Morgunblaðið - 16.11.2019, Side 47

Morgunblaðið - 16.11.2019, Side 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2019 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Sími 4 80 80 80 HANN ER KOMINN! 2020 GMC DENALI Fyrsta sending í Evrópu af 2020 GMC var að lenda hjá okkur. Magnaðar breytingar, t.d. 10 gíra skipting og auto track millikassi. Hægt er að skoða og prufukeyra nú þegar. Formleg frumsýning verður auglýst innan skamms. 2020 GMC DENALI Camerarctica leikur á þriðju tón- leikum Kammermúsíkklúbbsins á þessu starfsári sem fram fara í Norðurljósum Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 16. Camerarctica skipa Hrafnhildur Árnadóttir Haf- stað sópran, Ármann Helgason klarínetta, Sigurður Halldórsson selló og Aladár Rácz píanó. Á efnis- skránni eru klarínettutríó í Es-dúr op. 44 (1856) eftir Louise Farrenc, Der Hirt auf dem Felsen eða Hjarð- sveinninn á klettinum (1828) eftir Franz Schubert og klarínettutríó í a-moll op. 114 (1891) eftir Johannes Brahms (1833-1897). Í kynningarefni frá Camerarct- ica kemur fram að Farrenc hafi á sínum tíma notið mikils álits og hylli í Frakklandi og víðar sem tón- skáld, píanóleikari, tónlistarkenn- ari og fræðikona, en hún var pró- fessor í píanóleik við tónlistar- háskóla Parísar í 30 ár. Verkið sem flutt er eftir Schubert samdi hann aðeins mánuði áður en hann lést. Klarínettutríó Brahms tileinkaði hann klarínettuleikaranum Rich- ard Mühlfeld og samdi undir lok ferils síns. Verkið var frumflutt 1891 með tónskáldið við píanóið. Farrenc, Schubert og Brahms óma Hæfileikafólk Aladár, Hrafnhildur, Sigurður og Ármann skipa Camerarctica. Blúsrokkdúettinn GG blús heldur tónleika á veitingastaðnum Hard Rock Café við Lækjargötu í dag kl. 22. „Þeir Guðmundur Jónsson (gítar og söngur) og Guðmundur Gunnlaugsson (trommur og söngur) hafa getið sér gott orð fyrir tónleika sína að undanförnu, þar sem frumleg nálgun þeirra á margnotuðum blúsrokk-minnum fær að njóta sín. Áttu þeir t.d. afbragðs innkomu á Blúshátíð Reykjavíkur fyrr á árinu og núna um dag- inn á Airwaves. Þeir félagar munu leika jöfnum höndum eigin ópusa af nýju plötunni sinni Punch, sem hefur hlotið glimrandi dóma víðast hvar, og velvaldar blúsrokkábreiður genginna kyn- slóða,“ segir í tilkynningu. Miðar eru seldir á tix.is og við innganginn. GG blús með tónleika í kvöld GG blús Guðmundur Jónsson og Guðmundur Gunnlaugsson. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Verkið kallast LUCID (í hástöfum) og er komið út á streymis- og vínyl- formi. Smekkleysa gefur út. Um er að ræða sveimbundið verk í fjórum köflum og er það sprottið af list- rænu samstarfi Þórönnu og Feder- ico Placidi en vin- átta og samstarf þeirra hófst þegar þau dvöldu í vinnustofunni CCMIX (Centre de creation musicale Iannis Xenakis) í París árið 2007. Undirbúningur verksins hófst á Íslandi þegar Þór- anna og Federico ferðuðust um landið og tóku upp hljóð ýmiss kon- ar náttúrufyrirbæra. Síðan notuðu þau stafræna og hliðræna hljóð- tækni til að móta hljóðsafnið en vinna einnig með mannsröddina, undirbúið píanó, kontrabassa og selló. Áhrif verksins eru tilfinn- anleg; á stundum gárar það nánast undir vitundinni, streymir fram nánast án þess að maður taki eftir því en smýgur svo af meiri krafti inn í mann á völdum köflum. Stund- um áleitið og hvasst, stundum eins og tónarnir séu að strjúka þér. Þóranna stundaði nám við Konunglega listaháskólann í Haag í Hollandi þar sem hún tengdi saman hljóð- og myndlist en verk hennar Hægt og hljótt … Ljósmynd/Dagur Gunnarsson taka á sig mynd í formi hljóðskúlp- túra, gjörninga og hljóðverka. Hún er hljóð-, tón- og myndlistarkona og bindur trúss sitt ekki við eitt- hvað eitt. Pistilritara gafst færi á að setjast aðeins niður með lista- konunni og byrjaði á að forvitnast um starfshagi hennar. Hvort það væri kostur að gera út frá Íslandi í eins mikilli alþjóðavinnu og hún ástundar? „Ég tel mig lánsama að starfa sem listamaður á Íslandi,“ svarar hún. „Ég er vinna með listamönn- um sem koma úr ólíkum áttum bæði hér heima og erlendis en í náminu í Hollandi var lögð áhersla á þver- faglega nálgun í listsköpun, ég hef haldið mig við það síðan. Mér finnst listalífið á Íslandi vera í miklum blóma. Listamenn hafa ákveðna sérstöðu hér á landi og í raun ríkir mikil friðsæld til listsköpunar þrátt fyrir augljósa fjárþurrð á ýmsum sviðum. Frelsið er mikið og mér finnst þeir listamenn sem á Íslandi hafa starfað, lifandi og látnir, statt og stöðugt hafa sýnt fram á nauð- syn þess að hér á landi sé listin lif- andi afl, okkar allra vegna.