Morgunblaðið - 29.11.2019, Page 45
45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019
Í ritstjórnargreinum
Morgunblaðsins á ár-
um áður var orðið
smánarmúr oft notað
þegar rætt var um
Berlínarmúrinn. Hann
táknaði smán komm-
únista sem urðu að
reisa múr þvert í gegn-
um Berlín til að halda
fólki nauðugu undir
einræðis- og fátæktar-
stjórn sinni.
Fyrir tæpri viku birtist hér í
blaðinu grein um stöðu mála í Þýska-
landi þegar 30 ár eru liðin frá því að
Berlínarmúrinn féll. Í henni kemur
hvorki fyrir orðið sósíalismi né orðið
kommúnismi. Væri skrifað um stöðu
mála í Þýskalandi og síðari heims-
styrjöldina án þess að minnast á naz-
ista þætti það sögufölsun. Dettur
einhverjum í hug að skrifa sögu
kalda stríðsins án þess að tala um
kommúnisma og stjórnkerfi hans?
Í Krakkafréttum ríkisútvarpsins
11. nóvember 2019 sagði: „Höfuð-
borginni í Berlín var líka skipt í
tvennt og árið 1961 var reistur múr
til að aðgreina borgarhlutana. Það
var líka gert til að koma í veg fyrir að
fólk flyttist á milli, aðallega frá
austri til vesturs.“ Þarna er látið eins
og um skipulagsákvörðun hafi verið
að ræða. Þetta voru átök milli
tveggja stjórnkerfa, keppni tveggja
hugmyndakerfa um hvernig fólk
fengið best notið sín.
Dæmin tvö sýna ásetning um að
færa söguna í nýjan búning. Grafið
er undan vitundinni um að í Evrópu
eru enn þann dag í dag tvö ólík
stjórnkerfi. Frjálslynd lýðræðisríki
þar sem réttur einstaklingsins til
orðs og æðis er við-
urkenndur. Forræð-
isríki þar sem valdhaf-
ar ganga á rétt
borgaranna og beita
gagnrýnendur valdi.
Þar er nærtækast að
benda á Rússland og
Hvíta-Rússland.
Sunnudaginn 17.
nóvember var kosið til
þings Hvíta-Rússlands.
Bryndís Haraldsdóttir,
þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins, var þar við
kosningaeftirlit og
sagði meðal annars á FB-síðu sinni
mánudaginn 18. nóvember:
„Þrátt fyrir að tveir bunkar mis-
munandi frambjóðanda hafi sýnst
mjög sambærilegir fyrir okkur í
eftirlitinu (sem auðvitað máttum
bara standa í hæfilegri fjarlægð) þá
hafði sigurvegarinn samkvæmt op-
inberu tölunum næstum því þrisvar
sinnum fleiri atkvæði. Á þessum
tímapunkti varð mér einfaldlega
flökurt og þegar ég sagði það við
túlkinn minn þá sagði hún bara,
ímyndaðu þér hvernig mér líður.“
Aðeins stuðningsmenn einræðis-
herrans Alexanders Lukasjenkos
forseta náðu kjöri á þingið í Hvíta
Rússlandi. Í Austur-Þýskalandi
hurfu þessir kommúnísku stjórnar-
hættir um leið og Berlínarmúrinn.
Aðild að eftirliti með kosningum í
einræðisríkjum skapar íbúum þar þá
sorglegu tilfinningu að eftirlitsþjóð-
irnar leggi blessun sína yfir skrípa-
leikinn. Hér á landi er auk þess
minna fjallað um ofstjórn og kúgun í
Hvíta-Rússlandi en skoðanir þeirra
sem hlutu nýlega meirihluta í lýð-
ræðislegri kosningu í Póllandi.
Þjóðverjar brenndu sig svo illa á
afleiðingum einræðisstjórna að hjá
þeim eru fjölmargar hindranir gegn
því að slíkar hörmungar endurtaki
sig. Varnarvirkin gegn pólitískum
ofríkismönnum eru því miður ekki
alls staðar jafnöflug og í Þýskalandi.
Einmitt þess vegna er brýnt að sag-
an gleymist ekki og lýðræðisþjóðir í
vestri styrki lýðræðislega grunn-
þætti í mið- og austurhluta Evrópu.
EES/EFTA-ríkin Ísland, Liechten-
stein og Noregur gera þetta meðal
annars sérstaklega í gegnum Upp-
byggingarsjóð EES sem leggur sig
fram um stuðning við frjáls félaga-
samtök.
Leiðtogafundur NATO
Öllum var þjóðunum undir ein-
ræði kommúnisma mest virði að fá
aðild að Atlantshafsbandalaginu
(NATO) eftir að þær fengu frelsi.
Bandalagið var stofnað fyrir 70 ár-
um til að sporna gegn útþenslu
kommúnismans í krafti lýðræðis-
hugsjóna og mannréttinda. Þjóð-
irnar sem bæst hafa í hópinn undan-
farin ár líta bæði á aðildina sem
viðurkenningu á leið sinni til lýð-
ræðis og öryggistryggingu.
