Morgunblaðið - 16.11.2019, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.11.2019, Blaðsíða 42
42 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2019 HANDBOLTI Olísdeild kvenna KA/Þór – Stjarnan ............................... 23:22 Staðan: Fram 8 7 0 1 257:166 14 Valur 8 6 1 1 224:170 13 Stjarnan 9 4 3 2 218:197 11 KA/Þór 9 5 0 4 218:248 10 HK 8 3 2 3 209:218 8 Haukar 8 2 1 5 165:198 5 ÍBV 8 2 1 5 159:196 5 Afturelding 8 0 0 8 146:203 0 Grill 66 deild kvenna Víkingur – Fylkir.................................. 12:18 Staðan: Fram U 8 8 0 0 267:187 16 FH 8 6 1 1 215:178 13 Selfoss 8 6 1 1 185:166 13 Grótta 8 6 0 2 202:178 12 ÍR 8 5 0 3 198:192 10 ÍBV U 8 4 1 3 208:193 9 Valur U 8 3 1 4 213:204 7 Stjarnan U 8 3 0 5 198:221 6 HK U 8 2 0 6 194:225 4 Fylkir 9 2 0 7 169:194 4 Fjölnir 8 2 0 6 181:213 4 Víkingur 9 0 0 9 205:284 0 Grill 66 deild karla FH U – Haukar U ................................ 32:36 Þróttur – Grótta ................................... 25:26 Víkingur – Valur U............................... 24:28 Stjarnan U – Þór Ak ............................ 23:30 Staðan: Þór Ak. 8 6 2 0 241:216 14 Valur U 8 5 1 2 236:229 11 Haukar U 8 5 1 2 235:204 11 Grótta 8 5 0 3 227:228 10 FH U 8 4 0 4 239:235 8 Þróttur 8 3 2 3 243:227 8 KA U 7 3 0 4 224:208 6 Víkingur 8 2 1 5 204:217 5 Stjarnan U 8 1 1 6 198:256 3 Fjölnir U 7 1 0 6 177:204 2 Frakkland Bikarkeppnin, 32ja liða úrslit: Bourg-de-Péage – Nimes ................... 29:26  Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skor- aði 5 mörk fyrir Bourg-de-Péage. Þýskaland B-deild: Krefeld – Bietigheim .......................... 19:26  Arnar Gunnarsson þjálfar Krefeld. FÓTBOLTI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Ef Ísland vinnur Moldóvu á sunnu- daginn mun Erik Hamrén hafa náð í fleiri stig en Lars Lagerbäck gerði í sinni fyrstu undankeppni sem þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Ísland hefur safnað 16 stigum í H-riðli und- ankeppni EM og getur því mest náð 19 stigum en liðið fékk 17 stig í und- ankeppni HM 2014 eftir að Lager- bäck tók við stjórnartaumunum. Svona samanburður verður líklega aldrei fyllilega sanngjarn. Ísland var til að mynda í sjötta og neðsta styrk- leikaflokki þegar dregið var í riðla í fyrstu undankeppni Lagerbäcks en komið í 2. flokk þegar dregið var í undankeppni EM sem nú er að ljúka. Á hinn bóginn fékk Ísland heims- meistara Frakka í sinn riðil núna en til að mynda norskt lið á niðurleið úr efsta styrkleikaflokki fyrir HM 2014. Ef Ísland vinnur Moldóvu og endar með 19 stig verður stigasöfnun liðsins betri en hjá öllum öðrum liðum sem enda í 3. sæti síns riðils í und- ankeppninni sem lýkur næsta þriðju- dag. Það er ekki hægt að fullyrða það fyrr en undankeppninni lýkur en stigasöfnunin hefði vel getað dugað til að koma Íslandi beint á EM ef notast hefði verið við fyrirkomulagið úr síð- ustu undankeppni, þar sem lið með bestan árangur í 3. sæti komst beint á EM en önnur lið úr 3. sæti fóru í um- spil. Það var einmitt Tyrkland sem komst beint á EM 2016 sem lið úr 3. sæti, með því að vinna Ísland í loka- umferðinni í leik sem skipti minna máli fyrir Íslendinga. Núna skiptir 3. sæti engu máli og árangur í Þjóða- deild ræður því hvaða lið fara í um- spil. Ef horft er á hráa stigasöfnun hef- ur engin undankeppni gengið betur en þegar Ísland lék undir stjórn Heimis Hallgrímssonar í undan- keppni HM 2018. Liðið fékk 22 stig af 30 mögulegum, vann alla heimaleiki sína og tapaði aðeins gegn Króatíu og Finnlandi á útivelli auk þess að gera jafntefli við Úkraínu úti. Það sem helst er hægt að setja út á árangur Íslands undir stjórn Ham- réns er 4:2-tapið gegn Albaníu á úti- velli í haust. Svipuð töp hefur liðið hins vegar mátt þola í fyrri keppnum, eins og gegn Finnum 2017 og gegn Kýpur í undankeppni HM 2014. Það var alveg viðbúið að Ísland gæti tapað báðum leikjum sínum gegn Frökkum en keppnin spilaðist ekki Íslandi í hag þegar Frakkar tóku svo aðeins eitt stig úr leikjum sínum við Tyrkland. Hlutirnir hafa fallið betur með ís- lenska liðinu á síðustu árum. Stigasöfnun Íslands undir stjórn Hamréns hefur verið betri en hjá öll- um forverum hans, ef Heimir og Lars eru undanskildir. Hér má sjá nið- urstöðuna í undankeppnunum síð- ustu tvo áratugi: Erik Hamrén Undankeppni EM 2020: 16-19 stig af 30. 