Morgunblaðið - 29.11.2019, Page 22

Morgunblaðið - 29.11.2019, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019 FORNUBÚÐIR 12, HAFNARFIRÐI | S: 555 0800 | SIGN@SIGN.IS | SIGN.IS Einar Rúnar er brautryðjandi í leiðsögn ferðafólks í íshella hér á landi. Frá því að hann hóf þetta starf fyrir tæpum áratug og byrjaði að setja myndir úr íshelli inn á heima- síðu sína hefur þessi starfsemi auk- ist stórlega. Myndir úr íshellum fara eins og eldur í sinu um internetið og efla áhugann. sólarupprás og skrautsýningu inni í hellinum,“ segir Einar Rúnar Sig- urðsson fjallaleiðsögumaður, sem fundið hefur þrjá fallega íshella í Skeiðarárjökli. Atlantsflug skipu- leggur þyrluflug þangað í samvinnu við fyrirtæki Einars og fleiri ferða- þjónustufyrirtæki. Myndir Ragnars Axelssonar eru úr einni ferðinni. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þarna eru aðallega þrír hellar sem við getum farið í. Þeir eru stutt frá lendingarstað. Fallegur blámi er í stærsta hellinum en við fengum ótrúlega fallega upplifun þegar við fórum þangað í vikunni, fallega Nú bjóða fjölmörg fyrirtæki upp á þessa þjónustu og þúsundir erlendra ferðamanna heimsækja þá íshella sem aðgengilegir eru hverju sinni. Áhuginn beinist að því að taka mynd og setja á samfélagsmiðla. Þannig eru flestir erlendir ferðamenn sem heimsækja Suðausturland að vetri með heimsókn í íshelli á dagskrá sinni. Hin hliðin á þessum aukna áhuga er að það er orðin örtröð við þá fáu íshella sem eru aðgengilegir. Bjóðum upp á upplifun Einar Rúnar og félagar hans fundu í fyrravetur nýja íshella í Skeiðarárjökli, framan við Færnes í Skaftafellsfjöllum. Hann fór þangað í haust til að kanna stöðuna enda vatnakerfið alltaf að breytast. Íshell- arnir eru 13-15 kílómetra frá Skafta- felli og erfitt að nálgast þá gangandi. Því ákvað Atlantsflug, sem býður út- sýnisflug frá Skaftafellsflugvelli, að skipuleggja þyrluferðir að hellunum og útsýnisflug í leiðinni, í samvinnu við ferðaþjónustufyrirtæki. Fyrir- tækið er með tvær þyrlur í rekstri og sú þriðja er væntanleg, að sögn Jóns Grétars Sigurðssonar sem á og rekur fyrirtækið með konu sinni, Sveinbjörgu Eggertsdóttur. „Við bjóðum sérferðir, yfirleitt með fáa farþega. Fólk sem fer þangað vill komast frá fjöldanum. Þarna er eng- in pressa og engar biðraðir. Það eru gæði upplifunarinnar sem gilda enda bjóðum við ekki upp á ferðir, aðeins upplifun,“ segir Jón Grétar. Einar Rúnar tekur undir þessi orð. Segir að örtröðin sé orðin slík við þekkta íshella að alvöru ljós- myndarar forðist að komast þangað. Hann fer því einkum með erlenda ljósmyndara, fasta viðskiptavini, í þyrluferðirnar í íshellana við Fær- nes. Jón Grétar segir að áherslan sé á að fara í íshellana með litla hópa sem einn fjallaleiðsögumaður geti sinnt með góðu móti. Þó sé mögulegt að selflytja stærri hóp og þá með fleiri leiðsögumönnum. Ný þjónustumiðstöð Atlantsflug opnaði fyrir ári tæp- lega 900 fermetra þjónustumiðstöð og flugstöð á flugvellinum sem er ut- an við þjóðgarðinn, í landi Freys- ness. Þar er fyrirtækið með alla starfsemi sína og er öðrum ferða- þjónustufyrirtækjum boðið að vera með afgreiðslu og móttökustað. Morgunblaðið/RAX Grængolandi Íshellarnir í Skeiðarárjökli skipta litum eftir því hvernig birtan fellur inn í þá. Blái liturinn er allsráðandi þegar skýjað er en liturinn breytist þegar sólin nær að gægjast inn. Þyrluflug Jón Grétar Sigurðsson, Einar Rúnar Sigurðsson, Páll Sigurgeir Guðmundsson leiðsögumaður og Roberth Eliasson þyrluflugmaður. Upplifun í næði í nýjum íshellum  Skipulagðar ferðir með þyrlu í íshella sem opnast hafa við Færnes í Skeiðarárjökli
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.