Morgunblaðið - 16.11.2019, Síða 45

Morgunblaðið - 16.11.2019, Síða 45
ÍÞRÓTTIR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2019 Dominos-deild karla ÍR – Fjölnir ........................................... 92:80 Njarðvík – Þór Ak .............................. 113:52 Keflavík – KR ....................................... 66:67 Staðan: Keflavík 7 6 1 627:570 12 Tindastóll 7 5 2 615:576 10 KR 7 5 2 597:552 10 Stjarnan 7 5 2 623:588 10 Haukar 7 4 3 643:614 8 Þór Þ. 7 4 3 576:580 8 ÍR 7 4 3 582:611 8 Njarðvík 7 3 4 576:504 6 Valur 7 3 4 580:603 6 Grindavik 7 2 5 591:618 4 Fjölnir 7 1 6 590:636 2 Þór Ak. 7 0 7 518:666 0 1. deild karla Selfoss – Höttur.................................... 75:83 Snæfell – Álftanes ................................ 70:77 Staðan: Hamar 7 7 0 682:588 14 Höttur 7 6 1 607:543 12 Breiðablik 6 5 1 582:483 10 Vestri 6 3 3 538:478 6 Álftanes 6 3 3 479:503 6 Sindri 5 1 4 417:457 2 Selfoss 6 1 5 445:498 2 Skallagrimur 6 1 5 469:560 2 Snæfell 7 1 6 512:621 2 Spánn B-deild: Alicante – Oviedo ................................ 90:54  Gunnar Ólafsson skoraði 3 stig og gaf eina stoðsendingu fyrir Oviedo. NBA-deildin Cleveland – Miami.............................. 97:108 New York – Dallas ........................... 106:103 Milwaukee – Chicago ....................... 124:115 New Orleans – LA Clippers ............ 132:127 Phoenix – Atlanta ............................. 128:112 Denver – Brooklyn ............................. 101:93 KÖRFUBOLTI Í KEFLAVÍK Skúli B. Sigurðsson skulibsig@mbl.is Keflavík og KR mættust í toppslag úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Blue-höllinni í Keflavík í gær. Eftirvæntingin var mikil enda meistarar síðustu sex ára að mæta ósigruðu liði Keflavíkur á þessu tímabili. Eitthvað varð undan að láta og að lokum voru það meist- arar KR sem sigruðu leikinn með 67 stigum gegn 66 eftir einn bráð- skemmtilegasta leik vetrarins þrátt fyrir lágt stigaskor. Frá fyrstu mínútu var það ljóst að um toppslag væri að ræða. Mikil gæði og skemmtun í leik beggja liða og skiptust liðin á að eiga sín áhlaup í leiknum nánast allt til loka leiks. Þó að vissulega hafi verið eftirvænting eftir leiknum sjálfum var ekki síður spenna að sjá einvígi Michael Craion og Dominykas Milka, miðherja beggja liða. Craion hefur svo gott sem eignað sér teiginn í leikjum sín- um hér á landi síðustu ár en Litháinn Milka er að koma virkilega sterkur til leiks. Framan af virtist Milka ætla að hafa vinninginn enn hann var kominn í 20 stig og 10 fráköst strax í fyrri hálfleik. Eitthvað virtist þó draga af honum í seinni og það var að lokum Craion sem hélt heim með sigurinn mikilvæga. Já, mikilvægur var hann þrátt fyrir að aðeins sé enn nóvember og nóg eftir af mótinu. Milka lét svo skapið fara með sig eftir leik, lét dóm- ara leiksins fá það óþvegið og upp- skar brottrekstur í kjölfarið. Líkast til er hann á leið í leikbann. Heilt á lit- ið er óhætt að segja að þetta séu tvö sterkustu lið landsins í dag. Keflvík- ingar hafa ekki litið betur út í mörg ár og eru til alls líklegir þetta