“ Ljóst er að á undanförnum ár- um hafa hérlendar konur verið í forvígi í sköpun framsækinnar, á köflum tormeltrar tónlistar, og til grundvallar liggja t.a.m. verk eftir Báru Gísla, Þórunni Lárusdóttur, Kristínu Þóru Haraldsdóttur o.s.frv. Þetta vekur óneitanlega spurningar. Er tilraunageirinn kvenvænni en aðrir geirar t.d.? Eru aðstæður til sköpunar á þeim vett- vangi betri en í rappi eða rokki? „Konur hafa þurft að berjast fyrir því í gegnum tíðina að vera uppi á palli með karlkyns kollegum sínum eða við skulum segja fá þá niður á gólf,“ svarar Þóranna glett- in. „Umfjöllun um listsköpun kvenna hefur ekkert að gera með hvort verkin hafi verið jafngóð eða betri. Í dag deila konur og karlar gólfinu og á þessu gólfi eru flestir að dansa. Enn þá vilja einhverjir setjast á pallinn en hver vill tróna einmana yfir með úreltar skoðanir? Ég er kona sem tjáir hugmyndir sínar á ýmsan máta; leyfi hug- myndum að móta efnistökin eftir því sem mér finnst viðeigandi hverju sinni. Mér finnst mjög mik- ilvægt að vinna með öðrum, konum og körlum, og er samhljómur í sam- starfi dýrmætt afl, umbreytandi samtal.“ » Áhrif verksinseru tilfinnanleg … Stundum áleitið og hvasst, stundum eins og tónarnir séu að strjúka þér. Fyrir stuttu kom út klukkustundar langt hljóð- og tónverk eftir þau Þórönnu Dögg Björnsdóttur og Fede- rico Placidi. Þóranna á giska langan listaferil að baki og hefur sterka sýn á eðli sinnar vinnu eins og pistilhöfundur komst að. Listakona Þóranna Dögg Björnsdóttir starfar á mörkum tón-, hljóð- og myndlistar. Nýr strengja- kvartett Önnu Þorvaldsdóttur tónskálds, sem nefnist „Enigma“, var á dögunum frum- fluttur af Spek- tral-kvart- ettinum í Washington- borg. Hefur verkið hlotið mikið lof, meðal ann- ars í gagnrýni í Washington Post þar sem rýnirinn Anne Midgette segir verkið „dásamlegt“ og „ólíkt öllum öðrum strengjakvartettum“. Verkið er auk flutnings hljóðfæra- leikaranna samið fyrir vídeólista- manninn Sigurð Guðjónsson, sem vinnur reglulega með Önnu. Er kvartettinn fyrir vikið sagður sitja á mörkum tónlistar til sviðsflutn- ings og innsetningarlistar. Midgette segir „Enigma“ vera tónlist fyrir hugleiðslu, síður knúna af línum en einstökum hljóðrænum uppákomum, og vinni með og safni saman hljóðum sem hafi lítið að gera með hefðbundnar aðferðir í vestrænni klassískri tónlist. Og tón- skáldið „ skapar litla heima fyrir eyrað að tylla sér í, síður en tónlistarlegar frásagnir“. Spektral-kvartettinn mun á næst- unni flytja verk Önnu, með mynd- bandsverki Sigurðar, víða í Banda- ríkjunum, Lofar kvartett Önnu Þorvalds Anna Þorvaldsdóttir Á nýrri sýningu sem opnuð verður í Listasafni Árnesinga í dag, laugar- dag, klukkan 15 má sjá hvernig myndlistarmennirnir Hildur Há- konardóttir og Eva Bjarnadóttir og tónskáldið Elín Gunnlaugsdóttir vinna með hugmyndafræði banda- ríska rithöfundarins og hugsuðar- ins H.D. Thoreau sem kynnt er í hinni víðfrægu bók hans Walden: Lífið í skóginum. Bókin byggist á hans eigin reynslu þegar hann yfir- gaf siðmenningu borgarsamfélags- ins og flutti einn inn í skóg við bakka Walden-tjarnarinnar í Massachusetts-ríki Bandaríkjanna. Hildur, Elín og Eva hafa hver fyrir sig unnið verk sem eiga uppsprettu sína í bókinni og í sýningarstjórn Ingu Jónsdóttur mynda verkin inn- setningu sem vekur hugrenningar og tengsl við viðfangsefni sem er- indi eiga við samtímann. Tilvist og Thoreau á sýningu í L.Á. Listakonurnar Hildur Hákonar- dóttir, Elín Gunnlaugsdóttir og Eva Bjarnadóttir, höfundar verkanna. Wave eftir Genki Instruments hreppti Hönnunarverðlaun Íslands 2019 en þau voru afhent við hátíð- lega athöfn í Iðnó á fimmtudags- kvöldið. Við það tilefni hlaut Om- nom jafnframt viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun og Manfreð Vilhjálmsson arkitekt hlaut heiðursverðlaun. Wave-hringurinn er hannaður til að auka upplifun og túlkun í tónlist. Hann er framsækin tækni- lausn sem eykur möguleika tón- listarmanna til sköpunar á þægi- legan og notendavænan hátt. Teymið á bak við Genki er skipað þeim Ólafi Bogasyni, Haraldi Þóri Hugossyni, Jóni Helga Hólmgeirs- syni, Þorleifi Gunnari Gíslasyni og Daníel Grétarssyni. Genki Instruments hreppti verðlaunin Verðlaunahafar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra og aðstand- endur Genki Instruments á sviðinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.