Morgunblaðið - 29.11.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 29.11.2019, Qupperneq 6
Sjómenn Sjórinn og sjómennska voru Gunnlaugi Scheving hugleikin. Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Þrjú málverk eftir Jóhannes Sveins- son Kjarval, auk verka eftir Gunn- laug Scheving, Ásgrím Jónsson og fleiri íslenska listamenn, verða boðin upp hjá Bruun Rasmussen í Kaup- mannahöfn 4. desember. Ekki er vit- að til þess að verkin eftir Kjarval hafi verið sýnd opinberlega og þau er ekki að finna í listaverkabókum um hann. Samkvæmt uppboðsskrá var eitt verkið, sem heitir Fjölnismenn, upp- haflega í eigu Ragnars Jónssonar í Smára en er nú í einkasafni. Það er metið á 150 þúsund danskar krónur, jafnvirði rúmlega 2,7 milljóna ís- lenskra króna. Á málverkinu má þekkja þá Brynjólf Pétursson, Jónas Hallgrímsson, Konráð Gíslason og Tómas Sæmundsson en í baksýn sést Hraundrangi í Öxnadal. Hin tvö verkin eru einnig úr einka- söfnum. Annað þeirra, Svínahraun, er metið á 200-250 þúsund danskar krónur, jafnvirði um 3,6 til 4,5 millj- óna íslenskra króna. Hitt, Landslag, er metið á 200 þúsund danskrar krón- ur eða um 3,6 milljónir íslenskra króna. Þá er málverk af sjómönnum við veiðar eftir Gunnlaug Scheving metið á 200 þúsund danskar krónur, jafnvirði um 3,6 milljóna króna. Ekki séð verkin áður Sverrir Kristinsson, fasteignasali og málverkasafnari, sem þekkir vel til verka gömlu íslensku meistaranna, segist hvorki hafa séð þessi verk á sýningum né í bókum. Hann segir að verkið eftir Gunn- laug Scheving sé líkt fjölda sjó- mannamynda sem hann málaði. Þá svipi landslagsmyndunum eftir Kjar- val til annarra málverka sem hann málaði á Þingvöllum og víðar. Hins vegar sé myndin af Fjölnismönn- unum óvenjuleg. Eftir Kjarval liggi að vísu hundruð teikninga af fólki en þær séu sjaldan alveg í lit. Sverrir segir einnig að sér þyki þessi verk nokkuð hátt verðlögð. Verði þau seld á viðmiðunarverðinu bætist við uppboðsgjald og verði þau síðan flutt til Íslands bætist við pökk- unargjald, flutningskostnaður og loks virðisaukaskattur. Talsvert framboð hefur verið af málverkum eftir Kjar- val á myndlistaruppboðum á vegum Gallerís Foldar. Tryggvi Páll Frið- riksson, uppboðshaldari þar, er sam- mála því að verkin á uppboðinu í Dan- mörku séu nokkuð hátt verðlögð, sérstaklega landslagsmyndirnar. Nefna má að á uppboði á vegum Foldar næsta mánudag eru nokkur verk eftir Kjarval í boði og eru þau sem hæst eru metin verðlögð á 2-2,5 milljónir króna. Tryggvi segist eins og Sverrir ekki þekkja verkin sem boðin verða upp í Kaupmannahöfn og segir einnig að myndin af Fjöln- ismönnum sé óvenjuleg. Hafi þessi málverk vakið nokkra athygli hér á Íslandi. Auk fyrrgreindra verka verða boðin upp í Kaupmannahöfn verk eftir Sigurjón Ólafsson, Braga Ás- geirsson og Höskuld Björnsson. Einnig eru boðin upp íslensk frí- merki, seðlar og fleiri munir sem tengjast Íslandi. Fjölnismenn Kjarvals boðnir upp  Málverk eftir gamla íslenska meistara á uppboði í Kaupmannahöfn  Áhugamenn um myndlist hafa ekki séð þessi verk á sýningum eða í bókum  Kjarvalsmynd verðlögð á allt að 4,5 milljónir króna Fjölnismenn Málverk af Fjölnismönnum eftir Jóhannes Kjarval. Þingvellir Þingvallamynd svipar til annarra mynda sem Kjarval málaði. Svínahraun Verk eftir Kjarval er metið á 200-250 þúsund danskar krónur. Ljósmyndir/Birtar með leyfi Bruun Rasmussen 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019 ÞVOTTAHÚSINNRÉTTINGAR, FATASKÁPAR & RENNIHURÐIR HÁGÆÐADANSKAR Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Nettoline fær 5 stjörnur frá dönskum gagnrýnendum styrkur - ending - gæði OPIÐ: Mán. - fim. kl. 09 til 18 Föstudaga kl. 09 til 17 Laugardagar kl. 09 til 15 ÚRVAL INNRÉTTINGAVIÐ HöNNUm OG TEIKNUm VöNDUÐ GÆÐAVARAGOTT SKIPULAG Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Fréttir og annað efni úr Frétta- blaðinu ásamt vísunum í blaðið mun formlega hætta að birtast á veffrétt- amiðlinum Vísi sunnudaginn 1. des- ember næstkomandi. Þetta staðfesta ritstjórar Fréttablaðsins og Vísis í samtali við Morgunblaðið. Þennan dag fellur samningur Sýnar og Torgs, um birtingu efnis úr Fréttablaðinu á Vísi, úr gildi en samningurinn var gerður í tengslum við kaup Vodafone, sem nú heitir Sýn, á Vísi.is og ljós- vakamiðlum 365 miðlum árið 2017. Hugsað sem millibilsástand „Þetta verður mikill áfangi því að þá er samrunaferlinu og aðskilnaðar- ferlinu formlega lokið. Á margan hátt er það jákvætt fyrir okkur. Nú mun þessi fréttastofa sem þjónar þremur miðlum, Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni, reiða sig á eigin framleiðslu. Nú hætt- ir hún að taka við fréttum af annarri ristjórn, sem er óeðlilegt ástand og var alltaf hugsað sem millibils- ástand,“ segir Þórir Guðmundsson ritstjóri Vísis. Hann segir að áhrif samningslokanna verði takmörkuð á starfsemi Vísis þrátt fyrir að efnið sem Vísir hafi fengið af Frétta- blaðinu hafi verið um 15% af efnis- framboði miðils- ins. Segir hann að fréttamiðillinn komi ekki til með að bregðast við breytingunni með ráðningu fleiri starfsmanna en að helsta breytingin verði á fyrirkomu- lagi vakta, fjölgun skoðanagreina og auknum efniskaupum. „Þetta hefur í raun orðið til þess að við erum að styrkja okkur miklu frek- ar en hitt og bæta framboð bæði á fréttum, greinum og skoðunum á Vísi,“ segir hann. Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðs- ins, kveðst ekki halda að starfsemi Fréttablaðsins, muni breytast mikið eftir að samstarfi miðlanna lýkur en segir að aukinn slagkraftur fari í fréttamiðlun fyrirtækisins í framhaldi af fyrirhugaðri sameiningu Frétta- blaðsins og Hringbrautar. „Við lítum bara á þetta sem mikið tækifæri fyrir okkur og sjáum ekki að þetta sé að fara að hafa nein neikvæð áhrif nema síður sé,“ segir Jón. Aðskilnaðarferlinu lýkur á sunnudag  Hætta að birta efni úr Fréttablaðinu Þórir Guðmundsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.