Morgunblaðið - 29.11.2019, Side 36

Morgunblaðið - 29.11.2019, Side 36
BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Isavia ohf., sem rekur m.a. Flugstöð Leifs Eiríkssonar, er skylt að veita bílastæðaþjónustunni Base Parking aðgang að upplýsingum um tekjur vegna reksturs Isavia á bílastæðum við flugstöðina. Þetta kemur fram í úrskurði Úr- skurðarnefndar um upplýsinga- mál, sem kveðinn var upp á dögun- um. Þá segir í úr- skurðinum að beiðni Base Park- ing um aðgang að upplýsingum um kostnað vegna reksturs bílastæðanna, hversu miklu fjármagni hafi verið varið í uppbygg- ingu bílastæðanna síðastliðin þrjú ár, þ.m.t. í tæknibúnað, myndavélar og öryggiskerfi og hversu mikið fjár- magn Isavia ofh. hafi fengið frá bíla- stæðasjóði Sandgerðisbæjar síðast- liðin þrjú ár, sé vísað til Isavia til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Spurningar í sjö liðum Erindi Base Parking var í upphafi í sjö liðum þar sem auk framan- greindra atriða, óskaði félagið eftir upplýsingum um hver væru hlunnindi starfsmanna Isavia varðandi bíla- stæði, þegar þeir væru ekki í vinnu. Þá óskaði Base Parking eftir upplýs- ingum um hversu margir starfsmenn störfuðu í beinum eða óbeinum störf- um við bílastæðin. Ennfremur óskaði félagið eftir því að vita hvort tekjur af rekstri bílastæða væru nýttar til að fjármagna uppbyggingu eða aðra starfsemi flugstöðvarinnar. Í svari Isavia við upphaflegu fyrir- spurninni, sem barst 19. september 2018, var einungis tveimur liðum svarað, eða því hversu margir starfs- menn störfuðu í beinum eða óbeinum störfum við bílastæðin og hver hlunn- indi starfsmanna Isavia varðandi bíla- stæðin væru, þegar þeir væru ekki við vinnu. Spurningum um tekjur og kostnað af rekstri bílastæðanna, var ekki svarað, og vísað til þess að slíkar upp- lýsingar væru undanþegnar aðgangi kærenda á grundvelli upplýsingalaga. Hvað varðar spurninguna hér á undan, sem vísað var til nýrrar með- ferðar og afgreiðslu hjá Isavia, þá var það svar Isavia að það efni félli utan gildissviðs upplýsingalaga. Varðandi spurningu um nýtingu tekna af rekstri bílastæða í starfsemi flug- stöðvarinnar, var vísað til þess að engin gögn væru til sem svöruðu spurningunni sérstaklega. Að lokum sagði Isavia varðandi bílastæðasjóð Sandgerðisbæjar, að það atriði félli utan gildissviðs upplýs- ingalaga, enda væru þær upplýsingar ekki fyrirliggjandi samanteknar hjá félaginu. Vildi frávísun málsins vegna aðildarskorts Base Parking kærði synjun Isavia á beiðni um aðgang að framangreind- um upplýsingum. Í umsögn Isavia um kæruna krafðist Isavia þess að málinu yrði vísað frá nefndinni vegna aðild- arskorts, þar sem kærandi væri ekki sá sami og beiddist gagnanna, en sá sem það gerði var Gísli Freyr Val- dórsson, almannatengill hjá Kom. Um það atriði segir í úrskurði úr- skurðarnefndarinnar að með vísan til skýringa Base Parking, um að Isavia hafi mátt vera það ljóst að Gísli hafi beiðst gagnanna fyrir hönd félagsins enda hafi hann verið í miklum sam- skiptum við Isavia vegna starfa sinna hjá félaginu, telji Úrskurðarnefndin nægilega sýnt fram á að Gísli hafi beðist gagnanna í umboði félagsins og geri því ekki athugasemdir við að kæra sé sett fram í nafni félagsins sjálfs. Hafa beitt bolabrögðum Gísli Freyr segir í samtali við Morgunblaðið að Base Parking hafi leitað til Kom til að reyna að ná sátt- um við Isavia, án þess að kalla til dýra lögfræðiaðstoð, en það hafi ekki tek- ist. „Isavia hefur beitt allskonar bola- brögðum gagnvart Base Parking í þeim tilgangi að verja bílastæði rík- isins. En við bindum vonir við að þetta breytist með nýjum forstjóra.