi í lið-
lega tvö ár en stundaði síðan
sjómennsku í um það bil fjóra
áratugi. Síðustu starfsár hans
voru við þjónustustörf á
bensínstöð.
Ólafur var kvæntur Pisamai
Phaengsrisarn. Hann átti einn
son, Guðna.
Útför hans fór fram frá
Fossvogskapellu hinn 31. októ-
ber 2019 í kyrrþey að ósk hins
látna.
Minn kæri móðurbróðir og
góðvinur, Ólafur Bjarnfreðsson,
er nú horfinn úr jarðvistinni. Síð-
ustu ár voru honum erfið vegna
þrálátra veikinda. Við þekktumst
allt frá barnæsku minni, en síð-
ustu áratugina varð kunnings-
skapur okkar dýpri og sífellt nán-
ari.
Hvað sjómennsku Ólafs varð-
aði var hann fyrst og fremst tog-
arasjómaður. Upphaflega var
hann á gömlu síðutogurunum,
þar sem aðbúnaður var nú yfir-
leitt ekki alltof góður. Algengt
var t.d. að sex til átta hásetar
deildu með sér lúkar og annað
eftir því. Með komu skuttogar-
anna varð veruleg breyting til
batnaðar í þessu sambandi og
eins í öllu vinnuumhverfi, veiðar-
færum, o.fl. Ólafur fór fljótt á
skuttogara, enda hurfu síðutog-
ararnir skjótt af sjónarsviðinu.
Lengst af starfaði Ólafur hjá Út-
gerðarfélaginu Ögurvík. Hann
þótti harðduglegur sjómaður og
vann sig upp í starf bátsmanns
eða nokkurs konar verkstjóra á
dekki. Þá veit ég til þess að hann
þótti góður við viðvaninga, sem
voru að byrja til sjós, en slíkt var
nú ekki alltaf raunin í hinu harð-
gerða starfi sjómannsins.
Ég vil nú enda þennan sjó-
mannskafla í lífi Ólafs með því að
tilgreina hér upphafslínu á vísu
eftir Ragnar nokkurn Jóhannes-
son. Vísan var samin við erlent
lag sem naut mikilla vinsælda hér
á árum áður, en þar segir m.a.:
„Hann var sjómaður dáðadrengur.“
Þetta eru orð sem gátu svo vel
átt við Ólaf frænda minn.
Við Ólafur töluðum oft mikið
saman og þá um allt mögulegt.
Hann hafði mikinn áhuga á
íþróttum, eins og ég, svo oft barst
talið að þeim málaflokki.
Svo ræddum við stundum um
sjávarútvegsmál, þar sem Ólafur
þekkti auðvitað miklu meira til
en ég.
Til dæmis komu kvótamálin
öðru hvoru upp í samræðum okk-
ar og gat ég þá ekki alltaf setið á
mér og sagði í stríðni ýmislegt,
sem gerði Óla minn alveg bálreið-
an, enda gat maðurinn verið
skapmikill og vildi nú eiga síðasta
orðið í slíkum umræðum. Við vor-
um samt alltaf fljótir til sátta,
enda báðum ljóst að ekki bjó mik-
il alvara á bak við þetta orðaskak
okkar.
Það munu vera liðin rúmlega
tuttugu og fimm ár síðan Ólafur
og Pisamai kynntust sem leiddi
síðar til hjúskapar. Samvistir
þeirra voru mjög farsælar og var
það happ fyrir þau bæði að leiðir
þeirra skyldu liggja saman.
Ekki má gleyma einstæðri um-
hyggju Pisamai í veikindum
Ólafs, sem ég veit að hann kunni
vel að meta og var henni afar
þakklátur fyrir.
Ólafur var síðasta systkinið
(Bjarnfreðsbörn) frá Efri-Steins-
mýri til að hverfa yfir móðuna
miklu og nú er þessi stóri hópur
vonandi sameinaður á einhvern
hátt.
Ég vil nú að lokum votta eig-
inkonu Ólafs og syni hans samúð
mína.
Hafþór Ingi Jónsson.
Ólafur
Bjarnfreðsson
Sálm. 17.5-6
biblian.is
Skref mín eru örugg
á vegum þínum,
mér skrikar ekki
fótur. Ég hrópa til
þín því að þú svarar
mér, Guð,...
Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
RANNVEIGAR ÍSFJÖRÐ,
Grænumörk 2, Selfossi.
Sérstakar þakkir til Díönu sjúkrahúsprests
og starfsfólks á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi fyrir
einstaka umhyggju og alúð við fjölskyldu og vini á erfiðri
stundu.
Gunnþóra H. Önundardóttir Þorkell Ingimarsson
Edda Björk Ragnarsdóttir
Hallur Ægir Sigurðsson
Kristveig Ósk Jónsdóttir Hallur Sigurðsson
Kristín Rut Jónsdóttir Agnar Þorláksson
Íris Jónsdóttir Guðmundur Sigurðsson
Einar Magni Jónsson Magnea Svava Guðmundsd.
ömmubörn og langömmubörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést á líknardeild Landspítalans Kópavogi
miðvikudaginn 6. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu. Aðstandendur þakka öllum þeim sem komið hafa
að umönnun og aðhlynningu í veikindum hennar.
