Morgunblaðið - 29.11.2019, Side 2

Morgunblaðið - 29.11.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019 EINSTÖK SIGLING UM MIÐJARÐARHAFIÐ. ÞAR SEM HVERGI ER SPARAÐ Í LÚXUS. 28. MAÍ - 12. JÚNÍ 2020 NÁNAR Í SÍMA 585 4000 EÐA Á UU.IS MIÐJARÐARHAFIÐ Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Stefnt er á Hvassahraun  Ríkið og Reykjavíkurborg semja um flugvallarmál  Vatnsmýrarvöllur áfram um sinn  Rannsóknir í Hvassahrauni  Nýr flugvöllur í gagnið eftir 15-17 ár Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Línurnar í flugvallarmálum hafa skýrst með þessu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra í samtali við Morgunblaðið. Í gær undirrituðu ráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykja- vík, samkomulag um að halda rann- sóknum um fýsileika þess að útbúa flugvöll í Hvassahrauni. Verði út- koman jákvæð verður hægt að fara í framkvæmdir innan fárra ára. Undirritunin byggist á niðurstöð- um stýrihóps, undir forystu Eyjólfs Árna Rafnssonar verkfræðings, sem var falið að skoða framtíðarskipan flugvallamála á suðvesturhorninu. Fram kemur í niðurstöðum hópsins að flugvallargerð í Hvassahrauni gæti kostað um 44 milljarða kr. Ákvörðun um framkvæmdir þar byggist þó á að mælingar á veðurfari séu jákvæðar en þær taka minnst tvö ár. Því samhliða þarf svo að huga að samgöngum til og frá flugvellinum nýja, semja við sveitarfélög á Suð- urnesjum og fleira. Hvassahraunsvöllur yrði fyrir einka- og innanlandsflug sem og varaflugvöllur fyrir Keflavík. Sam- komulagið frá í gær kveður jafn- framt á um að tryggja rekstur Reykjavíkurflugvallar á meðan gerð nýs flugvallar stendur. „Nú förum við í rannsóknir í Hvassahrauni og höfum fyrirfram ástæðu til að búast við þær verði já- kvæðar með tilliti til flugvallargerð- ar. Á meðan getum við búið í haginn með aðrar ráðstafanir. Flugvöllur í hrauninu gæti orðið tilbúinn eftir 15- 17 ár. Niðurstöður starfshópsins eru líka þær að við eigum að halda áfram uppbyggingu Keflavíkurflugvallar, nú þegar allar spár benda til þess að flugumferð í heiminum aukist mikið á næstu árum. Því gæti verið full þörf á tveimur stórum flugvöllum á suðvesturhorninu innan ekki langs tíma,“ sagði Sigurður Ingi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í tilkynningu mikilvægt að allir þeir sem mestra hagsmuna eiga að gæta í flugvallarmálum hafi átt full- trúa í stýrihópnum. Nú sé líka kom- inn grundvöllur til að taka skýra stefnu í málinu og hefja rannsóknir í Hvassahrauni með flugvallargerð í huga. Flugvallarmál Eyjólfur Árni Rafns- son kynnti Hvassahraunsskýrsluna. Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðs- ins, mbl.is og K100, sagði í gær upp 15 starfsmönnum og dreifast uppsagn- irnar á margar deildir fyrirtækisins. Fundað var með starfsmönnum um hálfþrjúleytið í gær en þar kynntu yfirmenn aðgerðirnar og þær ástæð- ur sem að baki búa. Ástæður uppsagnanna eru að sögn Haraldar Johannessen, fram- kvæmdastjóra Árvakurs, versnandi efnahagsástand hér á landi og lang- varandi erfið rekstrarskilyrði fjöl- miðla, innlendra ekki síður en er- lendra. „Auglýsingamarkaðurinn hér á landi hefur í um hálft annað ár verið afar erfiður og kemur þar margt til. Ríkisútvarpið hefur sótt harðar inn á þann markað en auk þess hefur al- mennt efnahagsástand farið versn- andi og fyrirtæki halda að sér hönd- um þegar kemur að auglýsingum, en auglýsingar eru sem kunnugt er ann- ar helsti tekjupóstur fjölmiðla eins og Árvakurs. Auk þessa höfum við mátt búa við verkfallsaðgerðir sem ekki sér fyrir endann á og hafa komið mjög illa við þennan fjölmiðil eins og aðra sem þær hafa beinst að,“ sagði Haraldur, og bætti við að uppsagnir eins og þær sem ráðist hefði verið í væru öllum þungbærar sem að þeim kæmu en einkum væri hugur allra þó vitaskuld hjá samstarfsfólkinu sem þurft hefði að kveðja. „Uppsagnirnar í dag snúast ekki um að fólk hafi ekki staðið sig í starfi heldur einfaldlega um það að fyrir- tækið verður að ganga mjög langt í að hagræða til að koma rekstrinum í við- unandi horf,“ sagði Haraldur og minnti á að fyrirtækið hefði verið rek- ið með verulegu tapi í fyrra. Gripið hefði verið til umfangsmikilla að- gerða í fyrra og fyrr á þessu ári til að ná jafnvægi í rekstrinum en það hefði ekki dugað til þó að staðan væri nú betri en á sama tíma í fyrra. „Við urð- um að grípa til þessara aðgerða nú til að koma rekstrinum í rétt horf og vonumst til að þær dugi og að rekst- urinn verði ekki fyrir frekari skakka- föllum,“ sagði Haraldur Johannes- sen. Uppsagnir hjá Árvakri  Erfið rekstrar- skilyrði fjölmiðla Morgunblaðið/ÞÖK „Við bíðum eftir nýju útspili atvinnu- rekenda. Fyrr mun ekkert þokast í átt til samkomulags í þessari deilu,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Samn- inganefndir BÍ og Samtaka atvinnu- lífsins funduðu í gær í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Setið var við í um tvær klukkustundir og lauk fundinum án árangurs. Þriðju verkfallsaðgerðir BÍ koma því til framkvæmda í dag og standa þær frá klukkan 10 til 22. Ná þær til einkum og helst til netmiðla, það er blaðamanna, ljósmyndara og myndatökumanna hjá Árvakri, Sýn, Torgi og Ríkisútvarpinu sem eru í BÍ. „Við erum sammála um að vera ósammála,“ segir Hjálmar. Félagar í BÍ felldu sl. þriðjudag nýgerðan kjarasamning við SA. Næsti fundur er boðaður á þriðjudag. Óljós ávinningur „Kjaradeilan er í hörðum hnút. Nú þegar hefur SA samið við 97% laun- þega á forsendum lífskjarasamnings- ins sem við höfum einnig boðið blaða- mönnum en þeir hafnað. Verkfallsaðgerðirnar nú eru því hættuspil og ávinningurinn óljós, enda draga þær úr getu fyrirtækja til að standa undir launahækkunum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. sbs@mbl.is Hjálmar Jónsson  Blaðamannaverk- fall heldur áfram Hnúturinn er harður Halldór Benjamín Þorbergsson Samherji sendi í gær frá sér yfirlýs- ingu þar sem fullyrðingum Stund- arinnar og Ríkisútvarpsins, um að félagið hafi átt fyrirtækið Cape Cod FS og að JPC Shipmanagement hafi „leppað“ eignarhald Samherja á því, var hafnað með öllu. Björg- ólfur Jóhannsson, starfandi for- stjóri Samherja, segir í tilkynningu félagsins að haldið verði áfram að rannsaka málið og veita hlutaðeig- andi stjórnvöldum allar upplýs- ingar. Er þess og vænst að Stundin, Ríkisútvarpið og aðrir fjölmiðlar „leiðrétti rangan fréttaflutning um málið,“ segir í tilkynningunni. Neita að hafa átt eða stýrt Cape Cod Unnið var hörðum höndum að því í gær að setja upp skautasvell Nova á Ingólfstorgi, sem glatt hefur íbúa höfuðborgarsvæðisins á aðventunni síð- ustu árin. Meðal þess sem fylgdi umstanginu var að setja upp þessa mynd- arlegu diskókúlu, sem mun slá tindrandi bjarma á hina góðu gesti svellsins. Diskókúlunni komið fyrir á sínum stað Morgunblaðið/Eggert
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.