“ Isavia gert skylt að veita aðgang að upplýsingum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þjónusta Base Parking býður upp á bílaþjónustu við flugfarþega. Bílastæði » Base Parking var stofnað fyrsta júlí 2017 af Ómari Hjaltasyni en í dag starfa 14 starfsmenn hjá fyrirtækinu, sem hefur samkvæmt heima- síðu þess þjónustað 30 þús- und viðskiptavini frá upphafi. » Isavia rekur, auk bílastæða, samkvæmt heimasíðu sinni, net flugvalla á Íslandi og flug- leiðsöguþjónustu. Hjá Isavia og dótturfélögum vinna 1.500 manns.  Bílastæðaþjónustan Base Parking kærði svör Isavia á beiðni um upplýsingar Gísli Freyr Valdórsson AirPods-heyrnatólin frá Apple hafa selst í tugum þúsunda eintaka hér á landi að sögn Guðna Rafns Eiríks- sonar, framkvæmdastjóra Eplis, endursölu- og dreifingaraðila Apple á Íslandi, en ný uppfærsla þeirra, AirPods Pro, kom nýlega í búðir hér á landi. Viðtök- urnar hafa verið frábærar og hafa margar pantanir selst upp að sögn Guðna Rafns. Hörður Ágústsson, eig- andi Maclands, sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu Apple-vara tek- ur í sama streng. „Allt sem hefur komið til landsins hefur klárast samdægurs eða á örfáum dögum. Á þessum tímapunkti erum við líklega með 2-3 daga lager í húsi,“ segir Hörður. Eins og heitið ber með sér er um öflugri útgáfu af AirPods að ræða, sem kostar 44.990 kr., en ein helsta viðbótin er hljóðeinangrandi stilling sem lágmarkar öll umhverfishljóð (e. noise cancella- tion). „Ég nota þau bæði og þá við mismunandi kringumstæður. AirPods nota ég mikið í daglegu amstri og þegar ég er úti að hreyfa mig, en AirPods Pro nota ég mest þegar einbeit- ingar er þörf,“ segir Hörður. Hann segir fyrirtækið vinna í að afla meiri birgða en telur ósennilegt að allir þeir sem langar í grip- inn fyrir jól geti fengið AirPods Pro. „Eft- irspurnin er slík að við mælum með því við okkar viðskiptavini að ganga frá pöntun og við afgreiðum þá að sjálfsögðu greiddar pantanir í for- gangi,“ segir Hörður. AirPods Pro njóta mikilla vinsælda  Pantanir hafa klárast samdægurs Apple Nibburnar fyrir heyrnartólin koma í þremur stærðum svo þau falli að eyrum. 36 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019 29. nóvember 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.72 123.3 123.01 Sterlingspund 158.07 158.83 158.45 Kanadadalur 92.45 92.99 92.72 Dönsk króna 18.069 18.175 18.122 Norsk króna 13.37 13.448 13.409 Sænsk króna 12.786 12.86 12.823 Svissn. franki 122.9 123.58 123.24 Japanskt jen 1.124 1.1306 1.1273 SDR 168.37 169.37 168.87 Evra 135.02 135.78 135.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.0831 Hrávöruverð Gull 1459.8 ($/únsa) Ál 1749.5 ($/tonn) LME Hráolía 64.02 ($/fatið) Brent ● Atvinnulausir voru 7.400 í októ- ber, eða um 3,6% af vinnuaflinu sam- kvæmt árstíðaleið- réttum tölum vinnumarkaðs- rannsóknar Hag- stofunnar. Er það 0,1% hærri at- vinnuþátttaka en í september. Árs- tíðaleiðrétt atvinnuþátttaka var 82% og um 0,5% hærri en í september. Árstíð- arleiðrétt hlutfall starfandi fólks var 78,3%. Sé horft til síðustu sex mánaða bendir leitni árstíðarleiðréttra talna til þess að atvinnuþátttaka hafi verið nokkuð stöðug þótt hlutfall hennar hafi lækkað lítillega, um 0,2%. Hlutfallið er enn 0,7% lægra en fyrir hálfu ári en hefur farið hækkandi síðan í ágúst 2019. Samkvæmt óleiðréttum mæl- ingum er áætlað að 209.500 manns frá 16-74 ára hafi að jafnaði verið á vinnu- markaði í október 2019, sem jafngildir um 81,3% atvinnuþátttöku. Af vinnuafli reyndust 202.200 vera starfandi og 7.400 án vinnu og í atvinnuleit. Sam- anburður óleiðréttra mælinga fyrir október 2018 og 2019 bendir til þess að vinnuafl hafi aukist um 4.800 manns þó að hlutfall þess af mannfjölda hafi dregist saman um hálft prósentustig. Atvinnuleysi mældist 3,6% í októbermánuði 7.400 voru atvinnu- lausir í október. STUTT fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri 75 cm á breidd Verð frá 120.000 kr.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.