Morgunblaðið - 29.11.2019, Síða 46

Morgunblaðið - 29.11.2019, Síða 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019 ✝ MagnúsBjarnason fæddist í Garðs- horni í Vestmanna- eyjum 5. júlí 1934. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands í Vest- mannaeyjum 21. nóvember 2019. Foreldrar hans voru: Ásta Haralds- dóttir, f. 26. októ- ber 1914, d. 2. júní 2005, og Bjarni Jónsson, f. 28. september 1911, d. 9. júní 1987. Systkini hans eru: Ágústa Björk, f. 2. febrúar 1939, gift Antoni Erni Kærnested, f. 16. júní 1940. Ásta Birna, f. 26. janúar 1945. Magnús kvæntist 22. ágúst 1956 Unni Gígju Baldvinsdóttur, hjúkrunarfræðingi frá Akur- eyri, f. 22. mars 1933. Foreldrar hennar voru: Snjó- laug Hlíf Baldvinsdóttir, f. 21. lengst af, eða í um 30 ár, starf- aði hann hjá Sameiginlegri skrifstofu frystihúsanna í Vest- mannaeyjum er síðar varð Sam- frost. Þau hjónin bjuggu í Reykja- vík á árunum 1980-1986 er þau fluttu aftur út í Eyjar. Á Reykjavíkurárunum starf- aði hann hjá Vinnumálasam- bandi samvinnufélaganna og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Árið 1977 brá hann sér til Ak- ureyrar og vann hjá Iðnaðar- deild SÍS. Síðustu ár starfsævi sinnar vann hann hjá Vinnslustöð Vest- mannaeyja og síðar sem fram- kvæmdastjóri Útvegsbænda- félags Vestmannaeyja eða frá 1999-2007. Magnús sat í hafn- arstjórn Vestmannaeyja í nokk- ur ár sem og í stjórn Íþrótta- bandalags Vestmannaeyja. Þá sat Magnús í byggingarnefnd Íþróttamiðstöðvarinnar í Vest- mannaeyjum og í stjórn hennar um árabil. Útförin fer fram frá Landa- kirkju í dag, 29. nóvember 2019, klukkan 14. nóvember 1912, d. 3. maí 2000, og Baldvin Gunn- laugur Sigur- björnsson, f. 9. júlí 1906, d. 2. maí 1970. Börn þeirra Magnúsar og Unn- ar Gígju: 1) Snjó- laug Ásta, f. 18. febrúar 1957, d. 26. febrúar 1957. 2) Margrét Lilja, f. 24. desember 1961. Sambýlismaður Jóhann Pétursson. Hennar sonur: Bald- vin Búi Wernersson. 3) Bjarni Ólafur, f. 4. apríl 1963. Börn hans: Jenný Huld, Magnús Ell- ert, Gígja Sunneva og Snjólaug Hildur. Magnús ólst upp í Vest- mannaeyjum við leik og störf. Var hann um skeið verkstjóri hjá Fiskiðjunni í Vestmanna- eyjum og síðan starfsmaður Fiskmats ríkisins í Eyjum en Ég sit hérna við skrifborðið þitt og reyni að finna orð sem geta lýst söknuðinum til þín og finn að ég get það ekki, orðin hreinlega bregðast mér. En það sem brýtur sér leið í gegnum sorgina er þakklæti. Þakklæti fyrir alla þá manngæsku sem þú sýndir ætíð litlu fjölskyld- unni þinni. Þakklæti fyrir hlýjuna og öryggið, rósemdina og alúðina. Bernskuminningarnar úr Fjólugötunni eru eitt það verð- mætasta sem ég á. Það er birta yfir þeim og engan skugga ber á þær því allt frá fyrsta degi bjugguð þið mamma okkur Margréti systur minni heimili þar sem þið gáfuð okkur allt það besta sem foreldri geta gef- ið börnunum sínum. Þessi ást og umhyggja er það veganesti sem mun ætíð fylgja mér og hefur, meira en allt annað, mót- að lífssýn mína. Þú kenndir okkur að trúa á það góða og mæta öllu af hlýju og umburða- lyndi. Ég vona bara að ég geti, með árunum, tileinkað mér það sem þú kenndir mér. Þú