Morgunblaðið - 29.11.2019, Side 38
SPROTAR
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Gaman verður að fylgjast með
sprotanum Dufl á komandi miss-
erum. Verkefnið hreppti að-
alverðlaun hugmyndasamkeppn-
innar Gulleggsins í október og
hlaut að auki verðlaun fyrir bestu
vöru keppninnar. Dufl er enn á
byrjunarstigi en með svona góðum
meðbyr ætla ungu námsmennirnir
á bak við hugmyndina að fara á
fullan skrið og stefnt er að því að
koma með vöru á markað í byrjun
árs 2021.
Leif Halldór Arason er í for-
svari fyrir hópinn, og útskýrir
hvað Dufl fæst við: „Við þróum
búnað sem notaður er til að stað-
setja baujur línu- og netaveiðibáta
úti á sjó. Góð staðsetningartækni
skiptir miklu máli við veiðar og
hjálpar t.d. skipstjóra að finna
veiðarfærin þegar veður er slæmt
eða skyggni lítið og þá gagnast
staðsetningarsendirinn líka til að
koma í veg fyrir að línur og net
lendi í veiðarfærum annarra skipa.
Getur mikið tjón hlotist af ef t.d.
togveiðiskip dregur óvart troll
þvert á línu,“ útskýrir Leif Hall-
dór en staðsetningarmerkið frá
veiðarfærunum birtist í sigl-
ingatölvum skipa sem punktar sem
ekki ættu að fara fram hjá nein-
um.
Margfalt lengri líftími
Leif Halldór stundaði sjó-
mennsku áður en hann hóf nám í
hátækniverkfræði við Háskólann í
Reykjavík og þekkir frá fyrstu
hendi hversu miklu máli það skipt-
ir að geta staðsett veiðarfærin vel.
Hann segir nú þegar hægt að
finna vöru á markaðinum sem
þjónar sama tilgangi, en sjómenn
kvarti yfir því að búnaðurinn sé
ekki nógu sterkbyggður eins og
hann er hannaður og smíðaður í
dag. Dufl fer alveg nýja leið í
hönnun sinni en á þessu stigi get-
ur Leif Halldór ekki upplýst nánar
um það í hverju lausn Dufls er
fólgin, að öðru leyti en því að Dufl-
sendirinn ætti að hafa margfalt
lengri líftíma en sá búnaður sem
greinin reiðir sig á í dag.
„Með því fyrsta sem við þurfum
að gera er að sækja um styrk til
Tækniþróunarsjóðs svo við getum
keypt okkur aðstoð sérfræðings til
að ljúka við hönnun ákveðins vél-
búnaðar fyrir okkur,“ útskýrir
Leif Halldór en blaðamaður hváir
enda Dufl-hópurinn skipaður fjór-
um verkfræðinemum sem ættu að
ráða við hér um bil hvað sem er:
„Við gætum kannski leyst þetta
tiltekna hönnunarverkefni vel af
hendi að loknu mastersnámi, en
viljum helst ekki bíða svo lengi,“
svarar Leif Halldór glettinn.
Þrátt fyrir að verkefnið sé
skammt á veg komið hefur Dufl-
teymið þegar orðið vart við mikinn
áhuga, og greinileg vöntun á
markaðinum fyrir bættan stað-
setningarsendi. „Við höfum heyrt
af sjómönnum bæði í Alaska og
Noregi sem vilja ólmir fá sterkari
búnað, og markaðurinn risastór
jafnvel þó bara væri einblínt á
lönd eins og Ísland, Noreg, og
Bandaríkin.“
Áhuginn á námi kom
með auknum þroska
Auk Leifs Halldórs standa að
verkefninu þeir Eyjólfur Emil Jó-
hannsson , Haukur Ingi Valde-
marsson og Þorsteinn Geirsson.
Leiðir þeirra lágu saman í verk-
fræðináminu við HR en Leif Hall-
dór og Eyjólfur Emil tóku síðar
stefnuna á hátækniverkfræði á
meðan Haukur Ingi og Þorsteinn
sérhæfðu sig í rekstrarverkfræði.
