Morgunblaðið - 16.11.2019, Page 44

Morgunblaðið - 16.11.2019, Page 44
44 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2019 Metabolic Reykjavík | Stórhöfða 17 | metabolicreykjavik.is Metabolic Reykjavík Ný þjálfunarstöð við Gullinbrú Faglegt Fjölbreytt Skemmtilegt Æfðu á þínum hraða, á þínu erfiðleikastigi Undankeppni EM karla 2020 D-RIÐILL: Danmörk – Gíbraltar ............................... 6:0 Sviss – Georgía ......................................... 1:0 Staðan: Danmörk 7 4 3 0 22:5 15 Sviss 7 4 2 1 13:5 14 Írland 7 3 3 1 6:4 12 Georgía 8 2 2 4 7:11 8 Gíbraltar 7 0 0 7 2:25 0  Gíbraltar mætir Sviss og Írland mætir Danmörku í lokaumferðinni. F-RIÐILL: Noregur – Færeyjar ................................ 4:0 Rúmenía – Svíþjóð ................................... 0:2 Spánn – Malta........................................... 7:0 Staðan: Spánn 9 7 2 0 26:5 23 Svíþjóð 9 5 3 1 20:9 18 Noregur 9 3 5 1 17:10 14 Rúmenía 9 4 2 3 17:10 14 Færeyjar 9 1 0 8 4:27 3 Malta 9 1 0 8 2:25 3  Malta – Noregur, Spánn – Rúmenía og Svíþjóð – Færeyjar mætast í lokaumferð- inni. J-RIÐILL: Finnland – Liechtenstein........................ 3:0  Helgi Kolviðsson þjálfar Liechtenstein. Armenía – Grikkland ............................... 0:1 Bosnía – Ítalía........................................... 0:3 Staðan: Ítalía 9 9 0 0 28:3 27 Finnland 9 6 0 3 15:8 18 Grikkland 9 3 2 4 10:13 11 Bosnía 9 3 1 5 17:17 10 Armenía 9 3 1 5 13:16 10 Liechtenstein 9 0 2 7 2:28 2  Grikkland – Finnland, Ítalía – Armenía og Liechtenstein – Bosnía mætast í loka- umferðinni. Vináttulandsleikir karla Brasilía – Argentína................................. 0:1 Ungverjaland – Úrúgvæ.......................... 1:2 KNATTSPYRNA HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Vestmannaeyjar: ÍBV – HK.................. L14 Varmá: Afturelding – ÍR........................ L17 Ásvellir: Haukar – Fjölnir ................ L19.30 Hleðsluhöllin: Selfoss – Fram........... S19.30 Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Vestmannaeyjar: ÍBV – Fram ......... L16.30 Ásvellir: Haukar – HK ........................... L17 Varmá: Afturelding – Valur ................... S17 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Hertz-höllin: Grótta – Selfoss........... L13.30 Kaplakriki: FH – ÍBV U.................... S14.10 Framhús: Fram U – Fjölnir................... S15 ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla, Hertz-deildin: Egilshöll: Fjölnir – SA ...................... L16.45 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Álftanes: Álftanes – Vestri..................... S15 UM HELGINA! rekstrar tíðir. Á meðan varnarleikur beggja liða var traustur þá hafði harkan og brottrekstrarnir mikil áhrif á sóknarleik liðanna, sem var hreint ekki glæsilegur. Þegar upp var staðið höfðu liðin tapað 30 bolt- um í sóknum sínum. Seinni hálfleikurinn var spennu- tryllir af bestu gerð. Liðin voru jöfn nánast allan tímann, annað þó stund- um marki yfir. Lokasóknirnar voru svakalegar. Hulda Bryndís Tryggvadóttir kom KA/Þór yfir þeg- ar tæpar tvær mínútur lifðu en Rak- el Dögg Bragadóttir svaraði um hæl. Þór/KA fór í fremur langa og vand- ræðalega sókn og tók svo leikhlé til að skipuleggja gott kerfi. Það fór hins vegar allt í vaskinn og leiktöf var dæmd þegar tuttugu sekúndur lifðu. Stjarnan rauk upp völlinn og reyndi línusendingu sem misheppn- aðist. Boltinn skoppaði inn í teig þar sem markvörður KA/Þórs, Matea Lonac, hirti hann. Matea grýtti svo boltanum yfir allan völlinn og hárfínt yfir Klaudiu Pogawa sem stóð full- framarlega í marki Stjörnunnar. Boltinn endaði í netinu og síðan gall lokaflautan. Tæpara mátti þetta ekki vera og heimakonur í KA/Þór gátu stigið trylltan dans í lokin. Sigurmark yfir allan völlinn Ljósmynd/Þórir Tryggvason Stórtæk Martha Hermannsdóttir var markahæsti leikmaður vallarsins. Á AKUREYRI Einar Sigtryggsson sport@mbl.is KA/Þór og Stjarnan spiluðu fyrsta leikinn í níundu umferð úrvals- deildar kvenna í handknattleik, Ol- ísdeildarinnar, í gær en liðin voru í 3. og 4. sæti deildarinnar fyrir leik. Breyttist sú staða ekki þótt KA/Þór hafi unnið leikinn 23:22. Sigur- markið skoraði markvörðurinn Matea Lonac með skoti yfir allan völlinn á lokasekúndunum. Þór/KA er nú einu stigi á eftir Stjörnunni, með tíu stig. Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Nokkur harka einkenndi leikinn og voru brott- Finnland er komið áfram í loka- keppni Evrópumeistaramóts karla í knattspyrnu eftir öruggan 3:0-sigur gegn Helga Kolviðssyni og læri- sveinum hans í Liechtenstein í Hels- inki í Finnlandi í J-riðli undankeppni EM í gær. Þetta er í fyrsta sinn í sög- unni sem Finnar komast í loka- keppni stórmóts karla í knattspyrnu en Teemu Pukki, sem byrjaði tíma- bilið frábærlega með enska úrvals- deildarliðinu Norwich, skoraði tví- vegis fyrir Finna í gær. Jasse Tuominen kom Finnum yfir strax á 21. mínútu og Pukki bætti svo við tveimur mörkum til viðbótar um miðjan síðari hálfleikinn. Finnar eru með 18 stig í öðru sæti riðilsins, níu stigum minna en topplið Ítala, og sjö stigum meira en Grikkir sem eru í þriðja sæti riðilsins þegar ein um- ferð er eftir af riðlakeppninni. Þá tryggðu Svíar sæti sitt í loka- keppni EM eftir 2:0-sigur gegn Rúmeníu á Þjóðarleikvanginum í Búkarest í Rúmeníu. Bæði lið áttu möguleika á því að enda í öðru sæti F-riðils fyrir leik kvöldsins en Svíar voru í öðru sætinu með 15 stig á með- an Rúmenar voru í þriðja sætinu með 14 stig þegar flautað var til leiks. Marcus Berg kom sænska liðinu yfir strax á 18. mínútu og Robin Quiason tvöfaldaði forystu Svía á 34. mínútu og staðan því 2:0 í hálfleik. Hvorugu liðinu tókst að bæta við mörkum í síðari hálfleik og Svíar fögnuðu sæti í lokakeppninni í leiks- lok. Spánverjar enda í efsta sæti riðils- ins en þeir eru með 23 stig eftir stór- sigur gegn Möltu í Cadiz á Spáni í gær. Lars Lagerbäck og lærisveinar hans í norska landsliðinu eru í fjórða sæti riðilsins með 14 stig fyrir loka- umferðina og eiga ekki möguleika á fyrsta eða öðru sæti riðilsins. bjarnih@mbl.is Sögulegt afrek Finna í Helsinki AFP Gleði Það var mikið um fagnaðarlæti í Helsinki í gær þegar Finnar tryggðu sér sæti á sínu fyrsta stórmóti í knattspyrnu eftir 3:0-sigur á Liechtenstein. Dagur Kár Jónsson, leikmaður Grindavíkur í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, verður frá keppni næstu vikurnar eftir að hafa geng- ist undir aðgerð á hné í gær. „Hnéð hefur verið að trufla mig að und- anförnu og haft áhrif á leik minn. Þetta var minniháttar aðgerð þar sem allt heila klabbið var bara hreinsað duglega,“ sagði Dagur í samtali við mbl.is. „Þetta verða ein- hverjar vikur og markmiðið er að vera klár eftir sirka tvo mánuði.“ Grindavík er í tíunda sæti deild- arinnar með 4 stig eftir sjö leiki. bjarnih@mbl.is Spilar ekki meira á þessu ári Morgunblaðið/Hari Meiddur Dagur Kár Jónsson og Grindavík hafa oft byrjað betur. KA-heimilið, Olísdeild kvenna, föstu- dag 15. nóvember 2019. Gangur leiksins: 3:2, 5:3, 7:4, 9:7, 9:10, 12:11, 14:13, 15:14, 16:15, 18:18, 21:21, 23:22. Mörk KA/Þór: Martha Her- mannsdóttir 6/3, Martina Corkovic 4/1, Ásdís Guðmundsdóttir 3, Katrín Vilhjálmsdóttir 3, Anna Þyrí Hall- dórsdóttir 3, Hulda Bryndís Tryggva- dóttir 2, Matea Lonac 1, Rakel Sara Elvarsdóttir 1. Varin skot: Matea Lonac 18/1. KA/ÞÓR – STJARNAN 23:22 Utan vallar: 10 mínútur Mörk Stjarnan: Sólveig Lára Kjærnested 4, Hanna Guðrún Stef- ánsdóttir 4, Stefanía Theodórsdóttir 3, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 3, Þór- hildur Gunnarsdóttir 3, Karen Tinna Demian 3, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 1, Rakel Dögg Bragadóttir 1. Varin skot: Klaudia Powaga 11. Utan vallar: 10 mínútur Dómarar: Bóas Börkur Bóasson og Hörður Aðalsteinsson. Áhorfendur: 374.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.