Ingibjörg White Duncan Wills
Guðmundur Ómar Þráinsson Bergþóra Haraldsdóttir
Hulda Þyri Þráinsdóttir Helgi Kristinn Hannesson
Margrét Þráinsdóttir Héðinn Kjartansson
Lúðvík Þráinsson Berglind Hafþórsdóttir Byrd
barnabörn, langömmubörn
Jón Guðmundsson
Ástkær móðir okkar,
UNNUR G. PROPPÉ
sjúkraliði,
Hæðargarði 33, Reykjavík,
lést á Landspítalanum 6. nóvember. Bálför
fór fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu.
Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á
líknarstofnanir.
Sævar G. Proppé
Fríða Proppé
Ragna Björk Proppé
Auður B. Proppé Bailey
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
RAGNHEIÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Sæbóli á Ingjaldssandi,
Kópavogsbraut 1a, Kópavogi.
Guðmundur Pétursson Sigrún Ingibjörg Arnardóttir
Anna Bára Pétursdóttir Freysteinn Vigfússon
Sigurður Pétursson Guðrún Ólafsdóttir
Ingibjörg Pétursdóttir Valtýr Reginsson
ömmu- og langömmubörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, bróðir og afi,
ANTON NARVAÉZ,
Nolo,
Túngötu 10, Grindavík,
varð bráðkvaddur laugardaginn
9. nóvember. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju, mánudaginn
18. nóvember klukkan 14.
Olena Kobets
Helena Sandra Antonsdóttir Stefán Kristjánsson
Anton Kevin Antonsson Katherine Harris
Natalie T.N. Antonsdóttir Þórir Kjartansson
Sylvía Mekkín Antonsdóttir Bobby Donchev
Heda Hansen og barnabörn
Okkar innilegustu þakkir færum við öllum
þeim er sýndu okkur samúð, hlýju og
vinarhug við andlát og útför eiginmanns
míns, bróður okkar og mágs,
SNORRA ÞORSTEINS PÁLSSONAR
frá Dagverðartungu,
Fjólugötu 13.
Sérstakar þakkir til Heimahlynningar á Akureyri
fyrir kærleiksríka umönnun.
Nittaya Nonghee
Gylfi Pálsson Rósa María Björnsdóttir
Ragna Pálsdóttir Ævar Ragnarsson
Gísli Pálsson Stefanía Þorsteinsdóttir
Snjólaug Pálsdóttir Þorsteinn Sigurðsson
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir
Mig langar að
minnast vinar míns
og samstarfsmanns,
Júlla, sem farinn er
til feðranna um aldur fram. Ég
og kona mín Elísabet Eyjólfs-
dóttir gátum því miður ekki fylgt
Júlla síðasta spölinn því við vor-
um fjarri heimahögum þegar
hann féll frá. Við Júlli kynntumst
í Gamla Kompaníinu á sínum
tíma. Með okkur tókst góð ævi-
löng vinátta sem aldrei bar
skugga á. Júlli var hæfileikarík-
ur maður, léttur í lund og starf-
samur með afbrigðum. Hann
leysti mörg verkefnin, stór sem
smá, fljótt og vel. Ég minnist
þess meðal annars að hann var
einn af þeim sem treyst var til að
smíða húsgögnin í þingsal Al-
þingis, stóla, borð og ræðupúlt,
þegar deildir þingsins voru sam-
einaðar í eina málstofu árið 1991.
Allt einstakir öndvegisgripir og
smíðaðir af starfsmönnum
Gamla Kompanísins og þar á
meðal var Júlli. Hann var einnig
einstaklega laginn við allar vélar
og tæki. Gat gert við allt mögu-
Júlíus Jónsson
✝ Júlíus Jónssonfæddist 27.
nóvember 1948.
Hann lést 16.
september 2019.
Útför Júlíusar
fór fram 27. sept-
ember 2019.
legt og var vanaleg-
ast fljótur að því.
Og þó að við héldum
hvor á sinn vinnu-
staðinn hélst vin-
átta okkar góð og
náin. Júlli kom oft í
heimsókn til okkar í
Skúlason og Jóns-
son ehf. en þá voru
málin rædd og leyst
ef svo bar undir. Við
Elísabet áttum
margar góðar stundir með Júlla
og Björk í gegnum tíðina sem
gleymast ekki. En svo tóku sig
upp veikindi Júlla. Hann bar sig
vel þó að veikindin væru erfið og
mjög hamlandi. Hann hélt ró
sinni og reisn þótt veikur væri
líkt og segir í sálminum góða.
Þó missi ég heyrn og mál og róm
og máttinn ég þverra finni,
þá sofna ég hinst við dauðadóm,
ó, Drottinn, gef sálu minni
að vakna við söngsins helga hljóm
í himneskri kirkju þinni.
(Ólína Andrésdóttir)
Að leiðarlokum minnumst við
Júlla með þakklæti fyrir allar
góðu samverustundirnar og biðj-
um algóðan Guð að lýsa honum
af sínu eilífa ljósi.
Við vottum Björk, börnum,
ættingjum og vinum hans samúð
okkar.
Gunnar Magnússon og
Elísabet Eyjólfsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru
eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar