Morgunblaðið - 29.11.2019, Page 4

Morgunblaðið - 29.11.2019, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019 SVARTUR FÖSTUDAGUR 30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM ALLA HELGINA KÓÐI Í VEFVERSLUN: SVARTUR SMÁRATORGI KRINGLAN GLERÁRTORGI LINDESIGN.IS Mikil óánægja ríkir meðal borgarfull- trúa sjálfstæðismanna í umhverfis- og heilbrigðisráði eftir fund ráðsins um loftgæði sem haldin var sl. mið- vikudag en flokkurinn sakar meiri- hluta borgarstjórnar um að hunsa til- lögu flokksins um aðgerðaráætlun í loftgæðamálum. Gerðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks ásamt fulltrúum Miðflokksins athugasemd undir fundarsköpum þess efnis og sökuðu Líf Magneudóttir, formann ráðsins um fundarofbeldi. Er hún þar jafn- framt gagnrýnd fyrir að hafa farið til fjölmiðla með tillögu um að takmarka umferð ökutækja. Er þar vísað í frétt Ríkisútvarpsins sem greindi frá því á mánudag að borgaryfirvöld í Reykja- vík hygðust nota heimild til að tak- marka eða banna umferð tímabund- ið til að draga úr svifryksmengun. Egill Þór Jóns- son, borgar- fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, staðfestir afstöðu flokksins í samtali við Morgunblaðið. Segir hann tillögu Sjálfstæðisflokksins vera skynsam- legan kost en hún snýr m.a. að ryk- bindingu, að frítt verði í strætó og takmörkun á þungaflutningum á „gráum dögum“, nýtingu affallsvatns og að unnið sé gegn dreifingu byggð- ar. Banna, takmarka og þvinga „Það er alltaf stokkið á það strax að ætla að banna, takmarka og þvinga. Það fer ekki vel í okkur. Við sjálfstæðismenn munum aldrei sam- þykkja þessar þvingunaraðgerðir sem meirihlutinn virðist vera spennt- ur fyrir, nema upp væri komið neyð- arástand,“ segir hann. „Við getum ekki tekið undir þetta og þess vegna lögðum við fram okkar tillögu sem er mjög raunhæf og heil- brigð. En hún hefur aldrei fengið efn- islega meðferð í þessu ráði,“ segir Egill. rosa@mbl.is Samþykkja ekki þvingunar- aðgerðir vegna mengunar  Sjálfstæðismenn ósáttir eftir fund borgarinnar um loftgæði Egill Þór Jónsson Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ætla má að fólk frá um 1.000 heim- ilum leiti aðstoðar Mæðrastyrks- nefndar Reykjavíkur á aðventunni. Það er meira en verið hefur und- anfarin ár, enda hefur þeim sem hafa þurft hjálp hjá nefndinni fjölg- að allt þetta ár. „Þegar harðnar á dalnum og fyrirtækin fara að segja upp fólki fjölgar þeim sem þurfa hjálp,“ segir Anna H. Pétursdóttir, formaður nefndarinnar, í samtali við Morgunblaðið. „Við erum með vikulegar matar- úthlutanir og núna eru að koma um 350-400 heimili á viku. Í fyrra var þetta um hundraðinu færra. Við finnum mjög fyrir því að staða fólks að minnsta kosti í ákveðnum hópum er að þrengjast. Íslendingar eru í meirihluta þeirra sem til okkar koma, en fólki sem á rætur sínar í öðrum löndumer þó nokkuð stór hópur skjólstæðinga hér, enda hefur það margt hvert fyrir löngu fest rætur hér á landi,“ segir Anna. Og til að geta veitt öðrum bjargir leita konurnar í Mæðrastyrksnefnd hóf- anna um atfylgi til starfs síns bæði hjá almenningi og fyrirtækjum – sem eru flest hver fús að leggja lið. Það þarf líka talsvert til, því jólaað- stoðin er verkefni sem kostar nefnd- ina minnst 30 milljónir króna. Höfðu samband í október Til þess að njóta aðstoðar Mæðra- styrksnefndar Reykjavíkur þurfa umsækjendur að skila inn upplýs- ingum um fjárhagslega stöðu sína, það er skattframtali og launaseðlum. Sýni þau gögn að tekjur fólks séu undir ákveðnum mörkum fær fólk aðstoðina og sækir til afgreiðslu nefndarinnar sem er í Hátúni 12a í Reykjavík. Hjá Fjölskylduhjálp Íslands verð- ur auglýstur umsóknardagur um að- stoð