fylgdir mér svo náið í gegnum allt mitt líf, minn besti vinur og verndari. Þú sýndir mér í orði og verki hvað felst í því að vera sannur og trúr vin- ur. Og þú sýndir mér hvað faðir getur gefið barninu sínu. Skyndilega þurfti ég að kveðja þig, föður og minn besta vin. Það býr mann ekkert undir þennan missi. Maður á allar minningarnar, fallegt myndbrot er þú leiddir mig um eyjuna okkar að myndinni frá þeirri stundu er við sátum saman á Landspítalanum og þú hvíldir höfuð þitt á öxlinni minni og sagðir af allri þinni hlýju „drengurinn minn“. Jú, minn- ingarnar tekur enginn en tómið sem kom þegar þú fórst er svo óskiljanlegt. Hvernig er hægt að meðtaka og skilja þennan missi? Ég get það ekki en það er huggun í orðunum þínum er þú kvaðst ætíð ætla að fylgja okkur. Í þau orð held ég. Þau orð þín gera tilfinninguna um verndandi nærveru skiljanlega og missinn mildari. Þú komst fyrir svo fáum dög- um í borgina til lækninga á meini sem enginn vissi hvert var. Ekkert okkar vissi þá að þú ættir svo skammt eftir. Þeg- ar ég og þú tókum við þeim orðum að ekkert væri hægt að gera annað en að reyna að hlúa sem best að þinni líðan þyrmdi grimmur sannleikurinn yfir mig en þú sagðir, með þeirri ró sem svo fáir búa yfir, að þú værir sáttur, þú værir búinn að eiga gott líf. Það var þó eitt sem þér fannst erfitt við þessa stund og það var að þú gætir ekki haldið áfram að annast og vernda mömmu. Það er eilítil huggun fólgin í því að þú náðir, síðasta daginn þinn hér, að vera við hlið mömmu og kveðja ástina þína. Guð varðveiti þig elsku pabbi, Bjarni Ólafur. Þá er hann pabbi búinn að kveðja okkur í hinsta sinn eftir skammvinn en erfið veikindi. Það er allt svo ótrúlega tómlegt núna, enda vorum við vön að talast við á næstum hverjum einasta degi. Ef við ekki hitt- umst yfir daginn þá hringdi hann um kvöldið til að athuga hvort allt væri ekki í góðu lagi og bjóða góða nótt. Þarna fékk ég einnig fréttir af frændfólki okkar, sem hann fylgdist alltaf vel með. Mikið á ég eftir að sakna þessara símtala. Ótal minningar streyma nú fram og mér finnst ég svo óend- anlega heppin að hafa fengið að eiga hann fyrir föður. Hann var alveg einstakur maður og kenndi mér svo margt. Betri fyrirmynd í lífinu er varla hægt að hugsa sér. Pabbi hafði marga góða eig- inleika, en sá sem stendur upp úr og einkennir hann best er góðvildin en hann var góður í gegn. Hann vildi að allir væru vinir og rétti alltaf fram hjálp- arhönd. Hann trúði einlægt á mátt fyrirgefningarinnar og gat ávallt fyrirgefið ef einhver gerði á hans hlut. Hann sagði að ef vondar hugsanir mæta vondum hugsunum, þá magnast þær upp en ef þær aftur á móti mæta góðum hugsunum þá lognast þær út af. Ef mennirnir hefðu þetta almennt að leiðar- ljósi væri mannlífið fegurra. Það var alveg vonlaust fyrir mig að vera eitthvað reið eða fúl út í pabba. Fyrirgefningin var alltaf handan við hornið, þétt faðmlag og spurt: „Eigum við ekki að vera vinir?