Morgunblaðið - 29.11.2019, Side 38

Morgunblaðið - 29.11.2019, Side 38
SPROTAR Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Gaman verður að fylgjast með sprotanum Dufl á komandi miss- erum. Verkefnið hreppti að- alverðlaun hugmyndasamkeppn- innar Gulleggsins í október og hlaut að auki verðlaun fyrir bestu vöru keppninnar. Dufl er enn á byrjunarstigi en með svona góðum meðbyr ætla ungu námsmennirnir á bak við hugmyndina að fara á fullan skrið og stefnt er að því að koma með vöru á markað í byrjun árs 2021. Leif Halldór Arason er í for- svari fyrir hópinn, og útskýrir hvað Dufl fæst við: „Við þróum búnað sem notaður er til að stað- setja baujur línu- og netaveiðibáta úti á sjó. Góð staðsetningartækni skiptir miklu máli við veiðar og hjálpar t.d. skipstjóra að finna veiðarfærin þegar veður er slæmt eða skyggni lítið og þá gagnast staðsetningarsendirinn líka til að koma í veg fyrir að línur og net lendi í veiðarfærum annarra skipa. Getur mikið tjón hlotist af ef t.d. togveiðiskip dregur óvart troll þvert á línu,“ útskýrir Leif Hall- dór en staðsetningarmerkið frá veiðarfærunum birtist í sigl- ingatölvum skipa sem punktar sem ekki ættu að fara fram hjá nein- um. Margfalt lengri líftími Leif Halldór stundaði sjó- mennsku áður en hann hóf nám í hátækniverkfræði við Háskólann í Reykjavík og þekkir frá fyrstu hendi hversu miklu máli það skipt- ir að geta staðsett veiðarfærin vel. Hann segir nú þegar hægt að finna vöru á markaðinum sem þjónar sama tilgangi, en sjómenn kvarti yfir því að búnaðurinn sé ekki nógu sterkbyggður eins og hann er hannaður og smíðaður í dag. Dufl fer alveg nýja leið í hönnun sinni en á þessu stigi get- ur Leif Halldór ekki upplýst nánar um það í hverju lausn Dufls er fólgin, að öðru leyti en því að Dufl- sendirinn ætti að hafa margfalt lengri líftíma en sá búnaður sem greinin reiðir sig á í dag. „Með því fyrsta sem við þurfum að gera er að sækja um styrk til Tækniþróunarsjóðs svo við getum keypt okkur aðstoð sérfræðings til að ljúka við hönnun ákveðins vél- búnaðar fyrir okkur,“ útskýrir Leif Halldór en blaðamaður hváir enda Dufl-hópurinn skipaður fjór- um verkfræðinemum sem ættu að ráða við hér um bil hvað sem er: „Við gætum kannski leyst þetta tiltekna hönnunarverkefni vel af hendi að loknu mastersnámi, en viljum helst ekki bíða svo lengi,“ svarar Leif Halldór glettinn. Þrátt fyrir að verkefnið sé skammt á veg komið hefur Dufl- teymið þegar orðið vart við mikinn áhuga, og greinileg vöntun á markaðinum fyrir bættan stað- setningarsendi. „Við höfum heyrt af sjómönnum bæði í Alaska og Noregi sem vilja ólmir fá sterkari búnað, og markaðurinn risastór jafnvel þó bara væri einblínt á lönd eins og Ísland, Noreg, og Bandaríkin.“ Áhuginn á námi kom með auknum þroska Auk Leifs Halldórs standa að verkefninu þeir Eyjólfur Emil Jó- hannsson , Haukur Ingi Valde- marsson og Þorsteinn Geirsson. Leiðir þeirra lágu saman í verk- fræðináminu við HR en Leif Hall- dór og Eyjólfur Emil tóku síðar stefnuna á hátækniverkfræði á meðan Haukur Ingi og Þorsteinn sérhæfðu sig í rekstrarverkfræði. Leif Halldór er sá elsti í hópnum, en hann hóf námið seinna en venjulega og var lengi útlit fyrir að hann myndi verða sjómaður fyrir lífstíð. „Ég fór fyrst á sjó fjórtán ára gamall og stoppaði stutt við í Véltækniskólanum, en hélst ekki í námi og hafði einhvern veginn ekki nógu mikinn áhuga,“ segir Leif Halldór sem hélt þó áfram að sækja sjóinn. „Svo jókst áhuginn á bóknámi smám saman, samhliða auknum þroska, svo ég ákvað að taka stökkið og fara í há- skólanám 24 ára gamall.