Þetta verður enn einu sinni stað-
fest á fundi miðvikudaginn 4. desem-
ber í London. Hér í þessum dálki er
gjarnan talað um fund ríkisoddvita
NATO og er þá vísað til funda sem
bandalagið kallar summit á ensku.
Fundinn í London kallar bandalagið
hins vegar Leaders Meeting, leið-
togafund. Til hans er efnt vegna 70
ára afmælis NATO sem utanríkis-
ráðherrar aðildarríkjanna 29 fögn-
uðu í Washington 4. apríl 2019.
Kvöldið fyrir fundinn býður El-
ísabet II. Bretadrottning til athafn-
ar í Buckingham-höll. Að morgni 4.
desember hittast leiðtogarnir í
Grove Hotel í Hertfordshire og
ræða saman fram að hádegi undir
forsæti Jens Stoltenbergs, fram-
kvæmdastjóra NATO. Markmiðið er
að efla og staðfesta enn einu sinni
samheldni bandalagsþjóðanna.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra situr fundinn fyrir Íslands
hönd.
Áhersla á framtíðarverkefni
Frá því að Donald Trump Banda-
ríkjaforseti tók að krefjast aukinnar
hlutdeildar Evrópuríkja í sameigin-
legum útgjöldum til hermála hefur
orðið breyting í þá átt eins og stað-
fest verður í London. Þar mun einn-
ig skýrast hvaða Evrópuríki tekur
forystu í hernaðarlegum öryggis-
málum ESB-ríkja eftir brexit 31.
janúar 2020 fái Boris Johnson, for-
sætisráðherra Breta og gestgjafi í
London, nægilegan stuðning í kosn-
ingunum 12. desember til að hrinda
loforðum sínum í framkvæmd.
Nýleg ummæli Emmanuels Mac-
rons Frakklandsforseta um „heila-
dauða“ NATO eru víða talin til
marks um að hann vilji árétta for-
ystuhlutverk Frakka, eina kjarn-
orkuveldisins innan ESB eftir brott-
för Breta. Angela Merkel Þýska-
landskanslari spyrnti strax við fæti.
Utanríkisráðherrar NATO-
ríkjanna hittust á fundi í Brussel
miðvikudaginn 20. nóvember. Í
fréttum af fundinum segir að þar
hafi utanríkisráðherrar Frakka og
Þjóðverja hvor um sig reynt að skipa
sér í forystusess meðal ESB-ríkja.
Heiko Maas, utanríkisráðherra
Þýskalands, sagði að á tíma um-
ræðna um traust í garð Donalds
Trumps, reiði í garð Tyrkja vegna
innrásar þeirra í Sýrland og efa-
semda um vilja ESB-ríkja til að
standa að eigin vörnum væri ekki
skynsamlegt að mæla með því að
ESB-ríkin héldu sína leið, leggja
ætti rækt við NATO-samstarfið.
Þessu til staðfestingar lagði Maas
til að Jens Stoltenberg skipaði hóp
sérfræðinga til að ræða framtíðar-
stefnu NATO og leggja skýrslu um
hana fyrir NATO-ríkin.
Til sambærilegrar skýrslugerðar
var gengið á sjöunda áratugnum
þegar Pierre Harmel, utanríkis-
ráðherra Belga, leiddi hóp „vísra
manna“ sem lagði árið 1967 fram
skýrslu um framtíðarverkefni
bandalagsins, þar sem defence, de-
terrence og détente – varnir, fæling
og slökun – voru lykilorðin. Í því fæl-
ust ekki andstæður að efla varnir
NATO og fælingarmátt um leið og
leitað væri eftir vinsamlegum við-
ræðum við hugsanlegan andstæðing.
Af fréttum að dæma naut tillaga
þýska utanríkisráðherrans meiri
stuðnings á fundinum en hugmyndin
sem Jean-Yves Le Drian, utanríkis-
ráðherra Frakka, kynnti um „vísa
menn“ um málefni NATO en ekki
undir forsjá NATO.
Það má ráða af yfirlýsingunni sem
gefin verður eftir fundinn í London
hvort sjónarmið Þjóðverja eða
Frakka fær náð fyrir augum leiðtog-
anna. Víst er að áhersla verður lögð
á að sýna gott lífsmark með NATO,
þegar áttundi áratugurinn í sögu
bandalagsins hefst.
Eftir Björn
Bjarnason »Múrinn táknaði
smán kommúnista
sem urðu að reisa hann
þvert í gegnum Berlín
til að halda fólki nauð-
ugu undir einræðis- og
fátæktarstjórn sinni.
Björn
Bjarnason
Höfundur er fv. ráðherra.
Varðstaða gegn útþenslu einræðis
Valur er á veiðum Fálkinn horfir haukfránum augum yfir landið og leitar sér að næstu
bráð. Þegar hún finnst þarf vart að spyrja að leikslokum, enda veiðieðlið sterkt.