“ Enda vorum við miklir vinir og ég var alltaf mikil pabbastelpa. Við gátum spjallað um alla heima og geima og líka bara þagað saman. Hann hafði svo ótal oft hjálpað mér í gegnum tíðina og mér þótti vænt um að geta hjálpað honum þegar hann þurfti á því að halda núna í seinni tíð. Hann var ekki bara einstak- lega góður pabbi, heldur var hann einnig hlýjasti og besti afi sem hægt er að hugsa sér. Hon- um þótti afskaplega vænt um barnabörnin og veitti þeim skil- yrðislausa ást, umhyggju og þolinmæði. Hann fylgdist náið með hvernig þeim gekk í nám- inu og var alveg að springa úr stolti þegar vel gekk. Samband foreldra minna var einstaklega fallegt. Þau voru samtaka um flesta hluti og hjálpuðu hvort öðru sem best þau gátu. Þegar mamma veikt- ist í fyrra hugsaði pabbi um hana þegar hún kom heim og á örugglega stærstan þátt í hve góðum bata hún náði. Þegar við feðginin biðum saman eftir sjúkrafluginu til Reykjavíkur um daginn, sagði pabbi mér að hafa ekki áhyggjur. Hann væri sáttur við að enda þessa jarð- vist, sagðist hafa átt góða ævi og góða fjölskyldu, en þætti verst að geta ekki stutt mömmu á leiðarenda. Þetta lýsir honum vel, því þegar fjölskyldan var annars vegar setti hann aðra en sjálfan sig ávallt í fyrsta sætið. Það er svo ótal margs að minnast og margt sem ber að þakka. Minningin um yndisleg- an pabba og afa lifir í hjörtum okkar. Margrét Lilja. Ég kveð í dag elskulegan tengdaföður minn, Mugg í Garðshorni. Strax við fyrstu kynni tók ég eftir að þú hafðir mikið yndi af því að rifja upp gamla tíma enda af þeirri kyn- slóð sem mundi þá tvenna. Þú varst fæddur og uppalinn í Eyj- um og hafðir frá mörgu að segja þannig að sagan stóð manni ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum. Þegar þú sem barn, myrkfælinn, varst sendur eftir mjólkinni og hljópst á milli ljósastaura eða tíndir upp og safnaðir í peysuna heitum vél- byssuskotunum eftir æfingar þeirra bandarísku. Og síðar þegar þú varst í Bjarnarey í út- eyjarmennsku. Þú varst mjög vel ritfær og sóttist eftir fróðleik annarra og færðir það í letur, sérstaklega ef það tengdist Vestmannaeyj- um. Þannig skrifaðir þú fjölda greina í blöðin og átt enn eftir óbirt mikið efni, viðtöl og grein- ar. Það bíður betri tíma. Þú komst víða við, sast t.a.m. í hafnarstjórn í Vestmannaeyjum og í byggingarnefnd Íþrótta- miðstöðvarinnar eftir gos. Þú varst stoltur af ykkur þremenn- ingum í byggingarnefnd enda var byggingin og söfnun fjár til hennar þrekvirki á sínum tíma. Þú varst mikill nákvæmnis- maður og kastaðir ekki til höndunum við verkin, hvort sem var við útreikninga á fram- leiðni eða verklegum fram- kvæmdum. Undirbúningur var góður og allt gert af vandvirkni. Líklega þess vegna sem þú fólst mér að mála bak við ofnana þegar mál- að var innandyra. Sáum við báðir skynsemina í þeirri ákvörðun. En fyrst og síðast varstu fjölskyldumaður. Fylgdist ávallt einstaklega vel með Margréti og Bjarna Ólafi og síðan barna- börnunum. Hvattir og ráðlagðir allt á besta veg og varst boðinn og búinn til aðstoðar á allan hátt. Þótt þú værir kominn vel á níræðisaldur þá kom fráfall þitt okkur á óvart. Hafðir verið heilsuhraustur og það er aðeins rétt mánuður síðan þú greindist fyrst með illvígan sjúkdóm. Þá varð ekkert við ráðið. Við náð- um að spjalla nokkuð saman þegar þú lást á