“ Leif Halldór reiknar þó ekki með því að leggja rauðgula sjó- stakkinn á hilluna fyrir fullt og allt, þó ekki væri nema til að drýgja tekurnar á meðan á náminu stendur. „Það er fínt að geta stundað veiðar á sumrin og í jólafríinu til að ná í smá pening,“ segir hann. Þegar Leif Halldór er spurður um reynsluna af því að taka þátt í keppninni um Gulleggið segir hann að það hafi gert mikið fyrir hópinn. „Um 150 umsóknir bárust í keppnina og þurftu liðin að senda inn einblöðung með upplýsingum um viðskiptahugmynd þeirra, markaðsmöguleika, teymi, helstu áskoranir og lausnir. Úr þessum umsóknum voru tíu valdar í und- anúrslit og gátu teymin þar unnið betur að þróun viðskiptahugmynda sinna og ráðfært sig við sérfræð- inga héðan og þaðan. Þar kom- umst við t.d. í kynni við mann sem hefur gefið okkur mjög dýrmæta ráðgjöf og leiðsögn.“ Þróa betri staðsetningartæki Morgunblaðið/Eggert Metnaður Haukur Ingi Valdemarson, Þorsteinn Björnsson, Eyjólfur Emil Jóhannsson og Leif Halldór Arason hafa komið sér fyrir í sprotasetri HR. Mikil vinna er framundan en vonandi tekst að koma vöru á markað árið 2021. Eftirspurn » Búnaður Dufls er notaður til að staðsetja veiðarfæri í sjó. » Sjómenn hafa kvartað yfir að þau tæki sem þeir reiða sig á í dag endist of stutt. » Að taka þátt í keppninni um Gulleggið reyndist hópn- um mikið gæfuspor og hvatn- ing. » Ráðgjafar hafa hjálpað þeim að móta og bæta við- skiptaáætlun sína. » Næstu skref fela í sér að fullhanna og prófa vöruna í samráði við sérfræðinga. » Markaðurinn er stór og hafa Dufls-liðar þegar orðið varir við áhuga erlendis. » Forsprakki hópsins stund- aði sjómennsku um nokkurra ára skeið áður en hann ákvað að setjast á skólabekk.  Dufl vinnur að smíði staðsetningarsendis sem lagar ýmsa þá galla sem aðrir sendar búa yfir  Forsprakki hópsins hafði lítinn áhuga á námi og gerðist sjómaður, en lærir núna hátækniverkfræði 38 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019 Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykja- víkurborgar fyrir tímabilið janúar til september 2019 er 595 milljónum króna lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Niðurstaðan var, samkvæmt tilkynningu, jákvæð um 5.126 millj- ónir, en áætlunin gerði ráð fyrir 5.757 milljónum. Í tilkynningunni segir að lakari rekstrarniðurstaða skýrist einkum af lægri tekjum af sölu byggingarréttar og hærri gjald- færslu lífeyrisskuldbindinga en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A- og B-hluta, var jákvæð um 12.243 m.kr. en áætl- anir gerðu ráð fyrir jákvæðri niður- stöðu um 12.132 m.kr. Rekstrarniðurstaðan er því 111 m.kr. betri en gert var ráð fyrir, og er einkum rakin til hærri tekju- færðra matsbreytinga fjárfestinga- eigna Félagsbústaða. Morgunblaðið/Hari Borg Til A-hluta telst starfsemi sem er fjármögnuð með skatttekjum. A-hluti und- ir áætlun Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is DUX PASCAL SYSTEM Sérsniðna gormakaerfið Líkamar allra eru einstakir. Þess vegna býður Pascal de Luxe yfirdýnan upp á sérsniðin þægindasvæði sem gerir tveimur einstaklingum kleift að velja fullkomnu stillinguna fyrir axlirnar, neðra bakið og fótleggina þeirra. Pascal kerfið er í boði fyrir öll DUX rúm, annað hvort sem fellt inn í rúmið eða sem sérstök yfirdýna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.