Bogi
Í vikunni mælti ég fyrir frumvarpi
til laga sem felur í sér lengingu fæð-
ingarorlofs. Verði frumvarpið sam-
þykkt á Alþingi mun réttur foreldra til
fæðingarorlofs og fæðingarstyrks
lengjast úr níu mánuðum í tólf mán-
uði.
10 milljarða aukning
til barnafjölskyldna
Endurreisn fæðingarorlofskerf-
isins, með hækkun hámarksgreiðslna
og lengingu fæðingarorlofs, hefur frá
upphafi verið á stefnuskrá ríkisstjórn-
arinnar sem nú situr. Hámarks-
greiðslur hækkuðu um síðustu áramót
en miðað við boðaða lengingu og
hækkun hámarksgreiðslna má gera
ráð fyrir að heildarútgjöld til fæðing-
arorlofs verði 20 milljarðar árið 2022
samanborið við 10 milljarða árið 2017
á verðlagi hvors árs. Sem félags- og
barnamálaráðherra hef ég lagt gríðar-
lega áherslu á að leiða þetta mál til
lykta og er afar ánægður að sjá nú til
lands. Við vitum öll að ungbörnum er
fyrir bestu að vera sem mest í umsjá
foreldra sinna og það eiga lögin að
tryggja.
Fæðingarorlof lengt í 12 mánuði
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að lenging á rétti
foreldra til fæðingarorlofs komi til framkvæmda í
tveimur áföngum. Í fyrri áfanga lengist saman-
lagður réttur foreldra til fæðingarorlofs eða
greiðslu fæðingarstyrks um einn mánuð vegna
barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt
fóstur á árinu 2020. Þannig bætist einn mánuður við
sjálfstæðan rétt hvors foreldris um sig sem verður
þá fjórir mánuðir í stað þriggja mánaða eins og nú.
Þá verður sameiginlegur réttur foreldra til fæðing-
arorlofs tveir mánuður sem þeir geta skipt með sér
að vild í stað þriggja mánaða líkt og nú.
Í síðari áfanga lengist samanlagður réttur for-
eldra til fæðingarorlofs eða greiðslu fæðingarstyrks
um tvo mánuði vegna barna sem fæðast, eru ætt-
leidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2021 eða
síðar. Þannig bætist einn mánuður við sjálfstæðan
rétt hvors foreldris um sig sem verður þá fimm
mánuðir í stað fjögurra mánaða. Sameiginlegur
réttur foreldra til fæðingarorlofs verð-
ur áfram tveir mánuðir sem foreldrar
geta skipt með sér að vild.
Mikilvægt fyrir börn að báðir
foreldrar taki fæðingarorlof
Að mínu mati er sú tilhögun á skipt-
ingu fæðingarorlofsréttar milli for-
eldra sem fram kemur í frumvarpinu
vel til þess fallin að ná markmiðum
laga um fæðingar- og foreldraorlof
þess efnis að tryggja réttindi barna til
samvista við báða foreldra. Eins að
gera bæði konum og körlum kleift að
samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Í
því sambandi má nefna að niðurstöður
rannsókna á íslenska fæðingarorlofs-
kerfinu benda til þess að ábyrgð vegna
umönnunar barna sé nú jafnari milli
foreldra en áður var og því ber að
fagna.
Fæðingarorlofskerfið á að vera
þannig uppbyggt að við sem samfélag
leggjum áherslu á að þeir sem eiga
rétt innan þess nýti réttinn og nýti
hann til fulls. Þannig náum við þeim
árangri sem stefnt er að með þessum
réttindum og tryggjum hagsmuni
barna.
Fæðingarorlofslöggjöfin
20 ára – heildarendurskoðun
Árið 2020 verða tuttugu ár liðin frá gildistöku lag-
anna og þykir samhliða lengingu og hækkun há-
marksgreiðslna tímabært að taka þau til heildar-
endurskoðunar. Sérstök nefnd hefur það hlutverk
með höndum og er stefnt að því að hún ljúki störfum
næsta haust. Lögin voru á margan hátt byltingar-
kennd á sínum tíma enda var Ísland fyrsta landið í
heiminum til að veita feðrum og mæðrum jafnan
sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Nú er hins vegar
kominn tími til að endurskoða ýmis ákvæði þeirra í
takt við tímann.
Jafnframt þarf að huga að því hvað tekur við þeg-
ar rétti foreldra til fæðingarorlofs lýkur og hef ég
hafið samtal við sveitarfélögin um að unnið verði að
því að tryggja að börnum bjóðist dvöl á leikskóla við
tólf mánaða aldur. Í mínum huga er alveg ljóst að
þetta tvennt verður að haldast í hendur. Áfram veg-
inn fyrir börnin.
Lengi býr að fyrstu gerð
Eftir Ásmund Einar Daðason
» Lögin voru á
margan hátt
byltingarkennd
á sínum tíma en
nú er hins vegar
kominn tími til
að endurskoða
ýmis ákvæði
þeirra í takt
við tímann.
Ásmundur Einar
Daðason
Höfundur er félags- og barnamálaráðherra.