Landspítalan- um. „Ég er sáttur,“ sagðir þú. Það eru ekki mörg orð en segja mikið. Þú hafðir enda skilað góðu dagsverki þannig að hvergi bar skugga á. Samband ykkar Gígju var einstaklega fal- legt og undir það síðasta hafðir þú fyrst og síðast áhyggjur af henni en vissir sem var að vel yrði hugsað um hana. Við leið- arlok vil ég þakka þér fyrir samferðina. Þú varst góður karl, settir sterkan svip á mannlífið hér í Eyjum og verð- ur sárt saknað. En minningin um góðan dreng lifir. Jóhann Pétursson. Elsku afi minn, ég sit hér full af sorg en um leið finn ég fyrir allri þeirri hlýju sem þú hefur veitt mér. Allar góðu minning- arnar um stundirnar sem við áttum saman, sem einkenndust af miklum hlátri, verma mér um hjartarætur. Þú varst ein- stakur, enginn var jafn hug- ulsamur, jafn fullur af kærleika og með jafn marga brandara í vasanum og þú. Enginn var heldur með tærnar þar sem þú varst með hælana þegar kom að því að segja skemmtilegar og líflegar sögur, og það var ekki aðeins vegna þess að þú varst með svona rosalega stóra fæt- ur. Þegar ég rifja upp stund- irnar okkar saman heyri ég alltaf í hlátrinum þínum og sé þig fyrir mér brosandi. Ástin þín skein alltaf svo sterkt í gegn og mér finnst það forréttindi að hafa fengið svona mikið af henni frá þér. Þú varst svo fullur af samkennd að ef mér leið illa leið þér illa og ef ég var ánægð varst þú það líka, þess vegna varst þú alltaf sá fyrsti sem fékk gleðifréttir frá mér. Það verður erfitt að fá ekki lengur að deila öllum gleðistundunum með þér en ég veit að ég fæ að segja þér þær allar einn daginn. Svo gæti bara vel verið að ég þurfi þess ekki þar sem að þú sagðist ætla að vera með mér eftir að þú færir yfir hinum megin. Þú kenndir mér svo margt bara með því að vera þú sjálfur, þú sagðir okkur að passa að halda í hlýjuna alveg sama hvað bjátar á og það mun ég gera. Minning þín mun lifa í hjarta mér sem leiðarljós í gegnum líf- ið. Ég elska þig. Guð geymi þína fallegu sál, því henni er engin lík. Gígja Sunneva. Fyrstu ár ævi minnar átti ég ekki föður að, en ég átti hins vegar mjög góðan afa. Mér leið alltaf vel í návist hans og fann fyrir endalausri hlýju, hann var kletturinn minn og hef alltaf lit- ið upp til hans. Þegar við mamma vorum að skoða í tölv- unni þinni nokkrum dögum eft- ir andlát þitt fundum við þessi orð frá þér sem þú hafðir skrif- að niður á sínum tíma. Fyr- irsögnin var „Kvöldbænin“. „Kvöld eitt eftir að við Baldvin Búi, sem þá var níu ára gamall, höfðum beðið saman bænirnar okkar fyrir nóttina sagði hann: Afi, þegar þú ert dáinn og kom- inn til Guðs, viltu þá halda áfram að vera hjá mér? Getur nokkur afi átt von á skærara kærleiksljósi frá barnabarni sínu? Snart þetta viðkvæma strengi í brjósti mínu. Tók ég utanum hann og sagði: Baldvin minn, ef ég get skal ég alltaf vera hjá þér.