Morgunblaðið - 16.11.2019, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 16.11.2019, Qupperneq 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2019 Kristinn Guðbrandur Harðarson var heiðurslistamaður Sequences-listahátíðarinnar og á morgun, sunnudag, kl. 17 mun hann segja frá sýningu sinni í Ásmundarsal. Ræðir hann vinnslu verkanna og þann hugmyndaheim sem verkin eru sprottin úr. Kristinn mun m.a. fjalla um notkun sína á texta, í sýningunni og í fyrri verkum og tæpa á þeirri hefð sem sú textagerð er sprottin úr. Kristinn (f. 1955) hefur starfað ötullega í íslensku myndlistarlífi um áratuga skeið og í verkum hans birtist persónuleg og ljóðræn úrvinnsla á hans umhverfi. Kristinn G. segir frá verkum sínum Kristinn G. Harðarson Fyrir árvekni safnvarða tókst síðdeg- is á miðvikudag að koma í veg fyrir að þjófar kæmust á brott með tvo lista- verk eftir hollenska meistarann Rem- brandt van Rijn (1606-1669) af sýn- ingu í listasafni í London. Reynt var að stela verkunum af sýningunni Rembrandt’s Light sem stendur nú yfir í Dulwich Picture Gallery í Suður-London, en það er elsta listasafn borgarinnar. Á sýning- unni eru 35 verk frá tveimur áratug- um í lífi málarans, málverk, teikn- ingar og grafíkverk. Auk verka úr eigu safnsins eru á henni víðfræg listaverk fengin að láni frá kunnum söfnum, þar á meðal „Pílagrímar í Emmaus,“ 1648, frá Louvre í París, „Philemon og Baucis,“ 1658, frá Nat- ional Gallery of Art í Washington og „Draumur Jósefs,“ 1645, frá Ge- mäldegalerie í Berlín. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnendum safnsins sást í eftirlits- kerfi þess til þjófanna þar sem þeir voru að athafna sig og taka verkin niður. Þakka stjórnendurnir afar skjótum viðbrögðum safnvarða og jafnframt lögreglumanna sem brunuðu á staðinn að það tókst að koma í veg fyrir að þjófarnir slyppu með verkin. Samkvæmt upplýsingum fjölmiðla náðu þjófarnir að komast á brott eftir að hafa úðað ertandi vökva í andlit varða sem höfðu á þeim hendur. Við það náðu verðirnir hins vegar að kló- festa eitt verk sem þjófarnir voru með og síðan fannst annað verk í safninu sem þeir höfðu tekið niður. Lögreglan leitar þjófanna. Forstöðumenn listasafnsins hafa ekki gefið upp hvaða verk þjófarnir reyndu að nema á brott, en segja rán- ið hafa verið vel undirbúið. Safnið hefur verið lokað frá ránstilrauninni. Samkvæmt The Art Newspaper er þetta ekki í fyrsta skipti sem þjófar ásælast verk eftir Rembrandt í hinu sögufræga Dulwich Picture Gallery. Portretti hans af ætingameistaranum Jacob de Gheyn III, sem málað var 1632, hefur nefnilega verið stolið alls fjórum sinum úr safninu og er af þeim sökum í Heimsmetabók Guinness sem það málverk sem oftast hefur verið stolið. Það verk mun þó ekki vera á sýningunni Rembrandt’s Light. Ásældust Rembrandtverk  Þjófar sluppu eftir ránstilraun í safni í London Verðmæti Málverkið Pílagrímar í Emmaus er í eigu Louvre-safnsins og er meðal verkanna á sýningunni. Ekki hefur verið sagt hvaða verk þeir tóku. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Jú, þakka þér fyrir, ég hef það bara gott og það er ágætis veður hér úti í Bretlandi þótt vissulega sé farið að kólna, ég fann það á eigin skinni þegar ég fór út að hlaupa í morgun. Mér finnst nauðsynlegt að fara út á hverjum degi og hreyfa mig, hvort sem ég er hér heima í London eða að túra með hljóm- sveitinni,“ sagði Jack Lawrence- Brown, trommari bresku hljóm- sveitarinnar White Lies, þegar blaðamaður sló á þráðinn og spurði hvernig hann hefði það og hvort veturinn væri kominn hjá honum. Hljómsveitin White Lies er á leið til Íslands til að halda tónleika í Hörpu í desember, en tilefnið er að fagna því að tíu ár eru liðin frá því sveitin sendi frá sér sína fyrstu plötu, To lose my life. Ætla þeir fé- lagar að flytja plötuna í heild sinni á tónleikunum, en hún sló rækilega í gegn á sínum tíma og leiðin hefur legið upp á við hjá þeim piltum all- ar götur síðan og nýlega sendu þeir frá sér sína fimmtu plötu, Five. Við elskum allir Ísland „Við erum allir mjög spenntir að koma aftur til Íslands til að spila fyrir ykkur og tókum því fagnandi þegar félagi okkar Guðbjartur Finnbjörnsson viðburðastjóri hafði samband og spurði hvort við hefð- um áhuga á að vera með tónleika á Íslandi. Okkur fannst þetta svo