Leif Halldór er sá elsti í hópnum,
en hann hóf námið seinna en
venjulega og var lengi útlit fyrir
að hann myndi verða sjómaður
fyrir lífstíð. „Ég fór fyrst á sjó
fjórtán ára gamall og stoppaði
stutt við í Véltækniskólanum, en
hélst ekki í námi og hafði einhvern
veginn ekki nógu mikinn áhuga,“
segir Leif Halldór sem hélt þó
áfram að sækja sjóinn. „Svo jókst
áhuginn á bóknámi smám saman,
samhliða auknum þroska, svo ég
ákvað að taka stökkið og fara í há-
skólanám 24 ára gamall.“
Leif Halldór reiknar þó ekki
með því að leggja rauðgula sjó-
stakkinn á hilluna fyrir fullt og
allt, þó ekki væri nema til að
drýgja tekurnar á meðan á náminu
stendur. „Það er fínt að geta
stundað veiðar á sumrin og í
jólafríinu til að ná í smá pening,“
segir hann.
Þegar Leif Halldór er spurður
um reynsluna af því að taka þátt í
keppninni um Gulleggið segir
hann að það hafi gert mikið fyrir
hópinn. „Um 150 umsóknir bárust
í keppnina og þurftu liðin að senda
inn einblöðung með upplýsingum
um viðskiptahugmynd þeirra,
markaðsmöguleika, teymi, helstu
áskoranir og lausnir. Úr þessum
umsóknum voru tíu valdar í und-
anúrslit og gátu teymin þar unnið
betur að þróun viðskiptahugmynda
sinna og ráðfært sig við sérfræð-
inga héðan og þaðan. Þar kom-
umst við t.d. í kynni við mann sem
hefur gefið okkur mjög dýrmæta
ráðgjöf og leiðsögn.“
Þróa betri staðsetningartæki
Morgunblaðið/Eggert
Metnaður Haukur Ingi Valdemarson, Þorsteinn Björnsson, Eyjólfur Emil Jóhannsson og Leif Halldór Arason hafa
komið sér fyrir í sprotasetri HR. Mikil vinna er framundan en vonandi tekst að koma vöru á markað árið 2021.
Eftirspurn
» Búnaður Dufls er notaður
til að staðsetja veiðarfæri í
sjó.
» Sjómenn hafa kvartað yfir
að þau tæki sem þeir reiða
sig á í dag endist of stutt.
» Að taka þátt í keppninni
um Gulleggið reyndist hópn-
um mikið gæfuspor og hvatn-
ing.
» Ráðgjafar hafa hjálpað
þeim að móta og bæta við-
skiptaáætlun sína.
» Næstu skref fela í sér að
fullhanna og prófa vöruna í
samráði við sérfræðinga.
» Markaðurinn er stór og
hafa Dufls-liðar þegar orðið
varir við áhuga erlendis.
» Forsprakki hópsins stund-
aði sjómennsku um nokkurra
ára skeið áður en hann ákvað
að setjast á skólabekk.
Dufl vinnur að smíði staðsetningarsendis sem lagar ýmsa þá galla sem aðrir sendar búa yfir
Forsprakki hópsins hafði lítinn áhuga á námi og gerðist sjómaður, en lærir núna hátækniverkfræði
38 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019
Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykja-
víkurborgar fyrir tímabilið janúar til
september 2019 er 595 milljónum
króna lakari en áætlanir gerðu ráð
fyrir. Niðurstaðan var, samkvæmt
tilkynningu, jákvæð um 5.126 millj-
ónir, en áætlunin gerði ráð fyrir
5.757 milljónum. Í tilkynningunni
segir að lakari rekstrarniðurstaða
skýrist einkum af lægri tekjum af
sölu byggingarréttar og hærri gjald-
færslu lífeyrisskuldbindinga en
áætlun gerði ráð fyrir.
Rekstrarniðurstaða samstæðu
Reykjavíkurborgar, A- og B-hluta,
var jákvæð um 12.243 m.kr. en áætl-
anir gerðu ráð fyrir jákvæðri niður-
stöðu um 12.132 m.kr.
Rekstrarniðurstaðan er því 111
m.kr. betri en gert var ráð fyrir, og
er einkum rakin til hærri tekju-
færðra matsbreytinga fjárfestinga-
eigna Félagsbústaða.
Morgunblaðið/Hari
Borg Til A-hluta telst starfsemi sem
er fjármögnuð með skatttekjum.
A-hluti und-
ir áætlun
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
DUX PASCAL SYSTEM
Sérsniðna gormakaerfið
Líkamar allra eru einstakir.
Þess vegna býður Pascal de Luxe yfirdýnan upp á sérsniðin
þægindasvæði sem gerir tveimur einstaklingum kleift að velja fullkomnu
stillinguna fyrir axlirnar, neðra bakið og fótleggina þeirra.
Pascal kerfið er í boði fyrir öll DUX rúm, annað hvort
sem fellt inn í rúmið eða sem sérstök yfirdýna.