“ Ég veit að ég mun alltaf finna fyrir þeirri endalausu hlýju og góðvild sem þú gafst alla tíð af þér. Þú verður alltaf mín fyrirmynd og ég mun líka alltaf vera hjá þér. Baldvin Búi. Mágur minn, Magnús Bjarnason, eða öllu heldur Muggur í Garðshorni, er fallinn frá eftir stutt veikindi á 86. ald- ursári. Kynni okkar Muggs hóf- ust árið 1964 er ég kom í fyrsta sinn í Garðshorn til að mæta örlögum mínum og að standast hæfnispróf til að ganga til hjónabands við eldri dótturina í Garðshorni, Ágústu dóttur þeirra Ástu Haraldsdóttur og Bjarna Jónssonar. En Ágústa hefur verið mér tryggur vinur og félagi nú yfir 55 ár. Vitað var að tilvonandi tengdasonur væri að minnsta kosti með einn meinlegan galla en hann var talinn vera hallur undir Sjálf- stæðisflokkinn sem ekki þóttu góð tíðindi þar á bæ, en hafði þó sér til málsbóta að hafa ver- ið til sjós, þó aðallega á far- skipum. Við Muggur áttum margt sameiginlegt sem gott er að minnast. En gæfa okkar var að tala lítið sem ekkert um stjórnmál. Muggur var hávax- inn og myndarlegur á velli, bar sig vel og stóð ávallt fremstur meðal jafningja. Hann var rit- fær vel og safnaði að sér ógrynni af efni um ýmis mál er vörðuðu Vestmannaeyjar og var um margt sérfræðingur um sagnir af fólki þó sér í lagi sem hafði frá einhverju spaugilegu að segja. Hann sinnti starfi síns flokks alla tíð af alúð og hafði ég stundum í flimtingum við hann hvort VG-blaðið í Eyjum myndi ekki leggjast af þegar hann félli frá. Hann fór til Reykjavíkur og settist til náms í Menntaskólanum í Reykjavík, en fékk þann vetur heilahimnu- bólgu sem gerði honum óhægt um langskólanám. Hann söðlaði um og fór til náms í Barselóna við verslunarskóla þar sem hann náði ágætis tökum á spænsku sem hann hélt alla tíð við. Hann reyndi fyrir sér með sjómennsku í Eyjum en var einn af þessum óheppnu sem sjóveikin réði yfir og hóf því störf við fiskiðnaðinn í Eyjum allt frá almennri vinnslu og upp í að vera einn af ábyrgðar- mönnum í þeim iðnaði, sér í lagi við útreikninga í bónusmálum. Hann tók þátt í starfsemi bæj- arfélagsins fyrir sinn flokk og fór m.a. með vini sínum Stefáni Runólfssyni og Kristjáni Egg- ertssyni til um Norðurlönd eftir eldgosið í Eyjum til innkaupa á hinu myndarlega íþróttamann- virki þeirra Vestmanneyinga. Fyrir tilstuðlan hans og tengdaföður míns Bjarna Jóns- sonar í Garðshorni varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að verða félagi í Veiðifélagi Bjarnareyjar þar sem ég átti árlega unaðsstundir með mönn- um eins og Bjarna og Súlla á Saltabergi, manna sem vissu að ég held allt um náttúru Íslands, jarðsögu landsins og fjölmargt annað um dýralíf og sögu Eyjanna. Muggur kvæntist mikilli sómakonu, Unni Gígju Bald- vinsdóttur hjúkrunarfræðingi, sem lifir mann sinn, en andlát mágs míns er með því fegursta sem ég hef heyrt um, en við Ágústa og Ásta Birna systir þeirra fórum á Landspítalann mánudaginn 18. nóv. til að kveðja Mugg, en þá var veru- lega dregið af honum og átti hann þá ósk heitasta að komast heim. Ósk hans rættist og mér er tjáð að Unnur Gígja hafi lagst við hlið hans í rúminu, hún vaknað aftur en hann sofn- aði eilífðarsvefninum. Fallegra getur þetta ekki verið. Ég kveð þig hinstu kveðju, kæri vinur og mágur, og votta fjölskyld- unni samúð mína. Anton Örn Kærnested. Ein af fyrstu og eftirminni- legustu minningum mínum um frænda minn Mugg í Garðs- horni kom til af því að ég, þá krakki að aldri, hafði