tímabil- ið. KR-liðið er að eldast en árin virð- ast seint ætla að hægja á þeim á leið sinni að sjöunda titlinum í röð. Niðurlæging í Njarðvík Njarðvík vann sinn annan leik í röð í deildinni þegar liðið fékk nýliða Þórs frá Akureyri í heimsókn í Ljónagryfj- una í Njarðvík. Leiknum lauk með stórsigri Njarðvíkur, 113:52, en Njarðvík leiddi með sjö stigum eftir fyrsta leikhluta, 25:18. Njarðvíkingar keyrðu yfir Þórsarar í öðrum og þriðja leikhluta og var staðan fyrir fjórða leikhluta 91:50. Þórsarar skoruðu einungis tvö stig í öðrum leikhluta, gegn 22 stigum Njarðvíkur en Kristinn Pálsson var stigahæstur Njarðvíkinga með 24 stig og sex fráköst. Þá átti Wayne Martin jr. mjög góðan leik og var hann með tvöfalda tvennu, 22 stig og 11 fráköst. Hjá Þórsurum var Jamal Palmer stigahæstur með 13 stig. Njarðvík fer með sigrinum í áttunda sæti deildarinnar en Þórsarar eru sem fyrr án stiga á botni deild- arinnar. Þá vann ÍR tólf stiga sigur gegn Fjölni í Seljaskóla í Breiðholti, 92:80. ÍR-ingar höfðu frumkvæðið allan tím- ann og leiddu með tíu stigum í hálf- leik, 45:35. ÍR-ingar gáfu ekkert eftir í síðari hálfleik og innbyrtu sann- gjarnan sigur í leikslok. Evan Singletary var stigahæstur ÍR-inga með 23 stig og Georgi Boya- nov skoraði 20 stig og tók tólf fráköst. Srdan Stojanovic átti stórleik í liði Fjölnis og skoraði 30 stig en það dugði ekki til. ÍR er í sjöunda sæti deildarinnar með 8 stig en Fjölnir í ellefta sætinu með 2 stig. Meistara- seigla KR-inga í Keflavík  Njarðvíkingar klifra upp töfluna  Sigur í fyrsta leik Danero Thomas Ljósmynd/Skúli Sig. Á flugi Dominykas Milka, Keflavík, og Kristófer Acox KR, takast á. Morgunblaðið/Hari Nýr Danero Thomas er mættur aftur í Breiðholtið eftir rúmlega árs fjar- veru. Hann átti fínan leik fyrir ÍR-inga og skoraði 9 stig og tók sex fráköst. Blue-höllin, Dominos-deild karla, föstudag 15. nóvember 2019. Gangur leiksins: 5:3, 14:15, 16:23, 28:24, 30:24, 32:28, 37:30, 43:36, 43:38, 45:46, 47:48, 49:51, 55:55, 58:57, 66:63, 66:67. Keflavík: Dominykas Milka 26/14 fráköst, Khalil Ullah Ahmad 16/7 frá- köst, Deane Williams 10/11 frá- köst/3 varin skot, Hörður Axel Vil- hjálmsson 7/7 stoðsendingar, Reggie Dupree 3, Magnús Már Traustason 2, Andrés Ísak Hlynsson 2. KEFLAVÍK – KR 66:67 Fráköst: 27 í vörn, 14 í sókn. KR: Michael Craion 16/10 fráköst/5 stolnir, Brynjar Þór Björnsson 13, Matthías Orri Sigurðarson 12/7 frá- köst, Kristófer Acox 10/7 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 9, Jakob Örn Sigurðarson 5, Helgi Már Magnússon 2. Fráköst: 25 í vörn, 8 í sókn. Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Dav- íð Kristján Hreiðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson. Áhorfendur: 440. Handknatt- leikskonan Hrafnhildur Hanna Þrast- ardóttir skoraði fimm mörk fyrir Bourg-de-Péage þegar liðið sló Nimes úr leik í 32-liða úrslitum frönsku bikar- keppninnar. Leiknum lauk með 29:26-sigri Bo- urg-de-Péage en Hrafnhildur Hanna var markahæsti leikmaður Bourg-de-Péage. bjarnih@mbl.is Markahæst í bikarsigri Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.