5 sigrar, 1 jafntefli, 3 töp. Heimir Hallgrímsson Undankeppni HM 2018: 22 stig af 30. 7 sigrar, 1 jafntefli, 2 töp Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson Undankeppni EM 2016: 20 stig af 30. 6 sigrar, 2 jafntefli, 2 töp Lars Lagerbäck Undankeppni HM 2014: 17 stig af 30. 5 sigrar, 2 jafntefli, 3 töp Ólafur Jóhannesson Undankeppni EM 2012: 4 stig af 24. 1 sigur, 1 jafntefli, 6 töp Undankeppni HM 2010: 5 stig af 24. 1 sigur, 2 jafntefli, 5 töp Eyjólfur Sverrisson Undankeppni EM 2008 (Ólafur Jóhann- esson með liðið í síðasta leiknum): 8 stig af 36. 2 sigrar, 2 jafntefli, 8 töp Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson Undankeppni HM 2006: 4 stig af 30. 1 sigur, 1 jafntefli, 8 töp Undankeppni EM 2004 (Atli Eðvalds- son með liðið fyrstu þrjá leikina): 13 stig af 24. 4 sigrar, 1 jafntefli 3 töp Atli Eðvaldsson Undankeppni HM 2002: 13 stig af 30. 4 sigrar, 1 jafntefli, 5 töp Guðjón Þórðarson Undankeppni EM 2000: 15 stig af 30. 4 sigrar, 3 jafntefli, 3 töp Nær Hamrén fleiri stigum en Lagerbäck?  Hefði Ísland komist beint á EM 2020 með síðasta fyrirkomulagi? Morgunblaðið/Eggert Þjálfarinn Erik Hamrén er með samning við KSÍ sem gildir fram yfir um- spilið í mars eða fram yfir lokakeppni EM næsta sumar nái Ísland þangað. Íslendingar fá að vita næsta föstu- dag hverjum karlalandsliðið í fót- bolta mætir í undanúrslitum um- spils um sæti á EM 26. mars. Einnig kemur í ljós hvaða andstæðingar gætu beðið liðsins í úrslitaleik 31. mars, og hvort sá leikur færi fram á heimavelli Íslands (Laugardalsvelli eða velli nágrannaþjóðar eins og Danmerkur ef völlurinn í Laugar- dal verður ekki tilbúinn) eða and- stæðingsins. En hvað svo? Komist Ísland á EM í gegnum umspilið ætti þegar að vera orðið ljóst í hvaða riðli liðið myndi leika í í lokakeppni EM, og í hvaða löndum, því leikið er víða um Evrópu. Það verður nefnilega dreg- ið í riðla fyrir EM laugardaginn 30. nóvember, þrátt fyrir að aðeins verði 20 lið af 24 komin inn á mótið. Hin fjögur bætast við eftir A-, B-, C- og D-umspilin í lok mars. Í EM-drættinum 30. nóvember ættu Íslendingar að bíða eftir því að sjá miða sem á stendur „sigurveg- ari úr A-umspili“, en sá miði verður dreginn úr neðsta styrkleikaflokki, þeim fjórða. Það verður svo að koma í ljós hvort Ísland verður þessi sigurvegari. Leikið er í sex fjögurra liða riðl- um á EM og fyrir dráttinn raðast sigurvegarar undanriðlanna í 1. og 2. styrkleikaflokk, tvö lið sem lenda í 2. sæti í sínum undanriðli komast í 2. flokk, sex þeirra fylla 3. flokk og tvö fara í neðsta flokk ásamt um- spilsliðunum. UEFA áskilur sér þó rétt til að hnika liðum til svo að sem fæstir gestgjafar séu í sama styrk- leikaflokki, en það ætti ekki að breyta stöðu Íslands. Ísland var einnig í neðsta styrkleikaflokki fyr- ir EM 2016 en í 3. flokki fyrir HM 2018. sindris@mbl.is AFP Bæði með? Ísland er á leið í umspil en Tyrkland er öruggt um EM-sæti. Ísland í neðsta styrkleikaflokknum Lionel Messi skoraði sigurmark Argentínu í 1:0-sigri gegn Brasilíu í vináttulandsleik í knattspyrnu í Sádi-Arabíu í gær. Þetta var fyrsti leikur Messi með landsliðinu eftir þriggja mánaða keppnisbann sem hann fékk fyrir að saka mótshald- ara Ameríkubikarsins um spillingu. Messi gerði gæfumuninn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.