fyrir jólin í kringum 10. desem- ber. „Við finnum að neyðin er víða mikil, strax í október byrjaði fólk að hafa samband við okkur og leita upplýsinga um hvernig aðstoð yrði háttað,“ segir Ásgerður Jóna Flosa- dóttir formaður. Hún reiknar með að ríflega 2.000 heimilum verði veitt aðstoð fyrir jólin og skiptingin hefur gjarnan verið sú að 2/3 skjólstæð- inga eru í höfuðborgarsvæðinu og koma þá í afgreiðslu Fjölskyldu- hjálparinnar við Iðufell í Reykjavík. Hinn hópurinn er í Reykjanesbæ. Sú verkaskipting gildir að Hjálp- ræðisherinn í Reykjavík veitir að- stoð til fólks sem er eitt á báti og svo barnlauss sambýlisfólks. „Þetta er hópur sem stendur oft mjög illa. Fólk sem er með lágmarkslaun eða -bætur og hefur kannski ekki nema 50 þúsund krónur á mánuði til að lifa af,“ segir Hjördís Kristinsdóttir flokksforingi. Fyrir jólin í fyrra að- stoðaði herinn um 200 manns og reiknað með að fjöldinn í ár verði svipaður. Fjölskyldur fá inneign Hjá Hjálparstarfi kirkjunnar eru efnalitlar fjölskyldur í forgangi þeirra sem njóta aðstoðar, sem felst í inneignarkortunum í verslunum. Alls nutu 1.274 fjölskyldur eða um 3.400 manns um land allt aðstoðar kirkjunnar fyrir síðustu jól. „Miðað við viðtöl og umsóknir höfum við þá tilfinningu að fjöldinn fyrir þessi jól verði svipaður í ár og í fyrra,“ segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Þúsundir heimila leita aðstoðar  Skjólstæðingum hjálparsamtaka fjölgar  Harðnar á dalnum í efnahagslífinu  Mikilvægar matargjafir  Jólaúthlutun kostar Mæðrastyrksnefnd 30 milljónir króna  Neyðin er víða mikil Morgunblaðið/RAX Mæðrastyrksnefnd Staðan þreng- ist, segir Anna G. Pétursdóttir. Fimm bæjarfulltrúar af sjö í Grinda- víkur ákváðu í gær að draga til baka launahækkanir sér til handa sem samþykktar voru í bæjarstjórn sl. þriðjudag. Þær gerðu ráð fyrir að jafnaði 20-24% hækkun grunnlauna bæjarfulltrúa, sem hefðu farið úr um 180 þús. kr. í 220 þús. kr. á mánuði. Það voru bæjarfulltrúar Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokksins sem mynda meirihluta í bæjarstjórn – svo og fulltrúi Samfylkingar – sem þetta ákváðu. Áður hafði bæjarfulltrúi Mið- flokksins gagnrýnt hækkanirnar. Árið 2010 voru laun bæjarfulltrúa í Grindavík lækkuð til að bregðast við stöðu bæjarsjóðs sem þá var þröng, segir Sigurður Óli Þórleifsson, bæj- arfulltrúi Framsóknarflokksins og forseti bæjarstjórnar. Síðan þá hafa launin aðeins hækkað skv. vísitölu og segir Sigurður að fólk hafi litið svo á að nú skyldi bætt úr svo Grindavík- urbær yrði á svipuðu róli og sveit- arfélög af svipaðri stærð. „Við feng- um ýmsar athugasemdir. Samtal við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins sann- færði okkur um að rétt væri að snúa ákvörðuninni frá því á þriðjudaginn við eins og gert verður á næsta fundi bæjarstjórnar. Að hækka ekki teljum við styðja við markmið lífskjarasamn- ingsins,“ segir Sigurður Óli. sbs@mbl.is Hætta við hækkun launanna  Bæjarfulltrúar í Grindavík bökkuðu Tveir ernir hafa síðustu daga kannað aðstæður við Mývatn og halda sig gjarnan við svonefndan Garðsvog og sitja þar á klettum. Ernir eru sjald- séðir við Mývatn, en bregður stundum fyrir á haustin. Nokkrar húsendur syntu á vatninu skammt frá örnunum í gær en stungu sér á kaf snarlega þegar konungur fuglanna tók lágflug. Brunagaddur hefur verið nyrðra að undanförnu. Ferðamenn eru flestir farnir en verið er að búa í haginn með gerð göngustígs frá Reykjahlíð að Dimmuborgum sem er fjölsóttur ferðamanna- staður. Konungur fuglanna kannar aðstæður í brunagaddi Morgunblaðið/Birkir Fanndal Haförninn heldur sig á klettum við Mývatn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.