gott tækifæri að við gátum ekki lát- ið það fram hjá okkur fara. Okkur finnst stórkostlegt að fá að halda lokatónleikana okkar í Evrópu- túrnum á Íslandi, því við spiluðum á Iceland Airwaves fyrir ellefu ár- um og það var æðislegt. Ég get lof- að að þetta verða miklu betri tón- leikar núna,“ segir Jack og bætir við að þeir félagarnir í White Lies elski Ísland. „Við erum allir miklir aðdáendur landsins og við Charles höfum báð- ir komið í frí til Íslands frá því við vorum þar fyrir ellefu árum. Því miður getum við ekki ferðast um landið í þetta sinn, því við þurfum að mæta í brúðkaup hjá vini okkar í Bretlandi tveimur dögum eftir Ís- landstónleikana, en vonandi höfum við tíma til að skreppa í bæinn og kíkja á lífið eitt kvöld.“ Jack minnir á að íslenska hljóm- sveitin Kontinuum muni hita upp fyrir þá á tónleikunum í Hörpu. „Okkur finnst það frábært og virkilega gaman að geta gefið ís- lensku bandi tækifæri í stað þess að taka breskt upphitunarband með okkur til Íslands.“ Jack segir að tónninn í tónlistinni hjá White Lies hafi þróast svolítið frá einni plötu til annarrar, en það sé svo margt við lögin þeirra sem geri það að verkum að í þeim verði alltaf þessi ákveðni White Lies- tónn. „Meðal annars vegna þess að rödd söngvarans, Harrys, er mjög sérstök og það mun ekki breytast að hún einkenni lögin okkar, en annað er breytilegt, eins og til dæmis hvort við leggjum meiri áherslu á gítarhljóm, notum hljóð- gervil eða eitthvað annað í lög- unum. Það sem er nýtt við fimmtu og nýjustu plötuna okkar, Five, er að við vorum ekki með einhverja heildarhugmynd fyrirfram um hvernig hún ætti að vera. Hvert lag er sjálfstætt og ekki hugsað sem hluti af heild.“ Eru bundnir sterkum böndum Þegar Jack er spurður hvort það reyni ekki á vináttu þeirra félaga í hljómsveitinni að vinna svo náið saman sem raun ber vitni og vera saman á krefjandi tónleika- ferðalögum segir hann svo ekki vera. „Við erum kannski einstaka sinn- um ekki alveg sammála og þá helst þegar við erum að taka upp í stúd- íói, en það kastast afar sjaldan í kekki illi okkar á tónleika- ferðalögum. Við erum orðnir harla góðir í þessu samspili, höfum slíp- ast mjög vel saman með árunum. Auk þess kom vinátta okkar til áð- ur en hljómsveitin varð til. Ég held það hafi einmitt verið kostur þegar við fórum að semja og spila saman tónlist, við vorum þá þegar búnir að hanga saman í gegnum mótandi unglingsárin okkar. Við ólumst nánast upp saman, vorum nágrann- ar, það er góður grunnur að sam- starfi. Við erum allir frá sama svæðinu og erum bundnir sterkum böndum, svo það að vera saman í hljómsveit er í raun ágætis fram- lenging á vináttu okkar. Auðvitað náum við stundum þeim punkti þegar við erum þreyttir að verða pirraðir hver á öðrum, en það varir aldrei lengi og ristir ekki djúpt. Við höfum aldrei lent í alvarlegum langvarandi ágreiningi eins og ger- ist stundum hjá hljómsveitum þar sem meðlimir verja svo miklum tíma saman sem raun ber vitni. Mér finnst afar ólíklegt að nokkuð slíkt gerist hjá okkur, af því hjá okkur er vináttan í fyrsta sæti en hljómsveitin í öðru sæti. Við erum nógu góðir vinir til að verja saman meiri hluta þess tíma sem við erum ekki að vinna í hljómsveitinni eða á tónleikaferðalögum.“ Gerum eitthvað öðruvísi Fram undan hjá þeim félögum er að taka sér frí að lokinni þessari tónleikaferð sem endar á Íslandi. „Jólin eru jú fram undan og ára- mótin, svo við ætlum að gefa okkur góðan tíma til að slaka á. Við erum búnir að bóka okkur eitthvað á nýja árinu en seinni hluta ársins förum við að sinna nýrri tónlistarsköpun og gera eitthvað öðruvísi, hvort sem það verður ný plata eða eitt- hvað annað. Það hefur verið meira en nóg að gera á þessu ári, æfingar, undirbúningur og tónleikaferðalög, svo mér finnst líklegt að við tökum það rólega næstu misseri.“ Tónleikarnir verða í Eldborgar- sal Hörpu 9. desember. Miðasala á heimasíðunni harpa.is. White Lies Harry söngvari og gítarleikari, Jack trommari og Charles bassaleikari og bakraddasöngvari. Vináttan er alltaf í fyrsta sæti  Þeir höfðu farið saman í gegnum mótandi unglingsárin þegar þeir stofnuðu hljómsveit og segja vináttuna grunn að góðu samstarfi  Breska bandið White Lies heldur tónleika á Íslandi í desember

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.