gerst svo djarfur að skipta úr íþrótta- félaginu Þór yfir í knattspyrnu- félagið Tý. Þegar þetta fréttist innan fjölskyldunnar óskaði Muggur eftir tafarlausum fundi með foreldrum mínum á Salta- bergi til þess að ræða þetta grafalvarlega mál og snúa þessu við, en í þennan tíma voru íþróttafélögin Þór og Týr líkust heitustu sértrúarsöfnuð- um. Ekki tókst frænda að snúa mér í þessu máli, þrátt fyrir mjög svo einbeittan vilja, en engu að síður alla tíð síðar hafði þessi stóri og tignarlegi frændi minn mikil áhrif á mig með sinni þægilegu nærveru. Sam- ræður við hann voru einatt mál- efnalegar og fróðlegar, þar sem málin voru krufin til mergjar og ekki skemmdi húmorinn við hvert fótmál. Hið rólynda fas hans og félagsfærni hefur ábyggilega átt þátt í því að hann, sem var nokkuð langt til vinstri á hinu pólitíska litrófi, starfaði lengst af starfsævi sinnar á vegum útvegsbænda í Vestmannaeyjum sem aðal reiknimeistari bónuskerfisins í fiskvinnslunni. Muggur var náttúrulega Þór- ari og á yngri árum mjög efni- legur í frjálsum. Hann fór einn- ig snemma með feðrum okkar til lundaveiða í Bjarnarey, sem var honum einkar hjartfólgin. Muggur var heiðursfélagi í veiðifélaginu og fylgdist vel með þó svo að hann væri löngu hættur að heimsækja Eynna. Í mínum huga var Muggur alltaf svolítið eins og Heima- klettur. Á sínum stað og ekki líklegur til að fara neitt. Þegar ég hitti hann síðast fyrir u.þ.b. hálfum mánuði var ekki að sjá neitt fararsnið á honum. Nú hefur veður skipast í lofti eins og oft gerist snögglega. Þessi Heimaklettur er horfinn á braut á aðrar víddir til annarra verka. Eftir stöndum við með sorg og söknuð í hjarta, Þar er farinn drengur hinn besti. Við á Saltabergi, Halli Geir og Hjördís, vottum fjölskyldu Muggs okkar dýpstu samúð. Haraldur Geir Hlöðversson. Mig langar hér í fáeinum orðum að minnast vinar míns Magnúsar Bjarnasonar, Muggs eins og hann var jafnan nefnd- ur, sem lést 21. nóvember sl. Þegar ég hóf þátttöku í störfum Alþýðubandalagsins í Vest- mannaeyjum voru þar fyrir margir góðir félagar, konur og karlar. Einn þessara félaga var Muggur. Hann hafði þá starfað í ýmsum nefndum á vegum Vestmannaeyjabæjar og þannig haft áhrif á mörg framfaramál í bæjarfélaginu svo sem skóla- mál, hafnarmál og var hann einn af þeim sem áttu sinn drjúga þátt í að glæsileg íþróttamiðstöð var reist í Eyj- um eftir gos. Á þessum árum fann ég vel hve mikils trausts Muggur naut bæði hjá félögum sínum í Al- þýðubandalaginu en einnig og ekki síður langt út fyrir allar flokkslínur. Það var greinilegt að hann naut virðingar þeirra sem til hans þekktu fyrir að hafa góða yfirsýn yfir þau mál sem hann tók að sér og vann ávallt að þeim málum sem hann sinnti fyrir bæjarfélagið af heilindum og drengskap. Seinna kynntist ég Muggi frekar og fann þá betur hvaða mann hann hafði að geyma. Allt það sem ég hafði áður heyrt um Mugg var hverju orði sannara. Við urðum góðir félagar og vin- ir og ekki skemmdi fyrir að okkar samfélagslegu áherslur og skoðanir fóru vel saman. Muggur var sannkallaður fé- Magnús Bjarnason
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.